Morgunblaðið - 14.01.2006, Síða 55

Morgunblaðið - 14.01.2006, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 55 DAGBÓK Ósáttur við DV ÉG ætla að byrja á að segja að ég er ekki mjög sáttur við DV. Ég á erfitt með að trúa að vinnubrögð- um blaðamannanna á DV sé svona háttað, og hvað þá ritstjóra DV. Þeir beinlínis ásökuðu Gísla Hjart- arson heitinn um að hafa framið kynferðisbrot án þess að hafa bein- ar sannanir fyrir því. Eina rótin sem þeir höfðu í málinu er að tveir piltar, sem höfðu verið hjá honum í sérkennslu, höfðu kært Gísla fyrir kynferðisafbrot. Þetta var ekki einu sinni komið lengra en það að þessir tveir piltar höfðu lagt fram kæru á hendur Gísla en var „varla“ komið úr höndum piltanna þegar DV ákvað að skrifa grein um að Gísli Hjartarson væri sagð- ur nauðga ungum piltum og ekki einu sinni reynt að fela andlitið. Auðvitað eiga svona grafalvarleg afbrotamál að vera á yfirborðinu en það fer eftir því hvernig rithátt- ur blaðamanna er, unglingarnir sem lögðu fram kæru eru eflaust verr staddir núna ef eitthvað er. Í þessu tilfelli er þetta bara hreinn og beinn rógburður og er það eitt það versta sem hægt er að bendla við einn mann án beinnar sönnunar. Þó svo ég sé ekki að verja DV þá finnst mér sumar af þessum ásökunum vera frekar þungar. Margir í þjóðfélaginu eru mjög sárir út í DV og er það full- komlega skiljanlegt. Ég er líka frekar ósáttur við það að Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, skuli ekki vilja viðurkenna mistök sín. Steinar Arason Ólafsson. Tek undir með Ólínu ÉG vil taka undir orð Ólínu Sig- urðardóttur í pistlinum. Fjöldinn er valdið láglaunafólk, sem birtist í Velvakanda sl. miðvikudag. Sér- staklega vil ég taka undir þar sem hún skrifar um að ef ríkisstjórnin haldi sínu striki áfram, þá eigi hún von á því að henni verði ekki greidd atkvæð í næstu kosningum. Svo vil ég séstaklega áminna forseta okkar að hafa ekki aftur þau orð sem hann hafði í ræðu sinni á nýársdag, þar sem hann talar um eldri borgara og segir að hann sé á leið með að verða eldri borgari. Ég held að hann og for- sætisráðherra þurfi ekki að kvíða því að þeirra búi sömu örlög og okkur. Gunnar, 130219-4899. Frábær þáttur ÉG vil senda Herði Torfasyni, sem er með þáttinn Sáðmenn söngv- anna, kærar þakkir fyrir frábæran þátt. Í þættinum rifjar hann upp gamlar lagaperlur sem maður hef- ur ekki heyrt árum saman og er hann laginn við að finna góða flytj- endur og góða tónlist. Helga. Gleraugu týndust GLERAUGU í gylltri umgjörð, tví- skipt, týndust líklega í Austur- bænum rétt eftir áramót. Skilvís finnandi hafi samband í síma 554 0652. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Haj-hátíðin í Mekka er ein af mestutrúarhátíðum múslíma en það ermisskilningur, að öllum múslímumberi helst skylda til að sækja hana að minnsta kosti einu sinni um ævina. Það á fyrst og fremst við um þá, sem hafa efni á ferðalaginu og eru ekki skuldunum vafðir. Sem sagt fólk, sem getur gefið ölmusu og létt þann- ig meðbræðrum sínum lífsbaráttuna,“ sagði Amal Tamimi, fræðslufulltrúi í Alþjóðahúsinu, um Haj-hátíðina, sem nú er nýlokið. Amal, sem er fædd og uppalin í Palestínu, í Jerúsalem, segist sjálf aldrei hafa sótt Haj-hátíðina í Mekka af þeirri einföldu ástæðu, að hún hafi ekki haft efni á því. Amal sagði, að konur mættu ekki fara í þessa ferð nema í fylgd með eiginmanni, föður eða bróður en þó með þeirri undantekningu, að þær mega fara nokkrar saman fái þær umboð til þess frá karlmanni í fjölskyldunni. Í myndartexta í Morgunblaðinu slæddist inn sú villa, að Haj-hátíðin væri haldin til minn- ingar um það, að Múhameð spámaður hefði ætlað að fórna syni sínum að boði guðs en rétt er auðvitað eins og Amal benti á, að það var Abraham, sem ætlaði að fórna syni sínum Ísak, sem kallaður er Ísmael hjá múslímum. Þannig vildi guð reyna trúfesti Abrahams en færði honum síðan lamb til að fórna. „Múslímar hér á landi halda hátíðina með sínum hætti og ég var með mat fyrir fjölskyld- una, að sjálfsögðu lamb,“ sagði Amal, sem sett- ist að hér á landi árið 1995 með fimm börn sín. Var hún menntuð í bókhaldsfræðum og var um skeið aðstoðarframkvæmdastjóri rann- sóknamiðstöðvar í ættborg sinni, Jerúsalem. Eftir komuna vann hún fyrst í fiski en 2004 lauk hún námi í félagsfræði við