Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 59 MENNING Snjóblásari Snjóblásari 5,5 hestöfl, vinnslubreidd 50 cm. Fæst í BYKO Breidd, Glerártorgi og Selfossi. Vnr. 497103641 Snjóskófla GINGE snjóskófla. Vnr. 55629764 1.990 2.430 Snjóýta GINGE snjóýta. Vnr. 55629770 2.490 3.490 89.900 FYRIR snjómoksturinn! ALLT Snjóblásari Snjóblásari 1600W, vinnslubreidd 38 cm. Vnr. 55500004 9.990 FYRSTA sýning ársins í Listasafn- inu á Akureyri, Hraunblóm, verður opnuð í dag kl. 15. Sýningin er unnin í samstarfi við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og hefur að geyma verk eftir Danina Else Alfelt og Carl- Henning Pedersen og félaga þeirra Svavar Guðnason og Sigurjón Ólafs- son. Í lok síðari heimsstyrjaldar haslaði abstraktlistin sér völl hér á landi og réð ríkjum næstu tvo áratugina, en fram að því hafði natúralismi og ís- lensk náttúra verið aðalviðfangsefni listamanna. Sýningin er öðrum þræði yfirlit yfir feril Svavars Guðnasonar á tímabilinu frá 1942–49 og eru margar af hans dýrmætustu perlum fengnar að láni frá Listasafni Íslands og Listasafni ASÍ, þar á meðal Gullfjöll, Íslandslag, Stuðlaberg, Einræð- isherrann og Hágöngur. Ennfremur eru á sýningunni verk í eigu Menn- ingarmiðstöðvar Hornafjarðar. Tilgangur þess að sýna saman verk þessara listamanna er að varpa ljósi á afmarkaðan þátt dansk-íslenskrar listasögu. „Þessi kafli hófst á fjórða áratug síðustu aldar þegar Svavar og Sigurjón störfuðu báðir í Danmörku og teygði sig til Íslands eftir stríð er Svavar kom því til leiðar að danska Høstudstillingen frá 1947 var sett upp í Listamannaskálanum vorið 1948,“ segir Hannes Sigurðsson, for- stöðumaður Listasafnsins á Ak- ureyri. „Á sýningunni voru verk eftir helstu framúrstefnulistamenn Dana eins og Asger Jorn, Egill Jacobsen og Ejler Bille, auk þeirra Carl-Henning Pedersen og Else Alfelt sem komu til að setja sýninguna upp í Reykjavík. Þau hjónin dvöldust hér á landi sum- arlangt, Carl-Henning í sex mánuði en Else og dætur þeirra tvær styttra. Tilgangur ferðar þeirra var einnig sá að upplifa íslenska náttúru og komast burt frá þéttbýlinu og borgarmenn- ingunni.“ Einstakt tímabil Á sýningunni í Listasafninu á Ak- ureyri getur að líta hluta af þeim myndum sem Carl-Henning og Else Alfelt máluðu á Íslandi þetta sumar, ásamt olíu-, krítar- og vatnslita- verkum eftir Svavar Guðnason og höggmyndum úr tré eftir Sigurjón Ólafsson frá þessum tíma, sem byggj- ast á svipuðum hugmyndum. Auk þess er á sýningunni syrpa af mynd- um sem Carl-Henning teiknaði með túss á pappír þegar hann vann að skreytingu tímaritsins Helhesten. Hannes Sigurðsson segir að Lista- safnið á Akureyri hafi á umliðnum ár- um verið duglegt að hafa frumkvæði að sýningum en það sé jafnframt brýnt að eiga samstarf við söfn sunn- an heiða. „Þegar Birgitta Spur, for- stöðumaður Listasafns Sigurjóns, sagði mér að hún hefði þetta á prjón- unum varð ég strax mjög spenntur. Þó aðalhlutverk Listasafnsins á Ak- ureyri sé að sýna samtímalist er líka mikilvægt að sinna sögunni og þarna er einstakt tímabil á ferðinni.“ Hannes segir að sýningin nyrðra sé talsvert frábrugðin sýningunni sem sett var upp í Listasafni Sig- urjóns í fyrra. „Húsakynni þessara tveggja safna eru mjög ólík og þess vegna þurftum við að endurskoða sýninguna talsvert mikið. Við ákváðum að hrófla ekkert við verkum þeirra Else og Carls-Hennings en skiptum alfarið um verk eftir Sig- urjón. Á þessari sýningu erum við einvörðungu með verk úr tré. Svo lagði ég áherslu á að hafa yfirlitssýn- ingu á Svavari með mörgum af hans helstu perlum. Þetta rímar afar vel í formi.“ Skemmtilegur samanburður Hannes segir gaman að bera Ís- lendingana og Danina saman. „Else er svona kvenleg og fíngerð og maður þarf að gefa henni næði. Hún var undir miklum áhrifum frá íslensku landslagi en yfirskrift sýningarinnar, Hraunblóm, er einmitt sótt í verk eft- ir hana. Ekki sést í fljótu bragði undir hvaða áhrifum Carl-Henning er í sín- um ævintýraheimi, nema þá helst frá Paul Klee. Næmi hans fyrir áferð og lit er hins vegar mikið og maður skynjar mjög sterkt vissa alþjóðlega fágun. Sigurjón situr þétt við hliðina á honum hvað þetta varðar. Fágun hans er fremur mið-evrópsk en ís- lensk. Skúlptúrar Sigurjóns eru hreinlega eins og þrívíddarútfærslur á tússverkum Carls-Hennings. Svav- ar er svo auðvitað lykilmaður í okkar sögulega samhengi. Það er einhver draugagangur í hans list. Hann ásæk- ir mann. Svavar er svo ómstríður að maður veit ekki alltaf hvort maður vill hafa verkin hans hjá sér. En það er mikill andi í þeim.“ Spurður nánar um Svavar segir Hannes að hann sé með réttu hátt skrifaður í íslenskri listasögu. „Björn Th. Björnsson hefur sagt að þegar Svavar opnaði sýningu sína í Lista- mannaskálanum 1945 hafi verið sem loftsteini hafi lostið niður í miðbæ Reykjavíkur. Svo langt var Svavar á undan sinni samtíð. Ég er þeirrar skoðunar að hann hafi verið á undan abstraktexpressjónismanum í Banda- ríkjunum og þarna verða algjör kafla- skil í íslensku listalífi. Eftir þetta tek- ur abstraktið við og ræður ríkjum í langan tíma.“ Hannes segir að list Svavars hafi á þessum tíma verið fyllilega sambæri- leg við það besta sem var að gerast erlendis. Eigi að síður hafi hann aldr- ei sóst eftir frama í öðrum löndum. Sýningunni lýkur 26. febrúar, en Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12–17. Myndlist | Sýningin Hraunblóm í Listasafninu á Akureyri Rímar afar vel í formi Svavar Guðnason: Hágöngur (Fjalla-Eyvindur), 1947, olía á striga. Carl-Henning Pedersen: Helhestur, 1941, túss á pappír. Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.