Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 68
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Jóhanna Thorsteinson – þinn liðsmaður 2. sætiðwww.johanna.is Framboð til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi 21.janúar 2006 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga BANASLYS varð á Sæbraut í Reykjavík í gærmorgun þegar strætisvagn og flutningabíll lentu í árekstri. Maðurinn sem lést var vagnstjóri hjá Strætó bs. og var með tóman vagn þegar slysið varð. Tveir aðrir bílar lentu í árekstr- inum en ekki urðu teljandi meiðsl á neinum í þeim. Tildrögin voru þau að strætis- vagninum var ekið norður Sæ- braut á hægri akrein við Súðarvog en fór einhverra hluta vegna utan í flutningabíl sem ók í sömu akst- ursstefnu á vinstri akrein. Við áreksturinn fór vagninn utan í snjóruðning meðfram hægri veg- kanti og hafnaði aftan á öðrum flutningabíl. Við höggið snerist flutningabíllinn á götunni og rakst við það utan í fjórða bílinn sem var jeppi. Vagnstjórinn mun ekki hafa kastast út úr vagninum við slysið, að sögn lögreglu. Slysið varð kl 9.22 og var fjöl- mennt lið lögreglu og sjúkraliðs kallað á vettvang auk rannsókn- arnefndar umferðarslysa. Vegna umfangs slyssins þurfti að grípa til víðtækra vettvangslokana og var Sæbraut lokað frá Súðarvogi að Kleppsmýrarvegi við Skeiðar- vog. Lokað var til kl. 14 á meðan unnið var á vettvangi. Þetta er annað alvarlega slysið sem strætisvagnstjóri verður fyrir á nokkrum mánuðum, en skemmst er að minnast árekstursins á mót- um Laugavegar og Suðurlands- brautar í byrjun september sl. þegar Björn Hafsteinsson vagn- stjóri missti báða fæturna í árekstri við vörubíl. Í yfirlýsingu frá starfsfólki og stjórn Strætó bs. vegna slyssins í gær kemur fram að bílstjórinn hafi verið að ferja vagninn að at- hafnasvæði Strætó bs. við Kirkju- sand. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram, að starfsfólk og stjórn fyr- irtækisins séu harmi slegin vegna slyssins. Hugur allra hjá Strætó sé hjá fjölskyldu mannsins og er aðstandendum hans vottuð sorg og samúð. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Morgunblaðið/Júlíus Mikill viðbúnaður var á Sæbrautinni þegar lögregla og sjúkralið var á vettvangi slyssins í gærmorgun. Gatan var lokuð í yfir fjóra tíma. Strætisvagnastjóri beið bana í umferðarslysi ÁSGEIR Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Strætó, segir allt enn óljóst um tildrög slyssins. „Við munum skoða alla þætti málsins eftir því sem tilefni gefst og eiga m.a. fundi með þeim sem sjá um mokstur og söltun á götum borgarinnar,“ segir Ásgeir. „Það er alltof snemmt að vera með ein- hverjar vangaveltur um hvaða þættir höfðu áhrif á aðdraganda slyssins.“ Óljóst um tildrög slyssins RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær frumvarp til nýrrar rammalöggjafar um háskóla. Með því er ætlunin að til verði heildstæður lagarammi um starfsemi háskóla sem taki mið af örri þróun á háskólastiginu hérlendis og erlendis undan- farin ár og á hann að ná til allra háskóla landsins óháð rekstrarformi þeirra. Þurfa að uppfylla skilyrði Háskólar sem sækjast eftir viðurkenningu menntamálaráðuneytisins á grundvelli frum- varpsins munu þurfa að laga starfsemi sína að fyrirmælum laganna og að þeim reglum og stjórnvaldsfyrirmælum sem sett verða í fram- haldinu innan tveggja ára frá gildistöku. Meðal helstu atriða frumvarpsins er að rammalög um háskóla munu varða jafnt alla há- skóla í landinu óháð rekstrarformi. Gert er ráð fyrir að háskólar sem starfi á grundvelli laganna afli sér viðurkenningar menntamálaráðuneytis- ins og til að svo megi verða þurfa þeir að upp- fylla ákveðin skilyrði sem tíunduð eru í lögun- um. Þá er frumvarpinu ætlað að tryggja áfram sveigjanleika í skipulagi háskóla og er gert ráð fyrir að