Morgunblaðið - 08.06.2006, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
MH er aðili að International Baccalaureate samtökunum (IBO) og býður upp á tveggja ára námsbraut sem býr
nemendur undir háskólanám. Að jafnaði hefst IB námið eftir eins árs nám á framhaldsskólastigi og lýkur tveimur árum
seinna með alþjóðlegum samræmdum prófum. IB stúdentspróf veitir ekki lakari réttindi til framhaldsnáms en íslenskt
stúdentspróf en þeir sem hafa öðlast IB prófskírteini geta fengið inngöngu í fjölda virtra háskóla um allan heim, m.a. í
Evrópu og Bandaríkjunum. Auk hins bóklega náms er lögð mikil áhersla á að þroska nemendur og efla félagsanda
þeirra með ýmsum sameiginlegum verkefnum.
_________________________________
Hamrahlíð College (MH) is a member school of the International Baccalaureate Organization (IBO). This gives the
College the right to offer the IB Diploma Programme, a comprehensive pre-university curriculum. Taught in English, the
two-year course ends with standardised exams recognised by universities worldwide. The school also offers a
preliminary year for younger students. IB diploma graduates have been accepted by numerous leading universities
worldwide. In the IB, students learn more than just academic subjects as they are encouraged to develop a strong sense
of their own identity and culture and to develop an understanding of people from other countries and cultures.
Kynningardagur mánudaginn 12. júní næstkomandi í MH.
Formlegur umsóknarfrestur er til og með 12. júní.
Upplýsingar veitir
Aldís Guðmundsdóttir, IB stallari
Í síma 595 5233
aldisg@mh.is og ibstallari@mh.is
IB NÁM
Í MENNTASKÓLANUM VIÐ HAMRAHLÍÐ
Spennandi valkostur fyrir metnaðarfulla nemendur
http://www.mh.is Sími 594 5000 - Fax 594 5001
Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir
STUÐLASEL - 109 RVÍK
Fallegt og skemmtilegt einbýli í rólegum botnlanga, 181 fm. Bíl-
skúr, garðskáli. Stór afgirtur garður, tréverönd og heitur pottur.
Frábær staðsetning.
Nánari upplýsingar gefa sölufulltrúar Akkurat
Þóra Þrastard. 822 2225 og Anna Lilja 899 0708.
LJÓSMYNDARINN Arnold New-
man, sem af mörgum var talinn
einn besti portrettljósmyndari síð-
ustu aldar, lést í fyrradag, 88 ára að
aldri.
Newman var þekktur fyrir
portrett sín af fólki, þar sem sam-
spil lýsingar og umhverfis lék stórt
hlutverk og þóttu þau draga vel
fram persónueinkenni viðfangsefn-
isins. Var hann mörgum ljósmynd-
urum fyrirmynd, bæði hérlendis og
erlendis.
Á myndinni sjást útlínur New-
mans bera við eina frægustu
portrettmynd hans, af tónskáldinu
og hljómsveitarstjóranum Igor
Stravinski.
AP
Arnold Newman allur
Í LISTASAFNINU á Akureyri
stendur nú yfir metnaðarfull sýning
sjö listamanna undir yfirskriftinni
Heimþrá. Sýningin er sú fyrsta af
fjórum á Íslandi, Tyrklandi, Sviss og
Ísrael en sýningarstjóri er Christian
Schoen. Í vandaðri sýningarskrá eru
hugleiðingar og viðtöl við listamenn-
ina um sýninguna.
Þegar inn er komið má sjá verk
Haraldar Jónssonar, Krumpað
myrkur, sem er „mónúmental“ bæði
hvað varðar umfang og kraft. Það
byggist á einfaldri hugmynd: hrúgu
af samankrumpuðum svörtum papp-
ír sem flæðir út í hvítt rýmið eins og
úfin hraunbreiða. Verkið er ágengt,
líkt og það hyggist gleypa sýning-
argestinn eða lama hann, samtímis
því að lokka hann til sín því að létt-
leiki efnisins kveikir löngun til að
stökkva í „myrkrið“ líkt og barn að
leik í skemmtigarði. Það vísar í senn
til heimþrárinnar sem yfirþyrmandi
saknaðar, tómleikatilfinningar þess
sem hefur glatað heimkynnum sín-
um, og sem eftirvæntingarfullrar
löngunar.
Í sama sal sýnir hin svissneska
Michel Chantal níu stórar ljósmyndir
sem eru ekki síður áleitnar, en verk
þeirra Haraldar ná að vinna saman
og skapa sterka heild. Ljósmynd-
irnar sýna einnig flæðandi óreiðu en
byggjast á flóknara og hlutbundnara
myndmáli þar sem hið borgaralega
evrópska heimili birtist í algjörri
upplausn og niðurníðslu. Chantal
sviðsetur sjálfa sig líkt og vitfirring
eða fórnarlamb ofbeldis mitt í eyði-
leggingunni sem jafnframt býr yfir
hrollkenndri fegurð. Líta mætti á
verkið sem spegil á upplausnar-
ástand hefðbundinna gilda og við-
miða líkt og eftir stríð þar sem allt
virðist á hverfanda hveli, eða í stærra
samhengi sem myndhverfingu fyrir
firringu og hraða nútímans þar sem
manneskjan reynir að ná fótfestu.