Háskóla Ís- lands. Segir hún, að aðlögunin hafi vissulega verið erfið og sinn tíma tekið að ná tökum á ís- lenskunni. Hún hafi hins vegar alltaf verið staðráðin í, að börnin aðlöguðust íslensku sam- félagi sem best. „Við erum múslímar heimafyrir,“ sagði Amal en hlutverk hennar sem fræðslufulltrúi hjá Al- þjóðahúsinu felst meðal annars í því að fræða grunnskólanemendur um íslam. Segir hún, að þar gæti oft margvíslegs misskilnings, ekki síst í fjölmiðlum. Trúmál | Amal Tamimi fræðir grunnskólanemendur um íslam „Við erum múslímar heimafyrir“  Amal Tamimi er fædd 10. janúar árið 1960 í Jerúsalem. Lagði hún þar stund á viðskipta- og bók- haldsfræði og var um tíma aðstoðar- framkvæmdastjóri rannsóknamið- stöðvar í borginni. Lauk hún námi í fé- lagsfræði við Há- skóla Íslands 2004 og er nú fræðslufulltrúi hjá Alþjóðahúsinu. Á hún sex börn, sem heita Faldsdin, Fida, Wala, Majd, Ahd og Bissan. eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir 250-300 fm einbýlishúsi á einhverju framantaldra svæða. Staðgreiðsla í boði. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLISHÚS Í VESTURBORGINNI, SKERJAFIRÐI EÐA FOSSVOGI ÓSKAST Til sölu nokkrar glæsilegar fullbúnar íbúðir 2ja, 4ra og 5 herbergja • Tveggja herbergja 80 m² • Fjögurra herbergja 135 m² • Fimm herbergja 143 m² Baðherbergi eru rúmgóð, 90 cm sturta, baðkar, eikarinnréttingar og fínar flísar. Svefnherbergi er 12 til 16 m² með fallegum eikarskápum. Eldhús eru rúmgóð með góðum borðkrók og eikarinnréttingum. Stofurnar eru 30-40 m². Á gólfum eru flísar og gott eikarparket. Stórar svalir á móti suðri og sérstaklega fallegt útsýni. Stutt í golfvöll. Hrauntún ehf. byggir Uppl. gefur Örn Ísebarn, byggingameistari, í símum 896 1606 og 557 7060. Allir í dansskóna Harmonikuball í Glæsibæ Félag harmonikuunnenda í Reykjavík, heldur dansleik í Glæsibæ Laugardaginn 14. janúar kl. 21.30 Hljómsveitir undir stjórn Sveins Sigurjónssonar, Ingvars Hólmgeirssonar og G.H. duoið, leika fyrir dansi, ásamt söngvaranum Þorvaldi Skaftasyni. Mætum öll og tökum með okkur gesti Allir velkomnir. F.H.U.R Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg Fréttir á SMS Reykjavíkurmótið. Norður ♠Á4 ♥DG987 A/NS ♦92 ♣DG72 Vestur Austur ♠K9 ♠10876532 ♥K1065 ♥432 ♦ÁK875 ♦64 ♣54 ♣3 Suður ♠DG ♥Á ♦DG103 ♣ÁK10986 Suður spilar fimm lauf og fær út tígulás. Er þetta einfalt verkefni og ekki lesandanum samboðið? Kannski, því allir kunna að svína. En hvaða svíningu á að taka? Það er spurningin. Spilið kom upp í Reykjavíkurmótinu á þriðjudagskvöld. Helgi Jóhannsson var einn af mörgum í vestursætinu og hann fann eitraða vörn. Sagnir höfðu gengið: Vestur Norður Austur Suður – – 2 tíglar * 3 lauf 3 spaðar 5 lauf Pass Pass Pass Björn Eysteinsson vakti á „multi“ tveimur tíglum, sem sýnir venjulega sexspila hálit og veik spil. Suður kom laufinu á framfæri og Helgi meldaði þrjá spaða „leitandi“ – til að spila á móti spaða, en krafa í fjögur hjörtu á móti hjarta. Norður batt svo enda- hnútinn á sagnir með stökki í fimm lauf. Helgi lagði niður tígulás og sá að þriðji slagurinn yrði að koma á spaða eða hjarta. Fyrst var að kanna spað- ann og Helgi valdi til þess níuna – ekki kónginn, eins og margir aðrir gerðu í sömu stöðu. Sagnhafi reiknaði skiljanlega með spaðakóngnum í austur og ákvað að stinga upp ásnum og reyna tromp- svíningu í hjarta. Helgi fékk þannig þriðja slaginn á hjartakóng. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. cxd5 exd5 5. Bg5 Be7 6. e3 Rbd7 7. Rf3 0-0 8. Bd3 He8 9. 0-0 c6 10. Dc2 Rf8 11. Hab1 a5 12. a3 Bd6 13. Hfe1 Bg4 14. Rd2 Rg6 15. e4 Bf4 16. Bxf4 Rxf4 17. e5 R6h5 18. g3 Re6 19. f3 Rxd4 20. Bxh7+ Kh8 21. Dd3 Be6 22. Dxd4 Kxh7 23. b4 axb4 24. axb4 Dg5 25. f4 Dg4 26. Rf1 Ha3 27. Re3 Dg6 28. Kf2 f6 29. exf6 Rxf6 30. Kg1 Bh3 31. b5 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem fram fór í Búdapest í Ungverja- landi í desember á síðasta ári. Ung- verski alþjóðlegi meistarinn Laszlo Gonda (2.448) hafði svart gegn koll- ega sínum og landa David Berczes (2.475). 31. ... Hxe3! 32. Dxe3 svart- ur hefði einnig fengið unnið tafl eftir 32. Hxe3 Hxc3. 32. …Dc2 33. He2 Dxc3 34. Dxc3 Hxc3 svarta staðan er nú léttunnin. 35. He7 cxb5 36. Hxb7 Hc2 37. H7xb5 Hg2+ og hvít- ur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.