Morgunblaðið - 08.06.2006, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
HINN 2. febrúar sl, gerðu forysta
KÍ og menntamálaráðherra með sér
svokallað 10 punkta samkomulag.
Samkomulag þetta var – af ein-
hverjum óskiljanlegum og óút-
skýrðum ástæðum – unnið af slíkri
leynd af forystu KÍ að
almennir félagsmenn
vissu ekki af undirbún-
ingi þess eða tilurð,
uns það kom sem blaut
tuska framan í þá, dag-
inn sem það var und-
irritað. Þótti stórum
hópi framhaldsskóla-
kennara einsýnt að
með 3. grein sam-
komulagsins væri for-
ysta KÍ að nota fyr-
irhugaða skerðingu
náms til stúdentsprófs
sem skiptimynt í
samningum við ráðuneytið fyrir
önnur hagsmunamál sín, en mán-
uðina fyrir undirritun sam-
komulagsins hafði staðið yfir hat-
römm barátta hjá breiðum
grasrótarhópi framhaldsskólakenn-
ara gegn skerðingu náms til stúd-
entsprófs, og í þeirri baráttu hafði
forysta KÍ staðið einkennilega þögul
og nær algjörlega óvirk. Strax í
febrúar sl. var á það bent að með
samkomulaginu væri ryki slegið í
augu almennings, svo að liti út eins
og baráttu kennara gegn skerðing-
unni væri lokið og að mennta-
málaráðherra hefði meðbyr stétt-
arinnar til skerðingaráforma sinna.
En það var í raun bara fámenn for-
ystuklíka KÍ sem gekk til samstarfs
við ráðherra, í óþökk meirihluta
grunn- og framhaldsskólakennara,
leyfi ég mér að fullyrða, eins og sést
á því að margir tugir kennara hafa
ritað greinar gegn skerðingu náms
til stúdentsprófs, en vart nokkur úr
þeirra röðum mælt slíkri skerðingu
bót, ef undan eru skildir tveir eða
þrír aðstoðarskólameistarar á
framabraut, enda hefur uppmiga við
yfirvaldið löngum verið vís leið til
metorða.
Hvað um það, í kjölfar undirrit-
unar 10 punkta samkomulagsins var
skipuð verkefnisstjórn, sem í sitja 2
fulltrúar forystu KÍ og 2 fulltrúar
menntamálaráðuneytis. Þessi verk-
efnisstjórn sendi frá sér greinargerð
um störf sín 25. apríl sl. Og hverju
hefur nú verkefnisstjórnin áorkað?
Jú, unnið er að því, í anda skrifræð-
is, að skipa starfshópa og nefndir
um hin ýmsu málefni, m.a. um
breytta námsskipan, um almenna
námsbraut og um starfsmannamál
framhaldsskólanna, svo að dæmi séu
tekin. Í slíka kerfisþjónkun er
mestu púðri áð-
urnefndrar grein-
argerðar eytt.
En dokum við. Ef
greinargerðin er
grannt skoðuð, má lesa
úr henni að fulltrúar
verkefnisstjórnar hafa
komið sér saman um
styttingu náms til stúd-
entsprófs úr 4 árum í 3
ár. Varla er hægt að
skilja á annan veg eft-
irfarandi orðalag:
„Hlutverk starfshóps-
ins [um breytta nám-
skipan] verður einnig að fjalla um
einingafjölda og inntak stúdents-
prófs á öllum stúdentsbrautum sem
rúmast innan þriggja ára viðmið-
unarramma á framhaldsskólastigi.“
Hér hefur forysta KÍ viðurkennt að
viðmiðunarrammi fyrir stúdentspróf
skuli vera 3 ár m.ö.o. skerðingin er
samþykkt. Á því er svo hnykkt síðar
í greinargerðinni: „Jafnframt er
unnið að kröftugum stuðnings-
aðgerðum við breytta námsskipan
til stúdentsprófs frá grunnskóla til
loka framhaldsskóla úr 14 árum í
13…“ Þarna er loks kominn rýting-
urinn, sem forysta KÍ rak í bak
þeim sem berjast gegn skerðingu
framhaldsskólamenntunar í landinu:
Samstarf við ráðuneytið um skerð-
inguna. Sú fyrirætlun forystu KÍ, að
fallast á skerðingu náms til stúd-
entsprófs, gengur algjörlega í ber-
högg við áskorun 3. þings Kenn-
arasambands Íslands til ráðherra
um að falla frá skerðingaráform-
unum. Það er í samræmi við fram-
komu forystu KÍ, að hafa vilja um-
bjóðenda sinna að engu.
