Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 43 MINNINGAR ✝ Helgi Runólfs-son fæddist á Gljúfurá í Borgar- firði 10. júní 1924. Hann lést á heimili sínu 5. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Runólfur Eyjólfsson, f. 24. júní 1889, d. 29. janúar 1947, og Sigríður Magný Ingjaldsdótt- ir, f. 16. ágúst 1888, d. 15. febrúar 1972. Systur Helga eru Jó- hanna Árný, f. 2. jan- úar 1921, d. 16. september 2004 og Laufey Karitas, f. 11.desember 1926.Hinn 12. september 1954 kvæntist Helgi Gunnfríði Ólafs- dóttur, f. í Reykjavík 11. ágúst 1928. Börn þeirra eru: 1) Særún, f. 1.september 1954. Giftist Jóhanni Bjarna Hjörleifssyni. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Birgitta, f. 1979, sambýlismaður Reynir Jón- asson, dóttir þeirra er Emilía, f. 2005. b) Margrét Helga, f. 1980, sambýlismaður Tómas Oddur Hrafnsson. c) Friðrik Þór, f. 1985. 2) Ólafur, f. 27. apríl 1957, maki Sigríður Ingibjörg Karlsdóttir, f. 1958. Börn þeirra eru Gunnfríður, f. 1987, Elfar Már, f. 1991, og Styrmir Már, f. 1992. Dóttir Sigríð- ar er Berglind Ólöf, f. 1978. 3) Hrönn, f. 4. mars 1961, maki Indriði Jósafatsson, f. 1960. Börn þeirra eru: a) Íris, f. 1984, sambýlismaður Pét- ur Már Sigurðsson, b) Rósa Kristín, f. 1989, og c) Árný Inda, f. 1991. 4) Frið- borg, f. 7. desember 1963, maki Árni Guðmundsson, f. 1962. Börn þeirra eru Sindri Snær, f. 1997, og Sandra Björt, f. 2000. Helgi ólst upp á Ferjubakka fyrstu árin og síðar á Beigalda í Borgarhreppi þar til hann fluttist í Borgarnes 1947. Hann hóf störf hjá Kaupfélagi Borgfirðinga 1946 og starfaði hjá félaginu til ársins 1981, og frá 1975 sem stöðvarstjóri bifreiðastöðvar KB. Árið 1981 hóf hann störf hjá Mjólkursamlagi Borgfirðinga og starfaði þar til ársins 1994 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Helgi og Gunn- fríður bjuggu lengst af á Borgar- braut 35, en síðustu 2 árin í Ána- hlíð 12 í Borgarnesi. Útför Helga fer fram frá Borg- arneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Helgi afi, það er svo skrítið að skrifa þessa litlu grein til þín, við sem áttum eftir að okkur finnst núna svo mikið að segja og gera saman sumar jafnt sem vetur með þér. En svona er jú lífið. Víst er þetta það eina á æviskeiðinu sem við öll get- um gengið að sem vísu að fyrir okkur eigi eftir að liggja að fara til þín, góði guð, þegar kallið kemur. Afi, þú sagðist vera heppinn, að hafa átt góða og gæfuríka ævi með okkur öllum og við trúum því og met- um mikils núna að hafa átt þig að í mörg skemmtileg ár með okkur. En ekki hvarflaði það allavega að okkur afastelpunum þínum að Kjart- ansgötu 12 þegar við vorum öll saman í jólaboðinu hér á jóladag um daginn að næst þegar við kæmum saman yrði það til að minnast þín. Þegar við syst- urnar fengum þessar fréttir frá mömmu og pabba, í morgunsárið í síðustu viku, að þú værir dáinn, þá vissum við ekki hvernig við áttum að bregðast við og líklega er það alltaf svona mikið högg þegar einhver miss- ir einhvern náinn sem manni þykir virkilega vænt um, hvernig sem það ber að og hver sem aldurinn er, alltaf hlýtur þetta að vera jafn sárt og mikil eftirsjá. Það er langt síðan við systurnar höfum misst einhvern