Morgunblaðið - 14.01.2006, Side 22
Mýrdalur | Spaðatextinn á vel við hjá Jóhanni Ein-
arssyni, símsmið í Vík í Mýrdal, þegar hann kleif
GSM-mastrið til að skipta um peru. Mastrið er suð-
ur af Hótel Höfðabrekku. Jóhann lenti í smávegis
hremmingum því hjálmurinn fauk af honum svo
hann var hjálmlaus þegar hann fór niður staurinn.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Skipt um peru
Viðhald
Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs-
dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114.
Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds-
dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi-
@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Nýtt ár er hafið og vonandi geta flestir
landsmenn litið til þess björtum og já-
kvæðum augum. Á vef Stykkishólmsbæjar
í desember var kannað hvort lesendur
hygðust strengja áramótaheit. Í ljós kom
að 55 % ætluðu sér að gera það. Heitin
beindust helst að því að hreyfa sig meira á
nýju ári og setja heilsurækt í forgang. Slík
heit koma ekki á óvart um jól þegar slakað
er á kröfum um hollustu. Hitt kom meira á
óvart að 8,6 % þátttakenda hyggjast
ganga í kirkjukórinn og munu þau fyr-
irheit gleðja nýráðinn kórstjóra og org-
anista, Tómas Guðna Eggertsson.
Mogginn kominn inn um bréfalúguna áð-
ur en bæjarbúar fara til vinnu á morgn-
ana. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum
mánuðum að það yrði staðreynd í Stykk-
ishólmi á nýju ári? Ekki ég. Einn af kost-
um þess að búa á höfuðborgarsvæðinu hef-
ur verið talinn sá að geta flett
dagblöðunum heima hjá sér og tekið stöð-
una áður en farið er til starfa á morgnana.
Maður hefur litið öfundaraugum á þá
þjónustu. Þess þarf ekki lengur.
Um áramót var áætlunarferðum á Snæ-
fellsnes breytt og leit út fyrir að Mogginn
kæmi ekki til lesenda fyrr en að kvöldi. Til
þess kom ekki því Mogganum er ekið vest-
ur á nóttunni og er kominn til lesenda í
bítið. Mikil ánægja ríkir með þessa aldeilis
góðu þjónustu.
Sama ánægja ríkir ekki um sorpmálin. Í
haust var tilkynnt að sorptunnur bæj-
arbúa yrðu tæmdar hálfsmáðarlega en áð-
ur var það gert á 10 daga fresti. Þar sem
fleira en tvennt er í heimili kemur sér
þetta illa. Tunnurnar fyllast og dagarnir
eru taldir þangað til ruslabílinn kemur.
Hrafninn kætist því það léttir honum lífs-
baráttuna þegar hægt er að ná í góða bita í
og við ruslatunnurnar. Ekki verður
ástandið betra þegar blessuð sólin tekur
að skína. Þá er hætt við að angan berist
frá húsum til gesta og gangandi sem hús-
eigendur eru ekki stoltir af.
Úr
bæjarlífinu
STYKKISHÓLMUR
EFTIR GUNNLAUG ÁRNASON
FRÉTTARITARA
Vogum í samvinnu við
sveitarfélagið. Snorri lét
þess getið þegar hann
afhenti styrkina að fyr-
irtækinu hefði verið ein-
staklega vel tekið í Vog-
um og þar væri gott að
vinna.
Styrkirnir sem Snorri
og kona hans, Brynhild-
ur Sigursteinsdóttir,
veittu námu alls einni
Trésmiðja SnorraHjaltasonar hefurveitt fjórum fé-
lögum í Sveitarfélaginu
Vogum fjárstyrki. Snorri
Hjaltason afhenti styrk-
ina að loknum fyrsta
fundi bæjarstjórnar
Sveitarfélagsins Voga.
Trésmiðja Snorra
Hjaltasonar stendur í
mikilli uppbyggingu í
milljón kr. Ungmenna-
félagið Þróttur fékk 400
þúsund króna fjár-
framlag. Golfklúbbur
Vatnsleysustrandar fékk
að gjöf vinnu við golf-
völlinn að andvirði 400
þúsund kr. Þá fengu
Kvenfélagið Fjóla og
Björgunarsveitin
Skyggnir 100 þúsund kr.
fjárframlag, hvort félag.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Styrkir félög í Vogum
Rúnar Kristjánssonorti eftir fréttir ífyrrakvöld:
Blað í eigu hverra, hverra,
hvatar för að slúðri enn.
