Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 23
MINNSTAÐUR
Hornafjörður | Starfsmenn Vega-
gerðarinnar luku viðgerð á þjóðveg-
inum austan Laxár í Lóni í vikunni,
nema lagningu bundins slitlags sem
verður sett á síðar. Reynir Gunnars-
son hjá Vegagerðinni segir að við-
gerð á varnargarðinum við Dímu
ljúki að mestu í dag og svo verði garð-
urinn hækkaður nokkuð.
Í öllum vatnsflauminum hefur opn-
ast ós, um 25 m breiður, í fjörukamb-
inn sunnan við Grænklett og rennur
mikið vatn úr Jökulsá þar út. Nýi ós-
inn er um 2 km sunnan við Bæjarós.
Reynir telur litlar líkur á að vand-
ræði hljótist af þessum nýja ós og
ekki þurfi að gera ráðstafanir hans
vegna.
Friðrik Friðriksson í Hraunkoti
vonast til að Bæjarós haldi sinni út-
rás þar sem hann er núna bæði breið-
ur og djúpur. Bæjarós hefur lokast
með nokkurra ára millibili og síðast
fyrir 2-3 árum og þá opnaði Vega-
gerðin honum farveg yfir fjörukamb-
inn. Lokist Bæjarós hækkar fljótt í
lóninu austantil og þá er hætta á að
þjóðvegurinn við Hvalnes geti lokast.
Viðgerð lokið
á vegi í Lóni
Blönduós | Fasteignafélagið
Ámundakinn ehf. hefur keypt hús-
grunninn að Efstubraut 2 Blöndu-
ósi sem var í eigu Húnakaupa og
Blönduósbæjar og hefur hafið
byggingu nýs húss. Þar stóðu áður
pakkhús Húnakaupa, Vilko og
Bílaþjónustan, en fyrirtækin urðu
eldi að bráð haustið 2004.
Á jólaföstu hófust framkvæmdir
við byggingu á 1.320 fermetra
verksmiðju- og verkstæðishúsnæði
sem verður um 8500 rúmmetrar að
stærð. Núna er risin á grunninum
límtrésburðargrind frá Límtré –
Vírneti sem verktaki þessarar
framkvæmdar, Trésmiðjan Stíg-
andi ehf. á Blönduósi, stóð að.
Fleiri „hótelgestir“
Húsinu er skipt upp í þrjár
sjálfstæðar brunaeiningar og þeg-
ar hefur verið gengið frá leigu
þessa húsnæðis til þriggja aðila en
þeir eru Vélsmiðja Alla ehf., Létti-
tækni ehf. og Blönduósbær og
stefnt er að því að þeir geti flutt
inn í byrjun júní. Ámundakinn ehf.
á einnig húsnæði það sem ullar-
þvottastöð Ístex flutti inn í fyrir
rúmu ári og staðsett er á sama
stað og fyrrgreint hús er að rísa.
Jóhannes Torfason framkvæmda-
stjóri Ámundakinnar ehf hafði á
orði þegar Ullarþvottastöð Ístex
flutti inn að Ámundakinn væri að
opna fyrirtækjahótel. „Nú styttist
í að fleiri hótelgestir bætist í hóp-
inn,“ sagði Jóhannes í samtali við
Morgunblaðið, ánægður með gang
mála.
Byggt yfir þrjú fyrir-
tæki á gömlum grunni
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Bygging Nýja fyrirtækjahótelið rís hratt á grunni húss sem brann.
Eftir Jón Sigurðsson
LANDIÐ
Húsavík | „Það hefur verið nóg að
gera, maður,“ sagði Ragnar Þór
Jónsson húsasmiður þegar fréttarit-
ari hitti á hann við vinnu sína. Ragn-
ar Þór stofnaði fyrirtækið Víkur-
smíði ehf. í haust og er eini starfs-
maður þess til þessa þótt hann hafi
fengið mann sér til aðstoðar við ein-
stök verkefni.
„Það hafa bara allir iðnaðarmenn
hér í bæ nóg að gera, held ég. Það
hefur t.d. oft verið dauður tími hjá
málurum á þessum árstíma en þeir
hafa nóg að gera þessa dagana og
þannig er það hjá flestum,“ sagði
Ragnar Þór og var bara brattur.
Ragnar Þór sagðist ekki sjá ástæðu
til annars en bjartsýni í þessum efn-
um því ýmis verkefni væru í deigl-
unni á Húsavík.
Enginn iðnaðarmaður á félags-
svæði Þingiðnar er á atvinnuleys-
isskrá, að sögn Aðalsteins Árna
Baldurssonar, á skrifstofu stétt-
arfélaganna í Þingeyjarsýslum.
Hann sagði atvinnuástand almennt
nokkuð gott í byggingariðnaði á
svæðinu.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Hefur verið
nóg að gera
Byggingariðnaður
♦♦♦
Upplýsingar um Ingibjörgu Hauksdóttur og stefnumál hennar eru á heimasíðunni: www.ingibjorgh.is
Kosningaskrifstofa er að Hvannalundi 10. Sími: 555 7200. Netfang: ingibjorghauksdottir@internet.is
Sterkur listi í vor skapar sigur
Nú er komið að okkur Sjálfstæðismönnum í
Garðabæ. Við höfum röðun á framboðslistann í
hendi okkar við prófkjörið á laugardaginn
kemur.
Við vitum, að það verður sótt að Sjálfstæðis-
flokknum í kosningunum í vor, m.a. með sam-
einuðu framboði vinstri flokkanna í bænum.
Það skiptir því sköpum, hvernig okkur tekst til í
prófkjörinu.
Takist okkur að velja heilsteypta sveit á fram-
boðslista flokksins, frambjóðendur, sem mynda
breiða samfylkingu og eiga traust fólks, þá
mætum við sterk til leiks í vor. Tökum öll þátt í
prófkjörinu og mótum saman sigurlistann.
Ég leita hér með eftir stuðningi þínum
í prófkjörinu.
Með bestu kveðju,
PRÓFKJÖR
SJÁLFSTÆÐIS-
MANNA
Í GARÐABÆ
14. janúar