Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 37
UMRÆÐAN
SÚ ÁKVÖRÐUN mín að bjóða
mig fram í 2. sæti á framboðslista
sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi
til bæjarstjórnar fyrir nk. kjör-
tímabil er ekki alveg ný af nálinni.
Ég hef um tíma íhugað framboð
vandlega og tók ákvörðun 12. des-
ember sl. að nú væri rétti tíminn til
að láta slag standa. Opinbera til-
kynningu birti ég svo í Morg-
unblaðinu 14. des. 2005.
Ákvörðunina tók ég fyrir sjálfan
mig studdur af fjölskyldu og vinum.
Ég er ekki í kosningabandalagi með
einum né neinum heldur geri þetta á
eigin forsendum sem ég tel heið-
arlegast og eðlilegast. Viðbrögðin
hafa verið ótrúleg og er ég afar
þakklátur og stoltur fyrir þau sterku
og jákvæðu viðbrögð sem ég hef
fengið. Þau sanna fyrir mér að
ákvörðun mín var rétt.
Af hverju býð ég mig fram?
Fyrst skal telja löngun mína til
þessara starfa, mér þykir vænt um
Seltjarnarnesið og vil hag þess og
bæjarbúa sem mestan. Ég tel að ég
hafi mikið fram að færa bæði í
reynslu, þekkingu og viðhorfi sem
getur nýst bæjarfélaginu á jákvæð-
an og uppbyggilegan hátt.
Ég hef nánast alla tíð starfað við
sölu og þjónustu með einum eða öðr-
um hætti. Í þeim störfum hef ég
ávallt fylgt þeim lögmálum að liðs-
andinn sé sterkur og maður þurfi að
hafa gaman af sínum viðfangsefnum
til að hámarksárangur náist.
Óánægja er aldrei vænleg til árang-
urs. Persónulega finnst mér ekki
vera nægjanleg liðsheild í núverandi
meirihluta og tel mig þar geta komið
inn með ferska vinda, tilbúinn að
vinna með öllum og mynda sterkt lið
sem nær sameiginlegum mark-
miðum.
Ég sat í æskulýðs- og íþróttaráði
sem aðalfulltrúi í hálft annað kjör-
tímabil á síðasta kjörtímabili. Ég tók
hins vegar þá meðvituðu ákvörðun
að gefa ekki kost á mér sem aðal-
fulltrúi á því kjörtímabili sem nú fer
að ljúka en bauð mig fram sem vara-
maður og hef haldið áfram að fylgj-
ast með æskulýðs- og íþróttaráði.
Nú háttar hins vegar þannig til að ég
er meir en tilbúinn til að koma inn í
þetta umhverfi og vil einhenda mér í
bæjarmálin af fullum krafti.
Mér hefur fundist vanta töluvert
upp á að hinn almenni borgari á
Nesinu skilji þær ákvarðanir sem
koma frá bæjarstjórn. Þar þarf að
vinna betur að kynningarmálum
ásamt því að vanda betur undirbún-
ing stærri ákvarðana sem geta ork-
að tvímælis og farið skakkt í fólk.
Nefni ég þar til dæmis undirbúning í
tengslum við fyrirhugaða heilsurækt
í íþróttamiðstöðinni.
Tilgangur
Það sem ég tel vera línuna í mín-
um málflutningi er að við sjálfstæð-
ismenn á Nesinu verðum að vinna
betur saman sem ein heild. Vissu-
lega hafa menn ólíkar skoðanir sem
ber að virða – en í liði eins og því liði
sem ég vil eiga aðild að er markviss
samvinna og sameiginleg ákvarð-
anataka liðsins lykilatriði. Það er
enginn einn einstaklingur stærri en
liðið sem hann er í og í lýðræðislegu
liði eru málefni krufin til mergjar.
Pólitík má aldrei valda heift eða erj-
um sem ná út fyrir liðið. Mín skoðun
er sú að pólitík og persónulegt líf
einstaklingsins geti alveg farið sam-
an en það markast þó af þroska
hvers og eins.
Ég held að prófkjör eins og er fyr-
irhugað hjá okkur á Nesinu eigi að
þjappa okkur sjálf-
stæðimönnum saman
fremur en hitt. Við
getum ekki sætt okk-
ur við neitt miðjumoð
– við erum í þessu til
að ná hámarks-
árangri fyrir bæj-
arbúa og halda áfram
að gera bæinn okkar
enn fjölskylduvænni
og betri.
Markmið
Markmið mitt með
framboði mínu er að sjálfsögðu að
láta gott af mér leiða, eins og allir
reyna. Ég vona svo sannarlega að ég
komist í liðið og mun vinna af heil-
indum, festu og sanngirni og ekki
síst mun ég vinna með bjartsýni að
leiðarljósi. Ég tel það vera skyldu
okkar sjálfstæðismanna
á Seltjarnarnesi að
mynda samhent og trú-
verðugt lið.
Mér finnst vanta tals-
vert upp á léttleikann
því oft á tíðum virðast
áhugaverð mál þurr og
óspennandi. Þarna mun
ég koma að málum og
reyna eftir megni að
gera hlutina meira að-
laðandi til þess að fá
fleiri til að láta sig málin
varða. Þeir sem mig
þekkja vita að ég hef óbilandi bjart
viðhorf til lífsins og er ævinlega létt-
ur í viðmóti. Það mun ég hiklaust
nota til að innleiða í bæjarmála-
pólitíkina því ég hef þá skoðun að
það vanti sem stendur.
Allt snýst þetta um sölu og þjón-
ustu og hvað bæjarfélagið getur gert
betur fyrir þegnana. Hlusta þarf á
mismunandi skoðanir bæjarbúa,
þarfagreina þar sem við á og taka
tillit til þeirra eins og hægt er.
Að mínu mati er mjög mikilvægt
að það sé bæði aðlaðandi að búa og
vinna á Seltjarnarnesi. Mitt mark-
mið er því að stuðla að því að laða
áfram til okkar hæfasta starfsfólkið í
vinnu hjá Seltjarnarnesbæ því það
skilar sér án efa í betri þjónustu til
handa bæjarbúum og alveg örugg-
lega ánægðari íbúum Seltjarn-
arness.
Liðsheild til
árangurs
Eftir Þór Sigurgeirsson
Þór Sigurgeirsson
’Ég tel það vera skylduokkar sjálfstæðismanna
á Seltjarnarnesi að
mynda samhent og trú-
verðugt lið.‘ Höfundur sækist eftir 2. sæti í
prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna á
Seltjarnarnesi.
Prófkjör Seltjarnarnes
TENGLAR
.............................................
www.thors.is
Fréttasíminn
904 1100