Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF NÝR AÐILI tók til starfa á sviði bílatrygginga í gær, en þá hóf starf- semi á Netinu tryggingasalinn El- ísabet. Á vefslóðinni www.elisabet- .is munu viðskiptavinir geta keypt bílatryggingar og sótt um lán til bílakaupa. Merki félagsins er skjaldbaka sem talsmenn þess segja að endurspegli öryggi og seiglu þess. Hið nýja félag var kynnt á blaðamannafundi í gær. Jón Páll Leifsson, rekstrarstjóri Elísabetar, segir félagið munu ein- beita sér að einföldum og ódýrum bílatryggingum og bílalánum fyrir fólksbíla og jeppa til einkanota. Þá muni hún bjóða tryggingar á for- sendum viðskiptavinarins, en ekki á forsendum gömlu tryggingafélag- ana. Sem dæmi nefnir Jón Páll að Elísabet býður viðskiptavinum að kaupa þjónustu til eins mánaðar í senn en ekki eins árs eins og tíðkast hjá gömlu tryggingafélögunum. Þá segir hann viðskiptavinunum einnig standa til boða aukið val við töku trygginga og geti þeir því hagað tryggingunum í samræmi við eigin þarfir og áhættu. Lítil yfirbygging Elísabet getur að sögn Jóns Páls Leifssonar boðið afar hagstæð kjör og er ástæðan bæði lítil yfirbygging og að starfsemin fer fram á Netinu. Fylgir því að viðskiptin eru papp- írslaus að mestu og seðil- og póst- burðargjöldum er haldið í lág- marki. Þá verði talsverð samnýting á þjónustuþáttum og starfskröftum TM. Elísabet er vörumerki í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og leggur Jón Páll á það áherslu að því byggist tjónaþjónusta hennar á 50 ára reynslu TM á því sviði. Jón Páll sagði að vegna þess að um nýja nálgun væri að ræða á trygginga- markaði hér á landi hefði verið ákveðið að stofna um reksturinn nýtt félag í stað þess að bjóða tryggingarnar undir merkjum TM. Jón Páll segir tryggingar Elísa- betar munu sérstaklega koma góð- um ökumönnum vel og áskilur fé- lagið sér rétt til að hækka iðgjöld þeirra sem lenda í þremur eða fleiri tjónum á fimm árum. Segir hann það gert til að tryggja þeim sem best kjör sem eru varkárastir í um- ferðinni. Bendir hann á að vegna þess að tryggingarnar eru seldar til eins mánaðar í senn muni enginn þurfa að búa við hækkuð iðgjöld sem ekki vill það. Skjaldbakan Elísabet lætur til sín taka á tryggingamarkaði Morgunblaðið/Sverrir Léttir á því Skari Skrípó mætti undir lok blaðamannafundar um stofnun Elísabetar og lýsti yfir ánægju sinni með þjónustu félagsins. Miðað við aksturslag Skara, sem margoft keyrði bíl sínum í húsveggi fyrir framan blaðamenn, þarf hann á tryggingunum að halda. Með honum á myndinni er Jón Páll Leifsson, rekstrarstjóri Elísabetar. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ● VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær voru fyrir tæpa 19,2 milljarða króna, þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir um 16,7 milljarða. Næstmest voru viðskipti með ríkisbréf, fyrir um 1,6 milljarða. Það sem af er ári nema viðskipti með hlutabréf tæp- lega 206 milljörðum króna og hafa þau aðeins einu sinni í sögunni verið meiri í einum mánuði, í september síðastliðnum. Mest viðskipti voru í gær með bréf Landsbankans, fyrir um 4,3 millj- arða. Mest hækkun í gær varð á bréfum Atlantic Petroleum, 2,3%, en mest lækkun varð á bréfum Össurar, 1,7%. Úrvalsvísitala aðallista heldur áfram að hækka og þar með slá met en lokagildi hennar í gær var 6.070,97 stig og hefur það aldrei verið hærra. Hæsta gildi innan dags var 6.080,46 stig sem einnig er met. Mikil viðskipti með hlutabréf STELIOS Haji-Ioannou, stofn- andi og aðaleigandi lágfargjalda- flugfélagsins easyJet, segist ein- ungis selja þau 16,5% sem hann á í félaginu ef hann treysti viðkom- andi kaupanda fyrir vörumerkinu „easy“. Stelios Haji-Ioannou, bróðir hans og systir eiga sam- anlagt liðlega 40% hlut í easyJet en hlutur FL Group er 16,2%. Stelios Haji-Ioannou sagði í samtali við BBC-sjónvarpsstöð- ina að tvennt skipti hann máli: hvaða verð hann fengi fyrir bréfin og hvort hann treysti viðkomandi fyrir vörumerkinu. Stelios sagði að í öllum öðrum rekstri sínum, þ.m.t. bílaleigum og hótelum, byggði hann á vörumerkinu „easy“, og því mundi hann ein- ungis selja þeim sem hann treysti. Í frétt AFP segir að