Einhverra hluta vegna ætlar
verkefnisstjórnin að standa fyrir
stofnun nefndar um starfsmanna-
mál framhaldsskólanna. Bíðum nú
við. Til hvers í ósköpunum? Er ekki
allt í lagi með þau mál í framhalds-
skólunum? Þarf sérstaka nefnd um
þau? Skipun slíkrar nefndar virðist
skorta tilgang. Nema ef málin eru
skoðuð í samhengi við skerðing-
aráform menntamálaráðherra, en
samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að
yfir 150 framhaldsskólakennarar
missi vinnuna. Svo að þar liggur
hundurinn grafinn. Þetta eina litla
atriði afhjúpar hvernig forysta KÍ
hefur fallist á skerðinguna.
Eitt atriði tengt 10 punkta sam-
komulaginu er ónefnt, en skv. 8. lið
þess skal stefnt að eflingu Náms-
gagnastofnunar. Nú hefur kvisast út
að á teikniborðinu séu frumvarps-
drög, sem beinlínis miði að því að
draga stórlega úr starfsemi þeirrar
stofnunar, ef ekki bara að leggja
hana niður. En ekki ætlar forysta
KÍ að láta þetta ótvíræða sam-
komulagsbrot slá sig út af laginu í
samstarfi við ráðuneytið. Lengi má
kyssa vöndinn sem flengir.
Hvað stendur þá eftir af starfi
þessarar svokölluðu verkefn-
isstjórnar vegna 10 punkta sam-
komulagsins, nú þegar 4 mánuðir
eru liðnir frá undirritun þess? Skip-
aðar skulu nokkrar mismikilvægar
nefndir að hætti kerfiskarla, forysta
KÍ hefur, eins og spáð var, fallist á
styttingu náms til stúdentsprófs og
Námsgagnastofnun skal aflögð.
Þetta eru semsagt þau stórskref til
eflingar menntunar í landinu, sem
forysta KÍ stefndi að með gerð sam-
komulagsins.
Með 10 punkta samkomulaginu
gerði forysta KÍ ráðherra kleift að
halda áfram með skerðingaráform
sín. Ég skammast mín fyrir að til-
heyra nauðugur samtökum, þar sem
forystan virðir vilja félagsmanna að
vettugi og virðist beinlínis vinna
gegn góðri menntun í landinu.
Stúdentsprófið selt
Helgi Ingólfsson fjallar um
samkomulag KÍ og mennta-
málaráðuneytis um breytta
námsskipan til stúdentsprófs
’Ég skammast mín fyrir að tilheyra nauð-
ugur samtökum, þar
sem forystan virðir vilja
félagsmanna að vettugi
og virðist beinlínis
vinna gegn góðri
menntun í landinu.‘
Helgi Ingólfsson
Höfundur er framhaldsskólakennari.
MÁLEFNI eldri borgara voru
mjög í brennidepli í nýafstöðnum
sveitarstjórnarkosningum. Allir
stjórnmálaflokkar lofuðu úrbótum í
málefnum aldraðra. Nú er eftir að sjá
hvernig staðið verður
við loforðin.
Gefum stjórn-
málaflokkunum eitt
tækifæri enn
Það er aðeins eitt ár
til þingkosninga. Marg-
ir eldri borgarar og þar
á meðal formaður
Landssambands eldri
borgara hafa sagt, að
eldri borgarar ættu að
bjóða fram við næstu
kosningar ef ekki yrðu
gerðar myndarlegar
úrbætur í málefnum þeirra. Þetta er
mjög athyglisverð hugmynd. Ég tel
að gefa eigi stjórnmálaflokkunum eitt
tækifæri enn til þess að leysa mál
aldraðra. En geri þeir það ekki eigi
eldri borgarar að bjóða fram. Tillaga
mín er þessi: Samtök aldraðra leggi
fyrir stjórnmálaflokkana ákveðnar
tillögur um lágmarksaðgerðir í mál-
efnum þeirra, þ.e. eftirfarandi:
Aðgerðir strax
1. Hvað lífeyrir aldraðra frá al-
mannatryggingum þurfi að hækka
mikið strax. 2. Hvað mikið þurfi að
draga úr tekjutengingum trygg-
ingabóta strax (vegna tekna úr lífeyr-
issjóði, makatekna og atvinnutekna).
