Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 39 UMRÆÐAN REYNSLAN hefur sýnt að próf- kjör verða Sjálfstæðisflokknum yf- irleitt til framdráttar. Prófkjör er lýðræðisleg aðferð til að velja fram- bjóðendur á opinn hátt samkvæmt fyrirfram settum reglum. Fólkið velur en ekki fámenn- ur hópur flokksforyst- unnar. Niðurstaðan mun því endurspegla vilja þeirra sem taka þátt og þannig styrkja flokkinn og tryggja breiða skírskotun til íbúa bæjarins. Þessi aðferð gerir þá kröfu til okkar sem tökum þátt í prófkjöri, eins og því sem fram- undan er á Seltjarnarnesi, að við etj- um kappi við félaga okkar af dreng- skap og heiðarleika. Við leggjum spilin á borðið og gerum kjósendum grein fyrir stefnu okkar og verkum og ekki síst framtíðarsýn. Fólkið ræður. Við verðum að und- irgangast að taka niðurstöðunni eins og þroskaðar manneskjur og að prófkjöri loknu standa allir sjálf- stæðismenn saman eins og einn mað- ur og takast þannig á við andstæð- inginn í kosningum að vori. Vel hefur tekist til um margt hjá okkur hér á Seltjarnarnesi á því kjörtímabili sem senn er á enda. En einnig hefur verið tekist á. Ég hygg að flestir geti tekið undir það að fjármálastjórn okkar sjálfstæðismanna hefur verið til fyr- irmyndar nú sem jafnan áður og skattlagning er hér með því lægsta sem þekkist. Þetta eru grundvall- aratriði sem við leggj- um mikla áherslu á. Þá eru hafnar fram- kvæmdir við byggingu gervigrasvallar og gagnger endurnýjun sundlaugarinnar er í gangi. Það er hins vegar engin launung á því að mjög skiptar skoðanir hafa verið um skipu- lagsmál á Seltjarn- arnesi og leiddi það til kosninga á síðasta sumri um leiðir í þeim málum. Mikilvægt er að sem best sam- staða náist meðal íbúanna um fram- tíðarskipan mála á þessu sviði sem og öðrum. Þess vegna verður að gera ráð fyrir því að frambjóðendur í prófkjöri sjálfstæðismanna á Sel- tjarnarnesi geri nú skýra grein fyrir afstöðu sinni til mikilvægra mála og ekki síður að þeir flokkar sem bjóða fram í kosningunum næsta vor geri glögga grein fyrir sinni stefnu. Kjósendur hljóta að fagna því að eiga val í prófkjöri okkar sjálfstæð- ismanna. Ég er tilbúinn að axla þá ábyrgð að veita Sjálfstæðisflokknum á Nesinu og sveitarfélagi okkar for- ystu næstu árin. Ég mun leggja megináherslu á að ná sem mestri samstöðu meðal íbúanna um skipu- lagsmálin og aðra mikilvæga mála- flokka. Þá legg ég megináherslu á að við sjálfstæðismenn stöndum saman um stefnu okkar. Flokkurinn er sameign okkar. Enginn einstaklingur er stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Prófkjör efla Sjálfstæðisflokkinn Eftir Bjarna Torfa Álfþórsson Bjarni Torfi Álfþórsson ’Ég er tilbúinn að axlaþá ábyrgð að veita Sjálf- stæðisflokknum á Nes- inu og sveitarfélagi okk- ar forystu næstu árin.‘ Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins og frambjóðandi til 1. sæt- is í prófkjöri Sjálfstæðisfélags Sel- tirninga 4. febrúar. Prófkjör Seltjarnarnes ENN á ný hélt bæjarstjórinn í Kópavogi því fram í grein hér í blaðinu í gær að kjarasamningar Reykjavíkurborgar við starfs- menn sína væru með þeim hætti að þeir sem hæst hefðu launin bæru mest úr býtum. Þessi rang- færsla Gunnars I. Birgissonar hefur þegar verið leiðrétt á opin- berum vettvangi og því hlýtur henni að vera haldið á lofti nú sök- um þekkingarleysis eða af póli- tískum hvötum. Níu af fjórtán kjarasamningum sem Reykjavíkurborg hefur gert síðustu vikur vegna ófaglærðra, tæknifræðinga, verkfræðinga, sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa og bókasafnsfræðinga, svo dæmi séu tekin, hafa tekið mið af því starfs- matskerfi sem Reykjavíkurborg og stéttarfélög borgarstarfs- manna hafa þróað síðustu ár. Helstu markmið þess kerfis eru að draga úr kynbundnum og