Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 11 FRÉTTIR VERIÐ er að lengja togskipið Frá VE í Skipalyftunni í Vestmanna- eyjum og á hann að verða tilbúinn á veiðar í febrúar. Stefán Jónsson, yfirverkstjóri í Skipalyftunni, sagði að Frár yrði lengdur um þrjá metra, úr 26 m í 29 m og hófust framkvæmdir í nóv- ember. „Líka verða gerðar breytingar á millidekki, lestin endurnýjuð að öllu leyti og útbúinn nýr klefi,“ sagði Stefán. Verkið var boðið út og er Skipalyftan aðalverktaki. Aðrir sem koma að verkinu eru Geisli, Steini & Olli og Stoð og stytta. Frár er einn fárra skipa í Vest- mannaeyjum í einkaeigu en eigandi hans er Óskar Þórarinsson skip- stjóri sem að mestu er hættur og tók Sindri sonur hans við skip- stjórninni. Morgunblaðið/Sigurgeir Frár í lengingu ÚR VERINU „ÞAÐ vita allir að ég hef verið óskaplega hræddur við flottrolls- veiðar í gegnum tíðina en ég hef veitt loðnu bæði í troll og nót. Mín reynsla er sú að lóðning sem gefur 400 til 500 tonn í nót gefur kannski ekki nema 5 til 10% af því í troll. Svo er spurningin hvað verður um mis- muninn. Lifir hann af? Svo er annað í þessu en það er óskaplegt áreiti á lóðningarnar með þessari trollveiði,“ segir Grímur Jón Grímsson, skip- stjóri á Antares, í viðtalið við blaðið Fréttir í Vestmannaeyjum. „Þegar veitt er í nót þá veiðist það sem er inni í hringnum. Trollið er hins vegar að taka hluta af torfunni og skipin eru allan sólarhringinn að toga fram og til baka. Loðnan kemur upp að landinu til að ganga á sínar hefðbundnu hrygningarstöðvar. Ég horfði hins vegar á loðnu, sem var að koma upp í Reyðarfjarðardýpið, fara út aftur þegar farið var að toga. Sambærilegt við þetta gæti verið þegar laxinn safnast fyrir utan ár- ósinn. Það er spurning hvort hann myndi guggna á því að ganga upp árnar ef hann fengi svona yfirhaln- ingu eins og loðnan. Ég er alveg skíthræddur við þetta og veit að Ís- félagsmenn hafa mælt með því við ráðherra að flottrollsveiðar á loðnu verði ekki leyfðar. Loðnan sem kemur að vest- anverðu virðist alltaf í svipuðu standi en hún hefur ekki orðið fyrir flottrollsáreiti og í fyrra bjargaði hún því sem bjargað varð. Það er í flestum tilfellum minna magn sem er þeim megin en virðist halda sér og það gæti verið vísbending um að við sem erum á móti flottrollsveiðum höfum rétt fyrir okkur.“ Er rólegur yfir þessu Hvað með stöðuna núna? „Það hefur engin loðna fundist ennþá en þó að svo sé skulum við vona að við séum ekki búin að kras- sera þessu. Aftur á móti eru þeir sem eru búnir að vera á loðnu enn lengur en ég með ákveðna kenningu um þetta. Hún gengur út á það að loðnan komi upp að landi fjörutíu dögum fyrir páska. Það er staðreynd að venjuleg vertíð stendur yfirleitt í fjörutíu daga, það er tíminn frá því hún kemur upp á grunninn. Sam- kvæmt þeirra kenningu tengist loðn- an páskum og þeir eru seint í ár og þá ætti hún að koma upp á grunnið í kring um 6. mars. Það er spurning hvort þessi kenning stenst. Annars er ég rólegur yfir þessu. Ég man að eitt árið, þegar ég var skipstjóri á Ljósfara, þá vorum við hæstir með 70 tonn í janúar þannig að það er ekkert nýtt að ekkert hafi fundist í janúar,“ segir Grímur Jón í viðtal- inu. Kemur loðnan 40 dögum fyrir páska? Grímur Jón Grímsson, skipstjóri á Antares frá Vestmannaeyjum. 