Morgunblaðið - 08.06.2006, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 08.06.2006, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 53 MENNING Á ÞAKINU Leikstjóri: Unnur Ösp Stefánsdóttir. Danshöfundur: Roine Soderlundh. Tónlistarstjóri: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Þýðandi: Gísli Rúnar Jónsson. Útlitshönnun: Egill Ingibergssson og Móeiður Helgadóttir. Búningahönnun: Hildur Hafstein. Hljóð: Gunnar Árnason. Sýnt í Borgarleikhúsinu í sumar Miðasala hefst á morgun klukkan 10.00 í Borgarleikhúsinu í síma 568-8000 og á www.borgarleikhus.is Allir sem fæddir eru á árunum 1984, '94, '74, '64, '54 og '44 fá 24% afslátt á fyrstu 8 sýningarnar. ÞORVALDUR DAVÍÐ HALLA VILHJÁLMS Í MYNDASALNUM á jarðhæð Þjóð- minjasafnsins stendur yfir ljós- myndasýningin Rætur rúntsins eftir hollenska ljósmyndarann Rob Hornstra. Sýningin er sett upp í tengslum við samnefnda bók sem geymir afrakstur af þátttöku hans í evrópsku verkefni á vegum Inter- national Photography Research Net- work en Þjóðminjasafnið var sam- starfsaðili í verkefninu árið 2005. Verkefni Hornstra fólst í því að mynda atvinnulíf á Íslandi og valdi hann að ferðast um landið og festa á filmu lífið í sjávarplássum eins og það blasti við honum. Viðfangsefni Hornstra í verkunum í Þjóðminjasafninu felast einkum í myndum af eldra fólki, unglingum og skemmtanalífi þeirra og myndum af starfsfólki í fiskvinnsluhúsum, sem er útlent eða af erlendu bergi brotið. Mörg verkanna eru portrettmyndir þar sem við sjáum t.d. fólk íklætt vinnugallanum í umhverfi fisk- vinnslustöðvarinnar, sumir að fá sér kaffisopa; nærmyndir af eldra fólki sem horfir eins og í gegnum linsu myndavélarinnar, andlitin rúnum rist. Unglingar stilla sér upp við bíla en yf- irskrift sýningarinnar vísar til „rúnts- ins“ sem einkennandi menningarfyr- irbæris. Þá er nokkur fjöldi mynda þar sem Hornstra fangar ákveðna at- burðarás: unga fólkið – gjarnan með bjórflösku í hendi – að tala saman í partíi í heimahúsum, á rúntinum eða í sjoppunni og eldri kynslóðin í míní- golfi. Umhverfi þorpanna verður Hornstra einnig að yrkisefni og einn þáttur sýningarinnar felst í innan- hússmyndum af yfirgefnum heimilum þar sem hrörnunin ræður ríkjum. Hornstra hefur næmt auga fyrir myndrænum þáttum og for- vitnilegum smáatriðum og nær oft að skapa óvæntar víddir í myndbygging- unni. Segja má að sýningin bregði upp ákveðnu sjónarhorni á Ísland. Hornstra dregur fram ákveðna hluti í þeim tilgangi að varpa ljósi á raun- veruleika sem birtist honum, án þess að upphefja eða gera lítið úr. Verkin fjalla um breytta lífs- og atvinnuhætti, brottflutning fólks, vonbrigði og söknuð eldri kyn- slóðarinnar, ungmenni sem virð- ast vera með hugann annars stað- ar og þá einangrun sem útlent starfsfólk býr við, jafnvel þeir sem telja sig vera orðnir Íslendingar. Uppsetning verkanna – tvö og tvö saman eða þrjú í hóp – stuðlar að því að draga fram andstæður eða búa til tengingar, svo sem þar sem við sjáum hlið við hlið myndir af forfeðrum á vegg, tómláta stúlku á leið á ball og skipshlið í niðurníðslu. Á öðrum sjást kæru- leysislegir krakkar í bíl, eins og á leiðinni burt, við hlið mynda af út- lendum konum í slorgalla þar sem þær sitja við færibandið. Í sýn- ingu Hornstra býr ákveðin frá- sögn – sem ekki er víst að landsmenn kærðu sig um að hafa til sýnis á Aust- urvelli því hún vekur ýmsar óþægi- legar en þarfar spurningar. Því má hins vegar ekki gleyma að sú sýn á ís- lenskt mannlíf sem birtist okkur í verkunum byggist á vali ljósmynd- arans og áhrifamætti sviðsetning- arinnar. Vel er staðið að þessari bráð- skemmtilegu sýningu. Verkin hafa óneitanlega mikið heimildagildi og fela jafnframt í sér ferskt sjónarhorn á íslenska menningu. Þegar öllu er á botninn hvolft sýna þau fyrst og fremst flóru einstaklinga sem eru ein- faldlega að lifa lífinu, hver á sinn hátt. Við Íslendingar? MYNDLIST Þjóðminjasafn Íslands Rætur rúntsins/Roots of the Rúntur. Rob Hornstra. Til 11. júní 2006. Ljósmyndasýning Anna Jóa Eitt verkanna á sýningunni Rætur rúntsins á Þjóðminjasafni Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.