Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 22
Mýrdalur | Spaðatextinn á vel við hjá Jóhanni Ein- arssyni, símsmið í Vík í Mýrdal, þegar hann kleif GSM-mastrið til að skipta um peru. Mastrið er suð- ur af Hótel Höfðabrekku. Jóhann lenti í smávegis hremmingum því hjálmurinn fauk af honum svo hann var hjálmlaus þegar hann fór niður staurinn. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Skipt um peru Viðhald Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds- dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Nýtt ár er hafið og vonandi geta flestir landsmenn litið til þess björtum og já- kvæðum augum. Á vef Stykkishólmsbæjar í desember var kannað hvort lesendur hygðust strengja áramótaheit. Í ljós kom að 55 % ætluðu sér að gera það. Heitin beindust helst að því að hreyfa sig meira á nýju ári og setja heilsurækt í forgang. Slík heit koma ekki á óvart um jól þegar slakað er á kröfum um hollustu. Hitt kom meira á óvart að 8,6 % þátttakenda hyggjast ganga í kirkjukórinn og munu þau fyr- irheit gleðja nýráðinn kórstjóra og org- anista, Tómas Guðna Eggertsson.    Mogginn kominn inn um bréfalúguna áð- ur en bæjarbúar fara til vinnu á morgn- ana. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum mánuðum að það yrði staðreynd í Stykk- ishólmi á nýju ári? Ekki ég. Einn af kost- um þess að búa á höfuðborgarsvæðinu hef- ur verið talinn sá að geta flett dagblöðunum heima hjá sér og tekið stöð- una áður en farið er til starfa á morgnana. Maður hefur litið öfundaraugum á þá þjónustu. Þess þarf ekki lengur. Um áramót var áætlunarferðum á Snæ- fellsnes breytt og leit út fyrir að Mogginn kæmi ekki til lesenda fyrr en að kvöldi. Til þess kom ekki því Mogganum er ekið vest- ur á nóttunni og er kominn til lesenda í bítið. Mikil ánægja ríkir með þessa aldeilis góðu þjónustu.    Sama ánægja ríkir ekki um sorpmálin. Í haust var tilkynnt að sorptunnur bæj- arbúa yrðu tæmdar hálfsmáðarlega en áð- ur var það gert á 10 daga fresti. Þar sem fleira en tvennt er í heimili kemur sér þetta illa. Tunnurnar fyllast og dagarnir eru taldir þangað til ruslabílinn kemur. Hrafninn kætist því það léttir honum lífs- baráttuna þegar hægt er að ná í góða bita í og við ruslatunnurnar. Ekki verður ástandið betra þegar blessuð sólin tekur að skína. Þá er hætt við að angan berist frá húsum til gesta og gangandi sem hús- eigendur eru ekki stoltir af. Úr bæjarlífinu STYKKISHÓLMUR EFTIR GUNNLAUG ÁRNASON FRÉTTARITARA Vogum í samvinnu við sveitarfélagið. Snorri lét þess getið þegar hann afhenti styrkina að fyr- irtækinu hefði verið ein- staklega vel tekið í Vog- um og þar væri gott að vinna. Styrkirnir sem Snorri og kona hans, Brynhild- ur Sigursteinsdóttir, veittu námu alls einni Trésmiðja SnorraHjaltasonar hefurveitt fjórum fé- lögum í Sveitarfélaginu Vogum fjárstyrki. Snorri Hjaltason afhenti styrk- ina að loknum fyrsta fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga. Trésmiðja Snorra Hjaltasonar stendur í mikilli uppbyggingu í milljón kr. Ungmenna- félagið Þróttur fékk 400 þúsund króna fjár- framlag. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar fékk að gjöf vinnu við golf- völlinn að andvirði 400 þúsund kr. Þá fengu Kvenfélagið Fjóla og Björgunarsveitin Skyggnir 100 þúsund kr. fjárframlag, hvort félag. