Morgunblaðið - 14.01.2006, Síða 38

Morgunblaðið - 14.01.2006, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ sakar mig um að vera bergmál af gamalkunn- ugum hræðsluáróðri varðandi frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur og talar um skort á sjálfstrausti. Þegar Morgunblaðið studdi fjöl- miðlafrumvarpið var það þá út af skorti á sjálfstrausti? Ég er fylgjandi frelsi í viðskiptum ekki á kostnað neins heldur öllum til hagsbóta og þar sem samkeppn- isreglum og ákvæðum um jafnræði er fylgt. Á meðan við getum t.d. ekki tryggt jafn- ræði í anda stjórn- arskrárinnar hér hjá á Íslandi né fylgt eftir reglum um samkeppni hér heima, hvað höfum við þá að gera inn á alþjóðlegan markað frjálsra viðskipta. Er eitthvað til sem er frjáls viðskipti eða hver er skilgreiningin á frjálsum við- skiptum? Eftir ráðstefnu WTO í Hong Kong, þar sem engar umferð- areglur hafa verið samþykktar um alþjóðleg viðskipti með landbún- aðarvörur, hljóma kröfur hér heima um slík viðskipti eins og ótrúlegur barnaskapur. Nýsjálendingar eru alltaf teknir sem dæmi, þar sem afnám á land- búnaðarstyrkjum hefur heppnast vel og einnig sem fyrirmynd um frjáls viðskipti með landbúnaðar- vörur. En hver hefur farið í saum- ana á því máli? Hvað með víkjandi lán sem þar tíðkast og hvernig er rekstrarumhverfið, skattaívilnanir og rekstrarformið í landbúnaðinum? Hverjir aðrir hafa farið þessa leið? Ef engir aðrir hafa farið sömu leið og þeir, hvers vegna ekki? Ég hvet reyndar Bændasamtökin og hagfræðinga Háskólans til að skoða sameiginlega hvað gerðist ná- kvæmlega hjá Nýsjálendingum og kanna hvað við getum lært af þeim. Skortur á sjálfstrausti hefur ekk- ert með það að gera að vilja fara varlega varð- andi frjáls viðskipti með landbúnaðar- vörur. Menn verða að vinna sína heimavinnu, ann- að er óskynsamlegt og líkist frekar rússneskri rúllettu og eftir því sem ég best veit þá snýst þátttaka í þeim leik ekki um sjálfs- traust heldur afar- kosti. Ofdirfska hefur orð- ið hlutskipti margra hetja í íslensk- um fornsögum öðru nafni ofmetn- aður. Sá ofmetnaður varð til þess að mörg hetjan var klofin í herðar nið- ur. Þeir sem starfað hafa í sam- keppnisumhverfi vita að ofmetn- aður, dramb og yfirlæti er stór- hættulegt og leiðir alltaf til ófarnaðar fyrr eða síðar. Í samkeppni undirbúa menn sig vel og rækilega, skoða alla kosti og alla galla. Þannig skapar maður jarðveg fyrir dirfsku og áræði. Mik- ilvægt er að samkeppnisreglur séu settar þannig að jafnræðis sé gætt. Það er heimskulegt að hlaupa út á völl frjálsra viðskipta þegar allar þjóðir, nema kannski þróunar- löndin, standa gráar fyrir járnum höggvandi í allar áttir. Það liggur ekkert fyrir enn þá eftir hvaða reglum á að fara varðandi þessi við- skipti. Það eina sem allir hafa sam- þykkt á síðasta fundi WTO er að leggja niður útflutningsstyrki fyrir árið 2013 sem er fyrir löngu búið að gera hér. Öll önnur ágreiningsefni verða í úrvinnslu á næstu mán- uðum. Það er ótrúlegt hvað sumir eru auðtældir hvað snertir frjáls við- skipti og tilbúnir að fórna miklu fyrir lítið, allt fyrir skammtíma- hagnað. Enn þá eiga þeir sem láta hvað hæst eftir að svara spurningum Haraldar