Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 76
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 1+7=1 FJÖLMENNI var við opnun nýrrar verslunar JHM sport á Stórhöfða 35 í gærkvöldi þar sem boðið var upp á sýningu Bretans Steve Colley á klifurhjóli. Lögð var braut fyrir kappann, sem heimsfrægur er fyrir leikni sína í íþróttinni, og olli hann áhorf- endum ekki vonbrigðum. Einnig var boðið upp á sýningu á stökkum og reykspólskeppni á sérstökum bifhjólum ásamt því sem kynntar voru nýjar vörur hjá JHM, s.s. 2006 árgerðir af GasGas- og TM- hjólum. Morgunblaðið/Sverrir Listir leiknar á klifurhjóli VÍSITALA neysluverðs í mars er 252,3 stig og hækkaði um 1,12% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur verðbólga samkvæmt mælingu Hagstofunnar verið 4,5%. Verðbólg- an er því töluvert yfir 2,5% verð- bólgumarkmiði Seðlabanka Íslands og hefur verið svo í rúm tvö ár. Þá er verðbólgan yfir efri vikmörkum verðbólgumarkmiðsins sjöunda mánuðinn í röð. Á fréttavef ASÍ segir að þessi staða hljóti að vekja spurn- ingar um efnahagsstjórnina og hvort það geti talist viðunandi árangur í stjórn efnahagsmála að verðbólga sé yfir verðbólgumarkmiði 25 mánuði í röð og verðbólguhorfur dökkar. Á fréttavef Alþýðusambands Ís- lands segir að aukin verðbólga nú skýrist að stærstum hluta af því að útsölum á fötum og skóm er nú lokið og hækkar sá liður vísitölunnar um 16,9%. Húsnæðisliður vísitölunnar hækkar einnig nokkuð eða um tæpt prósent. Að auki hækka ýmsir vöru- og þjónustuliðir í vísitölunni. Þá segir ASÍ að margt bendi því til þess að undirliggjandi verðbólgu- þrýstingur sé að aukast, og tekur greiningardeild KB banka í sama streng í umfjöllun sinni. Veiking krónunnar að undanförnu muni geta haft áhrif til hækkunar á verðbólgu á næstunni. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er 30. mars og telur ASÍ að líkur hafi aukist á því að bankinn tilkynni um meiri vaxta- hækkanir en áður hefur verið búist við. Hagstofan segir verðbólgu síðustu tólf mánaða mælast 4,5% ASÍ segir verð- bólguhorfur dökkar  Verðbólgan | 22 BÆNDUR á Suðurlandi eru byrj- aðir að plægja kornakra sína og undirbúa jarðveginn fyrir korn- sáningu í næsta mánuði. „Við vorum bara að bíða eftir því að klakinn færi úr jörðu, en við erum býsna snemma á ferð í ár,“ segir Þórarinn Ólafsson, sem í gær var að plægja akra foreldra sinna í Drangshlíð II undir Eyjafjöllum. Var hann þar í slagtogi með fé- lögum sínum af næstu bæjum, en alls voru þeir að plægja á bilinu 26–35 hektara fyrir Drangshlíð og notuðu til þess þrjár dráttarvélar með samtals fjórtán plógskerum. „Hér hefur löngum verið vagga kornræktar á Íslandi,“ sagði Þór- arinn, en í nágrenni við Drangs- hlíð eru t.d. bæirnir Önundarhorn, Þorvaldseyri og Raufarfell, en korn hefur verið ræktað á þessum bæjum sl. tuttugu til þrjátíu ár, lengst á Þorvaldseyri. Þótt Þórarinn og félagar hafi verið að plægja nú verður ekki sáð í akrana fyrr en um miðjan næsta mánuð, en í millitíðinni þarf að bera skeljasand á akrana til þess að tryggja að í jarðveginum hald- ist rétt næringarefni. Kornakrar undir Eyjafjöllum plægðir Morgunblaðið/Jónas