Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hulda Ingimarsfrá Þórshöfn
fæddist á Karls-
skála við Reyðar-
fjörð 12. júlí 1934.
Hún lést á Landspít-
ala – háskólasjúkra-
húsi í Fossvogi að-
faranótt 4. janúar
síðastliðins. Móðir
hennar var Soffía
Ingimarsdóttir
stöðvarstjóri Pósts
og síma á Þórshöfn,
f. 26. mars 1912, d.
1. nóvember 1979
og stjúpfaðir hennar var Helgi
Guðnason póstmeistari, f. 24. des-
ember 1904, d. 7. janúar 1988.
Hálfsystkini Huldu eru Bragi
Eggertsson, f. 26. apríl 1931,
Árni Ingimar Helgason, f. 11.
nóvember 1935, Guðný Jónína
Helgadóttir, f. 10. desember
1938, og Oddný Friðrikka Helga-
dóttir, f. 22. ágúst 1947, d. 23.
ágúst 1996.
Eiginmaður Huldu var Jón Að-
albjörnsson frá Hvammi, starfs-
maður Flugmálastjórnar á Þórs-
höfn, f. 29. september 1927, d. 18.
ágúst 2004. Foreldrar hans voru
Aðalbjörn Arngrímsson, f. 8.
mars 1907, d. 23. janúar 1989 og
Jóhanna María Jónsdóttir, f. 27.
nóvember 1899, d. 6. ágúst 1986.
Börn Huldu og Jóns eru: 1) Soffía
Ragnhildur, f. 14 apríl 1953. 2)
María Jóna, f. 21. apríl 1954,
maki Hallgrímur Stefán Ingólfs-
son. Sonur Maríu er Steinbjörn
Logason, f. 11. janúar 1970, sam-
býliskona Thelma Jónsdóttir.
Sonur þeirra er Máni Mar. Börn
Maríu og Hallgríms eru Anna
Ingibjörg, f. 21 janúar 1979,
Hulda Ingimars, f. 14. mars 1984,
og Jón Ingi f. 13. september 1986.
3) Arnþrúður Jónsdóttir, f. 6. des-
ember 1955. 4) Arn-
grímur Jónsson, f.
1. janúar 1957, var í
sambúð með Rögnu
Karlsdóttur, sonur
þeirra er Karl Huld-
ar, f. 22. september
1980. Börn Karls
Huldars eru Sigurð-
ur Víkingur og Al-
dís Ragna. Maki
Arngríms er Hildur
Ingvarsdóttir. Börn
þeirra eru Hlín, f.
28. mars 1990 og
Ingibjörg, f. 8 júní
1998. Dóttir Hildar er Kolfinna
Birgisdóttir. 5) Eyþór Atli, f. 24
september 1962, sambýliskona
Svala Sævarsdóttir. Dætur þeirra
eru Álfrún Marey, f. 23. maí 2002
og Bjarney Hulda, f. 6. desember
2004. Dóttir Svölu er Karítas Ósk
Agnarsdóttir. 6) Víkingur, f. 3.
janúar 1971. Sambýliskona er
Sigríður Harpa Jóhannesdóttir.
Börn þeirra eru Birkir Mensal-
der, f. 15. apríl 2003 og Heiðmar
Andri, f. 15. apríl 2003. Dóttir
Sigríðar Hörpu er Hulda Kristín
Baldursdóttir Æska Huldu ein-
kennist af flutningi á milli staða.
Hún dvaldist á Karlsskála í Reyð-
arfirði, í Laxárdal í Þislifirði, á
Akureyri og á Laugarvatni. Hún
settist að á Þórshöfn 18 ára göm-
ul, giftist og ól öll sín börn þar.
Hulda sinnti ýmsum störfum með
heimilinu. Hún var símamær,
vann við ræstingar, fiskvinnslu
og aðstoðaði eiginmann sinn í
Mjólkurstöðinni á Þórshöfn og
við flugafgreiðslustörfin. Hulda
var einstök handverkskona sem
naut þess að gleðja ættingja og
vini með fallegum gjöfum.
Útför Huldu verður gerð frá
Þórshafnarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Óendanlega smátt er sandkornið
á ströndinni.
Óendanlega stór er kærleikur þinn.
Ég er sandkorn á ströndinni,
kærleikur þinn er hafið.
(Matthías Johannessen.)
Þó skáldið sé hér að lýsa sjálfum
sér og Guði sínum finnst mér þessar
línur eins geta átt við mig og Huldu
tengdamóður mína. Ást og væntum-
þykja var það sem einkenndi hennar
far.
