Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Björn Þórðar-son fæddist á Hraunum í Fljótum 19. sept. 1913. Hann andaðist á Heil- brigðisstofnun Siglufjarðar 5. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórunn Ólafsdóttir, f. í Reykjavík 14. apríl 1884, d. 18. nóvember 1972, og Þórður Guðni Jó- hannesson, f. á Sæv- arlandi í Skefil- staðahreppi í Skagafirði 13. júlí 1890, d. 15. mars 1978. Þórður og Þórunn hófu sambúð á Hraunum, hún var lærður klæðskeri en hann trésmíðameistari. Til Siglufjarðar fluttu þau 1915. Systkini Björns eru Davíð, f. 29. september 1915, Sigríður Ólöf, f. 2. janúar 1917, d. 20. apríl 2002, Jóhannes , f. 29. september 1919 og Guðbjörg Auð- ur, f. 14. júlí 1921, d. 20. nóvember 1928. Auk þessara alsystkina er hálfsystir Björns sammæðra Jó- hanna Soffía Pétursdóttir, f. 3. nóvember 1904, d. 13. júní 1970, og hálfsystir hans samfeðra Anna Pálína, f. 8. apríl 1935. Eiginkona Björns var Júlía Jón- ína Halldórsdóttir, f. á Vermund- arstöðum í Ólafsfirði 8. maí 1911, d. á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 25. október 1997. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Jónsson, f. á Þverá í Svarfaðardal 7. mars 1864, d. á Siglufirði 19. mars 1941 og Margrét Friðriksdóttir, f. í Brekkukoti í Svarf- aðardal 10. nóvem- ber 1865, d. á Siglu- firði 21. apríl 1954. Þau bjuggu fyrst í Böggvisstaðagerði á Dalvík 1890-1894, síðan á Vermundar- stöðum í Ólafsfirði 1898-1916 og á Staðarhóli í Siglu- firði 1919-1924, er þau fluttu á Siglufjörð. Júlía var yngst 9 systk- ina sem öll eru látin. Börn þeirra Björns og Júlíu eru: 1) Þórir, f. 18.6. 1934, maki Jónína Víglundsdóttir, þau eiga sex börn. 2). Auður, f. 16.2. 1936, maki Sverrir Sveinsson, þau eiga fimm börn. 3) Birgir, f. 17.9. 1937, maki Hrafnhildur Stefánsdóttir, þau eiga fimm börn. 4) Sverrir, f. 4.1. 1939, maki Ragnheiður Rögn- valdsdóttir, þau eiga þrjú börn. 5) Ægir, f. 25. 4. 1940, hann á fjögur börn, sambýliskona nú Christine Johannsson. Afkomendur Björns og Júlíu eru orðnir fleiri en eitt hundrað. Útför Björns verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi, þakka þér samfylgd- ina gengum árin, þær eru svo margar minningarnar sem ég á um þig, sem ég ætla að geyma vel í huga mínum. Ég mun aldrei gleyma brosinu og öllum stundunum sem við höfum átt undanfarin ár. Pabbi minn, þú varst líka svo traustur og góður og ekki var hún mamma mín síðri, við systkinin hefð- um ekki getað hlotið betra uppeldi en á okkar stóra og ástríka heimili. Pabbi minn, það er nú erfitt að kveðja, nú ertu farinn til mömmu sem ég veit að þú saknaðir svo mikið og ég veit að vel verður tekið á móti þér af henni og öðrum ættingjum og vinum. Starfsfólki á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar vil ég þakka þá um- hyggju og góðvild sem það sýndi þér bæði á góðum stundum og erfiðum. Elsku pabbi. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Takk fyrir allt og góður guð geymi þig. Þín dóttir Auður. Björn var aðeins rúmlega tveggja ára þegar foreldrar hans flytja frá Hraunum til Siglufjarðar, en góðar óskir fékk hann frá Guðmundi Dav- íðssyni bónda á Hraunum þegar hann átti eins árs afmælið. Blíðar stundir auðnist æ ungum Þórðar hlyni. Fríðar grundir brosi bæ barns og smáum vini. Til að sigra í lífsins leik löngum þarfnast harma. Reynast má ei vonin veik þó vökni oft um hvarma. Hljóttu ró og þrek og þrótt þrátt kann urigt blása. Kvíddu aldrei kaldri nótt, né krepjubylnum hása. Guð sé ætíð gestur þinn óði „litli kútur“. Endaður er óður minn enda kominn hnútur. Þessar ljóðlínur frá Guðmundi eru í senn heilræðavísur og ósk um að standa sig í lífinu, trúa á Guð, öðlast þrek til að sigrast á öllum erfiðleik- um. Birni þótti mjög vænt um þessar vísur, og mér finnst að hann hafi nán- ast lifað eftir boðskap þeirra. Þórður faðir hans byggði húsið á Hafnargötu 6 á Siglufirði og ólst Björn þar upp hjá foreldrum sínum. Björn gekk í barnaskóla á Siglufirði en fór snemma að vinna eins og al- gengt var á þeim tíma og nauðsyn var en mikil umsvif voru hafin á Siglufirði á þeim tíma í fiskveiðum og síldar- söltun á sumrin. Björn kynnist Júlíu Halldórsdótt- ur sumarið 1932, þegar hún vinnur við beitningu við vélbátinn Magnús sem Ingólfur Árnason átti og gerði út frá Siglufirði. Júlía fór til Reykjavík- ur í vist sem kallað var um veturinn en sumarið eftir takast með þeim kynni sem urðu til þess að þau fara að búa á efri hæðinni að Hafnargötu 6, hjá Þórunni móður hans. En þá höfðu þau Þórður slitið samvistum og hann flutt til Sauðárkróks. Hinn 17.9. 