náinn frá okkur og síðustu daga höfum við séð hlutina í allt öðru ljósi. Okkur þótti svo vænt um þitt skemmtilega bros, þína góðu og kæt- andi kímni, vandvirkni í öllu starfi svo og vönduðu handverki í seinni tíð og yfirleitt allt það sem þú tókst þér fyrir hendur. Og þegar við svo sáum hve þú ljómaðir þegar þú hélst á henni Emil- íu litlu, fyrsta barnabarnabarninu þínu, þér fannst hún svo falleg, þá sáum við og skildum með eigin augum hve þú gladdist innilega þegar fjöl- skyldan þín stækkaði. Við komum til með að minnast með söknuði samvista við þig, sumarfría og ferðalaganna saman. Það verður skrítið að koma í Ána- hlíðina til ömmu og sjá þig ekki í lazy- boy stólnum þínum í stofunni. Við þökkum fyrir allar góðu stundirnar með þér, elsku afi. Það er erfitt að kveðja þá góðu. Íris, Rósa Kristín og Árný Inda. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. (Úr Hávamálum.) Helgi Runólfsson bifreiðastjóri hefur kvatt þennan heim eftir erfið veikindi undanfarinna ára. Á kveðju- stund streyma minningar æskuár- anna fram sem ylja um hjartarætur og á Helgi mágur minn þar stóran þátt. Ég minnist hans fyrst þegar hann og hálfsystir mín hún Gógó, þá nýgift, komu með nýfædda dóttur sína, Sæ- rúnu, til okkar á Bragagötuna í september árið 1954. Ekki kom annað til greina en að ljósmóðirin væri Mostan okkar hún Guðrún Halldórs- dóttir föðursystir, sem á þeim tíma rak fæðingarheimili við Rauðarárstíg hér í Reykjavík. Helgi var um árabil bifreiðastjóri hjá Kaupfélagi Borgfirðinga og hélt uppi vöru- og farþegaflutningum milli Reykjavíkur og Borgarness. Hann ók annan hvern dag, allt árið um kring, til Reykjavíkur. Því var hægur vandi fyrir mig að skreppa í Borgarnes hve- nær sem tækifæri gafst, enda þótt leiðin fyrir Hvalfjörð væri kvíðvænleg á þeim tíma fyrir borgarbarnið. Traustvekjandi og hlýlegt yfirbragð Helga varð til þess að mjór vegurinn með bröttum brekkum, hlykkjum og einbreiðum brúm varð sem beinn og breiður vegur með öruggum höndum hans á stýri. Ég var svo heppin að fá að dvelja í Borgarnesi tvö sumur á sjötta ára- tugnum við að gæta elstu barna þeirra hjóna og er sá tími dýrmætur í minningunni. Borgarnes var í mínum huga ævintýraveröld þar sem álfar bjuggu í klettum og sagan af Agli Skallagrímssyni lifnaði við. Ég minn- ist þess að Helgi talaði aldrei niður til mín sem krakka heldur við mig eins og fullorðna manneskju. Mér var falin ábyrgð sem fólst m.a. í því að sjá um að fóðra hænurnar á Gunnlaugsgöt- unni, sækja heimsins besta skyr og mjólk í brúsa í Mjólkursamlagið og ýta barnavagninum heim upp háar brekkurnar sem lágu að gamla hús- inu sem stóð við hlið kirkjunnar. Helgi var hljóðlátur maður en með hárfínan húmor sem naut sín vel við eldhúsborðið þar sem hann kveikti í pípu sinni og ræddi málin, enda með ákveðnar skoðanir á flestum málum. Gestrisnara heimili er vandfundið og hlýlegt og notalegt viðmót þeirra hjóna varð til þess að gestagangur var mikill og voru allir velkomnir hvort heldur var á Gunnlaugsgötuna, Borgarbrautina eða nú síðustu tvö ár- in í Ánahlíðina. Aldrei var farið vestur eða norður í land án þess að koma við í Borgarnesi og þá skipti ekki máli hversu margir