34% hærri laun fyrir sama vinnu- framlag. Samkvæmt samkomulaginu er misjafnt hvernig skipting vinnutíma kennara er eftir hverjum og einum kennara og eftir tímabilum. Þannig er vinnuskipulag allra kennara mjög sveigjanlegt og einstaklingsbundið og gerir það kleift að hafa viðfangsefni kennara ólík. Þetta felur í raun í sér að starfið er einstaklingsmiðað rétt eins og það nám sem fram fer í skól- anum enda kallar skipulag skólans á mikla samvinnu. Hvernig vinnutími kennara er skipulagður er ákveðið af skólastjóra og kennara í sameiningu og því hafa kennarar sjálfir um það að segja hvernig skipting vinnutímans er. Það sem af er þessu skólaári hefur enginn kennari í Norðlingaskóla náð því að kenna 27 kennslustundir á viku (sem er kennsluskylda kennara sam- kvæmt kjarasamningi KÍ og LN) þar sem starfið hefur kallað á að meiri tími fari til annarra starfa en kennslu s.s. undirbúnings og skipulagningar þeirra kennsluhátta sem viðhafðir eru í skólanum. Lagt var upp með það að sam- komulag þetta væri tilraun til eins árs ara (kennsla, undirbúningstími, verk- stjórnartími og tími vegna símennt- unar). Samkomulag milli skóla og sveitarfélaga skal borið undir sam- starfsnefnd.“ Við undirrituð fögnuðum þessari tilraun og litum á hana sem ögrandi viðfangsefni og átti hún stóran þátt í því að við réðum okkur til starfa við þennan nýja skóla. Í kennarahópnum er góð blanda af reyndum kennurum og nýútskrifuðum. Samkomulagið byggir á sama vinnutíma í viku hverri og kjarasamn- ingur KÍ og LN kveður á um, þ.e. 42,86 klst. á viku og innan þess tíma er sú vinna sem starfsemi skólans kallar á hverju sinni innt af hendi. Vinnan fer fram á tímabilinu kl. 8–17 á virkum dögum og fyrir þetta eru greidd 30–35% hærri laun. Öll vinna umfram 42,86 tíma á viku telst yfir- vinna. Þessu til áréttingar er hér raunverulegt dæmi um launahækkun sem í þessu samkomulagi felst. Kenn- ari sem hefur samkvæmt kjarasamn- ingi KÍ og LN kr. 212.259 í mánaðar- laun fyrir fullt starf fengi miðað við samkomulagið sem við skrifuðum undir kr. 285.259. Í þessu felst launa- hækkun um kr. 73.000 á mánuði eða SJÖ kennarar í Norðlingaskóla hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna um- ræðu sem fram hefur farið í fjölmiðl- um að undanförnu um tilraun á breyttri vinnutilhögun og kjörum kennara í Norðlingaskóla. „Samkomulagið sem um ræðir er gert af kennurum og stjórnendum Norðlingaskóla annars vegar og Reykjavíkurborg hins vegar og að því standa allir jafnt. Það vekur því furðu okkar þegar einn af forsvarsmönnum Kennarasamtakanna kemur fram í fjölmiðlum og persónugerir sam- komulagið í skólastjóranum okkar. Í apríl 2005 þegar auglýst var eftir skólastjóra og kennurum til starfa við nýjan skóla í Norðlingaholti var tekið fram að áhugi fræðsluyfirvalda í Reykjavík væri á að unnið yrði eftir bókun fimm í Kjarasamningi KÍ og LN frá 17. nóvember 2004, en hún er svohljóðandi: „Samningsaðilar eru sammála um að skapa tækifæri á samningstímabilinu fyrir grunnskóla að taka upp í tilraunaskyni til eins árs í senn, hliðstæð vinnutímaákvæði og gilda hjá öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum sveitarfélaga þ.e. á bilinu 8:00 til 17:00 og innan þeirra tímamarka sé öll vinnuskylda kenn- og að hún þjónaði þeim tilgangi að prófa annars konar útfærslu á vinnu- tíma og starfskjörum kennara. Það er að okkar mati tímabært að slík tilraun sé gerð enda kalla nýir tímar á nýja sýn á skólastarf. Gengið er út frá því í samkomulaginu að óhlutdrægir aðilar meti það þegar tilrauninni lýkur. Að lokum ítrekum við furðu okkar á afstöðu forsvarsmanns Félags grunnskólakennara því hér er um að ræða félagsmenn í Félagi grunn- skólakennara sem sjálfir vilja taka þátt í tilrauninni og eru mjög sáttir við hana að öllu leyti. Með því að sam- þykkja ekki tilraunina sem við stönd- um öll heilshugar að sjáum við ekki annað en að stéttarfélagið okkar vinni gegn okkar hagsmunum. Þá hvetjum við alla sem áhuga hafa á að kynna sér samkomulagið en það er að finna á heimasíðu Norðlinga- skóla á slóðinnihttp://www.nordlinga- skoli.is Ágúst Ólason Bryndís Brynjarsdóttir Edda Ósk Smáradóttir Hermann Valsson Linda H. Þórðardóttir Ragna Þ. Karlsdóttir Þóranna R. Ólafsdóttir“ Yfirlýsing kennara Norðlingaskóla SIGURRÓS Þorgrímsdóttir bæjar- fulltrúi gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Kópavogi sem fram fer 21. jan- úar nk. Sigurrós tók BA í stjórnmála- og hagfræði, 1990. Að því loknu fór Sigur- rós í fjölmiðla- fræði, sem hún lauk haustið 1991. Sigurrós lauk síðan mast- ersgráðu í opinberri stefnumótun og stjórnsýslu við Háskóla Íslands árið 2000. Sigurrós hefur unnið trúnaðar- störf fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi í mörg ár. Hún var fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi, formaður bæjarmálaflokksins og formaður atvinnumálanefndar Kópavogs árin 1994–1998. Síðan 1998 hefur Sig- urrós verið bæjarfulltrúi. Hún var formaður leikskólanefndar frá stofnun hennar til ársins 2002. Hún er formaður lista- og menn- ingarráðs Kópavogs, formaður skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi, stjórnarmaður í SORPU, er í stjórn Námsgagnastofnunar og situr í stjórn EES-nefndar sem er á vegum Samband ísl. sveitarfé- laga. Sigurrós er fyrsti varaþingmaður Suðvesturkjördæmis og situr nú á þingi í fjarveru Gunnars I. Birg- issonar sem fékk leyfi í 1 ár. Sigurrós er formaður aðalstjórn- ar Breiðabliks. Fyrrverandi for- maður Soroptimistaklúbbs Kópa- vogs og fyrrverandi forseti Rotarýklúbbsins Borgir í Kópa- vogi. Hún var umdæmisstjóri Inner Wheel á Íslandi og fyrsti formaður Inner Wheel-klúbbsins í Kópavogi. Sigurrós segir í fréttatilkynningu að hún leggi megináherslu á velferð íbúanna og málefni er tengjast fjöl- skyldum séu mikilvægustu verkefni sveitarfélaga. Leik- og grunnskóla þarf að gera sjálfstæðari, bæði fag- lega og fjárhagslega. Sigurrós Þor- grímsdóttir gefur kost á sér í 3. sæti Sigurrós Þorgrímsdóttir LUNGA, listahátíð ungs fólks, Austurlandi, hlaut í gær við hátíðlega athöfn á Bessastöðum Eyrarrósina 2006. Eyrarrósin er sérstök viðurkenning fyrir fram- úrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands hafa sett á stofn. Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Moussaieff forsetafrú. Í umsögn dómnefndar segir: „LungA er einkar litrík menning- arhátíð ungs fólks í tengslum við listahátíðina Á seyði. Listrænn metnaður og afar fjölbreytt dag- skrá með þátttöku innlendra sem erlendra listamanna dregur at- hygli að staðnum. Myndlist, tón- list, sirkus og útiviðburðir tvinna saman skemmtilega dagskrá, sem höfðar til fjölmenns hóps heima- manna og gesta.“ Viðurkenningin er fjárstyrkur að upphæð 1,5 milljónir króna, verðlaunagripur eftir Steinunni Þórarinsdóttur auk flugmiðar frá Flugfélagi Íslands. Dorrit Mo- ussaieff afhenti viðurkenninguna. Þrjú verkefni höfðu áður verið valin úr hópi fjölmargra umsækj- enda og voru þau öll kynnt sér- staklega á Bessastöðum. Hin verkefnin tvö eru Kórastefna við Mývatn og Jöklasýning á Höfn í Hornafirði. Hlutu þau 200 þúsund króna fjárstyrk hvort og flug- miða frá Flugfélagi Íslands. Steinunn V. Óskarsdóttir, borg- arstjóri flutti ávarp við athöfnina. Markmiðið með Eyrarrósinni er að stuðla að auknu menningarlífi á landsbyggðinni, auka kynning- armöguleika einstakra sveitarfé- laga og landshluta og skapa sóknarfæri á sviði menning- artengdrar ferðaþjónustu. Eyr- arrósin er veitt einu afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Verkefnisstjórn, skipuð for- stjóra og stjórnarformanni Byggðastofnunar og stjórnanda og framkvæmdastjóra Listahátíð- ar í Reykjavík, tilnefnir og velur verðlaunahafa. LungA, listahátíð ungs fólks á Seyðisfirði, hlaut Eyrarrósina „Einkar litrík menn- ingarhátíð ungs fólks“ Morgunblaðið/Sverrir Dorrit Mousaieff forsetafrú ásamt handhöfum Eyrarrósarinnar 2006, fulltrúum LungA sem voru að vonum ánægðir með viðurkenninguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.