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Styrkir félög í Vogum Rúnar Kristjánssonorti eftir fréttir ífyrrakvöld: Blað í eigu hverra, hverra, hvatar för að slúðri enn. Með degi hverjum verður verra, víða fréttum klúðra menn. Djúpt þeir rista skemmd- arskurðinn, skaða okkar þjóðfélag. Selja út á söguburðinn sem er keyptur - enn í dag!!! Davíð Hjálmar Haralds- son yrkir: Þó að sorann stöðugt beri á borð, bjargarlausa dragi oní svaðið, fréttum ljúgi, fremji jafnvel morð: Fjöldi manna les og kaupir blaðið. Þá Aðalsteinn L. Valdi- marsson: Last og sora ber á borð blaðasnepill frekur. Um söluvænleg mannorðs- morð mörg hann gerist sekur. Loks Hreiðar Karlsson: Umsvifalítið leiddur var líkt og dilkur til slátrunar. Eru á ferli alls staðar aftökusveitir Jónasar. Enn af DV pebl@mbl.is Hveragerði | Hafin er undirskriftasöfnun á Netinu þar sem bæjarfulltrúar Samfylk- ingar og Framsóknarflokksins í Hvera- gerði eru hvattir til að skoða vandlega hug sinn varðandi samning þann sem fyrirhug- að er að gera við verktakafyrirtækið Eykt hf. Meirihluti bæjarstjórnar hefur sam- þykkt að semja við fyrirtækið um sölu byggingarlands og fleira. Kemur þetta fram á fréttavefnum sudurland.is. „Það er stór hópur fólks með áhuga á málefnum Hveragerðisbæjar sem stendur á bak við þessa undirskriftasöfnun“, segir Kristinn Bjarnason, talsmaður hópsins við fréttavefinn. Á heimasíðunni http://www.flex.is/ hveragerdi/ segir meðal annars: „Við skor- um á bæjarfulltrúa að samþykkja ekki að einu fyrirtæki verði, án útboðs, afhent megnið af því byggingalandi sem bærinn á. Við skorum á bæjarfulltrúa að kanna hvert raunverulegt verðgildi þessara 80 hektara er. Við skorum á bæjarfulltrúa að sjá til þess að samningurinn verði ekki sam- þykktur í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar.“ Undirskriftir gegn sölu á landi Akranes | Sparisjóður Mýrasýslu í Borg- arnesi hefur samið við Tryggingamiðstöð- ina hf. um rekstur umboða TM í Borgar- nesi og á Akranesi. Jafnframt hefur sparisjóðurinn ákveðið að opna útibú á Akranesi á næstu vikum og sameina það umboðsskrifstofu Tryggingamiðstöðvar- innar. Kemur þetta fram á vef Skessu- horns. Stefán Sveinbjörnsson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs hjá Sparisjóði Mýrasýslu, sagði í samtali við Skessuhorn að staðið hefði til í nokkurn tíma að SPM opnaði útibú á Akranesi og yki þannig þjónustu sína við íbúa og fyrirtæki á svæðinu. SPM opnar útibú á Akranesi ♦♦♦ Komum Kópavogi í fremstu röð sveitarfélaga hvað varðar lífsgæði íbúanna! Kjósum Lovísu Ólafsdóttur í 5. sætið. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fer fram 21. janúar nk. Munið OPIÐ HÚS í húsakynnum Sjálfstæðisflokksins í Hlíðasmára 19 í dag, milli kl. 10 og 12. Hamingja á Ströndum | Undirbúningur Hamingjudaga á Hólmavík næsta sumar er hafinn af talsverðum krafti. Menningar- málanefnd hreppsins hefur fundað um það bil mánaðarlega síðan í haust og nú er komið að þeim tímapunkti að ráða fram- kvæmdastjóra fyrir hátíðina sem halda á dagana 30. júní til 2. júlí í sumar. Hátíðin var haldin í fyrsta skipti í fyrra og þá voru gestir rúmlega fimm hundruð talsins. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.