Réttur


Réttur - 01.01.1993, Page 74

Réttur - 01.01.1993, Page 74
eða svokölluðu pólitísku jafnrétti, treyst- andi og trúandi því, að með þessu svo- kallaða pólitíska atkvæðafrelsi komi öll önnur gæði lífsins svo að segja af sjálfu sér. En þetta hefir herfilega brugðist, og því til sönnunar þarf ekki annað en benda á ástandið eins og það er nú í heiminum, því aldrei hefir örbirgð og réttleysi fjöld- ans af mannfólkinu verið auðsærri og meiri en nú, á þessari marglofuðu frelsis- og samkeppnisöld, aldrei hefir jafnmikili hluti mannfólksins verið útilokaður frá hinum einu lindum lífsskilyrðanna, nátt- úrugæðunum ... Auðna verður að ráða, hvort síðar heppnast í þessu litla riti að benda á færar leiðir til þess að efla sannarlegt réttlæti og jafnrétti í þjóðfélagi voru. (Gamalt og nýtt, Réttur 1918) Jónas Jónsson, frá Hriflu: Þrír flokkar Mitt í þeim glundroða, sem nú drottnar í stjórnmálalífi íslendinga sést að veru- legar breytingar eru í aðsigi; og má jafn- vel segja að nú móti fyrir aðallínum í flokkaskiptingu þeirri, sem er að verða til. Er þar skemmst af að segja, að þjóðin er að skipta um þungamiðju f landsmála- baráttunni, er að hverfa frá því að skipast í flokka um sambandsmálið. í stað þess flokkast menn nú um innanlandsmálin á sama hátt og í öðrum þingstjórnarlönd- um: Hægrimenn (íhaldsfl.), Vinstrimenn (frjálslyndir o.fl.) og jafnaðarmenn (Al- þýðufl.) ... í bæjum má gera ráð fyrir að hægri- menn glími við jafnaðarstefnuna, en vinstri- manna gæti fremur lítið. Við hlutfalls- kosningu til bæjarstjórnar geta fátækling- arnir náð meirihluta a.m.k. við og við, og þá fengið færi til að koma sumum af hug- sjónum jafnaðarstefnunnar í fram- kvæmd, t.d. rekið kúabú, garðrækt og fiskveiðar til hagnaðar bæjarfélögum. Látið bæina byggja holl hús yfir þá skýlis- lausu, eignast lönd og lóðir, gera leikvelli og íþróttastöðvar, bókasöfn og góða skóla handa æskumönnum bæjanna. Fá- tækt og ömurleg kjör verkamannalýðsins í íslensku kauptúnunum var að verða eitt mesta vandamál þjóðarinnar. Úrkynjun stóð bersýnilega fyrir dyrum, bæði líkam- leg og andleg hnignun. Frá þjóðlegu sjónarmiði er það stór- happ, ef verkamannastéttin „vinnur sig upp“ úr bágindunum. Fjóðinni bætast þá auknir kraftar til allra mannrauna. Og er- lend reynsla er sú, að engin stefna hefur orðið eiginleg lyftistöng verkamanna- stéttinni, nema jafnaðarmennskan. Vegna verkamanna sjálfra, vegna þjóðarinnar í heild sinni og vegna hinnar eðlilegu flokkaskipunar, sem ein tryggir framfarir í þingstjórnarlöndum, var jafnaðarstefn- an nauðsynleg íslenskum verkamönnum í kauptúnunum. Vinstrimannaflokkurinn hlýtur að fá sinn aðalstyrk frá gáfuðum og áhugasöm- um bændum, í sveit og við sjó. Ennfrem- ur nokkrum liðsauka frá miðstétt kaup- túnanna. Þó að vinstrimannaflokkurinn spretti í skjóli bændaflokkanna, getur hann engan veginn orðið agrar-flokkur. Þröngsýnir og smásálarlegir bændur og sveitavinir geta ekki átt þar heima. Feir lenda sjálfkrafa í fylkingarbrjósti hægri- mennskunnar. Takmark vinstrimennsk- unnar er: alhliða framför þjóðarinnar, efnaleg, andleg og siðferðisleg. Þar er meira verk að inna af höndum heldur en ein kynslóð nær til. En hægra verður eft- irkomendunum að halda í horfinu, er rétt er lögð undirstaðan ... Myndun hinna þriggja nýju flokka er 74

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.