Morgunblaðið - 14.01.2006, Síða 33

Morgunblaðið - 14.01.2006, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 33 MENNING Landnámsmennirnir Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir voru öndvegisfólk og sannir frumkvöðlar. Þau reistu bæ sinn í fallegri vík sem þau nefndu Reykjavík. Reykjavík í mótun Nú er komið að þér. Þú getur átt beinan þátt í mótun Reykjavíkur. Sendu okkur álit þitt, ábendingar og hugmyndir, t.d. um notkun útivistarsvæða, samgöngur, náttúruvernd, landnýtingu, loftgæði, lýðheilsu, ásýnd borgarinnar, umhverfisfræðslu eða hverfið þitt, á vefnum www.hallveigarbrunnur.is eða í pósti. Utanáskriftin er Hallveigarbrunnur, Umhverfissvið Reykjavíkurborgar, Skúlagötu 19, 101 Reykjavík. Þú getur einnig lesið hugmyndir inn á talhólf, gjaldfrjálst símanúmer er 800 1110. Tökum þátt í mótun Reykjavíkur Umhverfissvið Reykjavíkurborgar Hverju viltu breyta? Hverju viltu halda? Ertu með góða hugmynd? who: Professional artists from music, literature, visual and performing arts Where: Kirkenes, the Barents Region, Norway When: June 17 – July 2, 2006 Deadline for application: February 6, 2006 Artistic Director Ong Keng Sen from TheatreWorks in Singapore Brought to you by 5 Nordic Art Institutions NIFCA, Nordbok, Nomus, NordScen and Pikene på Broen www.connectionbarents.org JOIN The Artistic Journey of 2006 Connection barents a cross art collaborationwith everyday life SÝNINGUM á Manntafli, leikgerð Þórs Tulinius á smásögu Stefans Zweig, fer nú fækkandi, en í verkinu er tekist á við hið eilífa tafl mann- skepnunnar um mennskuna. Leik- stjóri að þessu verki, sem er ein- leikur, er Hilmir Snær Guðnason, en Þór sér sjálfur um leikinn. „Þetta er ekki sýning um skák, þó taflmennska komi við sögu, og engin skákkunnátta er nauðsynleg til að njóta leikritsins. Sýningin fjallar um sígilda hluti, sem fólk er stöðugt að upplifa – einnig í samtímanum – ákveðna einangrun, og það tafl sem við erum öll að tefla til þess að við- halda mennsku okkar í siðuðu sam- félagi, eins og kannski er gefið til kynna í titlinum,“ segir Þór í samtali við Morgunblaðið. Tekst það sem Zweig áleit að heiminum hefði ekki tekist Verkið segir sögu manns sem þurft hefur að sæta einangrun í hörmungum seinni heimsstyrjaldar. Hann viðhélt þar geðheilsu sinni með því að tefla skák við sjálfan sig í huganum. Aðstæðurnar sem skap- aðar eru í verkinu eru mjög spennu- þrungnar og snúast um það hvort honum takist að bjarga því sem eftir er af sinni eigin mennsku; en auðvit- að ekki síður mennsku heimsins. Skírskotunin til samtímans er ekki síst þar að mati Þórs, því segja má að aðalpersónunni takist í það sem Zweig áleit að heiminum hefði ekki tekist. Hetjusaga þess er berst fyrir tilvist siðferðisins „Við erum í svipuðum aðstæðum víða í dag. Þarna er maður sem er að berjast fyrir þessu grundvallar- atriði; að halda reisn og siðfágun við þrúgandi aðstæður og sagan er að því leytinu til hetjusaga. Sagan er svo meitluð og vel skrifuð að fólk sit- ur á brúninni á sætunum þar til þessi tveggja tíma sýning er búin. Kannski vegna þess að sagan vísar til okkar allra með einhverjum hætti.“ Þór segir hetjusöguna sem í Manntafli býr ekki síst snúast um það hvernig söguhetjunni tekst að lifa með umhverfi sínu á þann veg að þeim sem hann þarf og vill hlífa er að lokum borgið. „Hann heldur vernd- arhendi yfir sínum með því að berj- ast fyrir tilvist siðferðisins, fyrir ábyrgðartilfinningu gagnvart sjálf- um sér og öðrum. Þannig verður hann málsvari mennskunnar eins og hún birtist – eða ætti að birtast – í siðmenningunni. Sú hetjudáð gerir hann að marbrotnum og áhugaverð- um persónuleika.“ Leiklist | Sýningum á Manntafli fer fækkandi Þór Tulinius í hlutverki sínu í Manntafli. Hann segir verkið mjög spennuþrungið, álítur það „magnað í því hvernig höfundinum tekst að rígnegla mann yfir þessari frásögn af einum manni“. Teflt um mennsku Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.