Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gestur IngviKristinsson fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 21. ágúst 1935. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ísa- firði að kvöldi fimmtudagsins 5. janúar síðastliðins. Foreldrar hans voru Jóna Jónsdóttir, f. á Dynjanda í Auðkúlu- hreppi, 3.6. 1905, d. 1974, og Kristinn Erlendsson, f. á Bakka í Brekkudal í Dýrafirði, 9.2. 1901, d. 1944. Eftirlifandi bróðir hans er Gísli Erlingur Kristinsson skipstjóri, f. 26.1. 1938. Hinn 21. ágúst 1954 hóf Gestur búskap með Sólveigu Huldu Krist- jánsdóttur, f. á Suðureyri við Súg- andafjörð, 14.7. 1937. Foreldrar hennar voru Sveinbjörg Elín Júl- íusdóttir og Kristján Guðmunds- son. Börn þeirra Gests og Sólveig- ar eru: 1) Þuríður Kristín, f. 6.7. 1953. Maki Páll Ólafsson, f. 1953. mannsson, f. 1980 og Arnar Frið- rik, f. 1989. 5) Jón Arnar, f. 26.4. 1968. Börn hans og Hildar Eiðs- dóttur eu Kristín Ósk, f. 1988, Arn- dís Dögg, f. 1990, og Laufey Hulda, f. 1996. 6) Sveinbjörn Yngvi, f. 12.8. 1971. Gestur ólst upp á Þingeyri við Dýrafjörð og bjó þar til 18 ára ald- urs. Hann lauk landsprófi frá Núpsskóla 1951, mótornámskeiði Fiskifélags Íslands á Ísafirði 1953 og fiskimannaprófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1971. Hann var farsæll skipstjóri frá 1959–1974 en þá fór hann að vinna í landi sem starfsmaður Rarik og síðar arftaka þess, Orkubús Vest- fjarða, frá árinu 1975 til 2005. Gest- ur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í samfélaginu, sat í stjórnum ým- issa félaga og var meðal annars hreppstjóri Suðureyrarhrepps og sat í sveitarstjórn um árabil. Hann var formaður stjórnar Sparisjóðs Súgfirðinga frá 1986 til 1994 og eftir sameiningu sjóðsins við Spari- sjóð Bolungarvíkur var hann vara- formaður stjórnar frá 1994 til 2003. Gestur gegndi stöðu for- manns stjórnar Sparisjóðsins frá 2003 til 2005 er hann lét af störfum. Gestur verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Börn þeirra eru Hulda, f. 1974, sam- býlismaður Eggert Eggertsson, f. 1972, Gestur, f. 1975, sam- býliskona Sonja Steinsson Þórsdóttir, f. 1976, og Þóra Krist- ín, f. 1988. 2) Kristinn, f. 2.4. 1955. Sambýlis- kona Jóhanna Sigur- björg Vilhjálmsdótt- ir, f. 1964. Börn Kristins og Sólveigar Pálsdóttur eru Páll Eiríkur, f. 1983, sam- býliskona Brynja Björnsdóttir, f. 1982, Gestur Yngvi, f. 1986, Anna Margrét, f. 1990, og Guðríður Dröfn, f. 1994. 3) Óðinn, f. 15.6. 1959. Maki Pálína Pálsdóttir, f. 1959. Börn þeirra eru Tinna, f. 1982, maki Skafti Elíasson, f. 1974, sonur þeirra Óðinn Freyr, f. 2002, Tara, f. 1987, og Vera, f. 1994. 4) Gunnhildur, f. 8.7. 1961. Maki Al- bert Marsellíus Högnason, f. 1960. Börn þeirra eru Sif Huld, f. 1985, sambýlismaður Hákon Her- Uppskerutími Og ég sá, og sjá: Hvítt ský, og einhvern sá ég sitja á skýinu, líkan mannssyni. Hann hafði gullkórónu á höfðinu og í hendi sér bitra sigð. Og annar engill kom út úr musterinu. Hann kallaði hárri röddu til þess sem á skýinu sat: „Ber þú út sigð þína og sker upp, því að komin er stundin til að uppskera, sáðland jarðarinnar er fullþroskað.