Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VW Passat 1,8 1998 ek. 90.000 km 2 eig. frá upph. Álfelgur. Sjálfsk. MP3, góðir hátalarar. Verð 850.000 kr. Upplýsingar í síma 898 4202. Toyota Tacoma TRD, off road, árg. 2005, ekinn 6 þús. km. V6 245 hestöfl, sjálfskiptur, frábær bíll til breytinga, fullt af aukahlutum t.d. AC, læst drif, dráttarpakki, stærri geymir, segl yfir skúffu, 6 diska CD o.m.fl. Allar nánari uppl. í síma 893 3390. Toyota Landcr. 90 VX árg. '01, ek. 148 þ. km. 35" breyting. Nýja vélin. Sumar- og vetrard. á felg- um. Margs konar aukabúnaður. Fallegur bíll. Smur- og þjónustu- bók. Upplýsingar í síma 663 5987 og 693 1916. Toppeintak! Corolla '97, ek. 117 þús. km. Virkilega vel með farið eintak af Toyotu Corollu XLI 1,6. Sjálfsk., ný vetrardekk, smurbók, cd. Skipti möguleg á ódýrari. Verð 420 þús. Upplýsingar í síma 849 6065. Toppbíll á toppverði - Nissan Primera, ljósgrár, sjálfskiptur, 2L vél, dökkar rafdrifnar rúður, geislasp., nýskoðaður og mikið endurnýjaður, ný sumar- og vetr- ardekk, flottur bíll á enn betra verði. Sími 899 2000. Til sölu M. Benz 0614 D árg. 1996. 20 farþega (25 farþega til skólaaksturs). Uppl. í síma 452 7143 eða 690 9866. Til sölu Ford KA Árg. '98, ek. 85 þús. km. Grár. 3 d. 5 g. 1300cc. Bíll í góðu ástandi. Verð kr. 300 þ. Upplýsingar í síma 898 8476. Smáauglýsingar 5691100 Gott tækifæri. Afbragðs góður Reno árg. 1999, sjálfsk., ek. 114 þ., til sölu. Reglulegt viðhald, listav. 860 þ., tilboð 650 þ. Upplýs- ingar í síma 893 0878. ÁHUGAHÓPUR samkyn- hneigðra um trúarlíf (Á.S.T.) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem orð biskups Íslands, Karls Sigurbjörnssonar, í sjónvarpsviðtali á NFS 2. jan- úar, eru hörmuð, en hann ræddi þar um samkynhneigð. „Í áðurgreindu viðtali, sem og í áramótapredikun sinni, hvatti hann til þess að löggjaf- arvaldið hugsaði sinn gang. Orðrétt sagði biskup í ofan- greindu viðtali á NFS: „Hjóna- bandið á það inni hjá þjóðinni að því sé ekki kastað á sorp- haugana.“ Ekki er hægt að túlka þessi ummæli á annan hátt en þann að biskup líti á hjónabandið sem sorphaug ef hommar og lesbíur geti farið með heit sín og staðfest sam- vist sína í guðshúsum þjóð- kirkjunnar. Getur verið að biskup Íslands líti svo á að sambúð homma og lesbía sé einber ruslahaugasambúð og ekki þess verð að hljóta náð í húsum þess trúfélags sem hann stýrir? Biskup Íslands hefur ítrek- að hvatt til samræðu um mál- efni samkynhneigðra og kirkj- unnar. Orð hans í viðtalinu 2. janúar eru sannarlega ekki til þess fallin að gera þá samræðu opnari né vonbetri. Hætt er við að orð hans geti spillt því margháttaða og góða starfi sem nú þegar á sér stað innan þjóðkirkjunnar í því skyni að auka skilning og byggja brýr og auka þar með vonir okkar, skírðra homma og lesbía um að fá brátt sjálfsagða viðurkenn- ingu á heitum okkar og ást í guðshúsum þjóðkirkjunnar. Hér skal einnig minnt á að þjóðkirkjan er ein af mörgum trúfélögum landsins og ef Al- þingi heimilar að forstöðu- menn trúfélaga geti fram- kvæmt þann löggerning sem felst í staðfestri samvist, varð- ar það fleiri en þjóðkirkjuna. Slík heimild, sem forstöðu- menn annarra trúfélaga hafa óskað eftir, yrði ómetanlegur stuðningur við trúfrelsi á Ís- landi og til að efla virðingu fyr- ir ólíkum siðum og trúarskoð- unum. Þessi heimild er ekki einkamál þjóðkirkjunnar og forystumanna hennar, heldur varðar hún ýmsa fleiri. Áhugahópur samkyn- hneigðra um trúarlíf skorar á Alþingi að samþykkja þær breytingatillögur á lögum um staðfesta samvist og lögum um stofnun og slit hjúskapar, sem Guðrún Ögmundsdóttir hefur boðað í tengslum við frumvarp um lagabreytingar er varða réttarstöðu samkynhneigðra, en réttaráhrif tillagna hennar miða að því að prestar og for- stöðumenn trúfélaga gætu staðfest samvist homma og lesbía í guðshúsum sínum með löggerningi ef þeir æskja þess. Annar kostur er sá að prestar og trúfélög láti alfarið af þeim vígslusið sem felur í sér lög- gerning þannig að þáttur trú- félaga og fulltrúa þeirra felist eingöngu í blessun til handa þeim pörum sem hana vilja þiggja. Hér skal jafnrétti ríkja án tillits til kynhneigðar.