Erlendsson HAGNAÐUR FL Group-samstæð- unnar fyrir skatta árið 2005 var rúm- ir 20,5 milljarðar króna samanborið við rúmlega 4,3 milljarða króna hagnað árið áður. Að teknu tilliti til skatta var hagnaður tímabilsins tæp- ir 17,3 milljarðar króna, samanborið við tæpa 3,6 milljarða króna árið áð- ur. Arðsemi eigin fjár nam 55,2% á tímabilinu. Hagnaður af fjárfest- ingastarfsemi nam rétt rúmum 15,4 milljörðum króna, en hagnaður af flugrekstri og ferðaþjónustu nam rúmum 1,8 milljörðum. Afkoma fyrirtækisins er í sam- ræmi við spár greiningardeilda Ís- landsbanka og Landsbanka, en nokkuð yfir væntingum greiningar- deildar KB banka, sem spáði um 16,3 milljarða króna hagnaði. Lagt er til við aðalfund FL Group sem haldinn verður 21. mars nk. að greiddur verði 35% af hagnaði fé- lagsins í arð eða 6.038 milljónir króna. FL Group skilar 17,3 milljarða hagnaði  Afkoma | 22 UM næstu helgi verður leikið á glerhörpu á tónleikum Kammer- sveitar Reykjavíkur – í fyrsta sinn hér á landi að því er best er vitað. Glerharpan var vinsælt hljóðfæri á öldum áður og jafnvel svo að vitað er til þess að sú fræga Marie An- toinette sótti kennslustundir í glerhörpuleik. Benjamin Franklin átti þátt í auknum vinsældum hljóðfærisins og hannaði nýja útgáfu þess árið 1761. Vinsældirnar dvínuðu þó er sú kviksaga komst á kreik að fólk gæti sturlast af slíkri spila- mennsku. Á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur sunnudaginn 19. mars, mun franskur sérfræðingur í glerhörpuleik, Thomas Bloch, sýna listir sínar. Glerhörpu- leikur í fyrsta sinn hérlendis  Var talin | 67 ÓVENJUMIKIÐ var um hraðakstur á þjóðvegum landsins í gærdag samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu. Á Norðurlandi voru hátt í hundrað ökumenn stöðvaðir vegna hraðaksturs og að sögn lögregl- unnar á Akureyri virtist sem góð- viðrið hafi ruglað ökumenn í ríminu og þeir ekki ráðið við löglegan öku- hraða. Á Suðurlandi var sömu sögu að segja en þar vakti mikill hraði einstakra ökutækja meiri athygli en fjöldi brota. Frá því klukkan ellefu í gær- morgun þar til klukkan sjö í gær- kvöldi hafði lögreglan á Blönduósi kært um 50 ökumenn vegna hrað- aksturs og sá sem greiðast ók var á 130 km hraða. Að sögn lögregl- unnar á Blönduósi bölvaði sá öku- maður nýkeyptum radarvara og sagði sennilega vera örgustu pen- ingaeyðslu. Undir þessi orð tekur lögreglan og vill minna ökumenn á að ódýrast sé að aka á löglegum hraða. Illa gengur að halda hámarkshraða ♦♦♦ ÖKUMAÐUR og tveir farþegar jeppabifreiðar voru fluttir á slysa- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss eftir að bifreið þeirra valt utan vegar við Gullinbrú í Reykjavík á áttunda tímanum í gærkvöldi. Jeppanum var ekið norður Gull- inbrú og var hann rétt kominn yfir brúna þegar ökumaður missti stjórnina og lenti bifreiðin utan veg- ar, á ljósastaur og valt í kjölfarið. Fólkið sem allt er á tvítugsaldri slapp vel miðað við aðstæður og var útskrifað að loknum rannsóknum á slysadeild. Bíllinn er talinn mikið skemmdur og þurfti dráttarbíl til að flytja hann af vettvangi. Keyrði á staur og velti bílnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.