Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÞRJÁR sérsýningar verða opnaðar í Safni í dag kl. 16. Listamennirnir sem sýna eru Anouk De Clercq, Einar Falur Ingólfsson og Greg Barrett. Belgíska listakonan Anouk De Clercq vinnur aðallega með myndbandsmiðilinn, verk sem m.a. leiða áhorfandann í ferðalag um tölvugerða innviði bygginga, þar sem ljós og skuggar mynda arkí- tektúrísk form. Hún sýnir einnig önnur verk sem byggjast á ferð um tölvugert landslag, takast á við draumástand og að skapa skipulag í óreiðu. Í nokkur ár hefur Einar Falur Ingólfsson farið um söguslóðir til- tekinna Íslendingasagna og ljós- myndað landið og ábúendur á þeim bæjum sem koma við sögu, um 1.000 árum eftir að sögurnar eiga að hafa átt sér stað. Ljósmynda- verkin í Safni eru frá sögustöð- unum úr Njálssögu; Hlíðarendi og Bergþórshvoll. Við Hlíðarenda er horft upp að meintum haugi Gunn- ars Hámundarsonar. Á Bergþórs- hvoli stendur ábúandinn Eggert Haukdal á bæjarhólnum forna og í eldhúsi hans hangir gömul loft- mynd af byggingu Guðjóns Sam- úelssonar arkitekts sem stóð þar á hólnum – á þeim sama stað sem fornleifauppgröftur sýndi að hús höfðu brunnið á söguöld. Greg Barrett er ungur listamað- ur sem sýnir nú keramikskálar sín- ar í Safni. Í verkum sínum fæst Bar- rett við þá tilviljanakenndu útkomu leirbrennslunnar sem fæst við notk- un mismunandi kemískra efna í bland við lífræn efni úr daglega líf- inu s.s. sígarettuösku, kaffikorg og sjávarþang. Þannig verða skál- arnar um leið frásögn af lífi lista- mannsins, líkt og daglegt safn skissubókarinnar. Í Safni, Laugavegi 37, er sam- tímamyndlist til sýnis á þremur hæðum. Aðgangur er ókeypis. Opið er frá 14–18 miðvikud.–föstud. en 14–17 laugard. og sunnud. Leið- sögn er um safnið alla laugardaga kl. 14. Sýningunum lýkur 6. febrúar nk. Þrjár sýningar opnaðar í Safni Einar Falur Ingólfsson: Hlíðarendi, 2002. Anouk De Clercq: Conductor. OPIÐ hús verður í Myndlistarskól- anum í Reykjavík í dag milli kl. 14.00 og 17.00. Gefst fólki kostur á að sjá verk eftir alla nemendur skólans, sem eru um fjögur hundr- uð talsins og á öllum aldri. Öll verkstæði skólans og kennslustofur verða opin gestum og þeim boðið að spreyta sig í hreyfimyndagerð í barna- og unglingadeild og leir- rennslu og mótun í keramikdeild. Skólastjóri, deildarstjórar og kennarar verða á staðnum og kynna starf skólans og þróun- arverkefni. Boðið verður upp á nýbakaðar vöfflur og kaffi. Vorönn skólans hefst í lok janúar og þá munu 30 mismunandi nám- skeið fara af stað. Skólinn býður upp á tvenns kon- ar fullt nám; annars vegar 21 ein- ingar hálfs árs nám í keramik sem er samstarfsverkefni við Iðnskól- ann í Reykjavík og hins vegar 39 eininga heils árs nám þar sem nem- endur undirbúa sig undir fram- haldsnám í myndlist, arkitektúr eða annars konar hönnun. Nýr hópur hóf nám í keramik eftir áramót. Skólinn hefur nýverið gengið til liðs við evrópsk samtök sem standa fyrir listviðburðum fyrir börn og ungt fólk og heita EUnetART (eu- netart.org). Í samtökunum eru yfir 100 aðilar í 29 löndum. Opið hús í Myndlistar- skólanum í Reykjavík BANDARÍSKI víbra- fón- og marimbuleik- arinn Arthur Lipner, verður með sína fyrstu tónleika á Íslandi. mánudaginn 16. janúar kl. 21.00 