Morgunblaðið - 11.03.2006, Síða 76

Morgunblaðið - 11.03.2006, Síða 76
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 1+7=1 FJÖLMENNI var við opnun nýrrar verslunar JHM sport á Stórhöfða 35 í gærkvöldi þar sem boðið var upp á sýningu Bretans Steve Colley á klifurhjóli. Lögð var braut fyrir kappann, sem heimsfrægur er fyrir leikni sína í íþróttinni, og olli hann áhorf- endum ekki vonbrigðum. Einnig var boðið upp á sýningu á stökkum og reykspólskeppni á sérstökum bifhjólum ásamt því sem kynntar voru nýjar vörur hjá JHM, s.s. 2006 árgerðir af GasGas- og TM- hjólum. Morgunblaðið/Sverrir Listir leiknar á klifurhjóli VÍSITALA neysluverðs í mars er 252,3 stig og hækkaði um 1,12% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur verðbólga samkvæmt mælingu Hagstofunnar verið 4,5%. Verðbólg- an er því töluvert yfir 2,5% verð- bólgumarkmiði Seðlabanka Íslands og hefur verið svo í rúm tvö ár. Þá er verðbólgan yfir efri vikmörkum verðbólgumarkmiðsins sjöunda mánuðinn í röð. Á fréttavef ASÍ segir að þessi staða hljóti að vekja spurn- ingar um efnahagsstjórnina og hvort það geti talist viðunandi árangur í stjórn efnahagsmála að verðbólga sé yfir verðbólgumarkmiði 25 mánuði í röð og verðbólguhorfur dökkar. Á fréttavef Alþýðusambands Ís- lands segir að aukin verðbólga nú skýrist að stærstum hluta af því að útsölum á fötum og skóm er nú lokið og hækkar sá liður vísitölunnar um 16,9%. Húsnæðisliður vísitölunnar hækkar einnig nokkuð eða um tæpt prósent. Að auki hækka ýmsir vöru- og þjónustuliðir í vísitölunni. Þá segir ASÍ að margt bendi því til þess að undirliggjandi verðbólgu- þrýstingur sé að aukast, og tekur greiningardeild KB banka í sama streng í umfjöllun sinni. Veiking krónunnar að undanförnu muni geta haft áhrif til hækkunar á verðbólgu á næstunni. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er 30. mars og telur ASÍ að líkur hafi aukist á því að bankinn tilkynni um meiri vaxta- hækkanir en áður hefur verið búist við. Hagstofan segir verðbólgu síðustu tólf mánaða mælast 4,5% ASÍ segir verð- bólguhorfur dökkar  Verðbólgan | 22 BÆNDUR á Suðurlandi eru byrj- aðir að plægja kornakra sína og undirbúa jarðveginn fyrir korn- sáningu í næsta mánuði. „Við vorum bara að bíða eftir því að klakinn færi úr jörðu, en við erum býsna snemma á ferð í ár,“ segir Þórarinn Ólafsson, sem í gær var að plægja akra foreldra sinna í Drangshlíð II undir Eyjafjöllum. Var hann þar í slagtogi með fé- lögum sínum af næstu bæjum, en alls voru þeir að plægja á bilinu 26–35 hektara fyrir Drangshlíð og notuðu til þess þrjár dráttarvélar með samtals fjórtán plógskerum. „Hér hefur löngum verið vagga kornræktar á Íslandi,“ sagði Þór- arinn, en í nágrenni við Drangs- hlíð eru t.d. bæirnir Önundarhorn, Þorvaldseyri og Raufarfell, en korn hefur verið ræktað á þessum bæjum sl. tuttugu til þrjátíu ár, lengst á Þorvaldseyri. Þótt Þórarinn og félagar hafi verið að plægja nú verður ekki sáð í akrana fyrr en um miðjan næsta mánuð, en í millitíðinni þarf að bera skeljasand á akrana til þess að tryggja að í jarðveginum hald- ist rétt næringarefni. Kornakrar undir Eyjafjöllum plægðir Morgunblaðið/Jónas