Morgunblaðið - 14.01.2006, Page 8

Morgunblaðið - 14.01.2006, Page 8
8 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þorgerður KatrínGunnarsdóttirmenntamálaráð- herra hefur skipað stýri- hóp til undirbúnings stofnunar framhaldsskóla í Borgarnesi. Frá menntamálaráðuneytinu eru í hópnum Karl Krist- jánsson, fulltrúi skrifstofu menntamála og formaður, Jóna Pálsdóttir, deildar- stjóri, og Jón Þór Ragn- arsson, sérfræðingur. Úr hópi heimamanna þau Helga Halldórsdóttir, for- seti bæjarstjórnar Borg- arbyggðar, Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, og Runólfur Ágústs- son, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst. Hlutverk stýrihópsins verður m.a. að hafa frumkvæði að mótun námsfyrirkomulags, rekstrarfyrirkomulags og hús- næðis og leita eftir sjónarmiðum hagsmunaaðila, samkvæmt upp- lýsingum úr ráðuneytinu. Ofsagt var í Morgunblaðinu í gær að menntamálaráðherra hafi þegar staðfest stofnun skólans. Það gerist væntanlega síðar. Stefnt er að því að hefja kennslu haustið 2007 og þá í nýju skólahúsnæði. Að sögn Runólfs Ágústssonar, rektors á Bifröst, má rekja upp- hafið til þess að að bæjarráð Borgarbyggðar óskaði í ágúst sl. eftir hugmyndum háskólanna að Bifröst og Hvanneyri um málefni framhaldsskóla í héraðinu. Þeir Ágúst Sigurðsson, rektor á Hvanneyri, mættu viku síðar á bæjarráðsfund í Borgarbyggð og lögðu þar fram mótaðar hug- myndir og tillögu um fram- kvæmd málsins. Þær voru sam- þykktar einróma. Fljótlega kom Borgarfjarðarsveit einnig að mál- inu. Viku síðar samþykkti stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu 40 milljóna króna stofnframlag til skólans í formi hlutafjár. Runólfur segir að þar hafi farið stórhuga menn. Stuðningur frá fjölmörgum öðr- um hafi einnig verið mikils virði. Eftir nokkurra vikna vinnu þró- unarhópa lá fyrir ítarleg tillaga um námsskipulag ásamt drögum að fjárhagsáætlun og frumteikn- ingum af skólahúsi. Runólfur vonast til þess að hægt verði að auglýsa eftir skólameistara eftir rúmlega mánuð og hefja fram- kvæmdir við skólahús í hjarta hins nýja miðbæjar í Borgarnesi. Samtök sveitarfélaga á Vest- urlandi og háskólaráð Borgar- fjarðar hafa lýst yfir stuðningi sínum við verkefnið. Í ályktun há- skólaráðsins, sem birt er á heimasíðu Borgarbyggðar, kem- ur fram að samfélagið telji nú um 3.500 manns. Að teknu tilliti til dulinnar búsetu og háskólanema sem búa á Bifröst og Hvanneyri megi áætla að íbúar séu rúmlega 4.000. 100 milljónir í hlutafé Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar, segir að ætlunin sé að stofna hlutafélag um skólann. Stefnt er að því að safna allt að 100 millj- ónum króna í hlutafé. Auk hluta- fjárloforðs Sparisjóðs Mýrarsýslu hafa og önnur fyrirtæki á svæð- inu gefið hlutafjárloforð upp á 10 milljónir. Á næstunni verður haldinn almennur fundur í nýja sveitarfélaginu og almenningi gefinn kostur á að leggja fram hlutafé í félagið um skólann. Hlutafélagið mun annaðhvort standa sjálft fyrir byggingu skólahúss, eða fá annan til að byggja og leigja húsið af honum. Samtök sveitarfélaga á Vest- urlandi (SSV) hafa gert könnun á mögulegum fjölda nemenda úr sveitarfélaginu sem verður til við sameiningu Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðu- hrepps og Kolbeinsstaðahrepps. Samkvæmt könnuninni gætu orð- ið um 75 einstaklingar í hverjum árgangi í nýja sveitarfélaginu. Helga segir að gert sé ráð fyrir 120 nemendum í menntaskólan- um til að byrja með. Úr síðasta útskriftarhópi grunnskóla á svæðinu fóru 48% í framhalds- skóla á Akranesi, 18%, fóru ekki til náms og 34% fóru til náms annað en á Vesturland, aðallega á höfuðborgarsvæðið. Helga segir að margir kostir fylgi því að fá menntaskóla í heimabyggð. Það sé kostnaðar- samt að hafa börn í heimavist, eða að þurfa að halda tvö heimili vegna skólavistar þeirra í öðru sveitarfélagi. Með skólanum fjölgi einnig tækifærum fyrir nemendur í heimabyggð. Einnig sé mikilvægt að fá skólann vegna háskólanna á svæðinu. Dæmi séu um að fólk sem hugði á nám við háskólana í Borgarfirði hafi horf- ið frá því, vegna þess að það átti börn á framhaldsskólaaldri. Einnig skipti það máli fyrir vænt- anlega kennara að geta sent börn sín í framhaldsskóla á svæðinu. Helga Halldórsdóttir og Run- ólfur Ágústsson lýstu bæði ánægju sinni með jákvæð við- brögð menntamálaráðuneytisins við hugmyndinni um mennta- skóla í Borgarnesi. Arkitektarnir Steinþór Kári Kárason og Ásmundur Hrafn Sturluson, hjá KURTOGPÍ ehf., hafa gert frumdrög að 1.200 m2 skólahúsi. Teikningar eru enn í mótun og því kann stærð og útlit hússins að breytast. Fréttaskýring | Áformað er að nýr mennta- skóli í Borgarnesi hefji starfsemi 2007 Skóli með nýju sniði Hugmyndin að stofnun menntaskóla í Borgarnesi kviknaði í ágúst síðastliðnum Teikning KURTOGPÍ ehf. að skólahúsinu. Samstarf háskóla á svæð- inu og sveitarstjórna  Menntaskóli í Borgarnesi er samstarfsverkefni Borgar- byggðar, Borgarfjarðarsveitar, Viðskiptaháskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Undirbúningur er langt kominn og er unnið að námskrá, hönnun skólahúss og fjármögnun. Stofnað verður hlutafélag um reksturinn. Skóla- hald verður í samvinnu við há- skólana í Borgarfirði og ætlunin að hefja það haustið 2007. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is HUGSANLEGA eitt minnsta gallerí landsins, Gallerí Tafla, var opnað í gær á Leikskólanum Tjarnarborg í Tjarnargötu í Reykjavík. Þar var opnuð sýning á verkum Kristins G. Harð- arsonar myndlistarmanns en fleiri þekktir listamenn munu fylgja í kjölfarið. Margt er óvenjulegt við galleríið. Í fyrsta lagi er það aðeins ein gömul og lúin tafla í skólanum sem starfs- fólkið vildi glæða nýju lífi. Þar munu verk foreldra leikskólabarnanna og starfsfólks fá að njóta sín næstu misserin til þess að sýna fram á hversu mikil frjósemi ríkir í þeirra hópi. Morgunblaðið/RAX Lítið og einstakt listagallerí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.