Benediktssonar, formanns Bændasamtaka Íslands, og Ernu Bjarnadóttur, forstöðumanns fé- lagssviðs Bændasamtakanna, hvers vegna verð á vörum eins og brauði og kornvöru sem eru tollalausar hér, er 67% hærra á Íslandi en í Evrópusambandinu árið 2003. Einn- ig hvers vegna verð á sykri og súkkulaði og sælgæti reyndist 61% hærra á sama vettvangi. Hér á landi telur síðan hluti há- skólaumhverfisins með versl- unarráð í fararbroddi að tími sé kominn til að taka upp frjáls við- skipti með landbúnaðarvörur að öllu leyti. Því má líkja við loftfimleika án öryggisnets þar sem þú veist ekki, þegar þú ert í lausu lofti, hvort ein- hver ýtir til þín rólu. Hagfræðingar kvarta yfir óhóf- legum greiðslum til landbúnaðar en á sama tíma telja þeir að í nýjum samningi mjólkurframleiðenda sé ekki nægilegur hvati til að stækka búin. Þó er sá fræðilegi möguleiki fyrir hendi samkvæmt samningnum að einn bóndi framleiði upp í allan mjólkurkvótann. Hann fengi þá í beingreiðslur 4,5 milljarða. Ef það er ekki nægilegur hvati til að stækka, hvað vilja menn þá, 8 millj- arða? Á maður að treysta hagfræð- ingum hjá íslenskum háskólum þeg- ar þeir tjá sig um þessi mál? Ég auglýsi eftir fleiri röddum en hagfræðinga úr háskólaumhverfinu varðandi alþjóðleg viðskipti. Ég hef það á tilfinningunni að í formúlur hagfræðinga vanti oft tákn fyrir sið- ferði, lífsgæði af ýmsum toga, menningarverðmæti svo eitthvað sé nefnt. Ég tala nú ekki um það merkilega fyrirbrigði sem er óæski- leg hegðun manna í viðskiptum sem Sigurður G. Guðjónsson fjallaði um í Blaðinu 4. janúar 2006. Sigurður Nordal hafði pláss fyrir vandræðamenn í sínum kenningum. Hann sagði að vandræðamenn hefðu það hlutverk að reyna á þan- þol samfélagsins siðferðilega og lagalega. Hvert er táknið fyrir græðgi í formúlum hagfræðinga? Samkeppni og frjáls viðskipti eru í sjálfu sér góð fyrirbæri. Látum þessi hugtök ekki verða að blindum átrúnaði einstakra hópa sem vilja nota frjáls viðskipti mest til eigin ávinnings og um leið gera aðför að öðrum hópum samfélagsins. Rjúfum ekki stjórnarskrána, lát- um samkeppni og frjáls viðskipti vera tæki til að ná fram góðum markmiðum fyrir allt samfélagið. Skortur á sjálfstrausti hjá bændum Kristinn Björnsson svarar Staksteinum varðandi viðskipti með landbúnaðarvörur ’Skortur á sjálfstraustihefur ekkert með það að gera að vilja fara var- lega varðandi frjáls við- skipti með landbún- aðarvörur.‘ Kristinn Björnsson Höfundur er bóndi á Arnarhóli. ÞESSI upphrópun var slagorð áhrifamikilla auglýsinga frá Umferð- arráði sem birtar voru í sjónvarpi ekki alls fyrir löngu. Þær greindu frá lítilli sögu tveggja félaga sem fóru saman út á lífið og end- aði með þeirri skelfingu að annar ók drukkinn heim og varð vini sín- um að bana þegar hann ók á hann gangandi yfir Fríkirkjuveginn. Oft er sagt að það þurfi ein- hver að deyja, til að nauðsynleg breyting eigi sér stað. Stundum virðist það þó ekki duga til. Við stöndum frammi fyrir því núna, þegar rit- stjórar DV standa blá- kalt við sín orð og segjast ekki ætla að breyta vinnubrögðum sínum, að maður svipti sig lífi í kjölfar sögu- sagna – sem þeir kalla fréttir og birt- ar voru í blaði þeirra. Ritstjórarnir