“ Harma orð biskups Íslands Náttúruverndarsamtök Ís- lands segja að stækkun frið- landsins í Þjórsárverum sé ódýr kostur. Í tilkynningu frá samtökunum segjast þau byggja upplýsingarnar á út- reikningum Landsvirkjunar. „Í kjölfar ábendinga iðn- aðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, um hugsanleg- an skaðabótarétt Landsvirkj- unar fái Þjórsárver þá vernd sem þeim ber hefur fyrirtæk- ið sent frá sér minnisblað um Norðlingaölduveitu, dagsett 9. janúar. Þar segir að „ætla [megi] að kostnaðarauki Landsvirkjunar ef hætt yrði við Norðlingaölduveitu nemi samtals 6.000–6.500 milljón- um króna“ Sé dæminu snúið við og spurt hver verði kostnaður Íslendinga af stækkun frið- landsins í Þjórsárverum kemur í ljós að hann er 20 þúsund krónur á hvert mannsbarn miðað við að verðgildi veranna sé 6 millj- arðar. Verði stækkun frið- landsins í Þjórsárverum keypt á uppsettu verði Landsvirkjunar og kaupin fjármögnuð með láni sem samsvarar húsnæðisláni til 40 ára með 4,35% vöxtum myndu árlegar greiðslur samsvara 1.064 krónum á mann. Þetta er sá kostnaður sem stjórnmálamönnum ber að hafa í huga þegar rætt er hvort beri að vernda Þjórs- árver eða þrengja að lífríki þeirra enn frekar. Verndun Þjórsárvera er ódýr kostur.“ Náttúruverndarsamtök Ís- lands skora á Alþingi, Ak- ureyrarbæ og Borgarstjórn Reykjavíkur að styðja stækk- un friðlandsins í Þjórsárver- um og leggjast gegn Norð- lingaölduveitu. Ódýrt að stækka friðland Þjórsár- vera Grandagarði 2, sími 533 1414 Stórsýning alla helgina 2006 árgerðin komin Tökum gamla vagninn upp í nýjan. Óvenjuhagstæð vagnalán í boði. Kaupauki fylgir staðfestum pöntunum. Sendum myndalista um allt land. Upplýsingar á www.evro.is Rangar sölutölur bíla Vegna mistaka við vinnslu taflna um bílasöluna á síðasta ári, sem birtust í bílablaði í gær, verða töflurnar birtar réttar nk. föstudag. Ekki er rétt, eins og kom fram í frétt sem unnin var upp úr töflunum, að Toyota RAV4 hefði verið jafn Toyota Yaris yfir mest seldu gerðirnar á síðasta ári. Postulínsverslun í Hlíðasmára Þau mistök urðu í blaðinu í gær að gleymdist að geta um staðsetningu á stærstu sýningu á postulínsmunum sem haldin hefur verið hérlendis. Sýningin er til húsa í Hlíðasmára 15. LEIÐRÉTT Á VEFNUM www.geirinn.is fer nú fram undirskriftasöfnun vegna mót- mæla vörubifreiðastjóra á auknum völdum vegagerðarmanna til stöðv- unar ökutækja. Fram kemur að stuðningsmenn telji að slíkt eigi einungis heima í höndum lögreglu. Undirskriftalistinn hóf feril sinn á Akureyri og hafa nokkur hundruð manns nú þegar skráð sig á listann. Nú er hægt að skrá sig á hann í gegnum netmiðillinn www.geir- inn.is og taka aðstandendur fram að þeir sem hafa þegar skráð sig þurfi ekki að gera það aftur. Vörubifreiða- stjórar mótmæla TENGLAR .............................................. www.geirinn.is NÝR sýningar- og sölusalur fyrir Mazda verður opnaður um helgina á Bíldshöfða 8, en Brimborg hf. tók við umboði Mazda í október á síðasta ári. Að sögn Egils Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Brim- borgar, er lóðin um 6.000 fer- metrar og húsnæðið er á 1.820 fermetrum, þar af verður Mazda-sýningarsalurinn á 400 fermetrum og hægt verð- ur að koma þar fyrir tólf bíl- um. Einnig verður Citroën- umboðið flutt í húsnæðið í byrjun febrúar og verður það á 350 fermetrum. Síðan verð- ur þjónusturými og verkstæði fyrir aftan Citroën-salinn sem tekur tíu bíla sem opnað verð- ur í lok febrúar. Afköst verk- stæðis Brimborgar eykst við þetta um 50%. Á árum áður var Bifreiða- eftirlit ríkisins þar sem nýr sýningarsalur Mazda verður opnaður í dag en Brimborg hefur varið nær 500 milljón- um kr. til að koma upp hús- næði undir fyrirtækið og í markaðsaðgerðir. Brimborg reiknar með að selja um 500 Mazda bíla á þessu ári. Egill kveðst áætla að samanlagt verði sala á Mazda og Citroën um 1.000 bílar í góðu ári. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mazda opnar nýjan sýningarsal mbl.is smáauglýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.