Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttirfór mikinn hér á síðumMorgunblaðsins á miðviku-daginn í grein sinni „Of
hátt matvælaverð“. Vitnar hún
þar til vinstri og hægri í skýrslu
Hagfræðistofnunar Háskóla Ís-
lands frá 2004 og nýútkomna
skýrslu norrænu samkeppniseft-
irlitanna um matvörumarkaðinn
á Norðurlöndum í samanburði
við Evrópusambandið. Af mál-
flutningi Ingibjargar Sólrúnar
að ráða mætti ætla að hún hefði
látið plata sig. Ákveðnar stað-
reyndir blasa við í þessum gögn-
um en greiningunni er ábóta-
vant. Viðfangsefnið er margþætt
og gefur sig illa að alhæfingum
og skyndilausnum. Ingibjörg
Sólrún og Samfylkingin þykjast
hafa öll svörin. En við hvaða
spurningum?
Ég hef fagnað ákvörðun for-
sætisráðherra að setja fjölskip-
aða nefnd í það að greina fyr-
irliggjandi upplýsingar um
matvælaverð á Íslandi í sam-
anburði við nágrannaþjóðir okk-
ar og gera tillögur um hvernig
það megi nálgast því sem þar
gerist. Ég tel slíka umfjöllun
mjög af hinu góða og til þess
fallna að leiða landsmenn í sann-
leika málsins. Þeir sem hafa
kynnt sér ofangreindar skýrslur
vita að þær ályktanir sem ýmis
öfl hafa kosið að draga í kjölfar
þeirra og Ingibjörg Sólrún kýs nú
að gera að sínum og Samfylking-
arinnar standast illa nánari skoð-
un. Þykir mér leitt að opinbert
stjórnvald eins og Samkeppniseft-
irlitið hafi gert að meginskýringu
hás matvælaverðs hérlendis stað-
hæfingu sem að engu er krufin í
annars um margt vandaðri nor-
rænni skýrslu. Ber það ekki mik-
inn vott um fagmennsku þar á
bæ. Svo óskýr eru skilaboðin að
því miður hendir það ráðherra
samkeppnismála að fara með
rangt mál þegar hún fullyrðir í
nýlegri ræðu að jafnvel standi til
að afnema framleiðslutengdan
stuðning. Er brýnt að lyfta um-
ræðunni á hærra plan og fræða
frekar en að hræða íslenska neyt-
endur.
Formaður Samfylkingarinnar
fullyrðir að stærsti einstaki or-
sakavaldur á verði matvæla til
landsmanna sé það fyrirkomulag
sem er á opinberum stuðningi við
landbúnað á Íslandi. Telur hún
mikilvægast að ríkisstjórnin grípi
til þess úrræðis „að taka upp
beingreiðslur í stað tollverndar
og framleiðslutengdra styrkja og
losa bændur undan þeirri miklu
miðstýringu sem nú einkennir
skipulag og framleiðslu í l
aði.“ Fullyrðir formaðurin
framt að slíkar greiðslur m
auka hagræðingu og samk
landbúnaði og að nú þegar
að vinna að breytingum á
kerfi landbúnaðarins.
Blekkingarleikur
Verð matvæla á Íslandi
sannarlega hátt og þær sa
anburðartölur sem liggja f
þeim efnum eru óumdeilda
matvælaverð á Íslandi ver
ekki lækkað með ódýrum
flutningi. Ingibjörg Sólrún
og svo margir aðrir, verðu
setja sig betur inn í málið
verður á við viðfangsefnið
heildstæðum og málefnale
hætti. Það liggur fyrir að
flestar búvörur eru fluttar
Ódýr málflutningur Ingibj
’Sér hún í þessari ræðu tækifæri til a
færa upp á yfirbor
raunverulegt stefn
markmið Samfylki
arinnar, þ.e.a.s. að
Ísland inn í Evróp
bandið?‘
Eftir Guðna Ágústsson
HJÓNABAND Á SORPHAUGI?
Ummæli Karls Sigurbjörnsson-ar, biskups Íslands, í fréttumNFS 2. janúar síðastliðinn
hafa kallað fram viðbrögð margra
undanfarna daga. „Ég held að hjóna-
bandið eigi það inni hjá okkur að við
allavega köstum því ekki á sorphaug-
inn án þess að hugsa okkar gang,“
sagði biskup.
