Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hrúturinn þarf fyrst og fremst að
kljást við sjálfan sig í dag. Ef hann er
of strangur við sjálfan sig gerir hann
bara uppreisn og svo ekki neitt. Farðu
gætilega og hrósaðu sjálfum þér fyrir
minnsta framtak.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Ákefð nautsins opnar því dyr. Vertu
ágengur í leit að ást eða starfi. Engum
blandast hugur um það þegar nautið
tekur af skarið. Einhleypingar: Giftingu
ber á góma? En hræðilegt.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburinn kemur auga á álitlegt tæki-
færi og grípur það. Það skiptir ekki
máli hvort þú vinnur eða tapar. Sjálfs-
traust þitt veltur á því að þú treystir
sjálfum þér og hafir nægilega trú til
þess að taka af skarið.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Krabbinn er mælskastur þegar hann
skrifar niður það sem hann vill segja
áður en hann tekur til máls. Þó að það
þýði að hann þurfi að fresta fundi eða
stefnumóti til þess. Þú færð miða á vin-
sælustu sýningu í bænum í kvöld.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljóninu finnst það gera það sama aftur
og aftur í frítíma sínum. Munurinn á
ljóninu og vélmenni er sá að ljónið
bregst við umhverfi sínu. Nýttu þér
hvatana í umhverfinu eða frá vinum til
þess að breyta þessu.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Lífi þínu er stjórnað í meginatriðum af
einhverjum mjög áhrifamiklum – þér.
Það gleymist kannski á degi sem þess-
um, þegar ástvinirnir virðast ráða ferð-
inni. Líttu í spegil og minntu þig á það.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það er bara mannlegt að einblína á
galla annarra til þess að upphefja sjálf-
an sig, en þú getur reynt að streitast á
móti. Gerðu hið gagnstæða. Leitaðu að
fegurðinni og sjáðu hana í þér í leiðinni.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdrekinn kemur ástvinum sínum á
óvart eina ferðina enn með því að
bregða út af vananum. Hann er álitinn
stuðboltinn í hópnum. Það felur í sér
félagslegar skyldur og fullt af símtölum
sem þarf að svara.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þarfir bogmannsins eru uppfylltar en
fólkið í kringum hann virðist þjást af
krónískri óhamingju. Ekki leyfa nein-
um að draga þig niður. Það þarf of-
urmátt til að halda friðinn undir þannig
kringumstæðum, en þú getur það vel.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Enn ein umbreytingin á sér stað og
steingeitin veltir því fyrir sér hvort
henni lánist nokkru sinni að komast í
gírinn. Millibilsástand er ástand líka og
þarfnast aðlögunar. Slakaðu á og njóttu
óvissunnar.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Haft er á orði að góðmennin lendi
ávallt í síðasta sæti, en vatnsberinn
gerir sér það að góðu. Hann kemur síð-
astur í mark, skælbrosandi, undir
hvatningarorðum allra þeirra sem
standa á hliðarlínunni og hvetja hann
áfram.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Gerðir fisksins eru knúnar áfram af
rausnarskap og þeirri vissu að fólk
þarfnist hjálpar hans. Þú spáir ekkert í
það hvort fólk kunni að meta þig, sem
er ástæða þess hversu vel liðinn þú ert.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Tungl er á leið úr krabba
yfir í ljón og býr til dálítið
drama í leiðinni. Búast
má við óvæntum ástríðum í annars dauf-
legri atburðarás. En er það raunveru-
leiki eða blekking? Spurningin er, skiptir
það einhverju máli? Njóttu flugeldanna
eins og þeir eru, sprengingar með fallegu
mynstri sem hverfa fljótt.
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 flík, 4 vita, 7
niðurgangurinn, 8 mál-
reif, 9 blett, 11 bátur, 13
fjarski, 14 slátra, 15 hníf-
ur, 17 mæla, 20 þjóta, 22
krúnan, 23 líffærið, 24
framleiðsluvara, 25
ávinningur.
Lóðrétt | 1 kalviður, 2
land, 3 brún, 4 maður, 5
afkomandi, 6 hitt, 10 kýli,
12 flýtir, 13 ílát, 15 yrkja,
16 steins, 18 dáð, 19
hagnaður, 20 háttalagið,
21 ilma.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 þvengmjór, 8 vírum, 9 nemur, 10 ann, 11 skarn,
13 aurar, 15 magns, 18 safna, 21 vik, 22 rýrna, 23 afræð,
24 þarflaust.