endurtaka það í sífellu að þeir hafi sannleikann í öndvegi í þágu hins al- menna borgara. Hins vegar er eini sannleikurinn sá að sögusagnir voru á kreiki. Inntak fréttarinnar; „að maður hefði framið glæp“, var ekki byggt á óyggjandi sönnunum og er fullyrðingin þar af leiðandi slúður, en ekki frétt. Í viðræðum hafa þeir beitt fyrir sig útúrsnúningi og rökleysum á borð við það Thelma Ásdísardóttir hefði ekki getað skrifað bók sína undir eigin nafni og nafngreint þá sem að hennar máli komu, nema fyr- ir þeirra tilstilli og brautryðj- endastarf þeirra í að nafngreina meinta brotamenn. Ekki skil ég hvað ritstjórinn meinti með þessum orð- um; að Thelma hefði ekki getað það. Þó svo tímaröðin hafi verið á þá leið að þeir hafi rutt brautina með frétta- flutningi sem er á engan hátt siðferð- islega verjandi og um- rædd bók verið skrifuð eftir það er auðvelt að vefengja að beint or- sakasamband sé þar á milli. Ekki má heldur gleyma að lífsreynslu- sögu, skrifaðri frá eigin brjósti, er alls ekki hægt að líkja við full- yrðingar fréttamiðils. Annar útúrsnún- ingur var á þá leið að aðrir fjölmiðlar hefðu nú borið þá saklausa röngum sökum, þegar gripið var til þess orðalags að þeir bæru ábyrgð á dauða þessa manns. Ritstjóri tók það fram í viðtali að engin húsleit hefði verið gerð hjá honum í tengslum við morðrannsókn. Með þessum orðum er ekki verið að gera annað en að hæðast að þeim hörmulega sannleika að ærumeiðing var framin á það fólskulegan hátt að sá sem varð fyrir henni gat ekki hugsað sér að lifa með henni og sá ekki aðra leið út en að taka eigið líf. Maður veltir því fyrir sér hvort svör ritstjóranna séu aðeins veik hálmstrá; þeir hreinlega þori ekki að draga í land og viðurkenna að þeir hafi breytt rangt. Eða hvort þarna sé á ferðinni hrein og klár mannvonska og nautn í því að kvelja aðra. Þegar DV fór fyrst að hafa þá al- mennu reglu að engu að manneskja sé saklaus uns sekt er sönnuð, og krossfesta menn vinstri hægri á for- sendum sögusagna varð uppi mikill fótur og fit í samfélaginu. Heitar um- ræður spruttu um að nú væri gengið of langt og vinnubrögðin væru fyrir neðan allar hellur. En þegar sama vitleysan er endurtekin nógu oft verður hún að viðteknu normi. For- síðufrétt DV að þessu sinni var ekk- ert nýstárleg en atburðurinn í kjölfar hennar kom umræðunni aftur af stað. Ef til vill hef ég engu nýju við að bæta með þessu innleggi, en von- andi er eins farið með boðskapinn og vitleysuna; að sé hann nógu oft færð- ur fram verði hann að viðteknum sannleika. Allir sem bornir hafa verið rangri sök eða þurft að súpa seyðið af kjaftasögu, þótt ekki sé nema bara ómerkilegri, þekkja sársaukann sem því fylgir. Því er sorglegt til þess að hugsa að hætt er við að þessi sorg- arviðburður, sem nú hefur átt sér stað, verði þegar upp er staðið hin ágætasta auglýsing fyrir DV. Að nú fussi fólk og fordæmi miðilinn út á við en síðan laumist hver Gróan í sínu horni til að glugga í blaðið og sjá hvort þar leynist eitthvað nýtt og krassandi í þjóðarumræðuna. … Enginn taki eftir því þótt ég kaupi mér eitt eintak … Minnumst þess að það erum við lesendurnir sem stjórn- um því hvort viðteknar vinnuvenjur þessa umrædda miðils fái að haldast óbreyttar. Það hættir enginn að brenna nornir fyrr en við hættum að sópast í kringum bálköstinn til að fá að fylgjast með. Þótt sagt sé að for- vitnin hafi drepið köttinn þarf hún ekki að verða okkar eigin siðferð- isvitund að falli. Við, sem kaupendur, berum siðferðislega ábyrgð á frétta- umfjöllun samfélagsins ekki síður en þeir sem fréttirnar skrifa. „Hvað þarf til að stoppa þig?