Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Ef til vill gefur það tóninnfyrir það sem koma skalað á einni af síðustu æf-ingum Carmen sitja nokkrar ungar stúlkur með fla- mengó-rósir í hárinu. Það verður sígaunabragur á frumsýningunni í kvöld í Borgarleikhúsinu þegar Carmen stígur á fjalirnar í upp- færslu Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins; dulmagn, gleði og þróttur sem ætti að rífa skammdegisdrungann úr við- stöddum. Og þó að ekki sé dans- aður flamengó, þá er hann til stað- ar í tónlistinni, að sögn Ásgerðar Júníusdóttur, óperusöngkonu, sem fer með hlutverk Carmen. „Það greip um sig mikið æði fyr- ir flamengó í París á árunum 1850 til 1900,“ segir hún. „Flamengó-barir voru um alla borg, sem mér finnst líklegt að Bi- zet hafi rambað inn á, og ég efast ekki um að hann hefur nýtt sér tónlistina, alveg eins og tónskáld sækja áhrif í rapp nú til dags. Ég fann fyrir þessum áhrifum þegar ég var að æfa fyrir Carmen. Þess vegna hlustaði ég mikið á fla- mengó og sótti tíma hjá Minervu, sem kennir dansinn. Þótt ég dansi ekki í sýningunni, þá vildi ég kom- ast inn í þennan heim.“ Heillandi tilraun til að leiða saman þrjár listgreinar Það er föstudagseftirmiðdagur. Ásgerður situr fyrir svörum ásamt Guðjóni Pedersen, leikstjóra sýn- ingarinnar, á kaffihúsi í mið- bænum. Eftir morgundaginn verð- ur þetta eflaust einn af mörgum flamengó-börum í borginni. Af hverju Carmen? „Þetta er heillandi saga, heillandi tónlist og heillandi um- fjöllunarefni,“ svarar Guðjón Ped- ersen, sem leikstýrir sýningunni. „Og heillandi tilraun að leiða sam- an þrjár listgreinar í eina sýningu, sönginn, dansinn og leiklistina.“ Hafðirðu lengi ætlað þér að setja upp Carmen? „Mig hefur lengi dreymt um að gera óperu að leikhúsverki. Fyrst langaði mig til að setja upp aðra óperu, Brúðkaup Fígarós, sem raunar var fyrst leikrit. En Car- men varð ofan á; mér fannst sagan meira spennandi.“ Hugmyndavinnan er erfið, hitt kemur af sjálfu sér Það hefur verið flókið að tefla svo mörgum listgreinum saman í eina sýningu? „Það var fyrst og fremst flókið að ímynda sér það,“ segir Guðjón og brosir. „Í flestum tilvikum reyndist þetta mun einfaldara en við áttum von á. Við veltum því til dæmis fyrir okkur hvernig við gætum gert tónlistinni skil með aðeins sex hljóðfæraleikurum. Ég vildi draga fram sígaunaþáttinn í Carmen án þess að fara út í að dansa flamengó; það er nokkuð sem við ráðum ekki við. Þannig að í stað þess að sækja innblástur í spænska sígaunamenningu, þá leit- uðum við austur á bóginn. Þegar við fórum svo að vinna tónlistina féll hún vel að því uppleggi. Agnar Már Magnússon hefur skapað magnaðan hljóðheim og útsett tón- listina þannig að stefin eru frá- brugðin og skemmtileg. Þannig er þetta oft, hugmyndavinnan erfið, en síðan kemur hitt svolítið af sjálfu sér í vinnuferlinu.“ Byggið þið uppfærsluna á óp- erunni? „Við fylgjum sögunni um Car- men og notum tónlist Bizet, en köllum þetta söngleik. Þó svo Ás- gerður syngi eins og hún er vön að syngja sem óperusöngkona, þá mætast þau á miðri leið, leik- ararnir og Ásgerður, þegar þau syngja saman.“ „Við höfum líka breytt tónlist- inni aðeins,“ segir Ásgerður. „Við lækkuðum um einn tón ýmsar arí- urnar hennar Carmen og þá færist hún nær leikurunum. Þetta er áherslumunur, en hann skiptir máli.