Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 1
ÞAÐ var þjóðhátíðarstemning hjá leikskólunum Hálsakoti og Hálsa- borg í gær þrátt fyrir rigningarveður. Útlit er fyrir votviðri víðast hvar á landinu í dag og hita um og yfir 10 gráður. Tvær skrúðgöngur verða í Reykjavík í tilefni þjóðhátíðardagsins og hefjast þær báðar klukkan 13.40. Önnur gangan fer frá Hlemmi niður að Ingólfstorgi og hin fer frá Hagatorgi að Hljómskálagarði. Morgunblaðið/Eyþór Gleðilega þjóðhátíð! Nú verður barist með pappa Verðlaun í skákmyndasamkeppni grunn- og leikskólanema | 54 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA VEGALENGDIR VIÐ ALLRA HÆFI! STOFNAÐ 1913 163. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Morgunblaðið er í sex hlutum, samtals 136 síður Lesbók, M-ið, Börn, Íþróttir og Atvinna í dag MIKLAR líkur eru nú á því að langþráður friður komist á í Himalajaríkinu Nepal. Ríkisstjórnin og uppreisnarmenn maóista náðu í gær samkomulagi um bráðabirgðastjórn með þátttöku maóista, sem ætlað er að binda enda á átök sem kostað hafa á ein- um áratug um 13.000 manns lífið. Samkomulagið náðist eftir fundarhöld stjórnvalda og leiðtoga upp- reisnarmanna, Prachanda, sem farið hefur huldu höfði í um 25 ár. „Þetta er söguleg ákvörðun og hún mun þoka þjóðinni í nýja átt,“ sagði Prachanda. Þyrla flutti hann frá bækistöð leiðtogans í miðhluta landsins til höfuðborgarinnar Katmandú þar sem hann átti fund með forsætisráðherranum, Girija Prasad Koir- ala, sem er 84 ára. Náðu þeir samkomulagi um að leysa upp þingið og uppreisnarstjórn sem maóistar hafa komið á laggirnar í héruðum sem þeir ráða. Landinu verður sett ný stjórnarskrá til bráða- birgða og einnig verður komið á fót bráðabirgða- stjórn með aðild maóista, að því er segir í sameig- inlegri yfirlýsingu sem gefin var eftir fundinn. Verður efnt til sérstakra kosninga til ráðs sem á að semja nýja stjórnarskrá en það hefur lengi verið ein helsta krafa Prachanda og manna hans. Ein af kröf- um maóista er að konungdæmið verði lagt niður. Prachanda vill lýðveldi í stað konungdæmis „Lýðveldi þar sem fólkið ræður er lágmarkskrafa okkar og við munum leggja hana í dóm þjóðarinnar þegar kosið verður til stjórnarskrárráðsins,“ sagði Prachanda. Einnig var ákveðið að Sameinuðu þjóð- irnar hefðu eftirlit með herliði jafnt stjórnvalda sem uppreisnarmanna meðan kosningar færu fram. Koma Prachanda til Katmandú vakti geysilega athygli enda í fyrsta sinn sem hann ræðir milliliða- laust við ráðamenn. „Nú verður erfitt fyrir maó- istana að snúa aftur inn í frumskóginn, þeir eru komnir of langt frá fyrri kröfum sínum til þess að það sé hægt,“ sagði Kapil Shrestha, stjórnmála- fræðiprófessor í Nepal. Hann sagði allt benda til að báðir aðilar vildu í einlægni koma á friði. Friður í aug- sýn í Nepal? Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Eftir Brján Jónasson og Örnu Schram KÆRUNEFND útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að útboðsskilmálar útboðs Reykjavíkurborgar um framtíð- arskipulag Vatnsmýrar brjóti í bága við lög um opinber innkaup, og hefur ógilt útboðsskilmálana, eftir að kæra barst frá Félagi sjálfstætt starfandi arkitekta. Útboðið var auglýst hinn 10. apríl sl., en í útboðsskilmálum kom fram að tvær leiðir væru færar til þátttöku. Annars vegar væri hægt að taka þátt í hug- myndasamkeppni undir nafn- leynd, en hins vegar mætti taka þátt í forvali með skipulagstil- lögu sem uppfyllti sömu kröfur og samkeppnistillögurnar. Voru kærendurnir ósáttir við þetta fyrirkomulag, en þeir sem tóku þátt undir nafni urðu að lýsa eig- in hæfi og reynslu, og átti dóm- nefnd að meta hæfi þeirra sam- hliða hugmyndunum. Kærunefndin komst að því að það samrýmdist ekki reglugerð um opinber innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu að nota tvær leiðir í útboðinu, þ.e. að fara fram á að hluti þátttakenda byði fram undir nafni. Ógilti hún því út- boðsskilmálana og dæmdi Reykjavíkurborg til að greiða kæranda 400 þúsund kr. máls- kostnað. Reykjavíkurborg krafð- ist þess hins vegar að kærunni yrði vísað frá, á þeim forsendum að fjögurra vikna kærufrestur, skv. lögum um opinber innkaup, hefði verið liðinn, þegar kæran barst kærunefnd útboðsmála. Þessu hafnaði kærunefndin. „Það er auðvitað ákveðið áfall að það skuli hafa verið úrskurðað að þetta vinnulag sem borgin beitti brjóti í bága við lög um op- inber innkaup,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. „Við munum fara yfir þetta mál í heild sinni, og á þessu stigi get ég engu svarað um það hver verða okkar næstu skref í málinu.“ Skuldum erlendum sérfræð- ingum afsökunarbeiðni Salvör Jónsdóttir, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar, segir ljóst að hugmyndasamkeppnin um framtíðarskipulag Vatnsmýrar- innar tefjist eitthvað vegna þessa úrskurðar. „Það væri auðvelt að breyta reglunum og byrja aftur, endur- ræsa keppnina ef svo má segja, en það er auðvitað pólitísk ákvörðun,“ segir Salvör. Hún bendir á að heimsþekktir sérfræðingar sem komið hafi að fjölmörgum samkeppnum á borð við þessa víðsvegar um Evrópu og víðar taki þátt í störfum dóm- nefndarinnar, sem samdi regl- urnar fyrir þessa hugmyndasam- keppni. „Þetta er auðvitað bagalegt fyrir okkur Íslendinga sem þjóð, því þetta eru mjög þekktir menn sem við fengum í dómnefnd,“ segir Salvör. „Ég er búin að kvíða því óskaplega að tala við þá, mér finnst við vera búin að móðga þá, við Íslendingar, og hálfpartinn skulda þeim afsökun- arbeiðni. Þeir eru vanir að geta unnið svona í Ameríku og Evr- ópu, en það virðist ekki hægt á Íslandi.“ Hugmyndasamkeppni borgarinnar um framtíðarskipulag Vatnsmýrar Kærunefnd útboðsmála ógildir útboðsskilmála Soweto. AFP. | Tugþúsundir Suður-Afríkumanna minntust þess í gær að 30 ár voru liðin frá upp- reisninni í Soweto, úthverfi Jóhannesarborgar, þegar blökkumenn efndu til mótmæla gegn stjórn hvíta minnihlutans í landinu. Uppreisnin var barin niður af mikilli grimmd og talið er að mörg hundr- uð manns hafi fallið á nokkrum dögum. Thabo Mbeki, forseti landsins, fór fyrir hundr- uðum þátttakenda í göngu frá Morris Isaacson- skólanum, einu þekktasta kennileitinu í uppreisn- inni, að minnismerki um frægasta fórnarlambið, Hector Peterson [einnig ritað Pieterson]. Hann var 13 ára og varð fyrsta fórnarlambið, var skotinn í hálsinn. Ljósmynd af honum helsærðum varð tákn í baráttunni gegn ofríki hvíta minnihlutans. Minntust blóð- baðsins í Soweto  Þegar Hector | 35 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.