Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 29
DAGLEGT LÍF Í JANÚAR
Andlitsböð, litanir,
vaxmeðferðir, nudd
og öll almenn
snyrtiþjónusta
Notaðar eru MD-Formulation
snyrtivörur sem eru lausar við
ilmefni og önnur skaðleg aukaefni.
Alfa-Beta er nýjasta
MD-Formulation meðferðin en
hún vinnur gegn ýmsum
húðvandamálum, svo sem öldrun,
litablettum og óhreinni húð.
Snyrtistofa
Díu
Bergþórugötu 5
s. 551 8030 – 891 8030
araldri, þá er fyrirtækið að útiloka
stóran hóp af best menntaða fólkinu.
Í þeim fyrirtækjum þar sem er mikil
samkeppni milli starfsmanna, þar er
minnst um nýtingu á fæðingarorlofi,
bæði hjá körlum og konum. Þetta
eru oft fjármálafyrirtæki enda sagði
Bjarni Ármannsson á Karlaráð-
stefnunni um daginn að fjármálafyr-
irtæki væru fjölskyldufjandsamleg.“
Verður að nýta mannauð kvenna
Ingólfur segir það hafa komið sér
mest á óvart í þessari rannsókn,
hvað íslenskir atvinnurekendur virð-
ast hafa sætt sig vel við og aðlagast
feðraorlofi frá upphafi og tekist á við
það á jákvæðan hátt. „Vonandi er
þetta vegna þess að atvinnurek-
endur hafa áttað sig á að kynja-
staðan er gjörbreytt frá því sem var
fyrir tuttugu árum. Ef Evrópa ætlar
að halda sinni forystu, þá gerist það
ekki öðruvísi en að nýta mannauð
kvenna ekki síður en karla. Evrópa
deyr út ef konur hætta að eiga börn
og þess vegna verða samfélög að
gera allt til að bæði konur og karlar
geti með góðu móti átt börn og lifað
fjölskyldulífi en verið á sama tíma
þátttakendur á vinnumarkaðinum.
Þetta skiptir mjög miklu máli, því
það er ekki hægt að halda uppi vel-
ferðarkerfi þegar kominn er öfugur
aldurspíramídi, þar sem færri og
færri eru á vinnumarkaði. Eitt af
stærstu áhyggjuefnunum hjá Evr-
ópusambandinu núna, er hvernig á
að ná upp barneignatíðninni.“
„TÍMINN sem má skjóta upp sko-
teldum er útrunninn,“ segir Herdís
Storgaard, verkefnisstjóri barna-
slysavarna á Lýðheilsustöð, og hún
vill minna fólk á að fylgjast með
hvort börn þeirra séu með skot-
elda heima hjá sér ennþá. „Ég hef
svolitlar áhyggjur af því að und-
anfarin ár hafa börn og unglingar
slasast af völdum skotelda allan
janúarmánuð.“ Hún segir að
kannski sé það vegna þess að þau
hafa safnað birgðum og hafa af
einhverjum ástæðum ekki náð að
klára að skjóta upp innan tíma-
markanna. „Mig langar að benda
foreldrum á að vera á varðbergi
gagnvart þessu því að þau kannski
kveikja í þessu af óvitaskap, inni
hjá sér, eða fikta með þetta á þann
hátt að slys hljótast af. Það getur
þá verið að þau séu að taka þetta í
sundur eða útbúa sprengjur
o.s.frv.“
Herdís vill líka benda á að skot-
eldar eru mjög vandmeðfarnir í
geymslu. „Ef börn fela þetta t.d.
inni hjá sér, undir rúmi eða nálægt
miðstöðvarofnum, ég tala nú ekki
um á rökum stað, þá þola skot-
eldarnir það ekki, þessa hitabreyt-
ingu. Skoteldur sem orðið hefur
fyrir raka getur sprungið án þess
að borinn sé að honum eldur.“
Herdís segir frá umfjöllun um
skotelda sem hún sá í dönskum
þætti. „Þar var sýnt hvað einn fjöl-
skyldupakki getur gert,“ segir
hún, „honum var komið fyrir í
skotti á bifreið og síðan var hent
eldspýtu ofan í og bíllinn var ónýt-
ur á eftir. Þetta sýnir hvað litlir
skotelda geta gert mikinn skaða.
Þarna sprakk skottið og lokið
þeyttist langt í loft upp og bíllinn
varð alelda á augabragði.“
Á vef Sorpu, sorpa.is, kemur
fram að aldrei skuli setja
ósprungna skotelda í sorptunnuna.
„Þeim skal skilað á endur-
vinnslustöðvar Sorpu og skal af-
henda starfsmanni þá,“ segir á
vefnum.
Ekki er tekið endurvinnslugjald
af skoteldum.
„Ég vil hvetja fólk til að nýta
sér þetta,“ segir Herdís.
SLYSAVARNIR | Aldrei að geyma flugelda
Skilist til Sorpu
Morgunblaðið/Ásdís
Fólk er minnt á að farga ósprungn-
um skoteldum.
Fréttasíminn
904 1100