Morgunblaðið - 14.01.2006, Page 40

Morgunblaðið - 14.01.2006, Page 40
40 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hafnarstræti 19 Sími 551 1122 Helsinki Áður 15.600 kr. 10.920 kr. Normandy Áður 16.900 kr. 11.830 kr. Saga Áður 6.560 kr. 4.590 kr. Drífa Permatex Áður 14.600 kr. 10.220 kr. Peysur - mikið úrval 30% afsláttur Opið alla daga ÉG VAR í sögutíma í fyrradag og þar var kennarinn að fjalla um frönsku byltinguna og hvernig Loðvík konungur var opinberlega tekinn af lífi á grimmilegan hátt. Böðullinn stóð á háum palli og veifaði blóðugu höfðinu framan í æstan almúgann. Samstundis skaut upp í huga mér forsíðan á DV frá því deginum áður og þær afleiðingar sem hún hafði í för með sér. Ég sá fyrir mér Jónas Kristjánsson, ritstjóra DV, stand- andi á háum palli veifandi höfði ís- firska kennarans, sem grunaður var um kynferðisbrot, framan í blóðþyrstan almúgann. Já, hann var opinberlega tekinn af lífi án dóms og laga. Allt hans mannorð, allt hans líf lagt í rúst óháð því hvort hann var sekur eða saklaus til þess eins að fullnægja þeirri sjúklegu þörf okkar fyrir að velta okkur upp úr hörmungum annarra og sjá sökudólginn hengd- an. Hverslags þjóðfélagi lifum við eiginlega í? Er þetta ekki ná- kvæmlega það sem samfélagið vill? Svona blaðamennska hefur verið stunduð hjá DV í þó nokkurn tíma og það að þessi maður skyldi svipta sig lífi ætti ekki að koma neinum á óvart. Þetta er einfald- lega það sem það kostar þjóðfé- lagið að halda uppi fjölmiðli eins og DV. Siðleysi þeirra, sem að dagblaðinu standa, virðist engin takmörk sett og ljóst er að þetta verður ekki stöðvað nema íslenskt samfélag í heild sinni taki sig saman um að loka algjörlega á DV, hvorki kaupa það né lesa. Því ef við gerum það ekki munu fleiri mál sem þessi koma upp til vitnis um að blóðþorsti okkar og slúð- ureðli séu sterkari en náungakær- leikur og samhygð. Framhald þessa máls mun dæma okkur sem samfélag. ÞORSTEINN KRISTINSSON, varaformaður ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Opinber aftaka Frá Þorsteini Kristinssyni: ALLT frá endurreisn DV fyrir nokkrum misserum hafa ritstjórar þess blaðs lagt sig fram um að reka blaðamennsku af því tagi sem virðir engin viðurkennd siða- mörk í mannlegum samskiptum. Þeir hafa skipulega stundað frið- arbrot, sem svo eru kölluð, þ.e. röskun á rétti manna til að lifa í friði fyrir forvitni náungans eða illkvittni, hafa blygðunarlaust veg- ið að einkalífi fólks, tekið sér dómsvald yfir fólki sem borið er sökum í refsimálum, stundað mannorðs- morð á saklausum og leitt fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón yfir fjölda fólks í krafti blaða- mennsku lágkúr- unnar. Til réttlæt- ingar síbrotum af þessu tagi er vísað til (ó)siðareglna sem ritstjórarnir hafa sett sér sjálfir og eru í grundvall- aratriðum þess efnis að þeim skuli leyfast óheft að miðla „sannleikanum“ um náungann og skrum- skæla tilveruna að eigin geðþótta. Það er ljóst að tímabært er að lög- gjafinn taki í taum- ana og færi löggjöf um friðarbrot til samræmis við nú- tímann þannig að unnt sé að veita fjöl- miðlum eðlilegt að- hald