3. Hvaða aðgerðir þurfi
að gera strax varðandi
ný hjúkrunarrými og
nýjar þjónustuíbúðir
fyrir aldraða og hvaða
aðgerðir þurfi að gera
strax til þess að stuðla
að því, að aldraðir geti
verið sem lengst í
heimahúsum (breyt-
ingar á íbúðum, lækkun
fasteignagjalda aldr-
aðra og aukning og
samþætting heimaþjón-
ustu og heimahjúkr-
unar). 4. Hækkun skatt-
leysismarka í 130 þúsund krónur á
mánuði.
Þegar samtök aldraðra hafa ákveð-
ið tillögur sínar um lágmarksaðgerðir
skulu þær lagðar fyrir stjórn-
málaflokkana. Þess verði óskað við
stjórnarflokkana að þeir framkvæmi
tillögurnar strax eða í síðasta lagi um
næstu áramót. Stjórnarandstaðan
verði beðin að flytja strax tillögur á
Alþingi og í sveitarstjórnum um að-
gerðir í málefnum aldraðra í sam-
ræmi við framangreindar tillögur.
Nauðsyn brýtur lög
Ef til vill finnst einhverjum að hér
mundi vera gengið fram af of mikilli
hörku við stjórnmálaflokkana. En
nauðsyn brýtur lög. Það er búið að
níðast svo mjög á öldruðum und-
anfarin ár að það dugar ekkert minna
til leiðréttingar en það sem hér hefur
verið tilgreint.
Ef ekki verður orðið við kröfum
aldraðra þá eiga þeir að bjóða fram.
Eiga eldri borgarar
að bjóða fram?
Björgvin Guðmundsson fjallar
um málefni aldraðra ’Margir eldri borgarar og þar á meðal formaður
Landssambands eldri
borgara hafa sagt, að eldri
borgarar ættu að bjóða
fram við næstu kosningar
ef ekki yrðu gerðar
myndarlegar úrbætur
í málefnum þeirra. ‘
Björgvin Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Þ
að rifjast upp fyrir
manni á þessum um-
rótstímum í íslensk-
um stjórnmálum um-
mæli sem Norman
Lamont lét falla í breska þinginu
daginn sem hann sagði af sér ráð-
herradómi í ríkisstjórn Íhalds-
flokksins í júní 1993.
Lamont, sem hafði orðið fjár-
málaráðherra í nóvember 1990
eftir sigur Johns Majors í leið-
togakjöri íhaldsmanna, snerist þá
gegn vini sínum, forsætisráð-
herranum, svo eftir var tekið.
Varði hann störf sín sem fjár-
málaráðherra – en Lamont hafði
sannarlega haft vindinn í fangið –
og lét svo þau orð falla að rík-
isstjórn Majors hefði þá ímynd að
hún „sæti en stjórnaði ekki“ [e.
the government gave every im-
pression of „being in office, but
not in power“].
Nú kann að vera að sjálfstæð-
ismönnum finnist þetta ósann-
gjarn dómur hvað þá varðar,
enda hafa þeir sumpartinn verið
áhorfendur að undarlegri at-
burðarás liðinna daga eins og við
hin.
Málið er hins vegar að lýsingin
virðist eiga ágætlega við um for-
ystumann ríkisstjórnarinnar,
Halldór Ásgrímsson. Og eftir
höfðinu dansa limirnir.
Þau tíðkast nú hin breiðu spjót-
in í Framsóknarflokkinum, líkt og
Atli bróðir Grettis sagði er hann
var veginn forðum.
Það blasir við að þriðji for-
sætisráðherrann mun senn taka
við í þessari ríkisstjórn, og þó
hefur hún aðeins verið við völd í
þrjú ár. Þessu hefur stjórnarand-
staðan auðvitað haldið til haga og
notað sem rök fyrir því að rík-
isstjórnin sé óstarfhæf og að boða
verði til kosninga sem fyrst.
Hitt hafa menn ekki rætt sér-
staklega, svo mér sé kunnugt um,
að um leið og Geir H. Haarde
færir sig yfir í forsætisráðuneytið
myndast tómarúm í utanrík-
isráðuneytinu, sem þarf að fylla.
Þetta þýðir að senn tekur við
fjórði utanríkisráðherrann á
þremur árum!
Maður hlýtur að spyrja sig
hvaða áhrif þessi tíðu ráðherra-
skipti hafi á störf embættismann-
anna við Rauðarárstíg.