“ Og sá, sem á skýinu sat, brá sigð sinni á jörðina og upp var skorið á jörðinni. (Opinberunarbókin, 14:14-16.) Ég þakka þér, elsku pabbi, fyrir þann heiður að hafa fengið að vera sonur þinn. Núna þegar þú ert farinn þá streyma fram í huga minn minn- ingar um þær yndislegu stundir sem við áttum saman. Alltaf varst þú til staðar þegar ég þurfti á því að halda, þú hafðir alltaf tíma til þess að tala við mig, sama hvernig aðstæðurnar voru. Alltaf átti ég öruggt skjól á Hlíðar- veginum hjá þér og mömmu og marg- ar ánægjustundirnar áttum við þar. Þú umvafðir allt þitt fólk ótrúlegri hlýju og kærleika og allir heilluðust af kröftugri nærveru þinni. Alveg fram í endinn stóðst þú þína vakt og gott betur en það með hjálp stórkostlegr- ar eiginkonu. Það er satt sem er sagt að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég kveð þig með sorg í hjarta og þakka þér fyrir öll árin sem ég fékk að eiga með þér. Eitt hefur þú kennt mér öðru fremur en það er að njóta andartaksins og lifa í núinu og er það dýrmætasta gjöfin sem þú hef- ur gefið mér. Eilífðin er alltaf núna, andartakið krafti fyllt. Hvíli hér mitt höfuð lúna, hugsanahafið orðið stillt. Sveinbjörn Yngvi Gestsson. Elsku besti afi, þú kvaddir þennan heim eftir langa og hetjulega baráttu, okkur langaði að skrifa til þín nokkur orð í þakklætisskyni fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Þú hefur ávallt verið kletturinn okkar, svo hlýr og góður og yndislegur, og alltaf verið til staðar fyrir okkur þegar við höfum þurft á hjálp þinni að halda, sama hvort það var að aðstoða okkur við heimalærdóminn, skutla okkur í skól- ann eða bara vera afinn okkar. Það yndislegasta í heimi var að koma í heimsókn á Hlíðarveginn til ykkar ömmu og það var alltaf svo mikil ást og hlýja í loftinu, oftast sast þú og last blaðið með kaffibollann sem bannað var að vaska upp og drakkst kaffið þitt og hlustaðir á litla útvarpið þitt, og oftast var amma að vaska upp og þegar maður gekk inn þá brostir þú út að eyrum og gekkst á móti okkur, kysstir okkur og straukst okkur um vangann, við sáum alltaf gleðina í augunum þínum því barnabörnin þín voru þér svo mikið. Ótal minningar koma upp í hugann og ekki er hægt að skrifa um þær allar, t.d. varst þú bú- inn að endurskíra okkur systurnar: Tinnfríður Fjóla, Vera Villirós og Tara Túlípani. Það gat enginn í heiminum skorið epli eins vel og þú með vasahnífnum sem þú notaðir í allt. Alltaf varst þú tilbúinn að taka okkur með þér í vinn- una, en manstu elsku afi, þegar þú leyfðir okkur alltaf að vera á pallinum á bílnum og gast aldrei sagt nei við okkur þó svo að amma yrði alveg brjáluð yfir því? En enginn mun kom- ast með tærnar þar sem þú hafðir hælana í ljóðagerð, við eigum safn af ljóðum sem þú ortir við hin ýmsu tækifæri og þau hjálpa okkur að muna eftir því hvernig þú hugsaðir til okkar. Við erum svo glaðar, elsku afi, vegna þess að við náðum allar að fá að kveðja þig og áttum hver í sínu lagi fallega stund með þér og rifjuðum upp frá æsku okkar og fengum jafn- framt að segja þér hvað við elskuðum þig mikið en þessi stund mun alltaf geymast í hjarta okkar. Elsku fallegi og góði afi, við sökn- um þín og elskum þig, og við lofum að hugsa vel um ömmu fyrir þig. Tinna, Tara og Vera. Þú ert látinn eftir langa baráttu og þó að þú að uppruna værir Þingeyr- ingur, varðir þú þínum bestu fimmtíu