þeir geti sjálfir ákveðið hvaða nám og prófgráður þeir bjóða innan þeirra fræðasviða sem viðurkenning þeirra nær til. Lögð er áhersla á gæðaeftirlit með háskólum og samræmingu prófgráða til að tryggja aukna möguleika til samstarfs háskóla hérlendis og er- lendis. Einnig er réttarstaða nemenda styrkt miðað við núgildandi lög þannig að háskólaráð geti að fenginni umsögn samtaka nemenda í við- komandi skóla sett reglur um réttindi og skyld- ur nemenda og um málskotsrétt þeirra innan háskóla. Næst hugað að sérlögum um ríkisháskóla Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra skipaði í maí 2005 nefnd til að endurskoða lög um háskóla. Var henni gert að taka mið af þróun sem orðið hefur síðustu ár á umhverfi háskólastarfs, kennslu og rannsókn- um hérlendis og í öðrum OECD-ríkjum. Skyldu tillögur nefndarinnar vera til þess fallnar að efla íslenskt menntakerfi og gæði háskólamenntun- ar hérlendis. Frumvarpið er afrakstur starfs nefndarinnar en hún mun næst huga að endur- skoðun gildandi sérlaga um ríkisháskólana sem heyra undir menntamálaráðherra. Frumvarp um nýja rammalöggjöf um háskóla kynnt í ríkisstjórn Nái til allra háskóla óháð rekstrarformi Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is HAFÞÓR Yngvason, sem tók við starfi for- stöðumanns Listasafns Reykjavíkur síðast- liðið haust, segir í viðtali sem birtist í Les- bók í dag að nauðsynlegt sé að ala upp nýja kynslóð reyndra sýningarstjóra til þess að takast á við myndlistarvettvanginn. Slíkt uppeldi álítur hann vera eitt hlutverk safn- anna. „Það verður að leyfa fólki að læra af reynslunni og ala það upp til þessara starfa. Að öðrum kosti munu listamenn ekki fá þau tækifæri sem þeir eiga að fá innan safn- anna; þ.e.a.s. njóta þess að fá að vinna í um- hverfi þar sem þeir fá listrænt aðhald, fjár- hagslegt svigrúm og raunverulega mögu- leika á því að sýna það besta sem þeim er mögulegt að skapa.“ Hann telur jafnframt mikilvægt að fá aukið fjármagn til lista í menningarstarf. „Ég sé ekki annað en að hér á Íslandi sé til það mikill auður, að það ætti að vera hægt að sækja fé út í atvinnulífið. [...] Allt frá því að ég byrjaði að vinna í listunum hef ég unn- ið við þann skilning að það þurfi að fjár- magna listina með einkaframtaki líka.“ Leitað hefur verið leiða til að breyta stöðu Listasafns Reykjavíkur gagnvart samfélaginu og mynda sterkari tengsl við atvinnulífið og þjóðfélagið sem heild, og hef- ur í þeim tilgangi verð stofnað safnráð sem nýverið var skipað í. Skipað í safnráð Listasafns Reykjavíkur Nægur auð- ur á Íslandi til að fjár- magna listir  Vill vera skrefinu á undan | Lesbók NÝ ritstjórnarstefna DV rúmast inn- an siðareglna Blaðamannafélags Ís- lands að sögn Björgvins Guðmunds- sonar, sem ásamt Páli Baldvini Baldvinssyni hefur tekið við ritstjórn DV eftir að Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason sögðu af sér sem rit- stjórar í gærmorgun. „Nýjum mönnum fylgja nýir siðir og við munum móta ritstjórnarstefnu eft- ir okkar áherslum,“ segir Björgvin. „Ég tel að sú ritstjórnarstefna muni rúmast innan siðareglna Blaðamanna- félags Íslands. Áherslurnar verða fjöl- breyttari, við munum leggja meiri áherslu á málefni sem tengjast stjórn- málum og viðskiptum auk þess að halda áfram að fjalla um dóms- og lög- reglumál.“ Björgvin segir ljóst að DV muni ganga lengra en Fréttablaðið og Morgunblaðið í nafna- og myndbirt- ingum í sakamálafréttum, en þó verði tekið tillit til þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið undanfarið. Í yfirlýsingu Jónasar og Mikaels segir að nauðsynlegt sé að skapa að nýju ró um DV og til að svo megi verða segi þeir upp störfum sínum sem rit- stjórar. Fjölbreyttari áherslur nýrra ritstjóra  Ritstjóraskipti | 4 og 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.