öðr- um ómálefnalegum launamun og að hækka lægstu launin. Allir þessir kjarasamningar – en þeir ná til 96% þeirra starfsmanna sem samið hefur verið fyrir – hafa falið í sér að því hærra sem viðkomandi starf er metið, því minni er hlut- fallsleg hækkun launanna. Sé þessi staðreynd ofvaxin skilningi bæjarstjórans í Kópa- vogi tjóir e.t.v. lítið að munn- höggvast við hann á opinberum vettvangi, en fræðslufundur um starfsmatskerfið og kjarasamn- inga Reykjavíkurborgar stendur honum vitaskuld til boða. Steinunn Valdís Óskarsdóttir Bull bæjarstjórans Höfundur er borgarstjóri í Reykjavík. HEIMILIÐ er griðastaður fjölskyld- unnar. Þar eigum við flest góðar stundir, okkar bestu minn- ingar og þar safnast saman munir sem eru okkur kærir og hlutir sem eiga einhverja sögu. Eitt það erf- iðasta sem hendir fólk er að þurfa að yf- irgefa heimili sitt, óundirbúið fyrir breytingar eða af nauðsyn. Eldri borg- arar þurfa oft að yf- irgefa heimili sín mun fyrr en þörf er á. Skipulag íslensks samfélags í málefnum eldri borgara hefur ekki verið í takt við aðra stefnumótun og skipulag þar sem við kappkostum að tryggja einstaklingum val um þjónustu . Við bjóðum eldri borg- urum landsins, þeim sem byggðu grunninn undir þetta gnótta- samfélag, ekki upp á þann kost sem flestir myndu velja sér – að búa heima þegar ald- urinn færist yfir. Þau byggðu bæinn Eldri Garðbæingar ættu að fá þá þjónustu sem er í samræmi við kröfur okkar hinna. Við sem yngri erum skuldum eldra fólki í Garðabæ, sem byggði bæinn okkar og hefur lagt svo mik- ið af mörkum, að málefnum þeirra sé sinnt af myndarskap og heil- indum. Tryggja þarf viðunandi og vel skipulagða heimaþjónustu sem samhæfir félagslega þjónustu og hjúkrunarþjónustu. Að auki er mikilvægt að tryggja að í boði sé húsnæði sem hentar fólki sem vill minnka við sig. Fjölga þarf veru- lega þjónustuíbúðum, dagvistarplássum og efla þjónustu við íbúa í fjölbýlishúsum sem byggð hafa verið fyrir aldraða. Fjölga þarf hjúkrunarrýmum í bænum. Það er hlut- verk kynslóðarinnar sem nú byggir Garða- bæ að taka til hendinni og búa vel að eldri borgurum í bænum. Fjölbreytt framboð og ólíkar leiðir Til þess að tryggja að komið sé sem best til móts við þann stóra og ólíka hóp sem aldr- aðir eru tel ég lyk- ilatriði að lögð verði áhersla á fjölbreytt framboð afþreyingar og ólíkar leiðir til að uppfylla þá þjónustu sem aldraðir ættu að eiga kost á. Það má ekki gerast að öllum eldri borgurum sé boð- in einsleit þjónusta eins og gefið sé að allir þeir ólíku einstak- lingar sem byggðu landið velji sömu kosti. Eldri borgarar eru einstaklingar eins og þeir sem yngri eru. Við erum öll mikil- vægir þátttakendur í samfélaginu sama á hvaða aldri við erum. Garðabær á að tryggja val fyrir alla aldurshópa. Allir aldurshópar eigi val um þjón- ustu í Garðabæ Eftir Ragnhildi Ingu Guðbjartsdóttur Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir ’Skipulag ís-lensks sam- félags í mál- efnum eldri borgara hefur ekki verið í takt við aðra stefnu- mótun og skipu- lag þar sem við kappkostum að tryggja ein- staklingum val um þjónustu.‘ Höfundur er frambjóðandi í 2.–3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Prófkjör Garðabær Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00r f í i i .i i : f t kl. : : lau ar a a kl. : :00 Fyrir enn lengra komna. 2.790.000,-* Glænýr Saab Beinskiptur SAAB 9-3 á 2.290.000 kr. er uppseldur eins og er. Erum að bæta á biðlistann. 9-3 línan frá SAAB hefur slegið í gegn á Íslandi. Við kynnum nú kröftugri meðlim fjölskyldunnar: SAAB 9-3 Turbo. Kraftmeiri, sjálfskiptur og á ótrúlega skynsamlegu verði. Prófaðu SAAB 9-3 Turbo í dag. * Skynsemin hefur aldrei verið skemmtilegri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.