Réttur


Réttur - 01.01.1993, Blaðsíða 80

Réttur - 01.01.1993, Blaðsíða 80
sjálfum sjer. Til þess að ná þessu tak- marki verður að bæta þjóðskipulagið, skera burt átumeinin, sem eitra út frá sér og spilla mönnunum. Og þau eru mörg, hjer sem annarsstaðar. Við vitum að allur fjöldi fólks hugsar ekki um annað en peninga og að safna þeim, vel vitandi að þetta sje ekki tak- markið. Það sem rekur mennina til slíks er hræðslan við fátæktina og samkeppni sem rekur menn út í þessa grimmdarlegu lífsbaráttu hver við annan, í stað þess að mennirnir ættu að standa saman í barátt- unni móti náttúrunni. Við vitum að fjöldi fólks er öreigar og á við skort að búa, vegna lítillar vinnu eða atvinnuleysis. En aðrir vinna ekki annað en að eiga stór- eignir, sem aðrir vinna við, og fá gróðann af þeim. Framleiðslutækin og jörðin, sem eru í fárra manna höndum, eru lífsskil- yrðin fyrir því að fólkið geti þrifist. En þessir fáu menn geta sagt „stopp“ þegar þeir vilja og þá sveltur fólkið því „eign- arjetturinn er friðhelgur“. Og framleiðslunni er alveg vitlaust stjórnað, altof lítil samvinna, og of mikil samkeppni. Og afurðunum er vitlaust skipt. Verkamennirnir sem framleiða vörurnar fá minnst af þeim. Og ekkert eftirlit er haft með hvernig keypt er inn, kaupmenn kaupa altof mikið af einni vöru, of lítið af annarri. Og til hvers er öll framleiðslan? Það er ekki framleitt til þess að þeir fái eitthvað sem líða skort og bágindi, nei, það er framleitt til þess að auðmennirnir, atvinnurekendurnir græði. Búðirnar eru fullar af vefnaðarvöru, en suma vantar föt. En við vefnaðarvörunni má ekki hreyfa, því „eignarjetturinn er friðhelgur“. Þetta telst kristið þjóðfje- lag! Nei, geti það ekki orðið betra, á það ekki skilið að standa. Til hvers er öll okk- ar marglofaða menning, ef meirihlutinn af fólkinu á altaf að búa við basl og bág- indi, eymd og vanþekkingu? Og hvað er orsökin til þessa? Það er allt, sem reynir að stía mennina í sundur og æsa upp þeirra óæðri hvatir (t.d. eigingirni) en þó einkum ótakmarkaður eignarjettur og samkeppni. Og hvernig er uppeldið ? Hvað er hugsað um að gera börnin að góðum mönnum? Það er troðið í þau hin- um og þessum þululærdómi, en ekkert hugsað um það dýrmætasta. Menn kenna þeim kristnar kreddur en sleppa kjarna kristindómsins. Og hvað gerir þingið til að bæta úr þessu? Ekkert. Nýlega voru þeir að fella frumvarp um fátækrastyrk. Svona er mannúðin, umbótaáhuginn hjá æðstu mönnum (?) landsins. Ástandið er óþol- andi. Nokkur ár hangir það ennþá, en svo verður að rífa það niður og byggja upp annað á æðra grundvelli. En þeim, sem eru bundnir á höndum og fótum, í þetta auðvaldsskipulag, virðist það ómögulegt, en það er ekkert að marka, blindir menn geta ekki sjeð. Og ekki nóg með það. Ef einhver vill bæta þjóðfjelagið verða þeir bálvondir og æpa: „Hann brýtur rjettindi okkar, svívirðir eignarjettinn, drepur nið- ur framfarirnar. Burt með uppreisna- manninn! Niður með Bolsjevikann!“ (t.d. íslendingur). Stundum ætla þeir að vera kænir og segja: „Altof falleg hugsjón! Því miður óframkvæmanlegt! Við verðum að bíða þangað til allir eru orðnir góðir“. En þetta er heimska hjá þeim. Menn- irnir verða aldrei góðir í fyrirkomulagi sem þroskar þeirra lægri hvatir. Social- isminn á að gera mennina betri. Þegar mennirnir eru orðnir góðir, þá þurfum við engan Socialisma, en það verður ekki fyrr en löngu eftir að Socialisminn er kominn á. 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.