á Cafe Rosen- berg. Með Arthur leika gít- arleikarinn Jón Páll Bjarnason og bassa- leikarinn Gunnar Hrafnsson. Lipner hefur gert fjóra geisla- diska undir eigin nafni og sá síð- asti kom út árið 2004 und- ir heitinu Modern Vibe. Hann hefur haldið fjölda tónleika víða um heim, þar af hefur hann marga tónleika haldið í Brasilíu. Eftir hann liggur m.a. diskur með brasilískri tónlist útsettri af honum fyrir marimba. Lipner verður einnig með námskeið fyrir ís- lenska slagverksnem- endur í Tónlistarskóla FÍH, þriðjudaginn 17. janúar. Arthur Lipner á Cafe Rosenberg Arthur Lipner Fréttir í tölvupósti Stóra svið SALKA VALKA Su 22/1 kl. 20 Fi 26/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! WOYZECK Su 15/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 29/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! KALLI Á ÞAKINU Su 15/1 kl. 14 UPPSELT Lau 21/1 kl. 14 Su 22/1 kl. 14 SÍÐUSTU SÝNINGAR! CARMEN Í kvöld kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Fi 19/1 kl. 20 Gul kort Fö 20/1 kl. 20 Rauð kort Fö 27/1 kl. 20 Græn Kort Lau 28/1 kl. 20 Blá kort RONJA RÆNINGJADÓTTIR FRUMSÝNT Í FEBRÚAR. MIÐASALA HAFIN Nýja svið/Litla svið MANNTAFL Í kvöld kl. 20 Su 22/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 16/2 kl. 20 Fö 17/2 kl. 20 BELGÍSKA KONGÓ Su 15/1 kl. 20 UPPS. Fö 20/1 kl. 20 UPPS. Lau 21/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 UPPS Mi 1/2 kl 20 UPPS. Lau 4/2 kl. 20 GLÆPUR GEGN DISKÓINU Fi 19/1 kl. 20 Fi 26/1 kl. 20 Fö 27/1 kl. 20 Fi 2/2 kl. 20 Naglinn Fö 20/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Lau 21 /1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 UPPSELT Fö 27/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Fullkomið brúðkaup - heldur áfram! Lau. 14. jan. kl. 19 UPPSELT Lau. 14. jan. kl. 22 AUKASÝNING - UPPSELT Fös. 20. jan. kl. 20 Örfá sæti laus Lau. 21. jan. kl. 19 Örfá sæti laus Fös. 27. jan. kl. 20 Nokkur sæti laus Lau. 28. jan. kl. 19 Örfá sæti laus Fös. 3. feb. kl. 20 Nokkur sæti laus Miðasala opin allan sólarhringinn á netinu. Allir norður! Miðasalan opin virka daga kl. 13-17 og frá kl. 15 á laugardögum. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. ÖSKUBUSKA - La Cenerentola eftir ROSSINI Frumsýning sun. 5. feb. kl. 20 2. sýn. fös. 10. feb. kl. 20 – 3. sýn. sun. 12. feb. kl. 20 – 4. sýn. sun. 19. feb. kl. 20 www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Námskeið um Öskubusku og Rossini Skráningarfrestur: 20. janúar Skráning í síma: 525 4444 - endurmenntun@hi.is FÖS. 20. JAN. kl. 20 LAU. 21. JAN. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAU. 28. JAN. kl. 20 FÖS. 3. FEB. kl. 20 LAU. 4. FEB. kl. 20 MIND CAMP eftir Jón Atla Jónasson HÁTÍÐAROPNUN SUN. 15. JAN UPPSELT. FIM. 19. JAN. SUN. 22. JAN. FÖS. 27. JAN. SUN. 29. JAN. Námsmenn og vörðufélagar frá miðann á 1000 kr. í boði Landsbankans TAKMARKAÐUR SÝNINGARFJÖLDI EF eftir Valgeir Skagfjörð/ Einar Má Guðmundsson MÁN. 16. JAN. KL. 9 OG 11 UPPSELT ÞRI. 17. JAN. KL. 9 OG 11 UPPSELT ÞRI. 24. JAN. KL. 9 OG 11 UPPSELT MIÐ. 25. JAN. KL. 9 OG 11 UPPSELT www.kringlukrain.is sími 568 0878 Hljómsveitin Karma í kvöld Leikhúsgestir! Munið glæsilega matseðilinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.