Á þessum tímum gylltra starfs-
lokasamninga og í ljósi þess að
Hulda kvaddi allt of snemma, flaug
það mér í hug hvort Hulda hefði
fengið einhvern samning að handan
sem hún gat ekki hafnað. Það hefur
varla verið starfslokasamningur, –
miklu frekar að það hafi vantað haga
hönd, góðan penna eða bara
skemmtilegan félaga þangað. Það
yrði ekki ónýtt að fá fréttir úr
Himnaríki skrifaðar af Huldu Ingi-
mars. Bréfin sem hún sendi okkur
krökkunum sínum til Kaupmanna-
hafnar á sínum tíma frá Þórshöfn á
Langanesi voru óborganleg. Hún
hafði leikandi léttan og skemmtileg-
an stíl, mikla frásagnargáfu og ekki
skemmdi fyrir að alltaf var húmor-
inn skammt undan. Það verður skrít-
ið að koma til Þórshafnar í framtíð-
inni og engin Hulda amma til að
skrafa við við eldhúsborðið.
Þín verður sárt saknað. Takk fyrir
allt.
Þinn tengdasonur,
Hallgrímur.
Þótt ég sé látinn, harmið mig
ekki með tárum, hugsið ekki um
dauðann með harmi eða ótta. Ég er
svo nærri, að hvert eitt tár ykkar
snertir mig og kvelur, þótt látinn
mig haldið. En þegar þið hlæið og
syngið með glöðum hug, lyftist sál
mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð
og þakklát fyrir allt sem lífið gefur
og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði
ykkar yfir lífinu.
(Kahlil Gibran.)
Elsku tengdamamma, ég kveð þig
með þessu ljóði sem þú valdir sjálf.
En við grátum samt smá!.
Ástarþakkir fyrir allt og góða
ferð.
Þín
Svala, og mínar þínar.
Hulda amma dekraði við okkur
barnabörnin eins og hún gat. Sem
dæmi má nefna ein jólin sem við
héldum á Háafelli. Við komum til
Þórshafnar hinn 22. des.
og amma tók á móti okkur með op-
inn faðminn eins og alltaf. Hún var
samt alveg miður sín yfir að vera
ekki búin að baka neinar smákökur
nú þegar barnabörnin voru komin.
Þegar við vöknuðum að morgni Þor-
láksmessu, stóð amma í eldhúsinu og
þær sjö sortir sem voru í baukum um
allt eldhús sögðu okkur, að amma
hefði vakað alla nóttina við að baka
handa okkur barnabörnunum. Hún
var til í að fórna sér til að geta glatt
aðra. Hjá ömmu og afa vorum við
alltaf algjör dekurdýr, máttum vaka
lengi og fengum fullt af gotteríi, það
var sko hátíð. Hún var svo gjafmild
og vildi alltaf gefa, en síður þiggja.
Að fá pakka frá ömmu var alltaf svo
gaman. Þegar við bjuggum í Dan-
mörku komu stundum risastórir
pakkar frá Langanesinu fullir af ís-
lensku nammi, harðfisk, fötum, gjöf-
um, bara alls konar skemmtilegu
dóti.
Það var alltaf ævintýri að opna
þessa pakka. Þannig var ekkert gert
í hálfkáki. Í staðinn fyrir að senda
eina bók átti hún það til að senda
heilan bókaflokk.
Okkur finnst líka orðið listakona
passa vel við ömmu. Hún var algjör
nostrari, handlagin og uppfull af
skemmtilegum og óvenjulegum hug-
myndum.
Ógrynni er til af fallegu og ein-
stöku jólaskrauti eftir hana. Litla
jólasveinahljómsveitin sem öll er að
spila á hljóðfæri, búin til úr úrverk-
inu úr gamalli vekjaraklukku, er eitt
af uppáhöldunum okkar. Amma bjó
líka til barbie-föt handa okkur. Fötin
voru ótrúleg, með fullt af skemmti-
legum smáatriðum. En ekki nóg með
að nostrað væri við fötin heldur voru
fylgihlutirnir jafn mikilvægir. Títi-
prjónar í viðeigandi litum voru stytt-
ir og urðu að eyrnalokkum. Töskurn-
ar alltaf í stíl og þar fram eftir
götum. Svo var dressið fest á pappa-
spjald líkt og þegar þau eru keypt úr
búð. Amma náði einhvern veginn að
gefa hlutum einhvern ævintýralegan
blæ.
Það var léttilega hægt að gleyma
sér við að horfa á alla skemmtilegu
hlutina hennar ömmu. Amma var
skemmtileg og góð og það laðaði líka
marga krakka úr hverfinu að … já
og ekki bara krakka. Húsið var alltaf
fullt af gestum sem kíktu í kaffi. Það
var líka svo notalegt að sitja með
ömmu við eldhúsborðið á Háafelli.