Tregafullur söngur dregur sýning-
argestinn til sín í sal á vinstri hönd.
Þar ber fyrir augu myndbandsverkið
Rödd utan myndar eftir hina tyrk-
neskættuðu Nevin Aladag sem búið
hefur í Þýskalandi frá tveggja ára
aldri. Við sjáum m.a. nærmyndir af
þýskum táningum af tyrkneskum og
kúrdískum uppruna þar sem þeir
standa í almenningsgarði að nóttu til,
baðaðir grænni birtu, syngjandi
harmljóð frá heimalandinu af inn-
lifun. Sígilt umfjöllunarefnið – missir
og þrá – er auðskynjað. Í öðru mynd-
skeiði sjáum við hvar hönd heldur
munnhörpu út um glugga bíls sem er
á ferð um borgina. Vindurinn öðlast
þar sterka efniskennd í gegnum
hljóðfærið auk þess að vera mynd-
hverfing fyrir það hvernig minningar
berast milli kynslóða í gegnum sögur
og ljóð og ferðast þannig einnig á
milli staða.
Verk Aladag kallast með „hljóð-
rænu“ móti á við innsetningu íslensk-
spænska parsins Ólafs Árna Ólafs-
sonar og Libiu Pérez de Siles de
Castro, Baðstofulestur. Sýning-
argesturinn þarf að fara úr skónum
og inn í lítið afvikið rými þar sem
hvítt gæruskinn og Brennu-
Njálssaga ráða ríkjum. Þeirri
reynslu má líkja við undarleg of-
skynjunaráhrif af kunnuglegum en
bjöguðum heimi. Sterk lýsing magn-
ar upp lit og mýkt gærunnar og hlýða
má á afganskan hælisleitanda lesa
enska þýðingu á kafla úr Njálu. Ólaf-
ur og Libia spyrja þannig um gildi
fornsagnanna og slíks erfðagóss fyrir
nýja Íslendinga, aðflutta eða inn-
fædda.
Firringin og einsemdin eru um-
fjöllunarefni ísraelska listamannsins
Guy Ben-Ner, Berkeley’s Island,
sem er myndbandsverk unnið undir
áhrifum frá sögunni um Róbinson
Krúsó. Þar situr listamaðurinn fá-
klæddur á „eyðieyju“ sem sam-
anstendur af gervi-pálmatré í sand-
hrúgu á eldhúsgólfi og við skynjum
tímann líða í dagbókarlestri. Að auki
sjáum við ýmis myndskeið, m.a. þar
sem getnaðarlimur listamannsins
„syngur“ vinsælt bandarískt dæg-
urlag og virðist þannig hafa öðlast
hlutverk sem félagi mannsins og
skemmtikraftur; nokkurs konar út-
færsla á Frjádegi. Ben-Ner er brott-
fluttur frá heimalandi sínu en túlka
mætti hina ímynduðu eyju og at-
burðarás sem þar á sér stað sem þrá
manns, er glatað hefur heimkynnum
sínum líkt og hælisleitandinn í Bað-
stofulestri, eftir samastað eða því „að
eiga heima“.
Innsetning Katrínar Sigurð-
ardóttur er öllu hljóðlátari. Í myrkv-
uðu rými snúast sjö lítil húsalíkön um
öxul sem hangir úr loftinu líkt og í
tímaleysi. Þau eru upplýst en
skuggaspil húsanna sem myndast á
gólfi leiðir hugann að helliskenningu
Platóns um að við sjáum einungis eft-
irmyndir hlutanna og lifum þannig í
afstæðum blekkingarheimi. Hús
Katrínar birta efnislega mynd minn-
inga um hús eða heimkynni jafn-
framt því að minna á að þar er fyrst
og fremst um hugarsmíð að ræða.
Listamennirnir nýta sér á ýmsan
og áhrifamikinn hátt möguleika
myndmáls og rýmis og vekja þannig
áleitnar spurningar um heimþrá,
heimkynni, þjóðerni og samsemd.
Sýningin er þarft innlegg í umræðu
og hugsun um áhrif hnattvæðingar á
staðbundna menningu og ekki síst á
mörkin milli þjóða og skil menning-
arheima.
Þrá eftir samastað
Anna Jóa
MYNDLIST
Listasafn Akureyrar
Samsýning: Nevin Aladag, Guy Ben-Ner,
Haraldur Jónsson, Chantal Michel, Ólafur
Árni Ólafsson, Libia Pérez de Siles de
Castro og Katrín Sigurðardóttir. Til 25.
júní.
Heimþrá/Homesick
„Sýningin er þarft innlegg í umræðu og hugsun um áhrif hnattvæðingar á
staðbundna menningu og ekki síst á mörkin milli þjóða og skil menningar-
heima,“ segir Anna Jóa m.a. í umfjöllun sinni um sýninguna Homesick.