Morgunblaðið - 20.05.2006, Side 6

Morgunblaðið - 20.05.2006, Side 6
6 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Afmælisblað - 2006 Ókeypis eintak Sjáið myndirnar! Samúel Örn og Ásta B.: ÓLÉTT OG ÁNÆGÐ! Hildur Vala og Jón Ólafs: GIFTU SIG ÓVÆNT! Annþór Karlsson, handrukkari: Einar Bárðar o g Áslaug: ÁSTFANGINN Á HRAUNINU! BARNIÐ KOMIÐ Í HEIMINN! Kolfinna Baldvins: KÁT Í KOSOVO SKILIN! NASA-hjónin: Bara í NÝTT PAR! EINTAKIÐ ÞITT! ÁRA Á ÞESSU ÁRI10 Sérstök afmælisútgáfa SÉÐ OG HEYRT fylgir Morgunblaðinu á sunnudaginn. FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú tóku í gær við umfangsmiklu lista- verki, sem grunnskólanemendur úr Álftanesskóla og frá Norður-Írlandi hafa sett upp norðan við heimreiðina að Bessastöðum. Verkið er afhent á árlegum Margæsadegi og verður til sýnis næstu tvær vikur. Verkið vann írski listamaðurinn Jim Russel í sam- vinnu við Álftanesskóla, norður-írska skóla og Wildfowl and Wetlands Trust á Norður-Írlandi en verkið er byggt á fjölmörgum myndum af margæs og er 15 x 23 metrar að umfangi. Allir nemendur í Álftanesskóla helguðu margæsinni krafta sína í gær og nemendur í 7. bekk vinna að upp- setningu verksins í samvinnu við nemendur úr Nerdrum College frá Norður-Írlandi sem hér eru í heimsókn ásamt kennurum sínum. Morgunblaðið/Ásdís Ólafur Ragnar og Dorrit voru ánægð með verk sem nemendur í Álftanesskóla og frá Norður-Írlandi unnu. Listaverk helgað margæsinni MARGÆSIN kemur hingað til lands snemma á vorin og dvelur hér í um það bil sex vikur áður en hún heldur norður á bóginn til Kanada til að verpa, að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar, fuglafræðings hjá Náttúrufræði- stofnun Íslands. „Hún kemur hingað fyrst og fremst til að fita sig, safna orku fyrir 3.000 km flug yfir Græn- landsjökul, sem er gríðarlega erf- itt og orkufrekt.“ Hann segir að mikið sé af gæsunum á höfuðborg- arsvæðinu og þar í kring og hefur þeim fjölgað þar ár frá ári. Þær hafist fyrst og fremst við á sjáv- arfitjum og á túnum þar sem þær éti gras. Golfvellir séu sérstaklega vinsælir því þar sé fínasta grasið. Hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands hefur síðustu ár verið unnið að því að merkja gæsirnar með senditækjum til að hægt sé að fylgjast með ferðum þeirra í gegn- um gervihnött. Þá sér stofnunin einnig um að taka sýni vegna fuglaflensu að beiðni Kanadastjórnar. Kemur hingað til lands til að fita sig ÁNÆGJA höfuðborgarbúa með heilsugæslustöðvarnar í sínu hverfi hefur minnkað talsvert frá því á síðasta ári. Um 70% aðspurðra segjast ánægð með heilsugæslu- stöðina, samanborðið við 85% í fyrra. Um 6% segjast beinlínis óánægð með heilsugæsluna í sínu hverfi. Þetta kemur fram í könnun sem Global Consulting Group (GCG) gerði fyrir Heilsugæsluna í Reykja- vík í byrjun árs, en niðurstöður hennar voru gerðar opinberar ný- lega. Þar kemur fram að ánægjan með heilsugæslustöðvarnar hefur einkum minnkað á fjórum stöðum, í Efra Breiðholti, Grafarvogi, Lág- múla og Mosfellsbæ. Stöðin í Árbæ hefur hins vegar bætt sig mest á milli ára. Þegar þeir sem tóku þátt í könn- uninni voru beðnir um að gefa þjón- ustu á heilsugæslustöðinni í sínu hverfi einkunn gaf mikill meirihluti, um 80%, einkunnina 4–5 af 5 mögu- legum. Um 15% gáfu þjónustunni einkunnina 3. Áberandi lægsta ein- kunn fékk heilsugæslustöðin í Graf- arvogi, 38% gáfu henni einkunnina 4–5, og lækkar hlutfallið um 47 pró- sentustig frá því í fyrra þegar 85% gáfu einkunnina 4–5. Einnig reynd- ist hlutfall ánægðra lágt í Miðbæ, þar sem hlutfallið lækkar úr 81% í 67% milli ára, og Fannborg þar sem það lækkar úr 83% í 68% milli ára. Gömul blöð umkvörtunarefni Þegar fólk var spurt hvað helst þyrfti að bæta var mest talað um þörfina á kurteisara og liðlegra fólk í móttökuna, að bæta þurfi aðgengi að læknunum og stytta biðtímann. Einnig var minnst á að móttakan mætti vera persónulegri, húsnæðið væri þröngt og gömul blöð á bið- stofunni. Könnunin var unnin í janúar og febrúar sl. fyrir