Morgunblaðið - 25.03.2006, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 25.03.2006, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í MARS Ingibjörg Lilja Didriksdóttir,verkefnisstjóri MBA-námsins við Háskólann íReykjavík, fór í nóv- emberlok í tíu daga námsferð með sautján MBA-nemendum úr skól- anum til Monterrey, þriðju stærstu borgar Mexíkó. – Hver voru tildrög ferðarinnar? „Háskólinn í Reykjavík er í sam- starfi við EGADE-háskólann í Monterrey í norðurhluta Mexíkó, en skóli þessi er hluti af Monterr- ey Tec-háskólanum. Nemendurnir völdu að taka alþjóðlegt námskeið í þjónustustjórnun með tíu mexí- kóskum nemendum. Þetta er í þriðja sinn sem farið er út með ís- lenska nemendur í þessum tilgangi og í maí er áformuð önnur náms- ferð með MBA-nema til Boston í alþjóðlega verkefnisstjórnun í sam- starfi við Boston University.“ – Hvernig var fluginu háttað? „Við flugum til New York og gistum þar eina nótt á útleiðinni. Komum svo heim í gegnum Dallas og Boston, gistum aðra nótt þar og náðum U2 tónleikum um kvöldið sem voru frábærir.“ – Hvernig var veðrið? „Það var ótrúlega yndislegt, um 25 stig á daginn og svona 16 gráð- ur á kvöldin sem er óvenju heitt miðað við þennan árstíma.“ – Hvað gerðuð þið skemmtilegt annað en að lesa og læra í námsferðinni? „Við fórum í tvær fyrirtækja- heimsóknir í borginni, annars veg- ar í tryggingafyrirtæki og hins- vegar í bjór- og gosdrykkjaverksmiðju, en borgin er annars mikil iðnaðar- og há- skólaborg. Hér áður fyrr var mikið um alls konar verksmiðjur á þess- um slóðum, en nú hefur þekking- ariðnaðurinn mikið til tekið við. Við skoðuðum skemmtilega mið- borgina og smökkuðum kiðlinga- kjöt, sem svæðið er þekkt fyrir og fólk verður að prófa, eigi það leið þarna um. Nokkrir úr hópnum fóru á undanúrslitaleik í mexí- kósku knattspyrnunni þar sem heimalið Monterrey Tec lék við og vann erkifjendurna Tecos frá há- skólanum í Guadalajara. Við fórum líka á lítinn búgarð rétt fyrir utan borgina þar sem nemendum var skipt upp í fjögur lið, sem áttu að setja upp mexíkóskan veitingastað og keppa sín á milli um besta stað- inn og besta matinn. Íslendingar geta án efa lært heilmikið um þjónustustjórnun af heimamönnum enda var öll þjónusta til fyr- irmyndar.“  HVAÐAN ERTU AÐ KOMA? Borðuðu kiðlingakjöt í Monterrey Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir ásamt mexíkóskum nemanda. Íslensku gestirnir tóku lagið með mexíkóskri Mariachi-hljómsveit. join@mbl.is Monterrey er þriðja stærsta borg Mexíkó. Ingibjörg Lilja Didriksdóttir skrapp þangað með sautján nemendum úr Háskólanum í Reykjavík í nóvember síðastliðnum. FARSÍMINN er alltaf við höndina og þegar laus stund gefst er gott að nýta tímann til að læra eins og eitt nýtt tungumál í gegnum símann. Á vef Aftenposten er greint frá því að fyrirtækið A.R.M. Lingua hafi nú  TÆKNI sett á markað tungumála- námskeið í gegnum farsíma en það sem til þarf er Java- forrit, svipað því sem notað er fyrir leiki í símann. Tungu- málanámskeiðið er með hefð- bundnu sniði, þ.e. nemendurnir hlusta og herma og læra orð og mál- fræði. Hægt er að velja um mörg tungumál og svo þarf að hlaða niður köflunum einum og einum. Kostnaðurinn er settur á símareikninginn og samsvarar um 300 íslenskum krónum fyrir hvern kafla. Farsíminn þarf að vera búinn upptökutæki því stór hluti námsins er að herma eftir fram- burði og hlusta á sjálfan sig. Tungumálanámskeið í farsímanum Fréttasíminn 904 1100 Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. Afgreiðslugjöld á flugvöllum. Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna, og rútur með/án bílstjóra. Höfum bíla með dráttarkrók og smárútur, allt að 14 manna. Smárútur fyrir hjólastóla. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum - frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni. - Þið takið húsið frá í 3 daga án greiðslu og við staðfestum síðan og sendum samning og greiðsluseðla. Einnig má greiða með greiðslukorti. LALANDIA Útvegum sumarhús í Lalandia, einhverju skemmtilegasta orlofshverfi Danmerkur. Lágmarksleiga 2 dagar. Húsbílar, hjólhýsi fyrir VM 2006 Höfum nokkra húsbíla fyrir VM 2006 í Þýskalandi til afgreiðslu frá Kaupmanna- höfn og Flensborg. Getum útvegað hjólhýsi og bíla með dráttarkrók. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is Fylkir.is ferðaskrifstofa sími 456 3745 Eina ferðaskrifstofan á Vestfjörðum sem ekki nýtur styrkja frá opinberum aðilum Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar ÍT ferðir - Sími 588 9900 - www.itferdir.is Færð þú Mastercard ferðaávísun? SKELLTU ÞÉR Í SÓLINA 1.-8. apríl Beint flug til Alicante á Spáni. Brottför kl. 09:00, lent 15:25. Heimflug kl. 11:00, lent kl. 13:40 Gisting: Benidorm, Alfaz del Pi og La Manga * Flugsæti: 29.900,- m. flugv.sk. Takmarkaður sætafjöldi - Bókaðu strax!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.