Erlendsson HAGNAÐUR FL Group-samstæð- unnar fyrir skatta árið 2005 var rúm- ir 20,5 milljarðar króna samanborið við rúmlega 4,3 milljarða króna hagnað árið áður. Að teknu tilliti til skatta var hagnaður tímabilsins tæp- ir 17,3 milljarðar króna, samanborið við tæpa 3,6 milljarða króna árið áð- ur. Arðsemi eigin fjár nam 55,2% á tímabilinu. Hagnaður af fjárfest- ingastarfsemi nam rétt rúmum 15,4 milljörðum króna, en hagnaður af flugrekstri og ferðaþjónustu nam rúmum 1,8 milljörðum. Afkoma fyrirtækisins er í sam- ræmi við spár greiningardeilda Ís- landsbanka og Landsbanka, en nokkuð yfir væntingum greiningar- deildar KB banka, sem spáði um 16,3 milljarða króna hagnaði. Lagt er til við aðalfund FL Group sem haldinn verður 21. mars nk. að greiddur verði 35% af hagnaði fé- lagsins í arð eða 6.038 milljónir króna. FL Group skilar 17,3 milljarða hagnaði  Afkoma | 22 UM næstu helgi verður leikið á glerhörpu á tónleikum Kammer- sveitar Reykjavíkur – í fyrsta sinn hér á landi að því er best er vitað. Glerharpan var vinsælt hljóðfæri á öldum áður og jafnvel svo að vitað er til þess að sú fræga Marie An- toinette sótti kennslustundir í glerhörpuleik. Benjamin Franklin átti þátt í auknum vinsældum hljóðfærisins og hannaði nýja útgáfu þess árið 1761. Vinsældirnar dvínuðu þó er sú kviksaga komst á kreik að fólk gæti sturlast af slíkri spila- mennsku. Á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur sunnudaginn 19. mars, mun franskur sérfræðingur í glerhörpuleik, Thomas Bloch, sýna listir sínar. Glerhörpu- leikur í fyrsta sinn hérlendis  Var talin | 67 ÓVENJUMIKIÐ var um hraðakstur á þjóðvegum landsins í gærdag samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu. Á Norðurlandi voru hátt í hundrað ökumenn stöðvaðir vegna hraðaksturs og að sögn lögregl- unnar á Akureyri virtist sem góð- viðrið hafi ruglað ökumenn í ríminu og þeir ekki ráðið við löglegan öku- hraða. Á Suðurlandi var sömu sögu að segja en þar vakti mikill hraði einstakra ökutækja meiri athygli en fjöldi brota. Frá því klukkan ellefu í gær- morgun þar til klukkan sjö í gær- kvöldi hafði lögreglan á Blönduósi kært um 50 ökumenn vegna hrað- aksturs og sá sem greiðast ók var á 130 km hraða. Að sögn lögregl- unnar á Blönduósi bölvaði sá öku- maður nýkeyptum radarvara og sagði sennilega vera örgustu pen- ingaeyðslu. Undir þessi orð tekur lögreglan og vill minna ökumenn á að ódýrast sé að aka á löglegum hraða. Illa gengur að halda hámarkshraða ♦♦♦ ÖKUMAÐUR og tveir farþegar jeppabifreiðar voru fluttir á slysa- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss eftir að bifreið þeirra valt utan vegar við Gullinbrú í Reykjavík á áttunda tímanum í gærkvöldi. Jeppanum var ekið norður Gull- inbrú og var hann rétt kominn yfir brúna þegar ökumaður missti stjórnina og lenti bifreiðin utan veg- ar, á ljósastaur og valt í kjölfarið. Fólkið sem allt er á tvítugsaldri slapp vel miðað við aðstæður og var útskrifað að loknum rannsóknum á slysadeild. Bíllinn er talinn mikið skemmdur og þurfti dráttarbíl til að flytja hann af vettvangi. Keyrði á staur og velti bílnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.