Heilsugæsluna í Reykjavík. Ekki var um hefð- bundna spurningakönnun að ræða, heldur var um að ræða fremur lítið úrtak, spurt ítarlega og svörum fylgt eftir. Valdir voru með handa- hófsaðferð 50 þátttakendur úr hópi þeirra sem komið höfðu á hverja einstaka heilsugæslustöð ákveðna viku, en að auki var hringt í 30 ein- staklinga á þjónustusvæði hverrar stöðvar, valda af handahófi. Ánægja með heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu minnkar Íbúar vilja kurteisara og liðlegra fólk í móttökuna Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Til hátíðabrigða býður Þjóðminja- safn Íslands ókeypis aðgang að safninu til 31. maí, í tilefni þess að Þjóðminjasafnið hlaut viðurkenn- ingu sem eitt besta safn í Evrópu 2006. Þjóðminjasafn Íslands var eitt þriggja safna sem fékk sérstaka viðurkenningu í samkeppni Evr- ópuráðs safna um safn Evrópu árið 2006. Tilnefninguna hlaut Þjóð- minjasafnið vegna vel heppnaðar endurskipulagningar og endur- sköpunar á sýningum og allri starf- semi. Myndin var tekin þegar Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður tók við viðurkenningunni, en við- stödd voru m.a. konungur og drottning Spánar. Ókeypis í Þjóðminja- safnið 20.–31. maí MEIRIHLUTI Reykjavíkur- listans klofnaði í borgarráði við afgreiðslu á styrk til knatt- spyrnufélagsins Fram og varð til nýr meirihluti fulltrúa Sjálf- stæðisflokks og Alfreðs Þor- steinssonar, sem samþykkti 25 milljón króna framlag til fé- lagsins á árinu 2009, til viðbótar 50 milljóna króna framlagi á ár- unum 2007 og 2008. Á fundi borgarráðs á fimmtudag var tillögu Stefáns Jóns Hafsteins um að vísa er- indinu til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar felld með 4 atkvæðum gegn 3. Tillaga Al- freðs um framlagið var síðan samþykkt með atkvæði hans og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Ekki eðlileg hækkun Fulltrúar Reykjavíkurlistans bókuðu í framhaldinu að for- gangsröðun verkefna af hálfu íþrótta- og tómstundaráðs liggi fyrir í samþykkt borgarstjórn- ar á þriggja ára áætlun. „Þar er gert ráð fyrir 25 mkr. bygging- arstyrk til Fram árin 2007 og 2008, alls 50 mkr. Engin tillaga hefur komið frá íþrótta- og tómstundaráði um aukið fram- lag. Því er ekki eðlilegt að borg- arráð, að tillögu einstaks borg- arráðsfulltrúa, samþykki 50% hækkun byggingarstyrksins.“ Alfreð Þorsteinsson bókaði í framhaldinu að borgaryfirvöld hefðu staðið myndarlega að stuðningi við framkvæmdir íþróttafélaganna í Reykjavík og samþykkt nýlega styrkveit- ingar til þeirra, sem nemi hátt á annan milljarð króna. „Við af- greiðslu málsins í borgarráði 24. apríl sl.var frestað að af- greiða málefni Knattspyrnu- félagsins Fram, sem með rök- studdri greinargerð hafði sýnt fram á, að tillögur ÍTR nægðu ekki til að fjármagna fram- kvæmdir félagsins. Það er því eðlilegt, að borgarráð sam- þykki viðbótarframlag til fé- lagsins.“ Borgarráðsfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins bókuðu síðan að þeir tækju undir bókun Al- freðs. R-listinn klofnaði við afgreiðslu styrks til Fram SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi átta borgarfulltrúa, Samfylk- ingin fimm, Vinstri grænir einn og Frjálslyndir og óháðir einn sam- kvæmt skoðanakönnun Fréttablaðs- ins á fylgi framboðslistanna í Reykja- vík. Framsóknarflokkurinn næði ekki inn manni samkvæmt skoðana- könnuninni. Frjálslyndir með mann Könnunin var gerð fimmtudaginn 18. maí. Úrtakið var 600 Reykvíking- ar, að því er fram kom í Frétta- blaðinu í gær. Spurt var: „Hvaða lista myndir þú kjósa ef boðað yrði til borgarstjórnarkosninga nú? Alls 67,7 prósent tóku afstöðu til spurningar- innar. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálf- stæðisflokkurinn 49,3% atkvæða, Samfylkingin 29,8% atkvæða, Vinstri grænir 9,1% atkvæða, Frjálslyndir og óháðir 7,9% atkvæða og Fram- sóknarflokkurinn 3,9% atkvæða. Fylgi flokkanna í Reykjavík B-listinn einn næði ekki inn manni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.