Réttur


Réttur - 01.01.1993, Side 80

Réttur - 01.01.1993, Side 80
sjálfum sjer. Til þess að ná þessu tak- marki verður að bæta þjóðskipulagið, skera burt átumeinin, sem eitra út frá sér og spilla mönnunum. Og þau eru mörg, hjer sem annarsstaðar. Við vitum að allur fjöldi fólks hugsar ekki um annað en peninga og að safna þeim, vel vitandi að þetta sje ekki tak- markið. Það sem rekur mennina til slíks er hræðslan við fátæktina og samkeppni sem rekur menn út í þessa grimmdarlegu lífsbaráttu hver við annan, í stað þess að mennirnir ættu að standa saman í barátt- unni móti náttúrunni. Við vitum að fjöldi fólks er öreigar og á við skort að búa, vegna lítillar vinnu eða atvinnuleysis. En aðrir vinna ekki annað en að eiga stór- eignir, sem aðrir vinna við, og fá gróðann af þeim. Framleiðslutækin og jörðin, sem eru í fárra manna höndum, eru lífsskil- yrðin fyrir því að fólkið geti þrifist. En þessir fáu menn geta sagt „stopp“ þegar þeir vilja og þá sveltur fólkið því „eign- arjetturinn er friðhelgur“. Og framleiðslunni er alveg vitlaust stjórnað, altof lítil samvinna, og of mikil samkeppni. Og afurðunum er vitlaust skipt. Verkamennirnir sem framleiða vörurnar fá minnst af þeim. Og ekkert eftirlit er haft með hvernig keypt er inn, kaupmenn kaupa altof mikið af einni vöru, of lítið af annarri. Og til hvers er öll framleiðslan? Það er ekki framleitt til þess að þeir fái eitthvað sem líða skort og bágindi, nei, það er framleitt til þess að auðmennirnir, atvinnurekendurnir græði. Búðirnar eru fullar af vefnaðarvöru, en suma vantar föt. En við vefnaðarvörunni má ekki hreyfa, því „eignarjetturinn er friðhelgur“. Þetta telst kristið þjóðfje- lag! Nei, geti það ekki orðið betra, á það ekki skilið að standa. Til hvers er öll okk- ar marglofaða menning, ef meirihlutinn af fólkinu á altaf að búa við basl og bág- indi, eymd og vanþekkingu? Og hvað er orsökin til þessa? Það er allt, sem reynir að stía mennina í sundur og æsa upp þeirra óæðri hvatir (t.d. eigingirni) en þó einkum ótakmarkaður eignarjettur og samkeppni. Og hvernig er uppeldið ? Hvað er hugsað um að gera börnin að góðum mönnum? Það er troðið í þau hin- um og þessum þululærdómi, en ekkert hugsað um það dýrmætasta. Menn kenna þeim kristnar kreddur en sleppa kjarna kristindómsins. Og hvað gerir þingið til að bæta úr þessu? Ekkert. Nýlega voru þeir að fella frumvarp um fátækrastyrk. Svona er mannúðin, umbótaáhuginn hjá æðstu mönnum (?) landsins. Ástandið er óþol- andi. Nokkur ár hangir það ennþá, en svo verður að rífa það niður og byggja upp annað á æðra grundvelli. En þeim, sem eru bundnir á höndum og fótum, í þetta auðvaldsskipulag, virðist það ómögulegt, en það er ekkert að marka, blindir menn geta ekki sjeð. Og ekki nóg með það. Ef einhver vill bæta þjóðfjelagið verða þeir bálvondir og æpa: „Hann brýtur rjettindi okkar, svívirðir eignarjettinn, drepur nið- ur framfarirnar. Burt með uppreisna- manninn! Niður með Bolsjevikann!“ (t.d. íslendingur). Stundum ætla þeir að vera kænir og segja: „Altof falleg hugsjón! Því miður óframkvæmanlegt! Við verðum að bíða þangað til allir eru orðnir góðir“. En þetta er heimska hjá þeim. Menn- irnir verða aldrei góðir í fyrirkomulagi sem þroskar þeirra lægri hvatir. Social- isminn á að gera mennina betri. Þegar mennirnir eru orðnir góðir, þá þurfum við engan Socialisma, en það verður ekki fyrr en löngu eftir að Socialisminn er kominn á. 80

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.