árum á Suðureyri. Þú kvæntist hing- að og eignaðist þína „Sollu“ og börnin fæddust hér. Þú varst einhver mesti skipstjóri sem Suðureyri hefur átt og þó að ég væri aldrei með þér til sjós, kynntist ég þér sem mesta dreng- lundarmanni sem hægt væri að hugsa sér. Allir þekktu bara einlægni og tak- markalausa tryggð þína til þinna. Þú varst einlægur félagi og kvöld eftir kvöld skiptumst við á vísum og kvæð- um. Ég var vinur allrar þinnar fjöl- skyldu og þótti vænna um þig en marga óskylda menn. Þú varst hreppstjóri, bankaráðs- maður, sveitarstjórnarmaður og skip- stjóri, en síðast en ekki síst Orkubús- starfsmaður og fjölskyldumaður með afbrigðum og þú varst vinur. Svo góð- ur vinur. Svo kveð ég þig um sinn og bið Guð að blessa þig og alla þína nánustu. Það er söknuður í hjarta, en góður maður hefur kvatt. Vertu sæll og takk fyrir allt og inni- lega samúð til þeirra sem sakna. Kveðja frá Suðureyri, með þökk fyrir allt. Ævar Harðarson, Suðureyri. Nú í lok jólahátíðarinnar barst okk- ur sú fregn að samstarfsmaður okkar til áratuga, Gestur Kristinsson, hafði látist að kvöldi 5. janúar. Hversu grimm þykja okkur örlögin oft vera, svo miskunnarlaus og magnþrota stöndum við. Gestur Kristinsson kom til starfa í landi hjá Rarik 1975 sem umsjónarmaður rafmagnsmála á Suðureyri. Fram að þeim tíma stund- aði hann sjómennskuna af krafti og aflaði sér skipstjórnarréttinda ásamt vélstjóraréttindum. Gestur var far- sæll skipstjóri og aflaði vel. 1978 var Orkubú Vestfjarða stofnað og gerðist Gestur þá starfsmaður Orkubúsins og frá þeim tíma höfum við verið sam- starfsmenn. 1993 keypti Orkubú Vestfjarða hitaveitu Suðureyrar og jókst þá umfangið og starfið hjá Gesti er hann tók við umsjón við rekstri hennar. Fram að 1996 er göng voru boruð á milli Suðureyrar og Flateyr- ar voru þessir staðir oft einangraðir í vegasambandi, því um háa fjallvegi var að fara. Í vondum veðrum og í raf- magnsleysi reyndi því mikið á um- sjónarmanninn Gest að sjá um raf- magnskeyrslu og leysa úr margvíslegum vandamálum er upp gætu komið og var því vinnudagar of langir. Glaðværðin og lífsgleðin sem skein frá honum við okkur hér hjá Orkubúi Vestfjarða og ég held við alla er áttu samleið með honum, gerði það að verkum, að öllum leið vel í návist hans. Hetja hversdagslífsins var hann víst, svo sem þeir hafa verið nefndir, sem sinntu lífsstarfi sínu af alúð og elju og lögðu alltaf allt af mörkum til léttis og lífsyndis. Leiftrandi kátur og lífsglaður var hann í allri sinni atorku og óþreytandi sinnti hann hverju því verki sem að höndum bar. Í litlu sam- félagi er nálægðin við íbúana mikil og samskipti umsjónarmanns í raf- magns- og hitaveitumálum við íbú- anna eru mikil. Lesa af mælum og hafa lausn á hinum mörgu spurning- um er íbúarnir spyrja. Þetta starf leysti hann vel af hendi, bæði var það, að hjá honum fór saman hógværð og glaðværð og öll þau störf sem hann sinnti, leysti hann á vandvirkan og fullkominn hátt. Vegna mannkosta sína þá hlóðust á hann margvísleg trúnaðarstörf, sat í hreppsnefnd Suð- ureyrar, í stjórn Sparisjóðs Suður- eyrar, fulltrúi Suðureyrar á aðalfund- um Orkubús Vestfjarða. Gestur var hagmæltur vel og setti saman vísur um starfsmenn og um fyrirtækið á skemmtilegan hátt við hinar