1938 ganga Júlía og Björn í hjónaband, höfðu þau þá eign- ast þrjú börn, en börnin urðu fimm á sex árum. Trúlega hefur oft verið nokkuð mikið að gera hjá Júlíu, þar sem Björn stundaði sjómennsku á þessum árum og var oftast á vertíð- um á vetrum bæði í Vestmannaeyj- um, Sandgerði, Reykjavík og víðar og síld á sumrin. Ég man að Júlía sagði mér að ver- tíðin 1936 hafi brugðist, þann vetur fæðist Auður og Björn var á vertíð í Vestmannaeyjum, það hefur því ekki alltaf verið úr miklu að spila hjá þeim. Árið 1946 byggir Björn ofan á hús móður sinnar að Hafnargötu 6, og stóð heimili þeirra þar alla tíð. Á stríðsárunum 1943–45 siglir Björn á Dagný SI 7 með fisk til Bret- lands og má nærri geta hvað Júlía hefur átt erfiða daga og andvökunæt- ur þegar ekkert fréttist af skipinu dögum saman meðan þeir voru í hafi og hún með fimm lítil börn heima. Björn tók hið minna fiskimanna- próf á Siglufirði árið 1943 og þar með skipstjórnarréttindi á sjötíu og fimm rúmlesta bát. Hann var á Eyfirðingi á Hvalfjarðarsíldinni árið 1947 en réðst til Kaupfélags Siglfirðinga sem verk- stjóri við síldarsöltun og fiskverkun um páska það ár. Björn tekur próf sem eftirlitsmaður með síldarverkun í ágúst 1955. Hann hættir hjá Kaup- félaginu það ár og fer í samstarf við Jón Hjaltalín um síldarsöltun til árs- ins 1960. Þá kaupir hann dýpkunar- skipið Björninn í félagi við Aage Johansen og er með það þar til í ágúst 1978 að það sekkur inni á Siglu- firði. Björn fór að starfa með Sverri syni sínum við fiskveiðar á Viggó SI 32 og fiskverkun þar til hann lét af störfum. Björn var farsæll á sínum sjó- mannsferli, þó komst hann einu sinni í hann krappan út við Grímsey. Björn var með dýpkunarskipið Bergfors sem Johansen og Snorri Stefánsson áttu og voru við hafnar- gerð við Grímsey. Þeir voru að lag- færa vélina og lágu í vari austan við eyna, þegar vindáttin breyttist og skipið rak upp í fjöru. Komust þeir í land á gúmmíbjörgunarbáti og með hjálp þaulkunnugra heimamanna voru þeir leiddir eftir einstigi upp klettana heim á bæi í Grímsey, þar sem tekið var vel á móti þeim. Voru þeir fjórir á bátnum og björguðust allir. Um morguninn þegar birti og þeir fóru að skoða ástand skipsins, voru þeir félagar sammála að þetta ein- stigi sem við þeim blasti og þeir fóru upp hefðu þeir aldrei farið í björtu. Björn og Johansen voru miklir mátar, samhentir og áttu auðvelt með að vinna saman. Unnu þeir nán- ast við allar hafnir frá Siglufirði aust- ur á Raufarhöfn. Björn fékk í arf frá móður sinni mikið andlegt þrek, og hugarró. Má segja að ef mikið gekk á þá haggaðist hann ekki, en hann var dulur og flík- aði ekki tilfinningum sínum. Hinsvegar fékk hann frá föður sín- um mikla kímnigáfu og átti létt með BJÖRN ÞÓRÐARSON Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR, Tindaflöt 3, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 17. janúar kl. 14.00. Hilmar Njáll Þórarinsson, Þórður H. Hilmarsson, Hjördís Kristinsdóttir, Valgerður Hilmarsdóttir, Elvar Holm Ríkarðsson og ömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, JÓHANNES KRISTINN ÁRNASON fyrrum bóndi á Moldnúpi, Vestur-Eyjafjöllum, lést að kvöldi miðvikudagsins 11. janúar. Guðrún Einarsdóttir, Árný Jóna Jóhannesdóttir, Kjartan Kristófersson, Sveinn Borgar Jóhannesson, Guðbjörg J. Tómasdóttir, Eyja Þóra Einarsdóttir, Jóhann G. Frímannsson og barnabörn. Ástkær eiginkona móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Lágholti 6, Mosfellsbæ, lést á Víðinesi föstudaginn 13. janúar. Jarðarför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Kristján Þorgeirsson. Faðir minn, tengdafaðir, frændi og vinur, BJARNI PÁLSSON sjómaður, Hrafnistu, Reykjavík, lést þriðjudaginn 10. janúar. Kristín Bjarnadóttir, Sigurður B. Stefánsson, Ólöf Benediktsdóttir, Höskuldur Jónsson. Eiginmaður minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI HALLDÓRSSON skólastjóri, Skúmsstöðum, Vestur-Landeyjum, andaðist miðvikudaginn 11. janúar. Guðríður B. Ársælsdóttir, Ragnheiður Þorvaldsdóttir, Ófeigur Grétarsson, barnabörn og langafabarn. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Elskulegur einkasonur minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SÆVIN BJARNASON, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mánudag- inn 16. janúar kl. 15.00. Guðný Hallgrímsdóttir, Guðný Sævinsdóttir, Símon Bahraoui, Haraldur Sævinsson, Ásgerður Þ. Ásgeirsdóttir, Sigrún Dóra Sævinsdóttir, Birgir Sævarsson, Bjarney Sævinsdóttir, Bjarni Fannar Bjarnason og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.