Morgunblaðið - 20.05.2006, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.05.2006, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Afmælisblað - 2006 Ókeypis eintak Sjáið myndirnar! Samúel Örn og Ásta B.: ÓLÉTT OG ÁNÆGÐ! Hildur Vala og Jón Ólafs: GIFTU SIG ÓVÆNT! Annþór Karlsson, handrukkari: Einar Bárðar o g Áslaug: ÁSTFANGINN Á HRAUNINU! BARNIÐ KOMIÐ Í HEIMINN! Kolfinna Baldvins: KÁT Í KOSOVO SKILIN! NASA-hjónin: Bara í NÝTT PAR! EINTAKIÐ ÞITT! ÁRA Á ÞESSU ÁRI10 Sérstök afmælisútgáfa SÉÐ OG HEYRT fylgir Morgunblaðinu á sunnudaginn. FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú tóku í gær við umfangsmiklu lista- verki, sem grunnskólanemendur úr Álftanesskóla og frá Norður-Írlandi hafa sett upp norðan við heimreiðina að Bessastöðum. Verkið er afhent á árlegum Margæsadegi og verður til sýnis næstu tvær vikur. Verkið vann írski listamaðurinn Jim Russel í sam- vinnu við Álftanesskóla, norður-írska skóla og Wildfowl and Wetlands Trust á Norður-Írlandi en verkið er byggt á fjölmörgum myndum af margæs og er 15 x 23 metrar að umfangi. Allir nemendur í Álftanesskóla helguðu margæsinni krafta sína í gær og nemendur í 7. bekk vinna að upp- setningu verksins í samvinnu við nemendur úr Nerdrum College frá Norður-Írlandi sem hér eru í heimsókn ásamt kennurum sínum. Morgunblaðið/Ásdís Ólafur Ragnar og Dorrit voru ánægð með verk sem nemendur í Álftanesskóla og frá Norður-Írlandi unnu. Listaverk helgað margæsinni MARGÆSIN kemur hingað til lands snemma á vorin og dvelur hér í um það bil sex vikur áður en hún heldur norður á bóginn til Kanada til að verpa, að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar, fuglafræðings hjá Náttúrufræði- stofnun Íslands. „Hún kemur hingað fyrst og fremst til að fita sig, safna orku fyrir 3.000 km flug yfir Græn- landsjökul, sem er gríðarlega erf- itt og orkufrekt.“ Hann segir að mikið sé af gæsunum á höfuðborg- arsvæðinu og þar í kring og hefur þeim fjölgað þar ár frá ári. Þær hafist fyrst og fremst við á sjáv- arfitjum og á túnum þar sem þær éti gras. Golfvellir séu sérstaklega vinsælir því þar sé fínasta grasið. Hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands hefur síðustu ár verið unnið að því að merkja gæsirnar með senditækjum til að hægt sé að fylgjast með ferðum þeirra í gegn- um gervihnött. Þá sér stofnunin einnig um að taka sýni vegna fuglaflensu að beiðni Kanadastjórnar. Kemur hingað til lands til að fita sig ÁNÆGJA höfuðborgarbúa með heilsugæslustöðvarnar í sínu hverfi hefur minnkað talsvert frá því á síðasta ári. Um 70% aðspurðra segjast ánægð með heilsugæslu- stöðina, samanborðið við 85% í fyrra. Um 6% segjast beinlínis óánægð með heilsugæsluna í sínu hverfi. Þetta kemur fram í könnun sem Global Consulting Group (GCG) gerði fyrir Heilsugæsluna í Reykja- vík í byrjun árs, en niðurstöður hennar voru gerðar opinberar ný- lega. Þar kemur fram að ánægjan með heilsugæslustöðvarnar hefur einkum minnkað á fjórum stöðum, í Efra Breiðholti, Grafarvogi, Lág- múla og Mosfellsbæ. Stöðin í Árbæ hefur hins vegar bætt sig mest á milli ára. Þegar þeir sem tóku þátt í könn- uninni voru beðnir um að gefa þjón- ustu á heilsugæslustöðinni í sínu hverfi einkunn gaf mikill meirihluti, um 80%, einkunnina 4–5 af 5 mögu- legum. Um 15% gáfu þjónustunni einkunnina 3. Áberandi lægsta ein- kunn fékk heilsugæslustöðin í Graf- arvogi, 38% gáfu henni einkunnina 4–5, og lækkar hlutfallið um 47 pró- sentustig frá því í fyrra þegar 85% gáfu einkunnina 4–5. Einnig reynd- ist hlutfall ánægðra lágt í Miðbæ, þar sem hlutfallið lækkar úr 81% í 67% milli ára, og Fannborg þar sem það lækkar úr 83% í 68% milli ára. Gömul blöð umkvörtunarefni Þegar fólk var spurt hvað helst þyrfti að bæta var mest talað um þörfina á kurteisara og liðlegra fólk í móttökuna, að bæta þurfi aðgengi að læknunum og stytta biðtímann. Einnig var minnst á að móttakan mætti vera persónulegri, húsnæðið væri þröngt og gömul blöð á bið- stofunni. Könnunin var unnin í janúar og febrúar