skoðanir markaðsrýna séu skiptar um það hvort FL Group hafi getu til þess að leggja fram yfirtökutilboð í ea- syJet en heimildir AFP úr fjár- málaheimi Lundúnaborgar herma að Stelios Stelios vilji fá 500 pens á hlut hið minnsta fyrir bréf sín í easyJet en gengi bréfa félagsins var liðlega 401 pens á hlut í Kauphöllinni í London í gærmorgun. Vörumerkið skiptir miklu máli ÝMSAR breytingar hafa átt sér stað hjá Master ehf. sem flytur inn dýrari bíla. Nú koma að félaginu feðgarnir Emanúel og Ólafur Mort- hens, Valgarð Kristjánsson fyrrum eigandi IDEX ehf., Kristján Thor- arensen, eigandi Öndvegis ehf. og einkahlutafélagið Úranus ehf. Ný stjórn hefur verið kosin og skipa hana þeir Jón Tryggvi Krist- jánsson, sem jafnframt er stjórn- arformaður og aðaleigandi, Em- anúel Morthens, Kristján Thorarensen og Hinrik Greipsson. Framkvæmdastjórar eru Ólafur Morthens, sem hefur yfirumsjón með daglegum rekstri félagsins og Valgarð Kristjánsson, sem hefur yf- irumsjón með fjármálasviði fyr- irtækisins, eflingu viðskiptatengsla og samskiptum við erlenda birgja. Þá segir í tilkynningu frá Master að félagið muni verða í nánu sam- starfi við TM varðandi fjármögnun, tryggingamál og fleira. Ný stjórn hjá Master Morgunblaðið/Júlíus BAUGUR Group er stærsti hluthafi í Dagsbrún hf. með 28,85% eins og sjá má á meðfylgjandi hluthafalista. Næststærsti hluthafi er Runnur ehf. sem er Mogs, félag í eigu þeirra Magnúsar Ármann og Sigurðar Bollasonar, auk Byggs, Saxhóls, Víf- ilfells og Fjárfestingarfélagsins Primus, sem er í eigu Hannesar Smárasonar. Landsbanki Íslands er skráður fyrir samtals 17,85% hlut en lang- stærstur hluti þeirrar eignar er vegna framvirkra samninga. Það sem eftir stendur er skráð í veltubók bankans sem felur í sér að Lands- bankinn nýtir ekki atkvæðisrétt sinn í félaginu og hefur þar með engin áhrif innan þess. Grjóti ehf. sem er sjötti stærsti hluthafi er félag sem að mestu leyti er í eigu Baugs og eignarhalds- félagsins Fengs. Dagsbrún hf. er eignarhalds- og fjárfestingarfélag á sviði fjarskipta, fjölmiðlunar og afþreyingar. Dóttur- félög þess eru Og fjarskipti, 365 ljós- vaka- og prentmiðlar og Pf. Kall í Færeyjum. Baugur stærsti hluthafi í Dagsbrún          !  !" #$%&"'  ( "#)*$  )*%+  , $ +  #-$.#   !+  $ +/+ 0# 1$  2#/ %  !"+ % #$       3 3  3 3 3 3 3 3 3 3  3  3 ● KAUPHÖLL Íslands hefur sam- þykkt beiðni um afskráningu hluta- bréfa Hampiðjunnar af aðallista Kauphallarinnar. Verða bréfin af- skráð eftir lokun viðskipta föstudag- inn 30. júní næstkomandi. Í tilkynn- ingu frá Kauphöllinni segir að eignarhald almennra fjárfesta dreif- ist ekki á 300 hluthafa og því upp- fylli félagið ekki lengur skilyrði til skráningar. Farið var fram á afskrán- ingu bréfa Hampiðjunnar þann 5. desember síðastliðinn. Samfara því sem félagið verður afskráð af aðal- listanum verður það skráð á Fjár- málatorgi sem er nýr hlutabréfa- markaður í Kauphöllinni. Í Morgunkorni Greiningar Íslands- banka kemur fram að auk Hampiðj- unnar verði Jarðboranir afskráðar á næstu mánuðum. Á móti þessari fækkun félaga á aðallistanum komi að Avion Group verði skráð innan skamms í Kauphöll Íslands. Fjöldi fé- laga á aðallista Kauphallarinnar stefnir því í 26 en er sem stendur 27. Hampiðjan afskráð í lok júní                !  "# #                     !4% '+$    !% /    // '&    5 $6  ,#     ,    $# -$ /+  0  7+ /  0&   -$ /+ $# -$  2 #  2 $ +4 , $+ $  ,  % 8 " 1$ ,)1 /+  9$$  !"#$ ,+$/ / " $# -$   -+  :  +")    ;4# -+4    < "  +  (=)+  >?, !%# %+4 >% # @A+ +"$%&"+  B+$#$%&"+  %&$'($) * ,+$/#-+ CA) ) "   #1%.#  "# -$ $' )+,-$ ;DCE F" $% '+"$/'"               8 8 8    8 8 8 8  A%+ 1 A '+"$/'" 8 8 8 8       8 8 8   8 8 8 8 8 8 8  8 8 8 8  G 8 3H G 83H 8 G 3H 8 G  3H G 3H G 3H G 3H G 3H G 83H G 83H G 8 3H G  3H G 83H 8 8 8 8 8 8 G  3H 8 8 8 8 G 3H :+#- '+"$/+ %+ - $+$ @+# " F # / - $I 0  #                        8   8 8     8 8 8 8                                       B+"$/+ %+ F 76$ / !@: J !% #+$%+ ,)&#-+ '+"$/+ %       8 8 8    8 8 8 8  ( $- K L>       3 3 ,@ C 5!M       3 3 D!D  N2M        3 3 N2M 0& (+//+       3 3 ;DCM 5 O < $       3 3 ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.