Best var að sitja með henni og leggja
kapal með senjorítuspilunum og
hlusta á Gufuna.
Það hefði ekki verið hægt að eiga
betri ömmu.
Takk fyrir allt.
Þínar
Anna og Hulda.
Elsku amma mín.
Hér sit ég á afmælisdeginum mín-
um og hugsa til þín, konunnar sem
fyrir 36 árum tók mig í fang sér, þá
eldrautt og samanherpt krakkakríli í
snarvitlausu veðri á Langanesinu.
Ég valdi kannski ekki besta daginn
veðurfarslega en eftir á að hyggja
valdi ég besta staðinn, húsið þitt og
afa, nánar tiltekið miðherbergið á
Háafelli (Saurafelli eins og þú vildir
stundum kalla það þegar gesti bar að
garði). Það var nú ekki fyrr en 16 ár-
um seinna að ég þorði að sleppa af
þér hendinni og halda í nám hinum
megin á landinu til Keflavíkur, eins
langt og hugsast getur milli staða
hér á Fróni, hræðilega var erfitt að
vera svona langt í burtu.
Það var svo gott að alast upp hjá
þér, amma mín. Þú verndaðir mig
kannski svolítið mikið í byrjun enda
varstu bara með mig í „láni“, en ég
er að mestu laus við ofurfeimnina og
hérahjartað í dag. Þú hafðir alltaf
haft stórt hjarta og einstakt lag á að
nálgast fólk og því var ótrúlega gest-
kvæmt í eldhúsinu á Háafelli. Allir
fengu uppáhelling, gulan Braga,
hvort sem það var Tobba, Matta,
Bryndís eða bara nýi gaurinn á verk-
stæði Kaupfélagsins, sem beið eftir
varahlut sem var væntanlegur með
afa af flugvellinum. Já, þú kynntist
flestum þeim er runnu í gegnum
þorpið. Ekki var það bara fullorðna
fólkið sem fékk að njóta gæsku þinn-
ar því börn og unglingar löðuðust að
hjarta þínu og hlýju. Þú talaðir við
þau eins og fólk. Við barnabörnin og
barnabarnabörnin eigum öll notaleg-
ar „með ömmu Huldu minningar“
þar sem þú ræddir af einlægni við
okkur sem jafningja. Það verður
skrýtið að koma á Þórshöfn og eiga
ekki lengur kost á að sitja og mala
við þig frameftir nóttu yfir einum öl
eða svo.
Ógleymanlegt er síðasta sumar
þegar við fjölskyldan komum á Þórs-
höfn og snæddum kvöldverð hjá
Eysa í íþróttahúsinu. Það þurfti að
róa ömmubörnin og suss foreldranna
dugði skammt. Þá stóðst þú á fætur,
gamla konan, til að skakka leikinn og
byrjaðir að leika, dansa og syngja
fyrir þau af miklum móð. Börnin
settust umsvifalaust á gólfið skæl-
brosandi og róleg og horfðu á þig
með aðdáunarsvip fara á kostum fyr-
ir framan þau – yndisleg stund. Það
var alltaf stutt í glens og grín hjá þér
því þú gast alltaf séð spaugilegu hlið-
ina á öllu og áttir það líka til að
hrekkja fólk en aldrei af neinni ill-
kvittni. Þessari saklausu stríðni
smitaðir þú ættmenni þín af og hafð-
ir sjálf svo gaman af því þegar þú
varðst fyrir stríðni. Gott dæmi um
þetta er þegar þú komst til baka á
sjúkrahúsið síðastliðið aðfangadags-
kvöld og opnaðir einn af pökkunum
frá Eysa, sem þú varst búin að mæna
á í nokkra daga, og í honum var bara
einn miði sem á stóð „Æ–i, ég
gleymdi að setja gjöfina í pakkann“.
Þetta fannst þér bráðsmellið og hlóst
mikið að þessu uppátæki. Þú varst
svo skemmtileg, elsku amma mín.
Það var gaman að sjá hvað þú
varst hugmyndarík, fim og ótrúlega
listræn í höndunum. Í föndurhornið
þitt safnaðir þú ýmsum hlutum sem
flestir myndu henda. Hverjum hefði
dottið í hug að pottalepparnir þínir
væru heklaðir úr niðurklipptum gul-
um Braga-pakkningum eða að ynd-
islegu jólaóróarnir væru mótorvírar
sem þú hafðir laumast í og tekið úr
„gullnámunni“ í bílskúrnum hans
afa. Þú varst listamaður að guðs náð
– það verður aldrei af þér tekið.
