Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ég bý nú í Berlín, nánar til-tekið í Prenzlauer Berg-hverfinu sem eitt sinn lá fyrir austan múr. Eftir fallið var hverfið hertekið af námsmönnum, listamönnum og framsæknum veit- inga- og kaffihúsaeigendum. Hvergi í Evrópu er eins há fæðing- artíðni en annar hver íbúi er með kornabarn í fanginu að því er virð- ist. Þetta er „hipp og kúl“ hverfi eins og sagt er og stemningin er afslöppuð þrátt fyrir gríðarlega gerjun á sviði lista og menningar. Andinn er þannig að það er engu líkara en að smá Kristjaníukryddi hafi verið stráð yfir Bankastrætið og upphaf Laugavegarins, þar sem 101 gengið heldur sig. Hér er gott að búa.    Á móti húsinu sem ég bý í erMenningarbruggverksmiðjan (Kulturbrauerei). Um er að ræða gamla bruggverksmiðjusem sem hefur verið breytt í lista- og menn- ingarmiðstöð, með veitingastöðum, galleríum, klúbbum, börum, búð- um og bíói. Þessi starfsemi snýr að risastóru porti sem verksmiðjan hlykkjast um og þar er indælt að spranga um. Um jólin fer svo í gang jólamarkaður í portinu, Lús- íumarkaður að skandinavískri fyr- irmynd. Hægt er að kaupa sænskt jólaglögg og fara í finnskt ferða- sána! Ég féll fyrir þessum markaði og fór þangað eins oft og ég gat um jólaleytið og jólastemningin hjá litlu fjölskyldunni minni var orðin gríðarleg. Berlín var líka öll orðin einstaklega jólaleg, kynstrin öll af skrauti úti um allt og jóla- markaðir í viðlíka magni. Einhverju sinni var ég í mark- aðnum og var við það að fara tygja mig er ég kom auga á mann sem var alveg einstaklega kunn- uglegur. Kom honum þó ekki fyrir mig. Slánalegur og kom hjólandi með litla dóttur sína með sér. Íklæddur dálítið svölum vetr- arstígvélum. Dóttir hans var á bleiku hjóli, ætli hún hafi ekki ver- ið um fjögurra ára. Ég rýndi meira á þennan mann. Gat þetta verið? Var þetta hann? Var þetta Oliver Riedel, bassaleik- arinn í Rammstein? Þannig er mál með vexti að ég tók viðtal við Oliver er hann kom til Íslands árið 2001 nokkru áður en sveitin hélt eftirminnilega tón- leika í Höllinni þá um sumarið. Tvífyllti hana og var á vörum og í eyrum allra landsmanna bæði fyrir og eftir tónleika. Það að hafa talað við hann áður veitti mér þann styrk að ganga upp að honum og kynna mig en ég var ansi tvístíg- andi með hvort ég ætti að láta skeika að sköpuðu. En það stóð heima, þetta var hann. „Oliver?“ spurði ég og hann svaraði stutt- lega já, en nokkuð til baka. „The bass player from Rammstein?“ hélt ég áfram og hann játti því líka. Til að slá á spennuna kynnti ég mig óðar sem blaðamann frá Ís- landi og sagði honum frá því að ég hefði hitt hann forðum daga. Svo hann héldi nú ekki að hann væri að hitta einhvern forfallinn, snar- bilaðan aðdáanda (sem ég er reyndar, svona meira og minna). Við áttum stutt og ansi vand- ræðalegt spjall, yfirborðslegt hjal um nákvæmlega ekki neitt. Ég sagði honum að Rammstein væri frábær sveit og óskaði honum til hamingju með nýju plötuna (sem mér finnst ekkert sérstök). Oliver virtist ansi feiminn en í ljós kom að hann býr í sama hverfi og ég. Kannski hefur hann búið hér alla tíð en Rammstein er austur-þýsk sveit. Við kvöddumst með því að segja að kannski myndum við rek- ast hvor á annan aftur. Ég ljóm- aði, eins og jólaljósin á mark- aðnum.    Ég rauk óðar í farsímann ogsendi smáskilaboð á nokkra nána vini. Mér fannst þetta ótrú- legt, alveg stórmerkilegt og svör vina minna voru með svipuðum hætti. Ég meina, bassaleikarinn í Rammstein! Hvaða öfl eru þetta sem gera það að verkum að maður upp- veðrast allur þegar maður sér frægt fólk sem maður hefur mæt- ur á? Og finnst eins og maður þurfi að tala við það? Því að oftast verður maður fyrir vonbrigðum, maður stígur yfir einhverja línu og í flestum tilfellum er fórn- arkostnaðurinn einfaldlega of mik- ill. Jah Wobble, fyrrum bassaleik- ari P.I.L., var einhverju sinni spurður um hvort hann hefði ein- hvern tíma kynnst Ian Curtis, söngvara Joy Divison, vel. Svarið var á þessa leið: „Þú vilt ekki vita hvort hetjurnar þínar eru andfúlar eður ei.“ Ég ætla samt að heilsa Oliver þegar ég sé hann næst. Þegar ég hitti bassaleik ’Hvaða öfl eru þettasem gera það að verkum að maður uppveðrast allur þegar maður sér frægt fólk sem maður hefur mætur á?‘ AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ ER TIL STAÐUR ÞAR SEM SJÚKUSTU FANTASÍUR ÞÍNAR VERÐA AÐ VERULEIKA! eeee Ó.Ö.H. / DV Stranglega bönnuð inn BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5 og 10 B.I. 12 CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 2, 4, 6 og 8 HOSTEL kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 16 HOSTEL Í LÚXUS kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 B.I. 16 BROTHERS GRIMM kl. 2, 8 og 10.30 B.I. 12 ÁRA LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 6, 8 og 10 B.I. 14 ÁRA THE FAMILY STONE kl. 2 og 4 DRAUMALANDIÐ kl. 2 og 4 Eins og það sé ekki nóg að ala upp 12 börn Prófaðu að fara með þau öll í fríið! Sprenghlægilegt framhald. Steve Martin fer enn og aftur á kostum! Ein magnaðasta mynd ársins eee D.Ö.J. / Kvikmyndir.com Epískt meistarverk frá Ang Lee VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM**** JUST FRIENDS kl. 10 B.I. 12 ÁRA CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 2, 4, 6 og 8 HOSTEL kl. 8 LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 6 B.I. 14 ÁRA DRAUMALANDIÐ kl. 2 BROTHERS GRIMM kl. 3.45 N ý t t í b í ó Upplifðu ástina og kærleikann JUST FRIENDS FEITASTI GRÍNSMELLUR ÁRSINS! 7Golden Globe tilnefningarm.a. besta mynd, besti leik-stjóri og besti leikari Hlaut Gullna ljónið sem besta mynd ársins 2005 á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Valin besta mynd ársins af bandarískum Gagnrýendum (Critics´ Choice)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.