Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 31 DAGLEGT LÍF Í JANÚAR Þeir eru ófáir Íslendingarnir semgera sér ferð til Kaupmanna-hafnar ár hvert og vel flestirþeirra sem til borgarinnar rata, rölta a.m.k. einu sinni eftir göngugötunni Strikinu til að kíkja í nokkrar verslanir áður en heim er haldið. Og á slíku rölti er tilvalið að hvíla lúin bein á Cafe Europa, kaffihúsi við Ama- gertorv á mótum Strøget og Købmager- gade. Þar má líka gæða sér á sannköll- uðum sælkerakrásum áður en áfram er haldið, en kaffihúsið, sem lætur ekki mik- ið yfir sér utan frá að sjá, býður upp á af- slappað og þægilegt andrúmsloft, úrvals veitingar þar sem ferskt og gott hráefni er haft í öndvegi og getur auk þess státað sig af því að þar starfar einn heimsmeist- aranna í gjörningakúnstum kaffibar- þjóna. Dögurður, eða „brunch“, á Cafe Eur- opa er líka nokkuð sem enginn sem þar stoppar ætti að láta hjá líða smakka. Enda er um að ræða einkar veglega skammta sem ýmist samanstanda af úr- vali af brauðmeti og pylsum eins og Dön- um einum er lagið eða ferskum ávöxtum og gómsætum grænmetissmáréttum fyrir þá sem það kjósa. Freyðivín getur svo fylgt með fyrir þá sem eru í hátíðarskapi. Kaffihúsið hefur staðið við Strikið frá því 1989 og er vinsælt meðal heimamanna sem tylla sér þar gjarnan niður með kaffibolla, blaða í því úrvali dagblaða sem þar er að finna og njóta þess að loka á ys og þys hins daglega amsturs um stund.  KAUPMANNAHÖFN | Kaffihúsið Cafe Europa við Amagertorg Góð hvíld frá dagsins önn Dögurður grænmetisætunnar. Kjúklingasalatið er ekki síður girnilegt. Morgunblaðið/Anna S. Einarsd. Staðsetning kaffihússins á Strikinu gerir það að góðum stað til að hvíla lúna fætur á búðarölti. Cafe Europa heimilisfang: Amagertorv 11160 Køben- havn sími: 33 14 28 89 bréfsími: 33 33 04 28 Lúxusferð til Kaupmannahafnar ICELAND Express stendur fyrir svo- kallaðri lúxusferð til Kaupmannahafn- ar dagana 2.–5. febrúar næstkomandi. Flogið er til Kaupmannahafnar og ekið til og frá flugvelli. Gist er í þrjár nætur á Hótel Square við Ráðhústorgið og morgunmatur innifalinn. Í verði ferð- arinnar er einnig sælkerakvöldverður á Restaurant Olsen Ved Stranden með víni og Jazztónleikar á Jazzhouse Copenhagen. Einnig spennandi skoð- unarferð með Þorvaldi Flemming um Íslendingaslóðir Kaupmannahafnar. Leikhúsferð til London Þá býður Iceland Express upp á leik- húsferð til London undir leiðsögn Þór- hildar Þorleifsdóttur leikstjóra dagana 9.–13. mars. Gist verður á St. Giles hót- elinu í hjarta borgarinnar og innifaldir í verði ferðarinnar eru tveir miðar á verðlaunaðar leiksýningar, söngleikinn the Producers og leikritið Embers með Jeromy Irons í aðalhlutverki. Þór- hildur mun verða með kynningu á verkunum áður en farið verður. Allar upplýsingar um ferðina til Kaupmannahafnar veitir Lilja Hilmarsdóttir í síma 590 0104 Frekari upplýsingar um ferðina til London er að finna á vefsíðu Ex- pressferða www.expressferdir.is og einnig veitir Lilja upplýsingar um þá ferð. Barnastarf kirkjunnar - alla sunnudaga fyrir alla fjölskylduna! Reykjavík og Kópavogur Árbæjarkirkja kl. 11:00 Áskirkja kl. 11:00 Breiðholtskirkja kl. 11:00 Bústaðakirkja kl. 11:00 Digraneskirkja kl. 11:00 Dómkirkjan kl. 11:00 Fella- og Hólakirkja kl. 11:00 Grafarvogskirkja kl. 11:00 og í Borgarholtsskóla kl. 11:00 Grafarholtskirkja í Ingunnarskóla kl. 11:00 Grensáskirkja kl. 11:00 Hallgrímskirkja kl. 11:00 Háteigskirkja kl. 11:00 Hjallakirkja kl. 13:00 Kópavogskirkja kl. 12:30 í kirkjunni Laugarneskirkja kl. 11:00 Langholtskirkja kl. 11:00 Lindasókn Kópavogi í sal Lindaskóla kl. 11:00 Neskirkja kl. 11:00 Óháði söfnuðurinn annan og fjórða sunnudag mánaðarins kl. 14:00 Seljakirkja kl. 11:00 Seltjarnarneskirkja kl. 11:00 Garðabær og Hafnarfjörður Bessastaðasókn kl. 11:00 í sal Álftanesskóla Vídalínskirkja kl. 11:00 Hafnarfjarðarkirkja kl. 11:00 í kirkjunni og í Hvaleyrarskóla Víðistaðakirkja kl. 11:00 Fríkirkjan í Hafnarf irði kl. 11:00 Mosfellsbær og nágrenni Lágafellskirkja kl. 13:00 Brautarholtskirkja Kjalarnesi kl. 11:00 Fjölmennum á morgun. einnig á virkum dögum fyrir eldri börn! – sjá nánar í kirkjustarfsdálki í Morgunblaðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.