Tilefni ummælanna var tillögur á
Alþingi um að trúfélögum verði
heimilað að gefa samkynhneigða
saman í hjónaband. Með orðum sín-
um gaf biskup í skyn að með því að
leyfa samkynhneigðum að eignast
hlutdeild í þessari stofnun, hjóna-
bandinu, væri það ónýtt. Farið á
haugana.
En hver er þá staða hjónabands-
ins, þessarar grundvallarstofnunar í
flestum samfélögum manna, nú um
stundir? Stendur hjónabandið sterk-
um fótum í íslenzku samfélagi? Skoð-
un á nokkrum tölum frá Hagstofu Ís-
lands leiðir annað í ljós.
Hjónavígslum fer hlutfallslega
stórum fækkandi. Árið 2004 voru
þær 1.472, fimm á hvert þúsund íbúa.
Á sjötta áratugnum voru hjóna-
vígslur átta á þúsund íbúa á ári.
Kirkjubrúðkaup voru álíka mörg árið
2004 og árið 1950, þótt íbúafjöldi Ís-
lands hafi hartnær tvöfaldazt á rúm-
lega hálfri öld. Á sama tíma hefur
hlutfall hjónaskilnaða margfaldazt.
Lögskilnaðir á hverja 1.000 íbúa voru
0,8 í kringum 1950, nú eru þeir 4,3.
Árin 2000–2004 voru hjónavígslur
að meðaltali 1.583 á ári en lögskiln-
aðir 543. Skilnaðir voru m.ö.o. um
34% af hjónavígslunum; fyrir hver
þrenn hjón sem gengu í hjónaband
fengu ein skilnað.
Hjónabandið er að sjálfsögðu
ennþá kjölfestan í lífi margra; stað-
festing kærleikssambands tveggja
einstaklinga, sem styðja og styrkja
hvor annan í blíðu og stríðu, umgjörð
kynlífs og barneigna, rammi um fjöl-
skyldulífið. En staða þess hefur
veikzt. Fjöldi skilnaða gefur til
kynna að ýmis gangi fólk oft í hjóna-
band að illa yfirlögðu ráði eða reyni
ekki nægilega að viðhalda því, þegar
erfiðleikar knýja dyra. Við bætist að
ýmis löggjöf hins opinbera er hjóna-
bandinu andstæð, eins og Guðmund-
ur Hallvarðsson alþingismaður hefur
ítrekað bent á. Það getur beinlínis
borgað sig fjárhagslega fyrir fólk að
ganga ekki í hjónaband eða jafnvel
að skilja á pappírunum.
Versnandi staða hjónabandsins
bitnar verst á þeim, sem sízt skyldi,
þ.e. börnunum. Þau upplifa oft mikið
tilfinningalegt umrót í kjölfar skiln-
aða, sem verður svo undirrót margs
konar vandamála og enn frekari upp-
lausnar í samfélaginu. Auðvitað
spjara mörg skilnaðarbörn sig vel, en
það hlýtur alltaf að vera börnum fyr-
ir beztu að alast upp í kærleiksríkri
fjölskyldu, þar sem foreldrarnir hafa
undirgengizt þá skuldbindingu, bæði
fjárhagslega og tilfinningalega, sem í
hjónavígslunni felst.
Það stendur engum nær en þjóð-
kirkjunni að berjast fyrir góðri stöðu
hjónabandsins. Á vegum kirkjunnar
hefur ýmislegt vissulega verið gert,
t.d. með hjónanámskeiðum einstakra
safnaða. En það má gera meira. Það
vantar t.d. fræðslu fyrir ungt fólk,
sem hyggur á hjúskap og barneignir,
um það hvernig stuðla megi að góðu
hjónabandi og rasa ekki um ráð fram.
Þjóðkirkjan ætti að ráðast í herferð
til stuðnings hjónabandinu.
Með því að tregðast við að veita
samkynhneigðum kirkjulega vígslu
er kirkjan hins vegar að berjast á
röngum vígstöðvum. Hjónabandið
veikist ekki og fer ekki á haugana
þótt samkynhneigðum sé veitt hlut-
deild í því. Það eru allt aðrir ógnvald-
ar, sem hafa gert stöðu hjónabands-
ins jafnerfiða og hún er nú.
