Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 54
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
ÉG Á
AFMÆLI Í DAG
FYRIRGEFÐU, ÉG HAFÐI
EKKI TÍMA TIL AÐ PAKKA
ÞESSU INN
ENN
VANDRÆÐALEGT
ÞÚ
ÞARFT
ELD TIL
AÐ
GRILLA
EN
YNDISLEGUR
DAGUR
EF ÞAÐ GERIST
EKKI EITTHVAÐ
BRÁÐUM, ÞÁ
BRJÁLAST ÉG
HANN LÍTUR KANSKI
SAKLEYSISLEGA ÚT EN
HANN ER ALLTAF MEÐ
EITTHVAÐ RÁÐABRUGG
EF ÉG GÆTI BARA SÉÐ HVAÐ LEYNIST
Í HANS ILLA KOLLI
ÞAÐ VERÐUR SÝNT FRÁ
KRINGLUKASTINU KLUKKAN
ÁTTA Í KVÖLD
ÞETTA ER HREINT
HRÆÐILEG DAGSKRÁ.
HVER NENNIR AÐ
HORFA Á FULLT AF
FÓLKI VERSLA Á
METHRAÐA?
HAUSTIÐ ER
EKKI SVO SLÆMT
MAÐUR FÆR TÆKIFÆRI TIL
AÐ BYRJA UPP Á NÝTT. ÞAÐ ER
SVO MARGT SEM MAÐUR HEFUR
AÐ HLAKKA TIL
EN ÉG ER
ORÐINN
ÞREYTTUR Á
ENDURSÝNINGUM
ÉG VAR NÚ
EKKI AÐ TALA
UM SJÓNVARPS-
DAGSKRÁNA
ÉG VERÐ ALLTAF
SVOLÍTIÐ
NIÐURDREGINN Á
HAUSTIN
VEGNA ÞESS
AÐ ÞÚ ERT
FÚLMENNI
AÐEINS RÓSA GÆTI
HAFA SAGT ÞÉR ÞAÐ.
HVAR ER HÚN?
ÞETTA ER FURÐULEG LEIÐ
TIL AÐ SPYRJA SPURNINGA
HVÍ
REYNDIR ÞÚ
AÐ SNARA
MIG?
Dagbók
Í dag er laugardagur 14. janúar, 14. dagur ársins 2006
Víkverji kom heim ádögunum eftir
kvöldvakt, þreyttur og
uppgefinn, til þess
eins að komast að því
að hann gat hvergi
lagt. Hann býr í einni
af einstefnugötunum í
Hlíðunum, þar sem
ekki er reiknað með
mörgum bílastæðum,
sem er allt í lagi, þar
sem Víkverji kýs að
aka aðeins einum bíl.
Einhver nágranni
Víkverja hafði ákveðið
að halda innflutnings-
teiti og gestafjöldinn
tók upp öll laus bílastæði í Hlíðinni
hans Víkverja, svo kappinn kaus ill-
skásta kostinn og lagði uppi á gang-
stétt. Hann passaði þó að gangandi
vegfarendur fengju nóg pláss og að
enginn brunahani væri fyrir.
Daginn eftir fékk Víkverji sekt
fyrir að leggja ólöglega. Lögreglan
hafði árvökul mætt á svæðið og kom-
ið auga á lögbrot hins örmagna laun-
þega.
Víkverji hringdi í Bílastæðasjóð,
skýrði fyrir þeim stöðu mála og að
ekkert stæði hefði verið laust í göt-
unni. „Við getum ekkert gert í því ef
þú lagðir ólöglega,“ sagði konan í
símann. Víkverji spurði hvar annars
staðar hann hefði átt
að leggja, kannski
uppi í Kringlu? Þá
benti Víkverji á að
engin truflun hefði
verið af stöðu bílsins,
enda yrði oft krappt að
leggja í íbúðahverfinu.
Nei var svarið. Sendu
erindi.
Víkverji nefndi
þetta við kunningja
sinn, sem kunni mun
spaugilegri sögu.
Hann hafði verið að
aka í miðbænum og
leita að stæði. Fann
hann hvergi stæði fyrr
en hann kom að einu sem var laust
og þar var enginn stöðumælir, þótt
stöðumælar væru allt um kring.
Kunninginn lagði í stæðið og fór
sinna erinda. Þegar hann kom til
baka var komin sekt á rúðuna.
Þegar kunninginn forvitnaðist um
sektina fékk hann svarið: „Þú borg-
aðir ekki í stöðumæli.“ En það var
enginn stöðumælir, sagði kunn-
inginn. „Það átti eftir að setja hann
upp,“ sagði embættismaðurinn.
Kunninginn hváði, fékk Kafka-
kenndar hugrenningar og maldaði í
móinn. Fór að lokum alla leið með
málið og tapaði. Hann borgaði ekki í
stöðumælinn sem aldrei var.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Leikhús | Æfingar eru hafnar á nýju leikriti eftir Árna Ibsen hjá Stopp-
leikhópnum en hann fagnar 10 ára leikafmæli sínu í næsta mánuði. Vinnu-
heiti verksins er Emma og Ófeigur. Leikritið fjallar á grátbroslegan hátt um
tvö ungmenni og fjölskyldur þeirra en verkið er unnið undir áhrifum frá
Hamlet Shakespeares. Þetta er ferðasýning, ætluð unglingum í grunn- og
framhaldsskóla. Auk Árna Ibsen koma að verkinu Ágústa Skúladóttir leik-
stjóri, Guðrún Öyahals sem hannar búninga og leikmynd og leikararnir Egg-
ert Kaaber, Katrín Þorkelsdóttir og Sigurþór Albert Heimisson. Leikritið
verður frumsýnt í lok febrúar næstkomandi.
Morgunblaðið/Ásdís
Nýtt leikrit Árna Ibsens
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100.
Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Þolgæðis hafið þér þörf, til þess að þér gjörið Guðs vilja og
öðlist fyrirheitið. (Hebr. 10, 36.)