Morgunblaðið - 25.03.2006, Síða 30

Morgunblaðið - 25.03.2006, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í MARS Ingibjörg Lilja Didriksdóttir,verkefnisstjóri MBA-námsins við Háskólann íReykjavík, fór í nóv- emberlok í tíu daga námsferð með sautján MBA-nemendum úr skól- anum til Monterrey, þriðju stærstu borgar Mexíkó. – Hver voru tildrög ferðarinnar? „Háskólinn í Reykjavík er í sam- starfi við EGADE-háskólann í Monterrey í norðurhluta Mexíkó, en skóli þessi er hluti af Monterr- ey Tec-háskólanum. Nemendurnir völdu að taka alþjóðlegt námskeið í þjónustustjórnun með tíu mexí- kóskum nemendum. Þetta er í þriðja sinn sem farið er út með ís- lenska nemendur í þessum tilgangi og í maí er áformuð önnur náms- ferð með MBA-nema til Boston í alþjóðlega verkefnisstjórnun í sam- starfi við Boston University.“ – Hvernig var fluginu háttað? „Við flugum til New York og gistum þar eina nótt á útleiðinni. Komum svo heim í gegnum Dallas og Boston, gistum aðra nótt þar og náðum U2 tónleikum um kvöldið sem voru frábærir.“ – Hvernig var veðrið? „Það var ótrúlega yndislegt, um 25 stig á daginn og svona 16 gráð- ur á kvöldin sem er óvenju heitt miðað við þennan árstíma.“ – Hvað gerðuð þið skemmtilegt annað en að lesa og læra í námsferðinni? „Við fórum í tvær fyrirtækja- heimsóknir í borginni, annars veg- ar í tryggingafyrirtæki og hins- vegar í bjór- og gosdrykkjaverksmiðju, en borgin er annars mikil iðnaðar- og há- skólaborg. Hér áður fyrr var mikið um alls konar verksmiðjur á þess- um slóðum, en nú hefur þekking- ariðnaðurinn mikið til tekið við. Við skoðuðum skemmtilega mið- borgina og smökkuðum kiðlinga- kjöt, sem svæðið er þekkt fyrir og fólk verður að prófa, eigi það leið þarna um. Nokkrir úr hópnum fóru á undanúrslitaleik í mexí- kósku knattspyrnunni þar sem heimalið Monterrey Tec lék við og vann erkifjendurna Tecos frá há- skólanum í Guadalajara. Við fórum líka á lítinn búgarð rétt fyrir utan borgina þar sem nemendum var skipt upp í fjögur lið, sem áttu að setja upp mexíkóskan veitingastað og keppa sín á milli um besta stað- inn og besta matinn. Íslendingar geta án efa lært heilmikið um þjónustustjórnun af heimamönnum enda var öll þjónusta til fyr- irmyndar.“  HVAÐAN ERTU AÐ KOMA? Borðuðu kiðlingakjöt í Monterrey Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir ásamt mexíkóskum nemanda. Íslensku gestirnir tóku lagið með mexíkóskri Mariachi-hljómsveit. join@mbl.is Monterrey er þriðja stærsta borg Mexíkó. Ingibjörg Lilja Didriksdóttir skrapp þangað með sautján nemendum úr Háskólanum í Reykjavík í nóvember síðastliðnum. FARSÍMINN er alltaf við höndina og þegar laus stund gefst er gott að nýta tímann til að læra eins og eitt nýtt tungumál í gegnum símann. Á vef Aftenposten er greint frá því að fyrirtækið A.R.M. Lingua hafi nú  TÆKNI sett á markað tungumála- námskeið í gegnum farsíma en það sem til þarf er Java- forrit, svipað því sem notað er fyrir leiki í símann. Tungu- málanámskeiðið er með hefð- bundnu sniði, þ.e. nemendurnir hlusta og herma og læra orð og mál- fræði. Hægt er að velja um mörg tungumál og svo þarf að hlaða niður köflunum einum og einum. Kostnaðurinn er settur á símareikninginn og samsvarar um 300 íslenskum krónum fyrir hvern kafla. Farsíminn þarf að vera búinn upptökutæki því stór hluti námsins er að herma eftir fram- burði og hlusta á sjálfan sig. Tungumálanámskeið í farsímanum Fréttasíminn 904 1100 Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. Afgreiðslugjöld á flugvöllum. Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna, og rútur með/án bílstjóra. Höfum bíla með dráttarkrók og smárútur, allt að 14 manna. Smárútur fyrir hjólastóla. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum - frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni. - Þið takið húsið frá í 3 daga án greiðslu og við staðfestum síðan og sendum samning og greiðsluseðla. Einnig má greiða með greiðslukorti. LALANDIA Útvegum sumarhús í Lalandia, einhverju skemmtilegasta orlofshverfi Danmerkur. Lágmarksleiga 2 dagar. Húsbílar, hjólhýsi fyrir VM 2006 Höfum nokkra húsbíla fyrir VM 2006 í Þýskalandi til afgreiðslu frá Kaupmanna- höfn og Flensborg. Getum útvegað hjólhýsi og bíla með dráttarkrók. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is Fylkir.is ferðaskrifstofa sími 456 3745 Eina ferðaskrifstofan á Vestfjörðum sem ekki nýtur styrkja frá opinberum aðilum Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar ÍT ferðir - Sími 588 9900 - www.itferdir.is Færð þú Mastercard ferðaávísun? SKELLTU ÞÉR Í SÓLINA 1.-8. apríl Beint flug til Alicante á Spáni. Brottför kl. 09:00, lent 15:25. Heimflug kl. 11:00, lent kl. 13:40 Gisting: Benidorm, Alfaz del Pi og La Manga * Flugsæti: 29.900,- m. flugv.sk. Takmarkaður sætafjöldi - Bókaðu strax!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.