Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ORGELKVARTETTINN Appa- rat heldur tónleika í Stúdenta- kjallaranum í kvöld, en þetta eru fyrstu tónleikar sveitarinnar hér á landi síðan á Iceland Airwaves- tónlistarhátíðinni í október. Í millitíðinni fór kvartettinn þó í tónleikaferðalag til nokkurra Evrópulanda, þar á meðal til Þýskalands, Danmerkur og Hol- lands. Úlfur Eldjárn, einn organista sveitarinnar, segir það meðvitaða ákvörðun að spila ekki of oft. „Við pössum upp á að spila ekk- ert alltof oft. Þetta kemur bara í rispum,“ segir Úlfur, og bætir því við að tíminn á milli tónleika hafi meðal annars verið nýttur til þess að búa til nýtt efni, sem tón- leikagestir megi búast við að heyra í kvöld. „Já það verður eitthvað af nýju efni. Það verður heilmikið af efni sem var ekki á síðustu plötu, sem er reyndar orðin svo gömul að hún var endurútgefin núna rétt fyrir áramót.“ Aðspurður segir Úlfur að Apparat sé í stöðugri þróun og að alltaf megi greina nýtt hljóð og nýjar stefnur frá einum tón- leikum til annarra. „Það er yf- irleitt þannig að á milli tónleika er einhver búinn að eignast nýtt hljóðfæri, eða þá að eitthvert hljóðfæranna er búið að gefa upp öndina og þá þarf eitthvert annað hljóðfæri að fylla skarðið. Það dó til dæmis eitt hljómborð í upphafi síðasta tónleikaferðalags,“ segir Úlfur. „Svo er alltaf mjög spenn- andi ef jólin eru á milli tónleika, að sjá hvort menn hafi fengið einhver ný hljóðfæri í jólagjöf.“ Útrás og ný plata á leiðinni Eina breiðskífa kvartettsins hingað til kom út árið 2002, og hét hún einfaldlega Apparat Org- an Quartet. Úlfur segir að verið sé að leggja drög að nýrri plötu, þó óvíst sé hvenær hún komi út. „Við erum farnir að safna í plötu og erum að semja á fullu. En svo þarf alltaf að trimma svolítið á milli,“ segir Úlfur. „Við erum ekki farnir að taka upp, en það verður spennandi að sjá hvernig við gerum það. Það er engin leið að segja hvenær þessi hljómsveit klárar eitt né neitt. En við skul- um vona að það komi ný plata, það er allavega stefnan.“ Apparat hefur notið nokkurra vinsælda á erlendri grundu og segir Úlfur að platan þeirra sé að koma út í Evrópu á næstu mán- uðum. „Dreifingin á henni er að fara af stað og svo förum við út í vor til þess að koma henni á framfæri,“ segir Úlfur og bætir því við að af einhverjum ástæðum hafi sveitin mest sótt til Belgíu og Hollands. „Það er bara ein- hver stemning þar, eitthvert skrifræði sem kallar á svona tón- list, eða einhverjir þreyttir starfsmenn. Við höfum spilað í flestum stærstu borgunum í Belgíu og Hollandi, og eigum bara eftir að fara til Lúxem- borgar. Við stefnum að því að loka Benelúx þríhyrningnum í vor,“ segir Úlfur að lokum. Tónleikar | Orgelkvartettinn Apparat í Stúdentakjallaranum Loka Benelúx- þríhyrningnum í vor Orgelkvartettinn Apparat: Úlfur Eldjárn, Jóhann Jóhannsson, Arnar Geir Ómarsson, Hörður Bragason og Sighvatur Ómar Kristinsson. Orgelkvartettinn Apparat í Stúd- entakjallaranum í kvöld. Húsið verður opnað kl. 22.00. Forsala fer fram í Stúdentakjall- aranum. 700 kr. í forsölu og 1.000 kr. við hurð. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Strákarnir snúa aftur ámánudaginn eftir stutt frí,endurnærðir og ferskir,en þeir verða á nýjum tíma, klukkan 19.35 mánudaga til fimmtudaga. Ýmsar nýjungar verða á nýju ári og á meðal þess sem þeir ætla að gera er að fjölga leiknum atriðum, auk þess sem þeir ætla að kynna til sögunnar glænýja tegund af falinni mynda- vél. Stærsta breytingin er þó vænt- anlega sú að þeim hefur fjölgað um tvo. Þeir Auddi, Pétur, Sveppi og Hugi hafa nefnilega fengið til liðs við sig tvo fjörkálfa sem báðir hafa getið sér gott orð fyrir almennt sprell og frumlegheit. Annars veg- ar er um að ræða Atla Þór Alberts- son, sem er nýútskrifaður úr leik- listarskólanum og er þekktur fyrir að hafa leikið í eftirminnilegum Atlas-auglýsingum, og nú síðast í auglýsingum fyrir Idol-stjörnuleit. Hins vegar gengur til liðs við strákana Gunnar nokkur Sigurðs- son, en hann vakti töluverða at- hygli fyrir vasklega framgöngu í Kvöldþættinum á Sirkus, auk þess sem hann fór mikinn í auglýsingum fyrir Lengjuna, þar sem hann lék sérlegan aðdáanda enska knatt- spyrnuliðsins West Bromwich Al- bion. Gunnar segir ekki auðvelt að ganga í þetta nýja starf. „Þetta er bara streita, því nýjum störfum fylgir oftast mikil þreyta. Ég held að það sé þriðji mesti streituvaldur hjá fólki. Fyrst koma dauðsföll, svo skilnaður og loks ný vinna. Mig minnir að ég hafi lært þetta ein- hvern tímann,“ segir Gunnar, sem veit lítið um væntanlegt hlutverk sitt í þáttunum. „Ég hef ekki hugmynd, ég renni bara blint í sjóinn. En væntanlega verða þetta einhver fíflalæti fyrst þetta byggist upp á einhverju svona glensi. En ég veit ekkert hvernig á að nota mig,“ segir Gunnar, sem skapaði fremur sér- stakan húmor í innslögum sínum í kvöldþætti Guðmundar Stein- grímssonar. „Í rauninni var það fólkið sjálft sem bjó til þennan húmor, ég get ekki sagt að ég hafi verið á bak við þennan húmor,“ segir Gunnar og bætir því við að sá húmor eigi örugglega vel við Strákana. „Þetta var bara notaleg stemning sem blandast vel saman við Strákana. Ég tel enga hættu á öðru,“ segir Gunnar að lokum. Sjónvarp | Grínararnir Auddi, Pétur, Sveppi og Hugi fá liðsauka Strákarnir orðnir sex Morgunblaðið/Þorkell Strákarnir eru orðnir sex: Auddi, Pétur, Hugi, Sveppi, Gunnar og Atli. Gunnar Sigurðsson.Atli Þór Albertsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.