Morgunblaðið - 08.06.2006, Side 1

Morgunblaðið - 08.06.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 154. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Á ferðalagi hugans Fiðlukonsert eftir Áskel Másson frumfluttur | Menning Viðskipti | Frumskógur regluverks grisjaður  Beðið eftir sláturtíð  Fjármálaráðherra og dýravinur Íþróttir | Logi Geirsson úr leik  Rooney með á HM  Lokaúrslit NBA Viðskipti og Íþróttir í dag ÞAÐ var mikið um dýrðir í Perlunni í gærkvöldi þegar gestir á leiðtogafundi Eystrasaltsráðsins hitt- ust og snæddu saman kvöldverð. Alls voru um 150 manns í kvöldverðinum og á myndinni má sjá þá Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Hall- dór Ásgrímsson og Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, sitja saman. Hinn eiginlegi leiðtogafundur ráðsins hefst klukkan níu í dag á Hótel Nordica og lýkur á há- degi. Alls eiga ellefu ríki aðild að Eystrasaltsráðinu auk þess sem Evrópusambandið tekur þátt í fund- inum. Forsætisráðherrar átta aðildarríkja eru hér á landi vegna fundarins og utanríkisráðherrar tveggja ríkja, Þýskalands og Litháen. Ráðherrunum fylgja sendinefndir frá hverju ríki. Flestir ráðherranna fara heim að loknum leið- togafundinum í dag en Mikhail Y. Fradkov, for- sætisráðherra Rússlands, og Halldór Ásgrímsson munu ræða saman í Ráðherrabústaðnum í dag. Fradkov mun að loknum viðræðum við Halldór heimsækja forseta Íslands á Bessastöðum. | 10 Morgunblaðið/Jim Smart Ráðherrar snæða í Perlunni DR. HÁKON Hákonarson, sérfræðingur í lungnalækn- ingum, stýrir á næstu þrem- ur til fimm árum mikilli erfðafræðirannsókn við Barnaháskólasjúkrahúsið í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Rannsóknin nær til 150–200 þúsund barna og hefur það markmið að hægt verði að greina sjúkdóma í börnum fyrr en nú er unnt, að því er fram kemur í viðtali við Há- kon í Morgunblaðinu í dag. Hann segir gríðarleg tækifæri felast í rannsókn- inni og að beitt verði afar fullkominni tækni við að greina erfðamengi þeirra barna sem taka þátt í henni. Hákon gegnir stöðu fram- kvæmdastjóra erfðafræði- miðstöðvar við Barnahá- skólasjúkrahúsið. Hann áætlar að verkefnið muni kosta eina 5–7 milljarða ís- lenskra króna og að alls komi um 250 vísindamenn að því á einhvern hátt. Á þriðja tug starfsmanna mun vinna við að taka blóð- sýni og arfgerðargreina þau og segir Hákon að sá mikli fjöldi blóðsýna sem tekinn verður í verkefninu sé nauð- synlegur til að ná til flestra algengra sjúkdóma. Til skoðunar verða sér- staklega sjúkdómar á borð við astma, ofnæmi, krabba- mein og erfðafræðilegar or- sakir offitu. | 6 Stýrir rann- sókn sem nær til 150– 200 þúsund barna SERGEI Lavrov, utanríkisráð- herra Rússlands, segir að ef Úkr- aína og Georgía gangi í Atlants- hafsbandalagið, NATO, verði það til marks um „gríðarleg póli- tísk umskipti“ í austurhluta Evrópu og Rússar yrðu að bregðast við með ákveðnum ráðstöfunum til að tryggja ör- yggi sitt. Úkraína og Georgía voru sovétlýðveldi fram til 1991 þegar Sovétríkin leystust upp, fyrrnefnda landið hafði þá verið í ríkjasambandi við Rússland sam- fleytt í nokkrar aldir ef undanskilið er stutt tímabil um 1920. „Við metum allar afleiðingarnar fyrst og fremst með þjóðarhags- muni Rússa í huga,“ sagði í yfirlýs- ingu Lavrovs á þingi landsins í gær. Rússneska þingið samþykkti sama dag yfirlýsingu þar sem áhyggjum er lýst af umsókn Úkraínumanna um aðild að NATO og sagt að aðild brjóti gegn samstarfssamningi sem ríkin tvö gerðu 1997. Ef Úkraína gengi í NATO myndi það hafa „nei- kvæð áhrif“ á öll samskipti þjóð- anna, sagði í yfirlýsingunni, en samt var tekið fram að um tvær „bræðraþjóðir“ væri að ræða, að sögn AFP-fréttastofunnar. Lavrov notaði einnig tækifærið til að ráðast harkalega á stefnu Bandaríkjamanna og sagði þá draga lappirnar í afvopnunarmál- um. Sagði hann áætlanir þeirra um að setja