og girt sé fyrir að menn geti óheft rekið blaðamennsku sem veldur fólki sár- indum og vanlíðan og jafnvel fjártjóni eins og dæmin sanna með útgáfu DV. Íslensk löggjöf um friðarbrot hefur ekki notið almennrar athygli stjórnmálamanna. Fyrir vikið er löggjöfin úrelt, ófullnægjandi og stendur langt að baki helstu ná- grannaþjóðum okkar. Langt er síðan þær þjóðir færðu frið- arbrotalöggjöf sína til nútímalegra horfs til þess að mæta kröfum um aukna einkalífsvernd og þeim breytingum sem fylgja hinu rafræna og tölvu- vædda þjóðfélagi. Til dæmis hafa Danir í sinni löggjöf lagt bann við myndatökum af fólki við einkaaðstæður og við dreifingu og birtingu slíkra ljós- mynda, ennfremur við því að einkasamtöl manna séu hljóðrituð og að miðlað sé upplýs- ingum um hvers kyns einkamálefni fólks þeg- ar ekki nýtur við sam- þykki hlutaðeigandi. Þá hafa Norðmenn bein- línis bannað myndbirt- ingar í fjölmiðlum af handteknu fólki sem borið er sökum um refsiverðan verknað svo dæmi sé tekið. Ísland er, hins veg- ar, eins og villta vestr- ið, þar sem óprúttnir friðarbrjótar komast upp með í nafni blaða- mennsku að fót- umtroða réttindi manna til friðhelgi einkalífs. Viðurlög við þeim réttarröskunum sem þó njóta laga- verndar eru næsta lítilfjörleg og síst til þess fallin að hafa varn- aðaráhrif á friðarbrjótana. Í brotatilvikum er einatt erfitt að sýna fram á fjárhagslegt tjón fólks sem lendir í mulningsvél friðarbrjótanna og miskabætur, það er bætur fyrir tilfinningatjón og persónulega röskun, sem dóm- stólar hafa hingað til fellt á frið- arbrjótana eru hlægilega lágar, yf- irleitt tugþúsundir króna eða par hundruð þúsunda og ekki þarf að hafa mörg orð um það hversu lítt slíkar fjárhæðir eru fallnar til að varna því að friðarbrjótarnir haldi uppteknum hætti. Þá hafa refs- ingar numið óverulegum sektum. Slíkar fjárhæðir skipta engu máli fyrir friðarbrjótana. Þegar þeir vega saman, annars vegar, fjár- hagslegan ávinning af því að reka friðarbrotafjölmiðil og hins vegar, refsi- og fjárhagslegar afleiðingar af slíkum atvinnurekstri þá er þeim auðvitað ljóst að brota- starfsemi af þessu tagi borgar sig vegna þess hversu litlar fébætur er hægt að sækja til þeirra. Löggjafinn þarf að grípa hér inn í og setja sanngjarnar nútíma- legar leikreglur sem samræma réttindi fjölmiðla til þess að miðla fregnum af fólki og rétt fólks til þess að njóta friðar um sín einka- málefni. Vissulega er ábyrgð hjá neyt- endum og hjá eigendum fjöl- miðlanna, eins og á hefur verið bent. En ábyrgðin er ekki síður hjá löggjafarvaldinu. Þótt siða- reglur blaðamanna séu til staðar þá megna þær ekki að hefta fram- gang lágkúrulegrar blaðamennsku eins og dæmin sanna og því fyrr sem löggjafinn lætur sig þetta mál varða því fyrr kemst hér á ástand sem tryggir eðlilegt jafnvægi milli frjálsra fjölmiðla og einstaklings- frelsis. Er vonandi að alþing- ismenn láti sig málið varða á kom- andi þingi. Ábyrgðin er líka löggjafans Hróbjartur Jónatansson fjallar um ritstjórnarstefnu DV og ís- lenska löggjöf um friðarbrot Hróbjartur Jónatansson ’Ísland er, hinsvegar, eins og villta vestrið, þar sem óprúttnir frið- arbrjótar kom- ast upp með í nafni blaða- mennsku að fót- umtroða rétt- indi manna til friðhelgi einka- lífs.