Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 53 her varð skákmeistari Bandaríkjanna árið 1957 og stórmeistari ári síðar, þá 15 ára og sex mánaða. Þetta met Fisc- hers var ekki slegið fyrr en ung- verska skákdrottningin Judit Polgar lét að sér kveða og varð stórmeistari 15 ára og 5 mánaða árið 1991. Síðan þá hefur met hennar verið margoft slegið en ólíklegt er að met Sergeys Karjakins verði bætt í bráð en hann var 12 ára og sjö mánaða þegar hann varð stór- meistari árið 2002. Næstur á eftir honum er Magnus Carlsen en hann var 13 ára og 4 mánaða þegar hann náði stór- meistaratigninni. Þessi saga er hér rak- in þar sem á heimasíðu ChessBase, www.chess- base.com, er að finna grein um undrabörn í skák eftir höfund skák- forritsins Fritz, Frederic Friedel, en tilefni þess að hún var rituð var sá árangur Indverj- ans Parimarjan Negi að ná áfanga að stórmeistaratitli á nýafstöðnu alþjóð- legu móti í Hastings í Englandi. Negi þessi er 12 ára og hefur náð fimm áföngum að alþjóðlegum meistara- titli. Í Hastings lék hann nokkra stór- meistara grátt og þar á meðal heima- manninn Mark Hebden. Hvítt: Parimarjan Negi (2.352) Svart: Mark Hebden (2.514) 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 O-O 8. d4 d6 9. c3 Bg4 10. d5 Ra5 11. Bc2 Dc8 12. Rbd2 c6 13. b4 Rb7 14. dxc6 Dxc6 15. Bb2 Rd7?! Það virðist vera skynsamlegra að koma riddaranum á b7 strax í spilið með því að leika 15. ...Rd8 og svo næst BÖRN hafa mörg hver undraverða hæfileika; sum eru fljót að reikna, önnur að spila á píanó og enn önnur eru hæfileikarík í íþróttum. Um flest svið gildir sú regla að undrabörn standa ekki algjörlega jafnfætis þeim sem lengri reynslu hafa á því sviði sem þau skara fram úr í. Hæfileikaríkur knattspyrnumaður sem er 13 ára getur vart ver- ið jafngóður og þraut- þjálfaður atvinnumaður á þrítugsaldri enda er ólíklegt að sá yngri hefði líkamlega burði til þess. Fáheyrt er að undra- börn komi fram í bridge eða öðrum spilum sem krefjast aðallega sam- vinnu og andlegrar færni. Skák er hinsvegar einstaklingsíþrótt sem börn eiga auðvelt með að tileinka sér og ná ótrúlega mikilli færni í. Um þessar mundir koma undrabörn í skák fram á sjónarsviðið í stríðum straumi. Sjaldan hefur magnið af þeim verið jafnmikið í dag en þetta fyrirbæri á sér þó langa sögu. Bandaríski snillingurinn Paul Morphy var 13 ára þegar hann tefldi einvígi við einn sterkasta skákmann heims, Johann Löwenthal, árið 1850. Sá stutti vann einvígið og það sama gerði kúbverska undrabarnið José Raoul Capablanca sem þá 13 ára að aldri lagði landa sinn og þáverandi kúbverska meistarann, Corzo, í ein- vígi árið 1901. Capablanca lærði að tefla fjögurra ára og varð heims- meistari í skák árið 1921. Bobby Fisc- Rd8-e6. Nokkrar skákir hafa teflst þannig án þess að svartur hafi borið skarðan hlut frá borði. 16. Bb3! Rökréttur leikur sem undirbýr c3- c4 og einnig Rd2-f1-e3. 16. ... Bxf3 Einnig hefði komið til álita að leika 16...Rb6 og 16. ...Be6. 17. Dxf3 Bg5 18. Rf1 Rb6 19. Dg4 Bf4 20. g3 Bh6 21. Bc1!? Athyglisverður leikur sem miðar að því að koma riddaranum fyrir á e3 án þess að svartur geti skipt á honum og biskupi sínum. 21. ...Dc8 22. Df3 Bxc1 23. Haxc1 Ha7 24. Re3 Rd8 25. Hed1 Hd7 26. Dg4 Rc6 Hvítum hefur tekist að ná umtals- verðum stöðuyfirburðum og nú lætur hann til skarar skríða á drottningar- væng. 27. c4! bxc4 Svarti riddarann hefði lenti í óleys- anlegum vanda eftir 27. ...Rxb4 28. cxb5 Hc7 29. Hxc7 Dxc7 30. a3. Eftir textaleikinn lendir riddarinn einnig í vanda vegna leppana hvíts. 