hefðbundnar sprengjur í langdrægar eldflaugar í stað kjarn- orkuvopnanna og hugmyndir um að smíða litlar kjarnorkusprengjur grafa undan hnattrænum tilraun- um til að hamla gegn útbreiðslu hættulegra vopna. Saka Bandaríkjamenn um tvöfalt siðgæði Þriðja atlagan gegn Vesturveld- unum kom frá Nikolaj Patrúsjev, yfirmanni öryggislögreglunnar FSB sem er arftaki KGB. Sakaði hann Bandaríkjamenn um tvöfalt siðgæði í baráttu þeirra gegn hermdarverkamönnum og minnti á gagnrýnina sem þeir hefðu sætt vegna Guantanamo-fangabúðanna og ýmissa atburða í Írak. Auk þess sagði hann þá skjóta skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn frá Tétsníu. Pavel Felgenhauer, sjálfstætt starfandi sérfræðingur í varnar- málum í Rússlandi, sagði yfirlýs- ingarnar sýna að ráðamenn í Moskvu ætluðu að leggja sig fram um að hindra frekari útþenslu NATO til austurs. Meirihluti vill Pútín áfram Flestir Rússar myndu styðja breytingar á stjórnarskrá landsins þannig að Vladímír Pútín forseti gæti boðið sig fram þriðja kjörtíma- bilið í röð í kosningunum 2008, en samkvæmt núverandi stjórnarskrá getur forseti landsins aðeins setið í tvö kjörtímabil. Þetta kom fram í könnun Levada-stofnunarinnar sem birt var í gær en þar sögðust 59% aðspurðra styðja hugmyndina. Er það aukning um 18% frá því í ágúst á liðnu ári. Rússar vara eindregið við útþenslu NATO Sergei Lavrov Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Washington. AFP. | Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn (IMF) hvatti í gær bandarísk stjórnvöld til að draga úr halla á ríkissjóði og afla meiri tekna með því að leggja nýja skatta á neyslu almennings. Stjórnvöld í Washington hafa það á stefnu- skrá sinni að helminga hallann á ríkissjóði fyrir árið 2009, en talsmenn IMF telja að þau hafi ekki gripið til nógu róttækra aðgerða til að draga úr hallanum. Þá sögðu talsmenn sjóðsins að Bandaríkjamenn þyrftu að auka sparnað sinn, m.a. til að stuðla að auknu jafn- vægi í heimsbúskapnum. Leggur til nýja skatta ♦♦♦ Washington. AP, AFP. | Öldungadeild Banda- ríkjaþings felldi í gær tillögu um stjórnar- skrárbreytingu sem fól í sér bann við hjóna- böndum samkynhneigðra. Atkvæði fóru á þann veg að 49 þingmenn voru fylgjandi banninu og 48 andvígir, en tvo þriðju hluta atkvæða, eða 60, þurfti til að tillagan fengist samþykkt. George W. Bush Bandaríkjaforseti studdi frumvarpið ákaft sem og íhaldssamir kristilegir hópar. Forsetinn var vonsvikinn þegar niðurstaðan lá fyrir, en sagði hana „upphafið að nýjum kafla í þessari deilu þjóðarinnar“. Gagnrýnendur Bush segja hann hins vegar vera að reyna að draga at- hygli frá vandamálunum í Írak og treysta sig í sessi hjá kjósendum Repúblikana- flokksins fyrir þingkosningar í nóvember. Bush var vonsvikinn með niðurstöðuna. Hjónabönd samkynhneigðra Tillaga um bann felld SAMSKIP hafa opnað tvær söluskrifstofur í Suður-Ameríku þar sem megináherslan er lögð á flutningsþjónustu við ávaxta- og grænmetisframleiðendur. Beita á nýrri geymslutækni í gámaflutningum sem ætlað er að tryggja gæði og ferskleika vörunnar. Stefnt er að því að opna fleiri skrifstofur í álfunni á næstunni en alls eru Samskip nú með 59 skrifstofur í fjórum heimsálfum. Nýju skrifstofurnar eru báðar staðsettar í Brasilíu, í borgunum Salvador og Petrol- ina. Skrifstofan í Salvador mun sinna stækkandi ávaxta- og grænmetismarkaði innan álfunnar, þar sem boðið er upp á kæli- og frystiflutningaþjónustu. Skrifstofan í Petrolina mun einbeita sér að hitastýrðum gámaflutningum milli heimsálfa. Einar Þór Guðjónsson, framkvæmda- stjóri frysti- og kæliflutningasviðs Sam- skipa, segir Brasilíu vera einn stærsta markað heims fyrir hitastýrða flutninga. Opnun skrifstofanna sé enn eitt skref Sam- skipa í þá átt að bjóða fyrsta flokks þjón- ustu um allan heim. | B10 Samskip til S-Ameríku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.