Réttur


Réttur - 01.01.1993, Page 78

Réttur - 01.01.1993, Page 78
að tapa aldrei trúnni á það málefni, sem þeir helguðu líf sitt. (Upphaf og lokorð ritgerðarinnar Árgalarnir áminna, um Þorstein Erlingsson og Stephan G. Stephansson og skáldskap þeirra. Réttur 1928) Sigtrrður Guðmundsson: Tugthúsféiagi ! Það mun sjaldgæft að þeir, sem maður dáir úr fjarska á æskuárum, vinni við nána kynningu. Það er ekki alltaf þeirra sök. Æskumaður sem kynnist rithöfundi af beztu skáldsögu hans eða stjórnmála- leiðtoga af hvössustu ritum og ræðum, gerir sér auðveldlega of glæsilegar hug- myndir um manninn. Einar Olgeirsson er einn þeirra manna, sem óhætt er að kynnast. Að sjálfsögðu breytist hann, verður persónulegri og mannlegri. En það sem máli skiptir er óbreytt. Náin kynning eykur virðingu á heilindum hans, hlífðarleysi við sjálfan sig, einlægni við alþýðumálstaðinn og óbilandi traust á íslenzkri alþýðu til sigur- sællar baráttu. Það eru þessir eiginleikar, sem mest ber á í daglegu starfi ár eftir ár að ritstjórn Þjóðviljans og öðrum flokks- störfum. Á þeim slóðum er oftastnær svo annríkt, að fátt kemst að sem ekki lýtur að sjálfu starfinu. En sá sem er svo hepp- inn, að fá Einar að tugthúsfélaga nokkrar vikur, kynnist nýjum þáttum. Einar reyndist harðsnúinn skákmaður, ótrúlega fróður um bókmenntir fornar og nýjar og sögu sósíalismans. Framkoma hans vinn- ur honum vini hvar sem hann fer. Hann er ekki búinn að vera lengi í Brixton-tugt- húsi er grískir og pólskir sjómenn, sem kunnu nær enga ensku, voru farnir að leita til hans og láta hann skrifa fyrir sig bréf til hins Right Honourable Herberts Morrisons, skýringar á þeim misskilningi, að þeir skyldu teknir fastir, og eitt hjart- næmt ástarbréf skrifaði hann fyrir þýzkan pilt, sem engum trúði til þess öðrum! En einnig við slík skilyrði vinnur hugurinn hvíldarlaust að viðfangsefnum verkalýðs- baráttunnar, nýjum og nýjum verkefnum skýtur upp og þau eru rædd af sama áhuga hér eins og heima í Reykjavík. Fangavistin gleymist og þegar klefadyrn- ar lokast á ný hefur maður fengið um- hugsunarefni, sem endist þar til lagt er af stað í næstu hringgöngu um fangelsis- garðinn. Ég ætla að bæta einni einkunn við þær mörgu, sem Einari hafa verið gefnar: Hann er fyrirmyndar tugthúsfé- lagi! (Réttur, 1943) 78

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.