Lóðrétt: 2 verða, 3 náman, 4 munna, 5 ósmár, 6 kvos, 7
hrár, 12 Rán, 14 una, 15 mæra, 16 garga, 17 svarf, 18
skata, 19 fargs, 20 auða.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Tónlist
Stúdentakjallarinn | Hljómsveitin Apparat
Organ Quartet spilar fyrir gesti. Húsið opn-
að kl. 22 og miðaverð er 1.000 krónur. Einn-
ig má nálgast miða í forsölu á 700 krónur
en hún hefst miðvikudaginn 11. janúar í
Stúdentakjallaranum.
Salurinn | Nýárstónleikar í Tíbrá kl. 16. End-
urteknir kl. 20. Diddú og Salonhljómsveit
Sigurðar Ingva Snorrasonar.
Myndlist
Artótek, Grófarhúsi | Valgerður Hauks-
dóttir myndlistarmaður til 19. febrúar. Sjá:
www.artotek.is
Aurum | Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir
vöruhönnuður sýnir handgerðar fígúrur.
www.fridayfans.com. Opið mánud.–föstud.
10–18 og lau. 11–16.
Café Karólína | Aðalsteinn Svanur sýnir
bleksprautuprentaðar ljósmyndir á segldúk
til 3. febr. www.simnet.is/adalsteinn.svanur
Gallerí + Akureyri | Ingileif og Áslaug
Thorlacius til 22. jan. Opið um helgar kl. 14–
17.
Gallerí Sævars Karls | Byggir brú milli nátt-
úru og borgar – Helgi Már Kristinsson sýnir
abstrakt málverk. Til 26. jan.
GUK+ | Hartmut Stockter til 16. jan.
Hafnarborg | Kári Sveinsson frá Færeyjum
og Pétur Bjarnason myndhöggvari. Til 30.
jan.
Hallgrímskirkja | Kristín Gunnlaugsdóttir
og Margrét Jónsdóttir til febrúarloka.
Hrafnista, Hafnarfirði | Ellen Bjarnadóttir
sýnir í Menningarsal til 7. febrúar.
Iða | Sölusýning á málverkum Þóru Guð-
rúnar Benediktsdóttur til loka janúar 2006.
Kaffi Sólon | Dóra Emils – Heyr himna
smiður – til 14. jan.
Karólína Restaurant | Óli G. með sýn-
inguna Týnda fiðrildið til loka apríl 2006.
Kling og Bang gallerí | Ég sýni ekkert en í
nýju samhengi eftir Erling T.V. Klingenberg
& Hreyfingar–Movements eftir Sirru Sig-
rúnu Sigurðardóttur. Til 22. janúar. Opið
fim–sun kl. 14–18.
Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning.
Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist II –
Um rými og frásögn. Sýning á verkum 13 ísl.
samtímalistamanna. Til 12. febrúar 2006.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Bernd Koberling til 22. janúar.
Maðurinn og efnið, yfirlitssýning.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró til
23. apríl.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá
fæðingu málarans. Til 19. mars.
Myndlistaskólinn í Reykjavík | Opið hús
laugardaginn 14. janúar kl. 14–17. Gefst
kostur á að sjá verk eftir alla nemendur
skólans sem eru um 400. Öll verkstæði
skólans og kennslustofur verða opnar og
gestum boðið að spreyta sig á hreyfi-
myndagerð, leirbrennslu og mótun.
Nýlistasafnið | Kees Visser, Þór Vigfússon
og Ívar Valgarðsson. Til 28. jan.
Safn | Listamennirnir Einar Falur Ingólfs-
son, Anouk de Clercq og Greg Barrett sýna
verk sín til 5. febrúar.Opið mið–fös kl. 14–18,
lau/sun kl. 14–17. www.safn.is
Saltfisksetur Íslands | Margrét Bára með
málverkasýningu í Listsýningarsal til 27.
jan. Opið alla daga frá 11–18.
Yggdrasil | Tolli til 25. jan.
Þjóðmenningarhúsið | Á veitingastofunni
Matur og menning í Þjóðmenningarhúsinu
eru sýnd málverk eftir Hjört Hjartarson
Myndir frá liðnu sumri.
Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í ís-
lenskri myndlist í Bogasal, til 28. maí. Ljós-
myndir Marco Paoluzzo í Myndasal og ljós-
myndir Péturs Thomsen í Myndasal. Til 20.
febrúar.
Söfn
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning
Borgarskjalasafns „Býarmenningin Tórs-
havn 1856–2005“ er í Grófarsal, Tryggva-
götu 15, en hún fjallar um þróun og upp-
byggingu byggðar í Þórshöfn í Færeyjum.
Sýningin kemur frá Landskjalasafni Færeyja
og Bæjarsafni Tórshavnar. Á sýningunni eru
skjöl, ljósmyndir, skipulagskort og tölfræði.
Duus hús | Sýning Poppminjasafnsins í
Duushúsum Sagt er frá tímabilinu 1969 til
1979 í máli og myndum. Rifjuð upp tískan
og tíðarandinn. Opið daglega kl. 13–18.30 til
1. apríl.
Hönnunarsafn Íslands | Feðginin Erla Sól-
veig Óskarsdóttir iðnhönnuður og Óskar L.
Ágústsson húsgagnasmíðameistari sýna
verk sín. Safnið er opnið kl. 14–18, lokað
mánudaga. Til 20. jan.
Þjóðmenningarhúsið | Í tilefni þess að 50
ár eru liðin frá Nóbelsverðlaunaveitingunni
til Halldórs Laxness hefur Gljúfrasteinn sett
upp sýningu í bókasal Þjóðmenningarhúss-
ins. Sjá má sjálfan Nóbelsverðlaunapening-
inn, kjólinn sem Auður Laxness klæddist við
afhendingarathöfnina, borðbúnað frá Nób-
elssafninu í Svíþjóð o.fl.
Þjóðmenningarhúsið | Sýnishorn af árangri
fornleifarannsókna sem njóta stuðnings
Kristnihátíðarsjóðs eru til sýnis í anddyri
Þjóðmenningarhússins. Rannsóknirnar fara
fram á Skriðuklaustri, Hólum, Þingvöllum,
Keldudal, Reykholti, Gásum, Kirkjubæj-
arklaustri og Skálholti. Auk þess eru kumla-
stæði um land allt rannsökuð.
Þjóðminjasafn Íslands | Boðið upp á fjöl-
breytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti.
Þar eru nýstárlegar og vandaðar sýningar
auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla daga
nema mánudaga kl. 11–17.
Skemmtanir
Cafe Catalina | Það er Hermann Ingi jr. sem
spilar og syngur í kvöld.
Kaffi Sólon | Föstudagskvöld: Dj Brynjar
Már sér um að láta fólk dansa. Laugardags-
kvöld: Dj Brynjar Már á efri hæðinni og Dj
Andri á neðri hæðinni.
Kringlukráin | „Labbi í Mánum“ öðru nafni
Ólafur Þórarinsson með hljómsveitinni
Karma um helgina.
Sportbar, Poolstofan | Titringur er mán-
aðarleg uppákoma sem skekja mun
skemmtanalífið með dúndrandi kraftmikl-
um og fjölbreyttum uppákomum í hverjum
mánuði. Á laugardaginn fer af stað opnun
málverkasýningar, tónleikahalds og DJ́a
stuðguða.
Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveit Geir-
mundar Valtýssonar leikur fyrir dansi um
helgina, föstudag og laugardag, húsið opn-
að kl. 22, frítt inn til miðnættis.
Zoo bar | Exos og President Bongo á laug-
ardagskvöld.
Mannfagnaður
Breiðfirðingafélagið | Fyrsti spiladagur á
nýju ári verður í Breiðfirðingabúð, Faxafeni
14, sunnudaginn 15. janúar klukkan 14. Spil-
uð verður félagsvist.
Fyrirlestrar og fundir
Oddi – Félagsvísindahús Háskóla Íslands |
Thomas McGovern, prófessor við City Uni-
versity í New York, flytur fyrirlestur um
rannsóknir sínar á dýrabeinum sem komið
hafa í ljós við fornleifauppgröft á Íslandi á
undanförnum árum. Fyrirlesturinn er í dag
kl. 14 í Háskóla Ísland, í stofu 201 í Odda.
Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.