Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í JANÚAR www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Eftir að Guðný StellaGuðnadóttir útskrifaðistsem læknir frá HáskólaÍslands síðastliðið vor pakkaði hún farangri í bakpoka og fór á flakk um Suður-Ameríku í sex mánuði. Guðný Stella kom heim skömmu fyrir jól og hóf þá störf sem læknir við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Reykjanesbæ. Frá Ís- landi ferðaðist hún ásamt bekkjar- félögum úr læknanáminu til Kúbu og eftir að hafa kvatt hópinn hélt Guðný áfram til Lima, höfuðborgar Perú, og heimsótti auk þess Bólivíu, Brasilíu og Argentínu. „Það var búið að blunda lengi í mér að fara til Suður-Ameríku eftir að ein finnsk vinkona mín ferðaðist þar um í eitt ár fyrir þremur árum og svo var önnur íslensk vinkona mín þar á síðasta ári.“ Guðný ferðaðist um helming leið- arinnar ein þótt það hafi í sjálfu sér ekki verið markmið í upphafi. Hún kynntist í ferðinni ísraelskri stelpu á flugvellinum í La Paz eftir tveggja mánaða flakk og fylgdust þær að í tvo og hálfan mánuð. Ísraelska stúlkan, Maya, starfaði sem sjúkra- flutningamaður í ísraelska hernum á Vesturbakkanum. Margir sam- ferðamenn þeirra glöddust því yfir að hafa bæði lækni og sjúkraflutn- ingamann með í för. „Upphaflega áætlunin var að ferðast til að byrja með til Norður- Perú með vini, en hann þurfti óvænt að hætta við. En þar sem ég var stödd ein í Lima fékk ég skilaboð frá sænskri vinkonu, sem var að heimsækja kærastann sinn í Cuzco. Ég breytti því snarlega um áætlun og hélt til Cuzco í Andesfjöllunum í Suður-Perú.“ Guðný var ekki búin að skipu- leggja ferðina alla fyrirfram nema að sumu leyti. Það sem hins vegar var ákveðið var þriggja vikna spænskuskóli í Cuzco og búseta þar hjá fjölskyldu frá Perú. Hún var líka harðákveðin í að ganga til Macchu Pichu, sem eru frægustu minjarnar um Inkana, fara í Ama- zon-skóginn og heimsækja Iguazu- fossana við landamæri Paragvæ, Brasilíu og Argentínu. Öll þessi tak- mörk náðust í ferðinni en hún upp- lifði líka margt annað óvænt og skemmtilegt. Passaði illa í rútur innfæddra „Fyrstu tíu dögunum varði ég með sænsku vinkonu minni og kær- astanum hennar, sem svo heppilega vildi til að starfaði sem leið- sögumaður á Inkaslóðum. Við ferð- uðumst í anda heimamanna, sem þýðir óloftkældar litlar rútur, sem meðalstór evrópsk kona passar ekki í, og leigubíla, sem voru pakkaðir af fólki. Í eitt skiptið voru farþegarnir ellefu talsins, þar af ein hæna. Gest- risni er fólkinu í Perú í blóð borin og arfleifð frá tímum Inkanna. Í þorpi einu í Andesfjöllunum var okkur til dæmis öllum boðið í heimsókn til fá- tækrar konu, sem vildi endilega gefa okkur af því litla sem hún átti matarkyns, sem var kartöflur.“ Eftir tíu daga í Cuzco kvaddi Guðný vinina og hélt enn sunnar í Perú til borgarinnar Arequipa, sem nefnd er hin hvíta borg vegna hvítra steina, sem notaðir eru í bygging- arnar. „Þarna fór ég í nokkurra daga göngu um Colca-dalinn og dreif mig svo beint í fjallgöngu upp í 5.825 metra hæð upp á topp eld- fjallsins El Misty. Við löbbuðum upp 2.200 metra á tveimur dögum sem kom okkur nokkrum í koll þar sem við fengum snert af há- fjallaveiki og einn í hópnum veiktist töluvert.“ Þriggja vikna spænskunám Aftur hélt Guðný til Cuzco í spænskunámið og síðan hélt hún í fimm daga göngu til Macchu Pichu, sem hún segir að sé sá magnaðasti staður, sem hún hafi augum litið. „Borgin er gríðarlega vel smíðuð, falleg og óskemmd því Spánverj- arnir fundu hana aldrei. Hún er uppi á fjalli og umkringd risastórum kynngimögnuðum fjöllum. Borgin er vel skipulögð með tilliti til sól- arupprásar og á ákveðnum stöðum er hægt að ná fram bergmáli um fjallasalina.“ Í stað þess að fara til Norður- Brasilíu og í Amazon-frumskóginn þar ákvað Guðný að fara í gegnum Bólivíu. „Með stoppum fór ég til La Paz í Bólivíu og þaðan flaug ég til frum- skógarins þar sem vegurinn land- leiðina í frumskóginn gengur undir nafninu Dauðavegurinn. Eftir tíu daga dvöl í skóginum ásamt ísr- aelskri vinkonu var ferðinni heitið aftur til La Paz, svo í jeppaferð um hálendi Bólivíu og Salteyðimörkina. Frá Santa Cruz í Bólivíu ferðuð- umst við vinkonurnar í 24 tíma með Dauðalestinni svokölluðu að landa- mærum Brasilíu, en lestin stendur undir nafni sem óþægilegasti ferða- máti Suður-Ameríku. Síðan tók við annað 24 tíma rútu- ferðalag til Sao Paulo í Brasilíu til að heimsækja brasilíska vinkonu. Sao Paulo telst vera ein hættuleg- asta borg heims. Við lentum þó ekki í vandræðum enda með heimafólki. Ríó var næsti viðkomustaður. Þar vorum við í rigningu í viku og vor- um rændar í þokkabót og ákváðum þá að taka flugið til höfuðborg- arinnar Brasilíu.