sl. fyrir Heilsugæsluna í Reykjavík. Ekki var um hefð- bundna spurningakönnun að ræða, heldur var um að ræða fremur lítið úrtak, spurt ítarlega og svörum fylgt eftir. Valdir voru með handa- hófsaðferð 50 þátttakendur úr hópi þeirra sem komið höfðu á hverja einstaka heilsugæslustöð ákveðna viku, en að auki var hringt í 30 ein- staklinga á þjónustusvæði hverrar stöðvar, valda af handahófi. Ánægja með heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu minnkar Íbúar vilja kurteisara og liðlegra fólk í móttökuna Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Til hátíðabrigða býður Þjóðminja- safn Íslands ókeypis aðgang að safninu til 31. maí, í tilefni þess að Þjóðminjasafnið hlaut viðurkenn- ingu sem eitt besta safn í Evrópu 2006. Þjóðminjasafn Íslands var eitt þriggja safna sem fékk sérstaka viðurkenningu í samkeppni Evr- ópuráðs safna um safn Evrópu árið 2006. Tilnefninguna hlaut Þjóð- minjasafnið vegna vel heppnaðar endurskipulagningar og endur- sköpunar á sýningum og allri starf- semi. Myndin var tekin þegar Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður tók við viðurkenningunni, en við- stödd voru m.a. konungur og drottning Spánar. Ókeypis í Þjóðminja- safnið 20.–31. maí MEIRIHLUTI Reykjavíkur- listans klofnaði í borgarráði við afgreiðslu á styrk til knatt- spyrnufélagsins Fram og varð til nýr meirihluti fulltrúa Sjálf- stæðisflokks og Alfreðs Þor- steinssonar, sem samþykkti 25 milljón króna framlag til fé- lagsins á árinu 2009, til viðbótar 50 milljóna króna framlagi á ár- unum 2007 og 2008. Á fundi borgarráðs á fimmtudag var tillögu Stefáns Jóns Hafsteins um að vísa er- indinu til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar felld með 4 atkvæðum gegn 3. Tillaga Al- freðs um framlagið var síðan samþykkt með atkvæði hans og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Ekki eðlileg hækkun Fulltrúar Reykjavíkurlistans bókuðu í framhaldinu að for- gangsröðun verkefna af hálfu íþrótta- og tómstundaráðs liggi fyrir í samþykkt borgarstjórn- ar á þriggja ára áætlun. „Þar er gert ráð fyrir 25 mkr. bygging- arstyrk til Fram árin 2007 og 2008, alls 50 mkr. Engin tillaga hefur komið frá íþrótta- og tómstundaráði um aukið fram- lag. Því er ekki eðlilegt að borg- arráð, að tillögu einstaks borg- arráðsfulltrúa, samþykki 50% hækkun byggingarstyrksins.“ Alfreð Þorsteinsson bókaði í framhaldinu að borgaryfirvöld hefðu staðið myndarlega að stuðningi við framkvæmdir íþróttafélaganna í Reykjavík og samþykkt nýlega styrkveit- ingar til þeirra, sem nemi hátt á annan milljarð króna. „Við af- greiðslu málsins í borgarráði 24. apríl sl.var frestað að af- greiða málefni Knattspyrnu- félagsins Fram, sem með rök- studdri greinargerð hafði sýnt fram á, að tillögur ÍTR nægðu ekki til að fjármagna fram- kvæmdir félagsins. Það er því eðlilegt, að borgarráð sam- þykki viðbótarframlag til fé- lagsins.“ Borgarráðsfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins bókuðu síðan að þeir tækju undir bókun Al- freðs. R-listinn klofnaði við afgreiðslu styrks til Fram SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi átta borgarfulltrúa, Samfylk- ingin fimm, Vinstri grænir einn og Frjálslyndir og óháðir einn sam- kvæmt skoðanakönnun Fréttablaðs- ins á fylgi framboðslistanna í Reykja- vík. Framsóknarflokkurinn næði ekki inn manni samkvæmt skoðana- könnuninni. Frjálslyndir með mann Könnunin var gerð fimmtudaginn 18. maí. Úrtakið var 600 Reykvíking- ar, að því er fram kom í Frétta- blaðinu í gær. Spurt var: „Hvaða lista myndir þú kjósa ef boðað yrði til borgarstjórnarkosninga nú? Alls 67,7 prósent tóku afstöðu til spurningar- innar. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálf- stæðisflokkurinn 49,3% atkvæða, Samfylkingin 29,8% atkvæða, Vinstri grænir 9,1% atkvæða, Frjálslyndir og óháðir 7,9% atkvæða og Fram- sóknarflokkurinn 3,9% atkvæða. Fylgi flokkanna í Reykjavík B-listinn einn næði ekki inn manni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.