Með degi hverjum verður
verra,
víða fréttum klúðra menn.
Djúpt þeir rista skemmd-
arskurðinn,
skaða okkar þjóðfélag.
Selja út á söguburðinn
sem er keyptur - enn í dag!!!
Davíð Hjálmar Haralds-
son yrkir:
Þó að sorann stöðugt beri á
borð,
bjargarlausa dragi oní svaðið,
fréttum ljúgi, fremji jafnvel
morð:
Fjöldi manna les og kaupir
blaðið.
Þá Aðalsteinn L. Valdi-
marsson:
Last og sora ber á borð
blaðasnepill frekur.
Um söluvænleg mannorðs-
morð
mörg hann gerist sekur.
Loks Hreiðar Karlsson:
Umsvifalítið leiddur var
líkt og dilkur til slátrunar.
Eru á ferli alls staðar
aftökusveitir Jónasar.
Enn af DV
pebl@mbl.is
Hveragerði | Hafin er undirskriftasöfnun
á Netinu þar sem bæjarfulltrúar Samfylk-
ingar og Framsóknarflokksins í Hvera-
gerði eru hvattir til að skoða vandlega hug
sinn varðandi samning þann sem fyrirhug-
að er að gera við verktakafyrirtækið Eykt
hf. Meirihluti bæjarstjórnar hefur sam-
þykkt að semja við fyrirtækið um sölu
byggingarlands og fleira. Kemur þetta
fram á fréttavefnum sudurland.is.
„Það er stór hópur fólks með áhuga á
málefnum Hveragerðisbæjar sem stendur
á bak við þessa undirskriftasöfnun“, segir
Kristinn Bjarnason, talsmaður hópsins við
fréttavefinn.
Á heimasíðunni http://www.flex.is/
hveragerdi/ segir meðal annars: „Við skor-
um á bæjarfulltrúa að samþykkja ekki að
einu fyrirtæki verði, án útboðs, afhent
megnið af því byggingalandi sem bærinn á.
Við skorum á bæjarfulltrúa að kanna hvert
raunverulegt verðgildi þessara 80 hektara
er. Við skorum á bæjarfulltrúa að sjá til
þess að samningurinn verði ekki sam-
þykktur í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar.“
Undirskriftir
gegn sölu á
landi
Akranes | Sparisjóður Mýrasýslu í Borg-
arnesi hefur samið við Tryggingamiðstöð-
ina hf. um rekstur umboða TM í Borgar-
nesi og á Akranesi. Jafnframt hefur
sparisjóðurinn ákveðið að opna útibú á
Akranesi á næstu vikum og sameina það
umboðsskrifstofu Tryggingamiðstöðvar-
innar. Kemur þetta fram á vef Skessu-
horns.
Stefán Sveinbjörnsson, forstöðumaður
fyrirtækjasviðs hjá Sparisjóði Mýrasýslu,
sagði í samtali við Skessuhorn að staðið
hefði til í nokkurn tíma að SPM opnaði
útibú á Akranesi og yki þannig þjónustu
sína við íbúa og fyrirtæki á svæðinu.
SPM opnar
útibú á Akranesi
♦♦♦
Komum Kópavogi
í fremstu röð
sveitarfélaga
hvað varðar
lífsgæði íbúanna!
Kjósum
Lovísu Ólafsdóttur
í 5. sætið.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins
í Kópavogi fer fram
21. janúar nk.
Munið OPIÐ HÚS í húsakynnum Sjálfstæðisflokksins
í Hlíðasmára 19 í dag, milli kl. 10 og 12.
Hamingja á Ströndum | Undirbúningur
Hamingjudaga á Hólmavík næsta sumar
er hafinn af talsverðum krafti. Menningar-
málanefnd hreppsins hefur fundað um það
bil mánaðarlega síðan í haust og nú er
komið að þeim tímapunkti að ráða fram-
kvæmdastjóra fyrir hátíðina sem halda á
dagana 30. júní til 2. júlí í sumar.
Hátíðin var haldin í fyrsta skipti í fyrra
og þá voru gestir rúmlega fimm hundruð
talsins.
♦♦♦