Morgunblaðið - 14.01.2006, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 31
DAGLEGT LÍF Í JANÚAR
Þeir eru ófáir Íslendingarnir semgera sér ferð til Kaupmanna-hafnar ár hvert og vel flestirþeirra sem til borgarinnar rata,
rölta a.m.k. einu sinni eftir göngugötunni
Strikinu til að kíkja í nokkrar verslanir
áður en heim er haldið.
Og á slíku rölti er tilvalið að hvíla lúin
bein á Cafe Europa, kaffihúsi við Ama-
gertorv á mótum Strøget og Købmager-
gade. Þar má líka gæða sér á sannköll-
uðum sælkerakrásum áður en áfram er
haldið, en kaffihúsið, sem lætur ekki mik-
ið yfir sér utan frá að sjá, býður upp á af-
slappað og þægilegt andrúmsloft, úrvals
veitingar þar sem ferskt og gott hráefni
er haft í öndvegi og getur auk þess státað
sig af því að þar starfar einn heimsmeist-
aranna í gjörningakúnstum kaffibar-
þjóna.
Dögurður, eða „brunch“, á Cafe Eur-
opa er líka nokkuð sem enginn sem þar
stoppar ætti að láta hjá líða smakka.
Enda er um að ræða einkar veglega
skammta sem ýmist samanstanda af úr-
vali af brauðmeti og pylsum eins og Dön-
um einum er lagið eða ferskum ávöxtum
og gómsætum grænmetissmáréttum fyrir
þá sem það kjósa. Freyðivín getur svo
fylgt með fyrir þá sem eru í hátíðarskapi.
Kaffihúsið hefur staðið við Strikið frá
því 1989 og er vinsælt meðal heimamanna
sem tylla sér þar gjarnan niður með
kaffibolla, blaða í því úrvali dagblaða sem
þar er að finna og njóta þess að loka á ys
og þys hins daglega amsturs um stund.
KAUPMANNAHÖFN | Kaffihúsið Cafe Europa við Amagertorg
Góð hvíld frá dagsins önn
Dögurður grænmetisætunnar. Kjúklingasalatið er ekki síður girnilegt.
Morgunblaðið/Anna S. Einarsd.
Staðsetning kaffihússins á Strikinu gerir það að góðum stað til að hvíla lúna fætur á búðarölti.
Cafe Europa
heimilisfang: Amagertorv 11160 Køben-
havn sími: 33 14 28 89
bréfsími: 33 33 04 28
Lúxusferð til
Kaupmannahafnar
ICELAND Express stendur fyrir svo-
kallaðri lúxusferð til Kaupmannahafn-
ar dagana 2.–5. febrúar næstkomandi.
Flogið er til Kaupmannahafnar og ekið
til og frá flugvelli. Gist er í þrjár nætur
á Hótel Square við Ráðhústorgið og
morgunmatur innifalinn. Í verði ferð-
arinnar er einnig sælkerakvöldverður á
Restaurant Olsen Ved Stranden með
víni og Jazztónleikar á Jazzhouse
Copenhagen. Einnig spennandi skoð-
unarferð með Þorvaldi Flemming um
Íslendingaslóðir Kaupmannahafnar.
Leikhúsferð til London
Þá býður Iceland Express upp á leik-
húsferð til London undir leiðsögn Þór-
hildar Þorleifsdóttur leikstjóra dagana
9.–13. mars. Gist verður á St. Giles hót-
elinu í hjarta borgarinnar og innifaldir í
verði ferðarinnar eru tveir miðar á
verðlaunaðar leiksýningar, söngleikinn
the Producers og leikritið Embers
með Jeromy Irons í aðalhlutverki. Þór-
hildur mun verða með kynningu á
verkunum áður en farið verður.
Allar upplýsingar um ferðina til
Kaupmannahafnar veitir Lilja
Hilmarsdóttir í síma 590 0104
Frekari upplýsingar um ferðina til
London er að finna á vefsíðu Ex-
pressferða www.expressferdir.is
og einnig veitir Lilja upplýsingar
um þá ferð.
Barnastarf kirkjunnar - alla sunnudaga
fyrir alla fjölskylduna!
Reykjavík og Kópavogur
Árbæjarkirkja kl. 11:00
Áskirkja kl. 11:00
Breiðholtskirkja kl. 11:00
Bústaðakirkja kl. 11:00
Digraneskirkja kl. 11:00
Dómkirkjan kl. 11:00
Fella- og Hólakirkja kl. 11:00
Grafarvogskirkja kl. 11:00
og í Borgarholtsskóla kl. 11:00
Grafarholtskirkja
í Ingunnarskóla kl. 11:00
Grensáskirkja kl. 11:00
Hallgrímskirkja kl. 11:00
Háteigskirkja kl. 11:00
Hjallakirkja kl. 13:00
Kópavogskirkja kl. 12:30
í kirkjunni
Laugarneskirkja kl. 11:00
Langholtskirkja kl. 11:00
Lindasókn Kópavogi
í sal Lindaskóla kl. 11:00
Neskirkja kl. 11:00
Óháði söfnuðurinn
annan og fjórða sunnudag
mánaðarins kl. 14:00
Seljakirkja kl. 11:00
Seltjarnarneskirkja kl. 11:00
Garðabær og Hafnarfjörður
Bessastaðasókn kl. 11:00
í sal Álftanesskóla
Vídalínskirkja kl. 11:00
Hafnarfjarðarkirkja kl. 11:00
í kirkjunni og í Hvaleyrarskóla
Víðistaðakirkja kl. 11:00
Fríkirkjan í Hafnarf irði kl. 11:00
Mosfellsbær og nágrenni
Lágafellskirkja kl. 13:00
Brautarholtskirkja Kjalarnesi
kl. 11:00
Fjölmennum á morgun.
einnig á virkum dögum fyrir eldri börn! – sjá nánar í kirkjustarfsdálki í Morgunblaðinu