samferðamennirnir voru, allir voru velkomnir. Ófáir vinir okkar hjóna hafa komið með seinni árin á heimili þeirra og minnast gest- risni og góðra veitinga sem húsmóð- irin bar fram enda engum í kot vísað á þeim bænum. Einnig var ættfræðin stór þáttur í umræðum því þau hjónin voru ættfróð með afbrigðum og þekktu vel til á Vesturlandi. Helgi naut sín vel við garðyrkju í sumarbústaðarlandi sínu og við heim- ilið á Borgarbrautinni þar sem trjá- gróðurinn í dag ber handbragði hans og alúð fagurt vitni. Ekki var komið að tómum kofanum hjá Helga þegar leitað var ráða við gróðursetningu græðlinga við mismunandi aðstæður. Einnig stundaði hann laxveiðar þegar tækifæri gafst. Fyrir tveimur árum fluttu þau hjónin heimili sitt um set þegar þau fengu húsnæði við hlið Heilsugæsl- unnar í Borgarnesi. Enda þótt hús- næðið væri minna var hjartarýmið það sama. Síðustu árin hafa verið Helga erfið en veikindum sínum mætti hann með æðruleysi. Þegar kom að þeim tímamótum að nauðsyn- legt var jafnvel að flytja til Reykjavík- ur til að eiga hægara um vik vegna meðferðar við nýrnasjúkdómi, kaus hann að dvelja á heimili sínu og stýra meðferðinni sjálfur með góðri aðstoð frá heilsugæslunni. Tók sú meðferð jafnvel nokkrar klukkustundir á dag. Við svo snöggt fráfall Helga er það huggun harmi gegn að hann fékk að halda jólin í faðmi eiginkonu, barna, tengdabarna og barnabarna sem nú sjá á eftir elskulegum eiginmanni, föður, tengdaföður og afa sem um- vafði þau með elsku sinni alla tíð. Elsku Gógó og fjölskylda. Ég bið góðan guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Blessuð sé minning Helga Runólfssonar. Erla Ólafsdóttir. HELGI RUNÓLFSSON ✝ Svanlaug Pét-ursdóttir fædd- ist á Siglufirði 20. júní 1921. Hún lést 5. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Pétur Jóhannesson, f. 23.12. 1884, d. 21.11. 1930, og Stef- anía Þorláksdóttir, f. 5.1. 1902, d. 17.8. 1991. Systur Svan- laugar voru Elín- borg Margrét Pét- ursdóttir, f. 9.4. 1927, d. 14.2. 1989, og Anna Pál- ína Þórðardóttir, f. 8.4. 1935. c) Ingvi Þór, f. 23.7. 1957, maki Arnrún Antonsdóttir, f. 24.9. 1958, börn þeirra eru Anton Líndal, f. 23.2. 1978, Þórður, f. 2.9. 1979 og Svanlaug, f. 28.6. 1981. Dóttir Sig- fúsar frá fyrra hjónabandi er Bogga, f. 28.10. 1937. Barna- barnabörn Svanlaugar eru fimm. Á yngri árum vann Svanlaug við síldarsöltun á Siglufirði og einnig við sjúkrahúsið þar. Með fram húsmóðurstörfum starfaði hún sem ráðskona í rafveituflokkum sem Sigfús maður hennar rak til margra ára. Seinni ár stundaði hún verslunarrekstur í Reykjavík og á Sauðárkróki. Eftir lát Sigfús- ar hélt Svanlaug heimili með Ingva og Arnrúnu. Dvaldi á Hrafnistu í Hafnarfirði síðustu ár- in. Útför Svanlaugar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hinn 10. febrúar 1945 giftist Svanlaug Sigfúsi Sigurðarsyni frá Nautabúi í Skagafirði, f. 18.10. 1910, d. 14.8. 1988. Börn þeirra eru: a) Sigurður Sigfússon, f. 2.11. 1947, maki Ingibjörg Hafstað, f. 19.4. 1951, sonur þeirra er Jón Árni, f. 25.6. 1972. b) Stef- anía, f. 14.3. 1949, maki Snorri Jó- hannsson, f. 17.1. 1945, börn þeirra eru Sigfús, f. 22.4. 1968 og Lilja María 5.4. 