Réttur - 01.01.1993, Síða 6
Og það var ekki síst harðri afstöðu Ein-
ars Olgeirssonar að þakka, að ekki var
hlustað á úrtölumenn heldur ákveðið að
setja á stofn lýðveldi á íslandi 1944, áður
en stríði lauk.
í hita leiksins á styrjaldarárunum þurft-
um við samherjar hans og þjóðin öll, að
horfa upp á það, án þess að fá nokkuð að
gert, að Einar, — þingmaður í fullvalda
ríki, — var handtekinn af erlendu herliði
og fluttur í fangelsi í öðru landi ásamt
tveimur samverkamönnum sínum, Sigfúsi
Sigurhjartarsyni og Sigurði Guðmunds-
syni. Handtöku og brottnám Einars þurfti
líka Sigríður, eiginkona Einars, að þola,
og var þetta með þyngri böggum í þeirri
byrði, sem hún mátti með æðruleysi og
mikilli reisn bera með Einari gegnum tíð-
ina í óhemju krefjandi starfi hans.
Tímabilið frá 1938 til 1967 í ævi Einars
einkenndist mjög af því valdajafnvægi
stéttanna, sem hann átti stærstan hlut í að
skapa, og það var þá, sem Einar Olgeirs-
son rís í hæstar hæðir sem stjórnmála-
skörungur þessarar þjóðar.
Á seinni hluta þessa tímabils eða 1956
stofnaði Einar Álþýðubandalagið sem
kosningabandalag Sósíalistaflokksins og
vinstri manna, sem áttu samleið með
flokknum, en vildu ekki vera í skipulags-
legum tengslum við hann.
Árið 1967 lét Einar Olgeirsson af þing-
mennsku og Magnús Kjartansson tók sæti
hans á Alþingi. Ári eftir, eða 1968, er Al-
þýðubandalagið gert að stjórnmálaflokki
og jafnframt er Sósíalistaflokkurinn lagð-
ur formlega niður. Átti Einar mjög stóran
þátt í þessari skipulagsbreytingu hreyf-
ingarinnar.
Um þetta leyti var Einar búinn að vera
í eldlínunni frá árinu 1924 eða í rúmlega
fjörutíu ár, þar af á þingi í 30 ár. Honum
fannst þá, að fullu dagsverki væri skilað.
Aðrir og yngri menn þyrftu nú að taka
við, breyttar og nýjar aðstæður kölluðu á
nýja aðferðafræði.
Þessi lokakafli í ævi Einars varð heldur
lengri en hann átti sjálfur von á, hann
stóð í 26 ár, og endaði nú 3. febrúar síð-
astliðinn. Einar hætti þegar hann hætti.
Engin bein afskipti hafði hann af stjórn-
málum eftir þetta, og bar ekki við að
reyna að segja þeim til, hinum yngri.
Hann gaf þó út RÉTT sem fyrr með al-
mennum pólitískum skrifum og fylgdist
vel með gangi mála fram undir það síð-
asta.
Undir lokin, eða í desember síðastliðn-
um, sé ég Einar níræðan sitja í gamla
ruggustólnum sínum á Hrafnistu í Hafn-
arfirði, þar sem vel fór um þau hjónin,
lesandi upphátt úr einhverri bókinni fyrir
Sigríði sína, sem hafði daprast sjón.
Einar var alltaf sannfærður um nauð-
syn þess, að byggja vinstri hreyfinguna
upp sem fjöldahreyfingu. Það var hans
grundvallarskoðun, að málefnin þyrftu að
vera gagnsæ og baráttuaðferðir hreyfing-
arinnar yrðu að skírskota til almennings.
Nöfn og heiti skiptu minna máli en inntak
og markmið. Einangrunarstefna í þessum
efnum var eitur í hans beinum. Hann var
með í stofnun Kommúnistaflokksins og
lauk opinberu starfi sínu fyrir hreyfing-
una sem formaður þingflokks Alþýðu-
bandalagsins.
Þjóðernishyggjan var ríkur þáttur í
skoðunum og stjórnmálabaráttu Einars
alla tíð án þess að hann léti alþjóðahyggj-
una, sem honum var einnig hugstæð,
flækjast fyrir sér. Einar gerði sér alltaf
grein fyrir því, hve smæð þjóðarinnar
skiptir miklu máli í allri ákvarðanatöku í
þjóðhagsmálefnum okkar. Þar greindi
hann á við suma þekkta og lærða hag-
fræðinga landsins. Honum fannst að í
6