Þvert á móti myndi þeim fjölga,
sem nytu góðs af þeirri siðferðilegu
kjölfestu, sem felst í því að staðfesta
heit sitt um ævarandi kærleika og
trúfesti frammi fyrir Guði. Börnun-
um, sem byggju við stöðugleika
hjónabandsins, myndi fjölga. Og töl-
fræðin, sem vitnað var til að ofan,
myndi jafnvel lagast ofurlítið. Þótt
lítil reynsla sé auðvitað komin á stað-
festa samvist samkynhneigðra, er
það staðreynd að árin 2000–2004
voru skilnaðir samkynhneigðra para
heldur lægra hlutfall (29%) af nýjum
staðfestum samvistum en hlutfall
lögskilnaða gagnkynhneigðra af
hjónavígslum.
Hjónabandið myndi færast skref-
inu fjær haugunum. Ætti kirkjan
ekki a.m.k. að leyfa því að njóta vaf-
ans?
HJÁLP Í NEYÐ
Þegar neyðin er stærst er hjálpinnæst, segir máltækið. Sú er þó
ekki alltaf raunin. Í Morgunblaðinu í
gær er sagt því að fjöldi ökumanna
sinnti ekki hjálparbeiðni þegar bíl-
stjóri leitaði aðstoðar eftir að bifreið
hans hvolfdi á Öxnadalsheiði. Slysið
átti sér stað á svæði þar sem ekki er
hægt að ná sambandi í gsm-síma og
var bílstjórinn því upp á aðra kom-
inn. Ökumaður fyrstu bifreiðarinn-
ar, sem átti leið hjá, stöðvaði, en það
gerðu aðrir ekki, heldur óku hjá.
Höskuldur Eiríksson, varðstjóri
hjá lögreglunni á Blönduósi, segir
að þetta hendi alltaf annað slagið.
„Ég held að þetta sé orðið þannig að
fólk veigrar sér við að stoppa og
treystir sér hreinlega ekki í það,“
segir hann. „Það er hrætt við að
ráða ekki við aðstæðurnar sem
mæta því.“
Ef til vill er varasamt að fullyrða
út frá einu dæmi, en þó er hér ekki
um einstakt tilvik að ræða. Í þjóð-
félagi nútímans virðist færast í vöxt
að hver láti sér nægja að hugsa um
sig og vilji sem minnst afskipti hafa
af öðrum.
Allir þekkja söguna um miskunn-
sama Samverjann. Boðskapur henn-
ar er einfaldur og það er umhugs-
unarefni ef hann á ekki lengur við
hér á landi. Atvik á borð við það,
sem átti sér stað á Öxnadalsheiði á
mánudag, heyra sem betur fer enn
til undantekninga. Vonandi verður
það svo áfram.
Heildarábati fyrirhugaðraVaðlaheiðarganga er tæp-lega 1,2 milljarðar króna,þe. ábati vegna fram-
kvæmdarinnar á núvirði er tæpum 1,2
milljörðum króna hærri en kostnað-
urinn við hana. Arðsemi framkvæmd-
arinnar er 7,9%, þjóðfélagið fær 7,9%
arð af því fé sem kostar að gera göng-
in. Þetta kemur fram í skýrslu sem
Rannsóknastofnun Háskólans á Ak-
ureyri gerði, en höfundur hennar, Jón
Þorvaldur Heiðarsson, kynnti hana á
fundi með Sturlu Böðvarssyni sam-
gönguráðherra á fundi á Akureyri í
gær. Þá var einnig farið í skoðunar-
ferð að Skógum í Fnjóskadal, þar sem
áætlað er að gangamunninn verði
þeim megin, en vænlegast þykir að
göngin liggi frá Hallandsnesi Eyja-
fjarðarmegin og um 7 kílómetra leið
undir Vaðlaheiði að Skógum.
Rannsóknastofnun hefur á undan-
förnum mánuðum gert arðsemismat á
fjölda jarðaganga, m.a. tveimur slík-
um kostum á Vestfjörðum og fimmtán
jarðgangakostum sem voru metnir á
Austurlandi.
Fram kemur í skýrslunni að hvað
arðsemi jarðganga á Vestfjörðum og
Austurlandi varðar þyki hagkvæmast
að leggja slík göng milli Dýrafjarðar
og Arnarfjarðar, 5,3% arðsemi, en þar
á eftir koma stutt göng undir Beru-
fjörð með 4,2% arðsemi, um 4% arð-
semi yrði á göngum milli Fáskrúðs-
fjarðar og Stöðvarfjarðar, göng milli
Breiðdals og Berufjarðar með þverun
myndu skila 3,5% arðsemi og löng
göng undir Berufjörð 2,7% arðsemi.