“ Klara Helgadóttir fjallar um ritstjórnarstefnu DV ’Minnumst þess aðþað erum við lesend- urnir sem stjórnum því hvort viðteknar vinnuvenjur þessa umrædda miðils fái að haldast óbreyttar.‘ Klara Helgadóttir Höfundur er nemi í félags- og fjöl- miðlafræði við Háskóla Íslands. Í MORGUNBLAÐINU í gær birtist grein undir heitinu Vont vatn í góðum bæ. Þar sem bæði heiti greinarinnar og innihald hennar lýsa gæðum neysluvatns og starfsemi Vatns- veitu Garðabæjar á alrangan hátt, verður ekki undan því vikist að leiðrétta helstu rangfærslurnar. Vatnsveita Garða- bæjar þjónar allri íbúðabyggð í Garða- bæ auk Sveitarfé- lagsins Álftaness. Vatnsveitan fram- leiðir um 1.300.000 tonn af vatni árlega, en þar af eru seld um 200.000 tonn til Orkuveitu Reykjavík- ur, sem nýlega keypti Vatnsveitu Álftaness. Vatns- veitan var með fyrstu vatnsveitum á land- inu, sem komu á innra eftirliti og fékk staðfestingu Heil- brigðiseftirlits Hafn- arfjarðar- og Kópa- vogssvæðis fyrir því. Er Vatnsveitan rekin undir eft- irliti Heilbrigðiseftirlitsins eins og allar vatnsveittur, enda teljast þær vera matvælafyrirtæki. Í ofangreindri grein er talað um vont vatn, sem virðist samkvæmt greininni byggjast á því, að í vatn- inu mælist nítrat. Með hliðsjón af reglum Evrópu- sambandsins, sem einnig gilda hér á landi, er nítratmagn í neyslu- vatni í Garðabæ um 4% af leyfðu hámarksmagni. Það er því fjarri öllu lagi að tala um vont vatn eða mengun. Í öllu neysluvatni er að finna ýmiss konar efni, bæði skað- leg og óskaðleg. Aðalatriðið er auðvitað í hve miklu magni efnin eru. Sem dæmi má taka, að í neysluvatni mælast þungmálmar, sem í til- teknu magni eru skað- legir. Magn þung- málma er í nokkrum tilvikum mun lægra hjá Vatnsveitu Garða- bæjar en í neysluvatni frá Orkuveitu Reykja- víkur, en eigi að síður dettur engum manni í hug að fullyrða, að Orkuveitan selji vont vatn, því að magn þessara efna hjá báð- um veitum er óralangt frá leyfilegum mörk- um. Á undanförnum ára- tugum hefur verið unnið að mikilli upp- byggingu og hagræð- ingu hjá Vatnsveit- unni. Framleiðslukostnaður á vatni er um þriðj- ungur til fjórðungur af því, sem kosta myndi að kaupa vatn frá nágrannasveit- arfélögunum. Þrátt fyrir um 50% fjölgun íbúa á 20 árum hefur vatnstaka í vatns- bólunum stórminnkað. Vatnsbólið í Dýjakrókum er því gullnáma og perla, sem leitast á við að varðveita eins lengi og unnt er. Þar er framleitt hágæðavatn, sem flestar vatnsveitur í heim- inum væru stoltar af. Gott vatn í Garðabæ Gunnar Einarsson svarar grein Auðar Hallgrímsdóttur um vatnsveitumál í Garðabæ Gunnar Einarsson ’Á undanförn-um áratugum hefur verið unnið að mikilli upp- byggingu og hagræðingu hjá Vatns- veitunni.‘ Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.