ýmsar uppákomur og á hátíðarstundum. Eftir áratuga samstarf er margs að minnast og margt að þakka, við vilj- um þakka fyrir samstarfið og við munum minnast hans með kæru þakklæti. Suðureyri var heimabyggð hans allt æviskeiðið, einlægur og sannur var hann í elsku sinni til Suð- ureyrar og vildi veg hennar og Súg- firðinga sem mestan og bestan. Gest- ur varð 70 ára í lok ágúst á síðasta ári og helt þá mikla afmælisveislu, og lét þá hann af störfum hjá Orkubúi Vest- fjarða. Í byrjun árs 2005 greindist Gestur með krabbamein og barðist hann hetjulega allt til hins síðasta. Solla mín, ég og Olla sendum þér og börnum þínum og öðrum ástvinum einlægustu samúðarkveðjur. Svo allt- of skjótt hefur sól brugðið sumri og söknuður tregans hefur gripið huga margra. Lífssaga Gests Kristinsson- ar var dárík saga dugnaðar og sam- viskusemi. Þökkum fyrir allt og allt, blessuð sé hans mæta minning. Kristján og Ólöf. GESTUR INGVI KRISTINSSON  Fleiri minningargreinar um Gest Ingva Kristinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Þuríður Kristín; Eðvarð Sturluson; Ásgeir Sólbergs- son; Kristján Haraldsson. Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, DAVÍÐS STEFÁNSSONAR bónda á Fossum í Landbroti. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A7 á Landspítala Fossvogi. Guð blessi ykkur öll. Karítas Pétursdóttir. Pétur Davíðsson, Þórdís Marta Böðvarsdóttir, Ólafía Davíðsdóttir, Páll Helgason, Hörður Davíðsson, Salóme Ragnarsdóttir, Agnar Davíðsson, Ragnhildur Andrésdóttir, Steinar Davíðsson, Berglind Magnúsdóttir, Guðni Davíðsson, Brit Johnsen, María Davíðsdóttir, Björgúlfur Þorsteinsson, Sólveig Davíðsdóttir, Kristján Böðvarsson og afabörn. Sendum innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, INGIMUNDAR ÓLAFSSONAR kennara, Langholtsvegi 151. Ingibjörg Guðlaugsdóttir, Böðvar Ingi Ingimundarson, Halldóra Þórdís Guðmundsdóttir, Ólafur Örn Ingimundarson, Guðrún Þorsteinsdóttir, barnabörn og langafabörn. Innilegar þakkir færum við öllum fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar systur okk- ar, mágkonu, frænku og vinkonu, KRISTGERÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Skagabraut 25, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á A-deild Sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun, sem og öllum öðrum sem að umönnuninni komu á einhvern hátt. Geir Þórðarson, Valdimar Þórðarson, Helga Jóhannesdóttir og fjölskyldur, Pálina St. Pálsdóttir og fjölskylda. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ALBERT ÞORVALDSSON frá Hrísey, andaðist þriðjudaginn 3. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Ingveldur Gunnarsdóttir, Sigurður M. Albertsson, Hildur Gísladóttir, Emil Albertsson, Jóhanna S. Gunnarsdóttir, og barnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og bróður, SR. ÓLAFS ODDS JÓNSSONAR sóknarprests í Keflavík. Sérstakar þakkir færum við sóknarnefnd og starfs- fólki Keflavíkurkirkju ásamt starfsfólki Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja. Guð blessi ykkur og varðveiti. Birgir Örn Ólafsson, Helga Ragnarsdóttir, Ólafur Ragnar Ólafsson, Kristinn Jón Ólafsson, Bergþóra Hallbjörnsdóttir, barnabörn og systur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.