Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 13. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is ÚTSALA N†TT KORTATÍMABIL Strákarnir fá liðsauka Lesbók | Gunnar Gunnarsson og Aðventa  Kalli klikk Lifun | Leikræn lýsing  Syndsamleg hollusta Börn | Smásögur  Þrautir Íþróttir | Öruggt gegn Katar  Kæra Keflavík  Allt um enska boltann Morgunblaðið/Brynjar Gauti „Ekta íslensk fönn“ Þeir Arnar Freyr Thoroddsen og Daníel Freyr Albertsson voru ánægðir með að komast á bretti og vona að snjórinn, sem nú loksins er kominn í fjöllin, haldist. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti vill að fundin verði friðsamleg lausn á deilunni um kjarnorkuáætl- anir Írana, en írönsk stjórnvöld til- kynntu í vikunni að þau hygðust hefja kjarnorkurannsóknir á ný og gengur sú ákvörðun gegn samningum við Al- þjóðakjarnorkumálastofnunina. Bush sagði hins vegar í gær ljóst að heim- inum stæði mikil ógn af því ef Íran kæmi sér upp kjarnorkusprengju. Bush fundaði í gær með Angelu Merkel, nýjum kanslara Þýskalands, í Hvíta húsinu en Þjóðverjar, Bretar og Frakkar hafa haft forystu um við- ræður við Írana. Bush sagði að Bandaríkjamenn og Evrópumenn væru sammála um að „óviðunandi“ væri ef Íran tækist að smíða kjarn- orkuvopn og að „rökrétt“ væri að mál þeirra færu nú fyrir öryggisráð SÞ. Stjórnvöld í Íran fullyrða að kjarn- orkuáætlanir þeirra miði einungis að því að framleiða raforku. Ráðamenn á Vesturlöndum eru hins vegar sann- færðir um að Íranar stefni að gerð kjarnorkusprengju og í fyrradag mæltust utanríkisráðherrar Frakk- lands, Þýskalands og Bretlands til þess að máli þeirra yrði vísað til ör- yggisráðsins; en ráðið hefur þann kost að samþykkja viðskiptaþvingan- ir gagnvart Íran. Utanríkisráðherra Írans, Manouchehr Mottaki, brást hart við þessum tilmælum í gær og sagði að Íran myndi hætta öllu sam- starfi við Evrópumenn ef málið kæmi til kasta öryggisráðsins. „Rökrétt“ að öryggis- ráðið fjalli um Íransmál Reuters Nýr kafli í samskiptum VEL fór á með George W. Bush og Angelu Merkel í gær. Þetta er fyrsta heimsókn Merkel í Hvíta húsið síðan hún varð kanslari. Samskipti Ger- hards Schröders, forvera Merkel, og Bush þóttu stormasöm og bæði Mer- kel og Bush sögðu að nýr kafli væri nú hafinn í samskiptum þjóða þeirra. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is MIKIÐ var að gera á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í gær vegna hálkuslysa hjá börnum og fullorðnum. Dagurinn hófst með mjög þungri færð á götum borg- innar eftir næturlanga snjókomu. Um 30 árekstrar urðu í gær, að sögn lögreglu, og urðu minnihátt- ar slys á fólki að undanskildu al- varlegasta slysinu á Sæbraut þar sem strætisvagnastjóri lést í árekstri við vörubíl. Tugir manna leituðu á slysa- deild. Hafði fólk ýmist dottið og meitt sig mismikið. Sumir hlutu mar og tognanir en aðrir heila- hristing, vægan sem mikinn og jafnvel beinbrot. Talsvert var um að fólk hefði misst stjórn á bílum sínum og meitt sig í árekstrum, að sögn læknis á slysadeild. Lækn- arnir vara fólk við slysahættu samfara slæmri færð næstu daga. Svo heppilega vildi til í gær að slysadeildin var óvenjulega vel mönnuð læknum og gekk því vel að liðsinna fólki. Deildin verður hins vegar ekki eins vel mönnuð í dag, laugardag og gæti því orðið lengri bið en var í gær. Annríki vegna hálkumeiðsla Skíðasvæðið í Blá- fjöllum opið í dag GERT er ráð fyrir því að skíðasvæð- ið í Bláfjöllum verði opið í dag og næstu daga segir Grétar Þórisson, forstöðumaður skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu. Lyftur verða opnaðar kl. 10 og verða opnar til kl. 18. „Snjórinn er þurr og léttur; ekta íslensk fönn,“ sagði hann við Morg- unblaðið í gærkvöld. Hann gerir ráð fyrir að átta til tíu lyftur verði opn- ar í dag. Töluvert snjóaði í fjöllin í fyrrinótt en ekki þó nægilega til að opna megi skíðasvæðið í Skálafelli. Friðjón Axfjörð Árnason, verk- efnisstjóri skíðasvæðanna, segir að uppgræðsla á skíðasvæðunum, sem unnin var á vegum samtakanna Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs í tilteknum brekkum, hafi skilað góðum árangri. „Uppgræðslan hef- ur hjálpað mikið og meðal annars losað við grjótvandamálið sem hef- ur verið þegar það er þunnur snjór, en þá þurfum við að nota þunga- vélar til að ná honum úr brekk- unni,“ segir Friðjón. „Það er okkar draumur að geta klætt brekkurnar svona. Þetta dregur líka úr vatns- rennsli í vatnsveðrum, en það getur grafið upp brekkurnar. Þessi upp- græðsla gagnast skíðasvæðunum vel.“ Varsjá. AFP. | Pólsk nunna kom ný- verið upp um spilltan lögreglumann sem hafði boðist til að þegja yfir af- broti hennar gegn greiðslu en nunn- an hafði tvívegis lent í kasti við lögin. Saksóknarar greindu frá þessu í gær en gefin hefur verið út ákæra á hendur lögreglumanninum. Nunnan gerðist fyrst brotleg við lögin í mars 2004 en þá settist hún drukkin undir stýri á dráttarvél einni og ók henni á kyrrstæða bifreið fyrir utan nunnuklaustur Benedikt- ínareglunnar, sem hún tilheyrir. Nunnan braut síðan aftur af sér ári síðar þegar hún ók bifreið á ofsa- hraða og endaði úti í skurði. Nunnan vildi komast hjá því að seinna brot hennar spyrðist út og hét lögreglumaðurinn því að sjá til þess – gegn því að hún greiddi hon- um u.þ.b. 60.000 ísl. kr. Þegar hann hins vegar gerðist svo kræfur að krefja nunnuna um aðra eins greiðslu ákvað hún að tilkynna um framferði hans. Síbrotanunna klagar lögreglumann Lesbók, Lifun, Börn og Íþróttir Atli Þór Albertsson og Gunnar Sig- urðsson bætast í hópinn Menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.