Greið leið ehf., hlutafélag sem
stofnað var í byrjun árs 2003 í þeim
tilgangi að vinna að undirbúning fyrir
stofnun félags um framkvæmdir við
Vaðlaheiðargöng hafði áhuga á að sjá
hvar þau göng stæðu í samanburði við
áðurnefnda jarðagangakosti. Rann-
sóknastofnun hefur nú unnið skýrslu
þar sem þjóðhagsleg arðsemi Vaðla-
heiðarganga var metin á svipaðan
hátt og gert varð varðandi göngin á
Austurlandi
Forsendur matsins voru m.a. þær
að engin gjaldtaka yrði í göngunum,
þau yrðu opnuð í byrjun árs 2011 að
loknum þriggja ára framkvæmdatíma
og stofnkostnaður yrði rúmlega fjórir
milljarðar króna án virðisaukaskatta
og að við bættist ríflega 400 milljóna
króna fjármagnskostnaður.
Gert er ráð fyrir um 9 milljóna
króna rekstrarkostnaði á ári, en
sparnaður við rekstrarkostnað Víkur-
skarðs yrði um 3 milljónir á ári. Veg-
urinn frá Akureyri og austur um
styttist um tæpa 16 kílómetra með til-
komu Vaðlaheiðarganga.
Sparnaður vegna færri
umferðaróhappa
Fram kemur í skýrslunni að um-
ferðaróhöppum ætti að fækka um 3,4
á ári, en þannig myndi sparnaður
samfélagsins á fyrsta ári ganganna
vegna færri umferðaróhappa nema
tæpum 10 milljónum króna.
Einnig kemur fram í skýrslunni að
samfélagið myndi græða um 1,2 millj-
arða króna á því að Vaðlaheiðargöng
yrðu gerð, en góðar líkur séu á að
ábatinn yrði enn meiri. Nefnt er að ef
verkefnið yrði unnið í því sem kallað
er kreppa í samfélaginu yrði ábatinn
rúmlega 1,5 milljarðar og arðsemin
8,6% og einnig að hann yrði enn meiri
ef stóriðja risi við Húsavík eða Eyja-
fjörð í kjölfar meiri umferðar.
Nefnt er í skýrslunni að ábatinn
muni minnka verði veggjald innheimt
í göngin, en verði gjaldið hóflegt hafi
það lítil áhrif á heildarniðurstöðuna.
Vegagerðin er nú
rekstrarlíkan Greiðra
Vaðlaheiðarganga að s
Jónssonar framkvæm
sagði hann að verið væ
rannsóknum sem ger
astliðnu sumri, en þá
nokkrar rannsóknarh
upplýsinga um jarðlö
vatnsleka í berglögum
í ljós að gera þarf rafs
svæðinu, en þær verð
birtir meir, sennilega
ur Verkfræðistofa No
Vegagerðina að því að
tengingar og gera kos
fyrir þær. „Um leið
liggur fyrir munum v
lega niður hvar vegten
sagði Pétur Þór. Han
að á vegum Skipulags
verið að skoða umhve
fyrirhugaðra framkvæ
in. „Við viljum helst by
næsta árs, 2007,“ sagð
var bjartsýnn á að það
Umferð um Víkursk
ist um 5% á ári að jafn
ár, en sólarhringsumf
var 1023 bílar árið 200
Á aðalfundi Greiðra
ári kom fram að fjá
hafa lýst yfir áhuga á
gerð ganganna.
Samgönguráðherra kynnt skýrsla um Vaðlaheiðar
Ábati af framkvæmdi
um 1,2 milljarðar kró
Við Skóga í Fnjóskadal en þar skammt frá er áætlað að austar
Vaðlaheiðarganga verði. Frá vinstri: Sturla Böðvarsson, samg
Bjarni Jónasson, varamaður í stjórn Greiðrar leiðar, Halldór J
stjórnarmaður í Greiðri leið, Hreinn Haraldsson, framkvæmda
Vegagerðinni, Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþing
sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, og Jóhann Guðm
stofustjóri í samgönguráðuneytinu.
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is