“ Eru ekki allar ákvarðanir djarfar? Það hefur verið djörf ákvörðun að fá óperusöngkonu en ekki leik- ara í hlutverk Carmenar? „Eru ekki allar ákvarðanir djarf- ar?“ spyr Guðjón á móti. „Það er djarft að vakna á morgnana og djarft að sofna á kvöldin. Jú, kannski finnst sumum þetta voða- lega djarft,en þessar þrjár list- greinar eiga að flytja þessa sögu, Ásgerður sem söngkona, stundum í dansi og svo í leik. Það getur verið djarft, en annað kom ekki til greina.“ Og það hefur verið djarft af óperusöngkonu að taka hlutverkið að sér! „Mér fannst mjög spennandi að fá tækifæri til að leika Carmen,“ segir Ásgerður. „Ekki síst af því að ég leik heilmikið og er ekki bara að syngja. En að sjálfsögðu var líka gaman að fá að syngja lögin í Carmen.“ Þetta hefur verið mikill lærdóm- ur? „Já, ég tók það afskaplega hátíð- lega fyrst að fara að leika,“ segir Ásgerður og hlær. „Svo þegar ég fór að slappa aðeins af, varð þetta einfaldara. Það hjálpaði til að ég hef áður leikið, s.s. í Common Nonsense fyrir tveim árum, í sum- aróperunni Dido og Eneas, og í óperu Hauks Tómassonar, þar sem ég lék Brúnhildi – hún er líka sterk kona!“ Nálgast Carmen út frá skáldsögunni En hvernig voru kynni þín af Carmen? „Það tók mig tíma að átta mig á hver hún var, hvernig ætti að nálgast hana,“ svarar Ásgerður. „Ég er búin að lesa mér heilmikið til um Carmen, hvað Bizet var að hugsa þegar hann samdi óperuna, horfa á tíu uppfærslur af Carmen og lesa skáldsöguna nokkrum sinn- um. Niðurstaðan er sú að ég reyni ekki síst að nálgast Carmen út frá skáldsögunni; hún er öðruvísi þar en í óperunni.“ Hvernig þá? „Ég myndi segja að Carmen væri léttvægari í óperunni,“ skýtur Guðjón inn í. „Þar er eitthvað skuggalegt og dularfullt við hana, sem enginn fær útskýrt.“ „Já, hún er djöfullinn sjálfur,“ tekur Ásgerður undir. „Hún segir það sjálf við Don José og ein sen- an er ofboðslega myrk. Eftir að þau hafa átt nótt saman vill hann ekkert með hana hafa, leitar at- hvarfs í kirkju og hún sækir hann þangað – eins og púki djöfulsins og eftir það steypist hann í glötun. Carmen er því mjög myrk í skáldsögunni; frumþarfirnar myrkrið, kynhvötin og dauðinn. Það sem gerir hana heillandi er þessi eyðingarmáttur. Og að því dregst Don José. Það er honum framandi og þess vegna spennandi – hættulegt. Fleiri drógust að Car- men. Þegar óperan var frumsýnd árið 1875 var fólk yfir sig hneyksl- að, því Carmen var sterk kona, hafði kynhvöt og karlmenn höfðu ekkert yfir henni að segja. Engu að síður fór fólk að sjá sýninguna.“ Ég hef einmitt lesið að þá hafi fólk flykkst á sýninguna vegna þess að hún þótti svo syndsamleg. Hvernig gengur að kynda undir ástríðuhitanum í skammdeginu? „Við notum sjónrænar leiðir til þess,“ segir Guðjón. „Stundum sér Don José ekki eina Carmen heldur sjö; sama hvert hann lítur – þar er hún! Tónlistin hjálpar okkur mikið, því hún er oft á tíðum með kyn- ferðislegum undirtón. En við erum ekkert að fara úr fötum eða í ein- hverri örvæntingu að reyna að búa til sex.“ „Þetta er allt í tónlistinni – og dönsunum,“ bætir Ásgerður við. „Nóg til þess að Don José verður eins og hann sé andsetinn. Þannig er Carmen – hún leggst á menn!