Ég bar það undir Gunnar
Helga Kristinsson stjórn-
málaprófessor, en hann hefur
manna best kynnt sér íslenska
stjórnsýslu, hvaða áhrif sífelldar
hrókeringar kunni að hafa á störf
ráðuneytis. „Stjórnsýslan getur
við venjulegar aðstæður auðvitað
rekið sig töluvert sjálf. Hún vinn-
ur vel þó að ráðherrann sé ekki til
staðar,“ svaraði hann. „En hún
vinnur auðvitað ekki vissa tegund
af verkefnum, sem eru svona póli-
tískari verkefni, langtíma-
stefnumótun og forgangsröðun og
þess háttar hluti. Það er þar sem
ráðherrann skiptir töluverðu
máli. Það tekur ráðherra tals-
verðan tíma að komast inn í mála-
flokk og auðvitað er það því
slæmt fyrir ráðuneytin að hafa
ekki stabíla stjórn. Það blasir al-
veg við.“
Kvaðst Gunnar Helgi telja að
það hlyti óhjákvæmilega að skapa
lausung í stjórnsýslu ef sífellt
væri verið að skipta um yf-
irstjórnendur. „Almennt séð er
þetta mjög óheppilegt. En það er
auðvitað ekkert hægt að segja við
þessu. Pólitíkin ræðst auðvitað af
öðrum hlutum.“
Það var og. Pólitíkin getur
sannarlega þvælst fyrir mönnum.
Hafa ber í huga í þessu sam-
bandi að nú standa yfir erfiðar
viðræður við Bandaríkjamenn um
framtíð varnarsamstarfs land-
anna. Hefur þessum tíðu ráð-
herraskiptum verið lýst þannig í
mín eyru að gagnvart viðsemj-
endum okkar – sem hafa verið allt
annað en auðveldir viðfangs, vilja
helst bara pakka saman og fara –
hafi þau sömu áhrif og ef menn
væru sífellt að skjóta sjálfa sig í
fótinn. Bandaríkjamönnum finn-
ist varla óþægilegt að það sé allt-
af einhver nýr í brúnni. Það þýði
minni stefnufestu hérna megin;
nýr maður þarf auðvitað að taka
sér tíma í að lesa sig inn í mál.
Sömuleiðis séu ráðherraskiptin
óþægileg inn á við; tiltekinn emb-
ættismaður hafi kannski verið bú-
inn að eyða tíma í að kynna mál
fyrir ráðherra, fá það tekið á dag-
skrá, t.d. einhvern tæknilegan
þátt sem varðar brottför Banda-
ríkjahers af landinu. Þegar ráð-
herrann sé skyndilega horfinn á
braut standi menn eftir í lausu
lofti, þurfi að byrja aftur frá
grunni (þó skiptir auðvitað máli í
þessu samhengi hver kemur næst
í ráðuneytið; sumir kandídatar
eru kannski betur undir starfið
búnir en aðrir).
Svona hlutir skipta máli sökum
þess sterka ráðherravalds, sem
hefur tíðkast í íslenskri stjórn-
sýslu. Menn fara sjaldnast af stað
með stærri mál nema hafa fengið
grænt ljós frá ráðherra.
Staðreyndin er síðan sú að mun
stærri mál hafa verið til umfjöll-
unar í utanríkisráðuneytinu að
undanförnu en oftast áður. Af
þeim sökum getur skipt máli að
ákveðin samfella sé í starfinu,
kontinúítet í forystusveitinni.
Hitt er svo spurning, hvort
framsóknarmenn muni reyna að
leysa sín innanbúðarvandamál
með því að koma einhverjum
óánægðum forystumönnum í
sendiherrastörf erlendis, en líkt
og fram kemur í nýlegri rannsókn
Gunnars Helga (sjá http://
www.stjornmalogstjornsysla.is/
images/stories/fg2006v/ghk.pdf)
þá hafa menn verið gjarnir á að
skipa pólitískt í þau störf.
Eðlilegt er að embættismenn í
utanríkisráðuneytinu óttist þenn-
an þátt, því hann getur haft áhrif
á þeirra eigin möguleika á frama.
Augljóst er þess vegna að svipt-
ingarnar í utanríkisráðuneytinu
geta haft áhrif á starfsandann
þar. Eða eins og það var orðað við
mig: „Ef menn vilja verða sendi-
herra þá er líklega orðið betra
fyrir þá að fara á þing.“
Svo mörg voru þau orð.
Situr en
stjórnar ekki
[…] um leið og Geir H. Haarde færir
sig yfir í forsætisráðuneytið myndast
tómarúm í utanríkisráðuneytinu […].
Þetta þýðir að senn tekur við fjórði ut-
anríkisráðherrann á þremur árum!
BLOGG: davidlogi.blog.is
VIÐHORF
Davíð Logi Sigurðsson
david@mbl.is