‘ Höfundur er hæstaréttar- lögmaður. ÉG GET ekki orða bundist vegna frétta um forsíðufréttir DV. Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær einhver svipti sig lífi vegna forsíðufrétta DV. Svo virðist sem við séum komin með þrjá dóm- stóla í landinu. Héraðsdóm þar sem hinum ákærðu er skipaður verjandi af hálfu ríkisins hafi þeir ekki efni á að ráða sinn eigin verjanda, Hæsta- rétt þar sem menn eiga einnig rétt á verjanda. Sakborningur er álitinn saklaus þar til dæmt hefur verið um sekt eða sýknu hins ákærða. Öðru máli gegnir um DV-dómstólinn. Hinn grunaði er sviptur mannorði af sjálfskipuðum saksóknurum DV á forsíðu í fyrstu málsmeðferð. Þetta gengur svo langt að ritstjórar og blaðamenn DV styðjast við aðrar siðareglur en Blaðamannafélag Ís- lands eins og ritstjórar DV hafa lýst yfir. Nefnilega sannleikann. Þeir eru með öðrum orðum að selja okkur þá hugmynd að þeir viti ætíð allan sannleikann betur en aðrir og séu þar með æðri öðrum dómstólum og öðrum þegnum þessa lands og í raun heimsbyggðarinnar allrar. Háheil- agir menn sem þiggja vald sitt frá … já, frá hverjum? Æðri máttar- völdum? Eða kannski Guði? Ef svo er þá er DV, ritstjórar þess og blaða- menn einskonar sértrúarsöfnuður. Ég játa það að ég er trúaður ein- staklingur og ósköp venjulegur þegn þessa lands. Og ég játa það líka fús- lega að ég einfaldlega er mennskur maður, ólíkt ritstjórum og blaða- mönnum DV og veit einfaldlega eng- an veginn ætíð hvað er satt og hvað er lygi eða rógburður (þó ég að sjálf- sögðu hafi mína dómgreind). Ef ég væri einhverskonar æðri vera á borð við Jesú Krist eða eitthvað álíka þannig að ég vissi ætíð hvað væri satt eða ekki satt, rétt eða rangt, rógburður eða sannleikur þá myndi ég að sjálfsögðu bjóða dómstólum þessa heims ásamt valdhöfum, lög- regluyfirvöldum, leyniþjónustum og hreinlega öllum jarðarbúum aðstoð mína. Með þessu gerði ég sjálfan mig mjög líklega að fífli og yrði hugsanlega vistaður á einhverju notalegu geðsjúkrahúsi. Því miður hafa ritstjórar DV ekki einungis gert sig að fífli heldur hafa þeir vald- ið fjölda fólks stórskaða og eru eng- an veginn færir um að axla þá ábyrgð sem fylgir gerðum þeirra enda hafa þeir lýst yfir í fjölmiðlum að þeir hafi engan áhuga á að gera það. Ég vil hvetja alla þá sem eru áskrifendur af DV að segja sig úr söfnuðinum og segja upp áskriftinni. Ég vil einnig hvetja þjóðina almennt til að kaupa ekki DV og lesa það ekki heldur. Ég vil líka hvetja þá auglýs- endur sem vilja vera heiðarlegir gagnvart samvisku sinni að auglýsa ekki í DV, nema þeir vilji höfða til þeirra sem hafa gaman af mannorðs- morðum, rógburði og óstaðfestum kjaftasögum, að velja sér aðra miðla til að auglýsa í. Það er nóg af þeim. Ég vil taka það fram að ég á ekki eignarhlut í neinum fjölmiðli, vinn ekki við fjölmiðlun og tengist engum fjölmiðli frekar en öðrum. JÓN GUÐMUNDSSON, Miklubraut 13, Reykjavík. DV-dómstóllinn Frá Jóni Guðmundssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.