1973. Látin er Svanlaug tengdamóðir mín góða, eftir erfið veikindi síðustu mánaða. Ég trúi því að hún hafi orðið hvíldinni fegin og það er svo sárt fyrir ástvini sjúkra að ganga þann veg til enda með sínum nánustu. Ég hef oft hugsað um lífshlaup Svönu, einkum undanfarna mánuði, hvort það hafi orðið eins og hún sá það fyrir sér sem ung stúlka full af bjartsýni og vonum. Enginn getur valið sér vegferð né hlutskipti í lífinu, svo mikið er víst. Hlutverk Svönu varð umfram annað að þjóna og að- stoða aðra á ýmsa lund. Báðar systur hennar voru fatlaðar og þetta var fyr- ir daga félagsþjónustunnar þannig að hún tók að sér að styðja þær og heim- ili móður sinnar og stjúpa og síðar bættust Sigfús og börnin þeirra í þann hóp. Sú aðstoð var veitt af fús- um vilja og elskusemi og reyndist Svana systrum sínum alla tíð sem önnur móðir. Á fá heimili hef ég kom- ið þar sem ríkti meiri gleði og ein- drægni og eru minningar mínar frá samverustundunum á Skagfirðinga- braut 9 meðal minna kærustu og lær- dómsríkustu í lífi mínu. Barnabörnin öll nutu gæsku henn- ar í ríkum mæli og voru í gæslu hjá henni og undir hennar verndarvæng fram eftir öllum aldri og átti hún stór- an þátt í uppeldi þeirra og þroska. En svo kom reiðarslagið þegar elsku tengdapabbi missti heilsuna einmitt á þeim tíma þegar þau sáu hilla undir verklok og hagfelldari tíma. Þá kom enn og aftur í hennar hlut að vera sú hugrakka og sterka. Hún annaðist Sigfús sinn af alúð og elsku í 14 ár, aldrei æðruorð né uppgjöf. Allt sem Svana gerði það gerði hún vel. Heimilið ævinlega fínt og fágað, gestrisni og greiðasemi í fyrirrúmi og snilld hennar í matargerð var einstök og ég veit að margir höfðu á henni sannkallaða matarást. Þeir voru held- ur ekki fáir sem hún eldaði ofan í öll þessi ár, t.d. árin sem Sigfús hélt úti raflínuflokkunum. Þeirra ára minnt- ist hún af mikilli gleði og stolti. Svana var skaprík kona og föst fyrir ef því var að skipta. Hún var glaðsinna og skemmtileg og naut samvista við ann- að fólk og ekki síst ungt fólk og það var líka ákaflega gaman að sjá hversu vel hún naut sín síðustu árin á Hrafn- istu og þar eignaðist hún kæra vini. En það var fólkið hennar, sem var rauði þráðurinn í lífi hennar, ást hennar og umhyggja í garð fjölskyld- unnar var skilyrðislaus og algjör. Við tengdabörnin nutum þess sannar- lega, en hentum stundum gaman að því, við vissum svo sem að makar okk- ar væru frábærir, en að þeir væru fullkomlega gallalausir eins og hún hélt fram könnuðumst við ekki við. Ég minnist Svanlaugar tengda- móður minnar með virðingu og þakk- læti fyrir góða og gefandi samfylgd og blessa minningu hennar. Ingibjörg Hafstað. SVANLAUG PÉTURSDÓTTIR Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Elskulegur eiginmaður minnn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, NÍELS FRÍMANN SVEINSSON Kirkjuteigi 23, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 15. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Hjördís Konráðsdóttir, Svava Níelsdóttir, Árni Árnason, Jenný Níelsdóttir, Guðni Páll Birgisson, Hjördís Árnadóttir, Þorsteinn Viðarsson, Hjalti Freyr Árnason, Níels Árni Árnason, Birgitta Svava Pálsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.