Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 53 MENNING Á ÞAKINU Leikstjóri: Unnur Ösp Stefánsdóttir. Danshöfundur: Roine Soderlundh. Tónlistarstjóri: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Þýðandi: Gísli Rúnar Jónsson. Útlitshönnun: Egill Ingibergssson og Móeiður Helgadóttir. Búningahönnun: Hildur Hafstein. Hljóð: Gunnar Árnason. Sýnt í Borgarleikhúsinu í sumar Miðasala hefst á morgun klukkan 10.00 í Borgarleikhúsinu í síma 568-8000 og á www.borgarleikhus.is Allir sem fæddir eru á árunum 1984, '94, '74, '64, '54 og '44 fá 24% afslátt á fyrstu 8 sýningarnar. ÞORVALDUR DAVÍÐ HALLA VILHJÁLMS Í MYNDASALNUM á jarðhæð Þjóð- minjasafnsins stendur yfir ljós- myndasýningin Rætur rúntsins eftir hollenska ljósmyndarann Rob Hornstra. Sýningin er sett upp í tengslum við samnefnda bók sem geymir afrakstur af þátttöku hans í evrópsku verkefni á vegum Inter- national Photography Research Net- work en Þjóðminjasafnið var sam- starfsaðili í verkefninu árið 2005. Verkefni Hornstra fólst í því að mynda atvinnulíf á Íslandi og valdi hann að ferðast um landið og festa á filmu lífið í sjávarplássum eins og það blasti við honum. Viðfangsefni Hornstra í verkunum í Þjóðminjasafninu felast einkum í myndum af eldra fólki, unglingum og skemmtanalífi þeirra og myndum af starfsfólki í fiskvinnsluhúsum, sem er útlent eða af erlendu bergi brotið. Mörg verkanna eru portrettmyndir þar sem við sjáum t.d. fólk íklætt vinnugallanum í umhverfi fisk- vinnslustöðvarinnar, sumir að fá sér kaffisopa; nærmyndir af eldra fólki sem horfir eins og í gegnum linsu myndavélarinnar, andlitin rúnum rist. Unglingar stilla sér upp við bíla en yf- irskrift sýningarinnar vísar til „rúnts- ins“ sem einkennandi menningarfyr- irbæris. Þá er nokkur fjöldi mynda þar sem Hornstra fangar ákveðna at- burðarás: unga fólkið – gjarnan með bjórflösku í hendi – að tala saman í partíi í heimahúsum, á rúntinum eða í sjoppunni og eldri kynslóðin í míní- golfi. Umhverfi þorpanna verður Hornstra einnig að yrkisefni og einn þáttur sýningarinnar felst í innan- hússmyndum af yfirgefnum heimilum þar sem hrörnunin ræður ríkjum. Hornstra hefur næmt auga fyrir myndrænum þáttum og for- vitnilegum smáatriðum og nær oft að skapa óvæntar víddir í myndbygging- unni. Segja má að sýningin bregði upp ákveðnu sjónarhorni á Ísland. Hornstra dregur fram ákveðna hluti í þeim tilgangi að varpa ljósi á raun- veruleika sem birtist honum, án þess að upphefja eða gera lítið úr. Verkin fjalla um breytta lífs- og atvinnuhætti, brottflutning fólks, vonbrigði og söknuð eldri kyn- slóðarinnar, ungmenni sem virð- ast vera með hugann annars stað- ar og þá einangrun sem útlent starfsfólk býr við, jafnvel þeir sem telja sig vera orðnir Íslendingar. Uppsetning verkanna – tvö og tvö saman eða þrjú í hóp – stuðlar að því að draga fram andstæður eða búa til tengingar, svo sem þar sem við sjáum hlið við hlið myndir af forfeðrum á vegg, tómláta stúlku á leið á ball og skipshlið í niðurníðslu. Á öðrum sjást kæru- leysislegir krakkar í bíl, eins og á leiðinni burt, við hlið mynda af út- lendum konum í slorgalla þar sem þær sitja við færibandið. Í sýn- ingu Hornstra býr ákveðin frá- sögn – sem ekki er víst að landsmenn kærðu sig um að hafa til sýnis á Aust- urvelli því hún vekur ýmsar óþægi- legar en þarfar spurningar. Því má hins vegar ekki gleyma að sú sýn á ís- lenskt mannlíf sem birtist okkur í verkunum byggist á vali ljósmynd- arans og áhrifamætti sviðsetning- arinnar. Vel er staðið að þessari bráð- skemmtilegu sýningu. Verkin hafa óneitanlega mikið heimildagildi og fela jafnframt í sér ferskt sjónarhorn á íslenska menningu. Þegar öllu er á botninn hvolft sýna þau fyrst og fremst flóru einstaklinga sem eru ein- faldlega að lifa lífinu, hver á sinn hátt. Við Íslendingar? MYNDLIST Þjóðminjasafn Íslands Rætur rúntsins/Roots of the Rúntur. Rob Hornstra. Til 11. júní 2006. Ljósmyndasýning Anna Jóa Eitt verkanna á sýningunni Rætur rúntsins á Þjóðminjasafni Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.