“ „Við flugum næst til sólarríkisins Bahia í Norðaustur-Brasilíu og dvöldum í Salvador og nágrenni í tæpan mánuð. Afrísk áhrif eru áber- andi í Norður-Brasilíu í tónlist, dansi og menningu en evrópsk áhrif eru ríkjandi í suðrinu. Dans og tón- list eru innbyggð í menningu Bras- ilíubúa og hafa þeir sérstakt dálæti á grímuböllum. Ég lenti á þremur slíkum uppákomum og skemmti mér konunglega.“ Leiðir Guðnýjar og Mayu skildi í Salvador. Maya varð eftir og Guðný flaug til Suður-Brasilíu. „Þaðan fór ég til Iguazu-fossanna en tíminn var farinn að hlaupa frá mér svo að við tók hraðara ferðalag. Ég fór til Mendoza í Argentínu og þaðan til Bariloche í S-Argentínu sem stund- um er kölluð Litla-Sviss vegna um- hverfisins. Þaðan lá leið til Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu. Það var lokaáfangastaður minn í S- Ameríku. Ég dvaldi þar hjá argent- ískri vinkonu og hélt m.a. upp á 26 ára afmælið í 30 stiga hita. Borgin er gríðarlega falleg og vel skipulögð og minnir einna helst á París fyrir utan pálmatrén. Tangóinn er auðvit- að aðalsmerki Argentínubúa, en matmálstímar eru þeim líka mjög mikilvægir enda eyða þeir mörgum klukkutímum á dag í að matast.“ Frá Buenos Aires flaug Guðný heim og beint í vinnuna. „Í mínum huga stendur upp úr gestrisni, hjálpsemi og lífsgleði Suð- ur-Ameríkubúa. Andstæðurnar eru þó gríðarlegar milli ríkra og fá- tækra og þegar ferðast er um þetta svæði þarf að gera varúðarráðstaf- anir, sem felast til dæmis í að eiga falin afrit af öllum mikilvægum skjölum, falið aukakreditkort og peninga, rafrænt afrit af vegabréfi, lás á bakpokann og almenna skyn- semi.“  FERÐALÖG | Guðný Stella Guðnadóttir fór á sex mánaða flakk um Suður-Ameríku Gestrisni, hjálpsemi og lífsgleði Ferðalangarnir Guðný og Maya frá Ísrael með borgina Rio de Janeiro í baksýn. Húsmóðir í Perú með barn sitt. Guðný segir að lífsgleði einkenni íbúa Suður-Ameríku og hér er hún með börnum frá Perú. Ævintýraþráin dró Guðnýju Stellu Guðna- dóttur alla leið til Suður- Ameríku eftir lækna- nám. Hún sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að hún hefði ákveðið að fylgja draumi sínum eftir áður en hún gerðist læknir á Suðurnesjunum. join@mbl.is Frá og með mars nk.munu tvö flugfélögfljúga á milli Keflavík- ur og Óslóar, þ.e. Icelandair og SAS Braathens. Þannig fá Íslendingar fleiri tækifæri til að komast ódýrt til Norður- landanna og jafnvel áfram þaðan með lággjaldaflug- félögum eða leiguflugi ferða- skrifstofa suður eða austur á bóginn. Austur-Evrópa vinsæl Á vef Aftenposten er ný- lega greint frá því að Austur- Evrópa verði að öllum lík- indum vinsæll áfangastaður ferðamanna árið 2006. Króat- ía, Pólland, Eistland og Lett- land eru nefnd í þessu sam- hengi en til þessara landa verður m.a. hægt að komast ódýrt frá Ósló. Þetta geta hvort tveggja verið borg- arferðir til Prag, Varsjár, Bratislava, Tallinn eða Riga eða strandferðir t.d. til Búlg- aríu, Rúmeníu eða Króatíu, auk Grikklands og Tyrklands. Ef fólk er tilbúið að eyða klukkustundum á Netinu til að finna út úr því hvaða flug- félag flýgur hvaðan og hvert, er hægt að finna mjög ódýrar ferðir. Einn gagnlegur vefur í því skyni er www.whichbud- get.com. Áfangastaðirnir í austri geta verið margir og mismunandi. Einn af þeim er t.d. Simferopol á Krímskaga. Eistneska flugfélagið Estoni- an flýgur t.d. þangað um Tall- inn. Beint frá Ósló flýgur flugfélagið Norwegian t.d. til Madrídar, Düsseldorf, Rijeka í Króatíu og Varna í Búlgaríu. Auk flugleiðar til Íslands, opnar SAS Braathens einnig flugleiðir til Vínarborgar, Aþenu, Krítar, Napólí og Madrídar. Búist er við að verð á millilandaflugmiðum frá Noregi lækki á þessu ári en innanlandsflug hækki í verði. Ýmsir möguleikar eru á fram- haldsflugi frá Ósló en það er líka hægt að eyða tíma í að skoða Ósló og njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða. www.braathens.no www.norwegian.no www.estonianair.com www.inyourpocket.com www.whichbudget.com  NOREGUR Ódýr fargjöld frá Ósló?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.