“ Þorðum ekki að frumsýna föstudaginn þrettánda Hvernig er líka hægt að stand- ast konu sem syngur svona sjóð- heita tónlist? „Já, þetta er stórkostlegt verk,“ segir Ásgerður. „Bizet lifði aldrei að sjá óperuna ná þeim sessi sem hún nýtur í dag, sem ein af höf- uðóperum tónlistarheimsins. Hann lést þremur mánuðum eftir frum- sýninguna, algjörlega miður sín af vonbrigðum yfir dræmum við- tökum óperunnar. Þremur mán- uðum síðar var hún sett upp í Vín- arborg og sló í gegn. Sama kvöld og hann lést 33 ára gamall á sveitasetri fyrir utan París var 33. sýningin á Carmen í París. Konan sem fór með hlutverk Carmen átti í ástarsambandi við Bizet og var að syngja dauðaaríuna á sama tíma og hann lést. Í því sem hún horfðist í augu við dauða sinn setti að henni illan beyg og það leið yfir hana.“ Eftir stutta kúnstpásu bæt- ir Ásgerður við brosandi: „Ég las að mörg vitni hefðu verið að þess- um atburði.“ Gerðist eitthvað dularfullt í æf- ingum ykkar á Carmen? „Já, það var magnað að í fyrsta skipti sem ég söng dauðaaríuna, þar sem sagt er nákvæmlega hvaða spil koma upp, þá fékk ég spilin. Dauðinn kom bara!“ Hvaða spil fékkstu? „Carmen syngur: Tígull, spaði, dauði, og svo aftur og aftur,“ og óneitanlega er rödd Ásgerðar dramatísk í flutningnum. „Ég fékk tígulfjarka, spaðaníu, spaðadrottn- ingu og spaðaásinn.“ Þannig að þú þarft að vera viðbúin því að þessi spil komi upp á frumsýningu? „Sjáum til. Vonum að maður sleppi lifandi samt,“ svarar hún. „Enda þorðum við ekki að frum- sýna föstudaginn þrettánda,“ slær Guðjón fram. Verður áhorfendum hlýrra þeg- ar þeir klofa snjóinn að lokinni frumsýningu? „Ég trúi ekki öðru,“ segir Guð- jón. „Ég held við séum með mjög fallega sýningu í höndunum og ef tónlist Bizet hreyfir ekki við fólki, veit ég ekki hvað hrífur það.“ Leiklist | Söngleikurinn Carmen, byggður á óperu Bizet, frumsýndur í kvöld Það dragast allir að Carmen Morgunblaðið/Árni Sæberg Ásgerður Júníusdóttir sem Carmen í suðrænni sveiflu á sviði Borgarleikhússins, ásamt dönsurum. Í sýningunni er mikill blóðhiti, og væntanlega munu hjörtu áhorfenda einn- ig slá hraðar, í takti við tónlist sem leikstjórinn segir „magnaða“. Carmen ásamt Don José, sem Sveinn Geirsson leikur, en honum hefnist fyr- ir að álíta hana einungis stundargaman og verður heltekinn af henni. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Söngleikur byggður á óperu eftir Bizet Leikstjóri: Guðjón Pedesen. Danshöfundur: Stephen Shropshire. Tónlistarstjóri: Agnar Már Magnússon. Söngtextar: Davíð Þór Jóns- son, Bergur Þór Ingólfsson, Frank Hall, Kristján Hreins- son, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Sjón og Þor- steinn Valdimarsson. Handrit: Guðrún Vilmundardóttir. Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Hljóð: Ólafur Örn Thorodd- sen. Ljós: Lárus Björnsson. Leikmynd og búningar: Helga Stefánsdóttir. Leikarar: Ásgerður Júníus- dóttir, Birna Hafstein, Marta Nordal, Kristjana Skúladótt- ir, Sveinn Geirsson, Theodór Júlíusson, Pétur Einarsson, Guðmundur Ólafsson, Berg- ur Þór Ingólfsson, Erlendur Eiríksson og dansarar Ís- lenska dansflokksins. Hljómsveit: Agnar Már Magnússon, Ólafur Jónsson/ Óskar Guðjónsson, Ásgeir Ásgeirsson, Erik Qvick, Ein- ar Jónsson/ Eiríkur Orri Ólafsson, Róbert Þórhalls- son/ Valdimar Kolbeinn Sig- urðsson. Carmen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.