Þín verður sárt saknað af svo
mörgum, t.d. settist Máni Mar sonur
minn og langömmusnáðinn við
trommusettið sitt og samdi lag
(búmm, bamm búmm) til þín. Text-
inn var á þessa leið:
„Nú er hún amma ugla dáin. Það
er svo sorglegt, því hún var svo
skemmtileg.“
Elsku amma, það var mér virki-
lega erfitt að vera hjá þér og sjá þig
deyja. Fyrstu dagana á eftir var
engu líkt en stór hluti hjarta míns
væri tómur. En þegar minningarnar
höfðu náð tökum á sorginni fann ég
hvernig það fylltist á ný af hlýju
þinni og kom mér í skilning um að þú
ferð aldrei frá mér. Þú ert í hjarta
mínu amma ugla.
Ég elska þig, vertu sæl að sinni,
amma mín.
Þinn
Steinbjörn.
Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest.
Að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær,
Allt sem þú hugsar í hljóði,
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði,
sakleysi, fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson.)
Á nýliðnum jólum barst mér jóla-
kort frá vinkonu minni með þessu
ljóði innan í. Við ótímabært andlát
Huldu mágkonu minnar og vinkonu,
kom það upp í huga minn, því mér
finnst sem hún hafi lifað og breytt
eins og þar segir.
Við Hulda bjuggum hlið við hlið
þegar börnin okkar beggja voru að
vaxa úr grasi, en þau eru öll á svip-
uðum aldri, og höfðum við því margt
saman að sælda á þeim árum.
Hulda var afskaplega ljúf kona,
alltaf grunnt á kímninni og gaman-
seminni, ekki síst um sjálfa sig. Hún
var mjög listfeng, og hefði náð langt
á þeirri braut, hefðu aðstæður verið
fyrir hendi. Þau eru ófá heimilin sem
skarta listilegu handverki hennar.
Einnig var hún vel ritfær og góður
stílisti. Það var gaman að lesa hinar
ýmsu hugrenningar hennar sem hún
hafði fest á blað og leyfði mér að lesa
yfir, en fleygði síðan.
Hulda var ákaflega vinmörg og
hélt sambandi við vini sína af mikilli
tryggð.
Hún var glæsileg kona, smekkvís í
klæðaburði og klæddist einstaklega
vel.
Eins og flestir, átti hún sína erfiðu
tíma og ýmislegt gekk á í hennar lífi,
en alltaf sigraði léttleikinn að lokum.
Já, Hulda var hlý og góð, en umfram
allt heillandi persónuleiki. Hennar
er sárt saknað og ég veit að litlu
barnabörnin hennar hér á Þórshöfn
sakna hlýja ömmufaðmsins, en þeim
sýndi hún einstaka ástúð og um-
hyggju.
Vinátta okkar einkenndist ekki af
heimboðum eða veisluhöldum, held-
ur smá-innliti og símhringingum
nánast hvern dag síðustu árin.
Börnunum hennar og fjölskyldum
þeirra sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Elsku Hulda mín. Þakka þér sam-
fylgdina og allt það góða sem við átt-
um saman. Guð geymi þig.
Þórunn (Didda).
HULDA
INGIMARS
Ástkær eiginkona mín, elskuleg móðir okkar,
dóttir okkar og systir,
ELINBORG J. BJÖRNSDÓTTIR,
Laugalæk 62,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku-
daginn 11. janúar síðastliðinn.
Útför hennar verður auglýst síðar.
Benedikt Ólafsson,
Björn Önundur Arnarsson,
Sigríður Ösp Arnarsdóttir,
Haukur Júlíus Arnarsson,
Arnar Vilhjálmur Arnarsson,
Björn Önundarson, Sigríður Sigurjónsdóttir,
Önundur Björnsson, Harpa Viðarsdóttir,
Jóhanna Björnsdóttir, Gísli Gíslason,
Björn Sveinn Björnsson, Susanne Björnsson,
Sigurjón Björnsson,
Tómas Björnsson,
fjölskylda og aðrir aðstandendur.
Ástkær sonur okkar,
ÁSGEIR ÞÓR ÁSGEIRSSON,
Vífilsgötu 6,
Reykjavík,
lést mánudaginn 9. janúar.
Útför auglýst síðar.
Ásgeir Þór Hjaltason, Sigríður Stefanía Kristjánsdóttir.
Okkur hjartkæri,
ÁRNI ÁRNASON
ræðismaður Íslands í Litháen,
varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn 12.
janúar.
Anna Björk Árnadóttir og fjölskylda
Valmundur P. Árnason og fjölskylda.