28. Rxc4 Rxc4 29. Hxc4 h5 Ill nauðsyn þar sem eftir 29. ...Db7 30. Ba4 Hc8 31. Hdc1 Hdc7 32. Bxc6 Hxc6 33. Dxc8! tapar svartur. 30. Dxh5 Db7 31. Ba4 Hc7 32. Hxd6 Rxb4 33. Hxc7 Dxc7 34. Hd7! Dc1+ 35. Kg2 Dc4 36. Bb3! Samhæfing hvítu mannanna er nú orðin of góð til þess að svartur geti varist mátsókn hans. 36. ...Dxe4+ 37. f3 Dh7 Þessi leikur leyfir falleg tafllok en taflið hefði einnig verið tapað eftir 37. ...De2+ 38. Kh3 Df1+ 39. Kh4. 38. Dxf7+! og svartur gafst upp þar sem hann verður mát eftir 38. ... Hxf7 39. Hd8#. Skeljungsmótið Þegar tveim umferðum er lokið á Skeljungsmóti Taflfélags Reykjavík- ur hafa tólf skákmenn fullt hús vinn- inga og þar á meðal alþjóðlegu meist- ararnir Stefán Kristjánsson, Jón Viktor Gunnarsson, Bragi Þorfinsson og Sævar Bjarnason. Alls taka 58 skákmenn þátt í mótinu en það er haldið í húsakynnum félagsins í Faxa- feni 12. Tefldar verða níu umferðir og lýkur því 27. janúar næstkomandi. Corus ofurskákmóti Eftir glæstan sigur á heimsmeist- aramóti FIDE sl. haust mun Veselin Topalov taka í fyrsta skipti þátt í sterku skákmóti í Wijk aan Zee í Hol- landi. Þetta frábæra skákmót hefst laugardaginn 14. janúar og hægt verður að fylgjast með sterkustu skákmönnum heims etja kappi saman í beinni útsending á Netinu. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu mótshaldara, www.corusc- hess.com. SKÁK Sergey Karjakin varð yngsti stórmeistari sögunnar, 12 ára og 7 mánaða gamall. Undrabarnið Capablanca (4 ára) teflir hér við föður sinn árið 1892. Undrabörn í skák og saga þeirra HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is UMSÓKNIR um þátttöku í lokuðu útboði um smíði á nýju varðskipi fyrir Landhelgisgæsluna hafa verið opnað- ar hjá Ríkiskaupum. Alls sóttu 15 fyr- irtæki um þátttöku, öll erlend. Stefnt er að því að umsækjendur fái útboðs- gögn í febrúar og undirritaður samn- ingur liggi fyrir í byrjun sumars. Tilboðin sem bárust eru frá fyr- irtækjum frá Noregi, Kína, Spáni, Hollandi, Bretlandi, Póllandi, Frakk- landi, Þýskalandi, Ítalíu og Chile. Erlend fyrirtæki bjóða í varðskip Í TILEFNI af nýlegri opnun versl- unar og matstofu Maður lifandi, að Hæðarsmára 6 í Kópavogi, verður haldin þar hátíð í dag, laugardag, milli kl. 16 og 18. Kynntar verða ýmsar vörur, bók- in Endalaus orka verður kynnt og Kristbjörg Kristmundsdóttir býður upp á vöðvaprófun og blómadropa. Hátíðinni stjórnar Edda Björgvins- dóttir leikkona. Opnunarhátíð Maður lifandi FÉLAG framsóknarkvenna heldur fund með þátttakendum í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar að vori. Fundurinn verður haldinn í húsi Framsóknarflokksins, Hverfisgötu 33, þriðjudaginn 17. janúar nk., kl. 20.00. Frambjóðendur kynna sig og helstu stefnumál sín í borgarmálum á þrem til fjórum mínútum, en sitja síðan fyrir svörum við spurningum úr sal. Alls taka 11 aðilar þátt í próf- kjörinu, fimm konur og sex karlar. Þrír bjóða sig fram í fyrsta sæti og einn aðeins í annað sæti, annar í ann- að til þriðja, en flestir í annað til fjórða eða sjötta sæti. Prófkjörið er opið og verður haldið 28. janúar nk. Fundur vegna prófkjörs Fram- sóknarflokksins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.