Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þorgerður KatrínGunnarsdóttirmenntamálaráð- herra hefur skipað stýri- hóp til undirbúnings stofnunar framhaldsskóla í Borgarnesi. Frá menntamálaráðuneytinu eru í hópnum Karl Krist- jánsson, fulltrúi skrifstofu menntamála og formaður, Jóna Pálsdóttir, deildar- stjóri, og Jón Þór Ragn- arsson, sérfræðingur. Úr hópi heimamanna þau Helga Halldórsdóttir, for- seti bæjarstjórnar Borg- arbyggðar, Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, og Runólfur Ágústs- son, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst. Hlutverk stýrihópsins verður m.a. að hafa frumkvæði að mótun námsfyrirkomulags, rekstrarfyrirkomulags og hús- næðis og leita eftir sjónarmiðum hagsmunaaðila, samkvæmt upp- lýsingum úr ráðuneytinu. Ofsagt var í Morgunblaðinu í gær að menntamálaráðherra hafi þegar staðfest stofnun skólans. Það gerist væntanlega síðar. Stefnt er að því að hefja kennslu haustið 2007 og þá í nýju skólahúsnæði. Að sögn Runólfs Ágústssonar, rektors á Bifröst, má rekja upp- hafið til þess að að bæjarráð Borgarbyggðar óskaði í ágúst sl. eftir hugmyndum háskólanna að Bifröst og Hvanneyri um málefni framhaldsskóla í héraðinu. Þeir Ágúst Sigurðsson, rektor á Hvanneyri, mættu viku síðar á bæjarráðsfund í Borgarbyggð og lögðu þar fram mótaðar hug- myndir og tillögu um fram- kvæmd málsins. Þær voru sam- þykktar einróma. Fljótlega kom Borgarfjarðarsveit einnig að mál- inu. Viku síðar samþykkti stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu 40 milljóna króna stofnframlag til skólans í formi hlutafjár. Runólfur segir að þar hafi farið stórhuga menn. Stuðningur frá fjölmörgum öðr- um hafi einnig verið mikils virði. Eftir nokkurra vikna vinnu þró- unarhópa lá fyrir ítarleg tillaga um námsskipulag ásamt drögum að fjárhagsáætlun og frumteikn- ingum af skólahúsi. Runólfur vonast til þess að hægt verði að auglýsa eftir skólameistara eftir rúmlega mánuð og hefja fram- kvæmdir við skólahús í hjarta hins nýja miðbæjar í Borgarnesi. Samtök sveitarfélaga á Vest- urlandi og háskólaráð Borgar- fjarðar hafa lýst yfir stuðningi sínum við verkefnið. Í ályktun há- skólaráðsins, sem birt er á heimasíðu Borgarbyggðar, kem- ur fram að samfélagið telji nú um 3.500 manns. Að teknu tilliti til dulinnar búsetu og háskólanema sem búa á Bifröst og Hvanneyri megi áætla að íbúar séu rúmlega 4.000. 100 milljónir í hlutafé Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar, segir að ætlunin sé að stofna hlutafélag um skólann. Stefnt er að því að safna allt að 100 millj- ónum króna í hlutafé. Auk hluta- fjárloforðs Sparisjóðs Mýrarsýslu hafa og önnur fyrirtæki á svæð- inu gefið hlutafjárloforð upp á 10 milljónir. Á næstunni verður haldinn almennur fundur í nýja sveitarfélaginu og almenningi gefinn kostur á að leggja fram hlutafé í félagið um skólann. Hlutafélagið mun annaðhvort standa sjálft fyrir byggingu skólahúss, eða fá annan til að byggja og leigja húsið af honum. Samtök sveitarfélaga á Vest- urlandi (SSV) hafa gert könnun á mögulegum fjölda nemenda úr sveitarfélaginu sem verður til við sameiningu Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðu- hrepps og Kolbeinsstaðahrepps. Samkvæmt könnuninni gætu orð- ið um 75 einstaklingar í hverjum árgangi í nýja sveitarfélaginu. Helga segir að gert sé ráð fyrir 120 nemendum í menntaskólan- um til að byrja með. Úr síðasta útskriftarhópi grunnskóla á svæðinu fóru 48% í framhalds- skóla á Akranesi, 18%, fóru ekki til náms og 34% fóru til náms annað en á Vesturland, aðallega á höfuðborgarsvæðið. Helga segir að margir kostir fylgi því að fá menntaskóla í heimabyggð. Það sé kostnaðar- samt að hafa börn í heimavist, eða að þurfa að halda tvö heimili vegna skólavistar þeirra í öðru sveitarfélagi. Með skólanum fjölgi einnig tækifærum fyrir nemendur í heimabyggð. Einnig sé mikilvægt að fá skólann vegna háskólanna á svæðinu. Dæmi séu um að fólk sem hugði á nám við háskólana í Borgarfirði hafi horf- ið frá því, vegna þess að það átti börn á framhaldsskólaaldri. Einnig skipti það máli fyrir vænt- anlega kennara að geta sent börn sín í framhaldsskóla á svæðinu. Helga Halldórsdóttir og Run- ólfur Ágústsson lýstu bæði ánægju sinni með jákvæð við- brögð menntamálaráðuneytisins við hugmyndinni um mennta- skóla í Borgarnesi. Arkitektarnir Steinþór Kári Kárason og Ásmundur Hrafn Sturluson, hjá KURTOGPÍ ehf., hafa gert frumdrög að 1.200 m2 skólahúsi. Teikningar eru enn í mótun og því kann stærð og útlit hússins að breytast. Fréttaskýring | Áformað er að nýr mennta- skóli í Borgarnesi hefji starfsemi 2007 Skóli með nýju sniði Hugmyndin að stofnun menntaskóla í Borgarnesi kviknaði í ágúst síðastliðnum Teikning KURTOGPÍ ehf. að skólahúsinu. Samstarf háskóla á svæð- inu og sveitarstjórna  Menntaskóli í Borgarnesi er samstarfsverkefni Borgar- byggðar, Borgarfjarðarsveitar, Viðskiptaháskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Undirbúningur er langt kominn og er unnið að námskrá, hönnun skólahúss og fjármögnun. Stofnað verður hlutafélag um reksturinn. Skóla- hald verður í samvinnu við há- skólana í Borgarfirði og ætlunin að hefja það haustið 2007. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is HUGSANLEGA eitt minnsta gallerí landsins, Gallerí Tafla, var opnað í gær á Leikskólanum Tjarnarborg í Tjarnargötu í Reykjavík. Þar var opnuð sýning á verkum Kristins G. Harð- arsonar myndlistarmanns en fleiri þekktir listamenn munu fylgja í kjölfarið. Margt er óvenjulegt við galleríið. Í fyrsta lagi er það aðeins ein gömul og lúin tafla í skólanum sem starfs- fólkið vildi glæða nýju lífi. Þar munu verk foreldra leikskólabarnanna og starfsfólks fá að njóta sín næstu misserin til þess að sýna fram á hversu mikil frjósemi ríkir í þeirra hópi. Morgunblaðið/RAX Lítið og einstakt listagallerí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.