Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 25 ERLENT Mogadishu, París. AFP, AP. | UM tíu þúsund manns komu saman í mið- borg Mogadishu í Sómalíu í gær og mótmæltu svonefndri bráðabirgða- stjórn landsins, sem á miðvikudag lagði til að farið yrði fram á að er- lendar friðargæslusveitir kæmu til landsins í því skyni að stilla til frið- ar. Fólkið styður samtök íslamista, sem nýverið tóku völdin í Mogad- ishu og á stórum svæðum í landinu og vildi það lýsa óánægju sinni með ákvörðun bráðabirgðaþingsins. „Við getum séð um að velja okkar eigin stjórnarherra,“ hrópaði fólkið, en formlegt þing landsins, sem í reynd ræður ekki lengur ferðinni, fór fram á það í vikunni að her- sveitir frá Úganda og Súdan kæmu til að aðstoða ríkisstjórnina við að tryggja eigin völd og stöðugleika. Mótmælendur beindu spjótum sínum einnig að Bandaríkjastjórn, sem er talin hafa stutt við bak stjórn stríðsherra í Sómalíu, sem síðustu vikur hefur farið halloka fyrir sveitum íslamista. „Bush er stríðsglæpamaður sem drepið hefur fjölda fólks,“ sagði á einu spjaldi, sem haldið var á lofti. „Til fjandans með ykkar lýðræði,“ sagði á öðru. Engin ein starfhæf ríkisstjórn hefur verið í Sómalíu frá því ein- ræðisherranum Mohammed Siad Barre var steypt af stóli 1991, a.m.k. engin sem í reynd hefur full yfirráð yfir landinu. Hafa svonefnd- ir stríðsherrar því ráðið ríkjum allt þar til nú að íslamistar hafa hrifsað til sín völdin. Fréttaskýrendur telja Bandaríkin hafa verið að leika háskalegan leik með stuðningi sínum við stríðsherr- anna, sem átt hafa óformlegt bandalag sín í millum. Virðist enda sem afskipti Bandaríkjanna – sem einkum eru talin hafa falist í fjár- stuðningi – hafi orðið til þess, að stuðningur óx við íslamistana. Var andúð enda mikil gagnvart stríðs- herrabandalaginu og harðneskju- legum stjórnarháttum þess. Banda- ríkjamönnum mun hins vegar hafa gengið það til, að koma í veg fyrir að eins konar talibanastjórn kæmist til valda í Sómalíu, álíka þeirri sem réði ríkjum í Afganistan til 2001. Mótmæltu afskiptum Bandaríkjastjórnar AP Þeim var heitt í hamsi, Sómölunum sem tóku þátt í mótmælunum. Washington. AFP. | Írösk fangelsi eru yfirfull af herskáum sjíta múslímum sem misþyrma og myrða samfanga sína og er ástandið svo slæmt, að bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að fresta tímabundið flutningi á stjórn fimm fangelsa til Íraka. „Fangelsi varnarmála- og innan- ríkisráðuneytisins eru vettvangur al- varlegustu mannréttindabrotanna,“ sagði Muhammed al-Dayni, þing- maður úr röðum súnníta, sem fyrir skömmu fór í óvænta heimsókn í fangelsi á vegum innanríkisráðu- neytisins í Baqouba, norður af Bag- dad. Að sögn al-Dayni er allt að 120 föngum komið fyrir í 126 fermetra klefum. „Þeir sögðu okkur að þeim hefði verið nauðgað,“ sagði al-Dayni. „Fjölskyldur þeirra voru látnar mæta í fangelsin þar sem þær voru pyntaðar til að þvinga fanganna til að bera vitni gegn öðru fólki.“ Kúrdinn Pusho Ibrahim Ali Daza Yei, aðstoðardómsmálaráðherra írösku stjórnarinnar, tók í sama streng og sagði að Írakar gætu „ekki stjórnað fangelsunum“ . „Þræðir vígamanna tengjast alls- staðar í fangelsunum, frá Basra til Bagdad,“ sagði Yei. Þá sagðist ráð- herrann hafa sent bandarískum yf- irmanni fangelsismála í Írak bréf þar sem þess var óskað að fallið yrði tímabundið frá áætlun um að flytja stjórn fimm fangelsa með yfir 15.000 föngum yfir til írösku stjórnarinnar, vegna þess að hún væri „ekki tilbú- in“ til að taka við stjórn þeirra. Mannréttindabrot í íröskum fangelsum Genf. AFP. | Ef ekkert verður að gert mun 1,4 milljarðar manna, eða sem- svarar íbúafjölda Kína, búa í hreys- um í fátækrahverfum árið 2020. Fjöldi fólks, sem býr við slíkar að- stæður, eykst nú um 4,5 prósent á ári á svæðinu sunnan Sahara-eyðimerk- urinnar í Afríku og er því spáð að ár- ið 2020 muni því fjölga um 27 millj- ónir á heimsvísu. Þessu er haldið fram í nýrri skýrslu Búsetunefndar Sameinuðu- þjóðanna (UN-Habitat) um borgir jarðarinnar, en þar segir að um einn milljarður manna búi í dag í fátækra- hverfum, eða einn af hverjum þrem- ur í þéttbýli. Þá segja höfundar skýrslunnar að mikill meirihluti íbúaaukningar í þéttbýli muni fara fram í þróunarlöndunum, eða 95 pró- sent. Fyrir vikið munu 5 af þeim 8,1 milljarði fólks, sem er talið munu búa á jörðinni 2030, búa í borgum. Markmið nefndarinnar er að fækka íbúum fátækrahverfa um 700 milljón- ir fyrir árið 2020. Í þessu markmiði felst mikil áskorun, enda hefur hag- vöxtur víða verið góður á undanförn- um árum á sama tíma og íbúum fá- tækrahverfa hefur fjölgað. „Hagvöxtur leiðir ekki endilega til þess að íbúum fátækrahverfa fækk- ar,“ sagði Eduardo Moreno, einn höf- unda skýrslunnar. Hins vegar sagði Moreno að það markmið nokkurra Norður-Afríkuríkja, sérstaklega Egyptalands, fyrir 10 til 15 árum, um að fækka íbúum fátækrahverfa hefði borið árangur og að þeim hefði fækk- að síðan. Fátækrahverfi vaxa stöðugt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.